Fréttaskýring#Stjórnmál#Viðskipti#Alþingi

Vilja ekki selja Landsbankann

Skoðanakönnun meðal allra þingmanna sýnir að Framsóknarmenn og stjórnarandstaðan eru ekki á þeim buxunum að selja hlut í Landsbankanum, þó að salan sé í fjárlögum. Sjálfstæðismenn setja sterka fyrirvara. Borgunarmálið varpar skugga á ferlið.

Sunna Valgerðardóttir19. febrúar 2016

Afar ólík­legt er að meiri­hluti sé á Alþingi fyrir sölu rík­is­ins á tæp­lega 30 pró­senta hlut sínum í Lands­bank­anum á þessu ári. Nær eng­inn vilji er innan Fram­sókn­ar­flokks til söl­unnar og allir þing­menn stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna eru mót­fallnir henni. Þing­flokkur Bjartrar fram­tíðar er klof­inn til helm­inga í mál­inu. Allir sjálf­stæð­is­menn sem svör­uðu vilja selja, en setja mikla fyr­ir­vara. 

Kjarn­inn spurði alla 63 þing­menn Alþingis hvort þeir væru hlynntir því að ríkið seldi 28,3 pró­senta hlut sinn í bank­anum á þessu ári. Mik­ill meiri­hluti svar­aði spurn­ing­unni, 45 af 63, en 18 vildu ekki svara. Svar­hlut­fall var 100 pró­sent meðal þing­manna Bjartrar fram­tíð­ar, Vinstri grænna og Pírata. Allir þing­menn, að einum und­an­skild­um, svör­uðu hjá Sam­fylk­ing­u. 

Gert er ráð fyrir því í fjár­lögum árs­ins 2016 að 71,3 millj­arðar fáist fyrir hlut­inn. Banka­sýsla rík­is­ins hóf und­ir­bún­ing að sölu­ferli síð­asta haust.

16 þing­menn sem svör­uðu Kjarn­anum eru fylgj­andi söl­unni á þessu ári og 29 and­víg­ir. Þeir sem eru fylgj­andi söl­unni eru allir þing­menn ­Sjálf­stæð­is­flokks sem svöruðu, einn þing­maður Fram­sókn­ar­flokks og þrír þing­menn Bjartrar fram­tíð­ar. Þeir sem eru and­vígir eru allir þing­menn Fram­sókn­ar­flokks sem svöruðu, að einum und­an­skild­um, allir þing­menn Sam­fylk­ing­ar, Vinstri grænna og Pírata, og þrír þing­menn Bjartrar fram­tíð­ar. 

Aðeins einn ráð­herra rík­is­stjórn­ar­innar svar­aði fyr­ir­spurn Kjarn­ans; Ragn­heiður Elín Árna­dóttir iðn­að­ar­ráð­herra. Svar barst einnig frá aðstoð­ar­manni Sig­rúnar Magn­ús­dóttur umhverf­is­ráð­herra, hvar stóð að rík­is­stjórnin hafi ekki tekið málið fyr­ir. 

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra sagði á þingi í jan­úar að það lægi ekk­ert á að selja fyrr en menn væru vissir um að það sé æski­leg­t. 

Spurn­ingin var send þing­mönnum í tölvu­pósti. Póst­ur­inn var ítrek­aður í tvígang til þeirra sem höfðu ekki svar­að. 

Afstaða þingmanna til sölu Landsbankans

Spurt var: Ertu fylgjandi því að íslenska ríkið selji 28,2 prósenta hlut sinn í Landsbankanum á þessu ári?

27%
Vill ekki svara27%
Nei46%
Ásmundur Friðriksson
„Söluferlið verður að vera opið og verðið verður að endurspegla verðmæti bankans.“
Birgir Ármannsson
Þingmaður gerir ekki grein fyrir afstöðu sinni.
Brynjar Níelsson
„Hagsmunir okkar felast ekki í því að eiga banka eða önnur fyrirtæki í samkeppnisrekstri. Fjárhagslegir hagsmunir sölunnar felast í að greiða niður skuldir til að lækka vaxtagjöld ríkisins og hækka lánshæfismat.“
Elín Hirst
„Það er skilyrði að gott verð fáist fyrir hlutinn og að söluferlið sé opið, gegnsætt og afar vandað. Við viljum ekki annað Borgunarhneyksli.“
Haraldur Benediktsson
Þingmaður gerir ekki grein fyrir afstöðu sinni.
Ragnheiður Elín Árnadóttir
Þingmaður gerir ekki grein fyrir afstöðu sinni.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
„Söluferlið verður að vera opið og gegnsætt og eignaraðild dreifð.“
Sigríður Á. Andersen
Þingmaður gerir ekki grein fyrir afstöðu sinni.
Valgerður Gunnarsdóttir
Þingmaður gerir ekki grein fyrir afstöðu sinni.
Vilhjálmur Árnason
„Það verður að fást ásættanlegt fyrir bankann og hann skal seldur í opnu og gegnsæu ferli. Það þarf að losa um fjármagn frá bönkunum til að greiða niður skuldir svo við getum eflt grunnþjónustuna í landinu og lækkað vexti.”
Hanna Birna Kristjánsdóttir
„Í samræmi við þá heimild sem samþykkt var í fjárlögum er ég fylgjandi því að ríkið selji umræddan hlut þegar tími og aðstæður til þess eru hagfelldar.“
Jón Gunnarsson
„Ég vil að ríkið hefji þetta ferli. Umræða um einhvern óútskýrðan samfélagsbanka er hins vegar annað mál. Fjármálaráðherra sagði það koma til greina að almenningur fengi hluta af sölunni, sem er mjög áhugaverð hugmynd. Ég er mjög harður á því að það ríki almenn sátt og traust við aðferðina á sölunni.“
Guðlaugur Þór Þórðarson
„Ég vil selja ríkiseignir í samkeppnisrekstri til að lækka skuldir ríkissjóðs og lækka vaxtakostnað sem er þriðji stærsti útgjaldaliður í fjárlögum. Sömuleiðis vil ég lágmarka áhættu skattgreiðenda því nú eru fjármálafyrirtækin að stórum hluta á ábyrgð skattgreiðenda, sem er óþolandi staða. Íslandsbanki er líka í eigu ríkisins. Þetta snýst um pólitískan vilja að koma þessu máli í gegn. Hugmynd um að almenningur fái hlut í sölunni er góð.“
Bjarni Benediktsson Vill ekki svara
Þingmaður gerir ekki grein fyrir afstöðu sinni.
Einar K. GuðfinnssonVill ekki svara
Þingmaður gerir ekki grein fyrir afstöðu sinni.
Illugi GunnarssonVill ekki svara
Þingmaður gerir ekki grein fyrir afstöðu sinni.
Kristján Þór JúlíussonVill ekki svara
Þingmaður gerir ekki grein fyrir afstöðu sinni.
Unnur Brá KonráðsdóttirVill ekki svara
Þingmaður gerir ekki grein fyrir afstöðu sinni.
Vilhjálmur BjarnasonVill ekki svara
„Ég geri grein fyrir atkvæði mínu á þingfundum.“
Elsa Lára Arnardóttir Nei
„Fyrst þarf að endurskipuleggja fjármálakerfið með neytendavernd í huga. Á meðan vinnu við aðskilnað viðskiptabanka og fjárfestingabanka er ekki lokið og verðtrygging er enn við lýði er ég á móti sölunni. Við þurfum að byrja á réttum enda.“
Frosti SigurjónssonNei
„Ég er alfarið á móti sölunni. Það hefur hvergi verið útskýrt hvers vegna það liggur svona á að selja. Margt bendir hins vegar til þess að ríkissjóður geti áfram notið verulegs arðs af hlutabréfaeigunni auk þess sem verðmæti eignarhlutarins gæti hækkað töluvert á komandi árum. Bankinn ætti að vera rekinn sem samfélagsbanki.”
Haraldur EinarssonNei
Þingmaður gerir ekki grein fyrir afstöðu sinni.
Jóhanna María SigmundsdóttirNei
Þingmaður gerir ekki grein fyrir afstöðu sinni.
Karl GarðarssonNei
„Verð á bönkum er mjög lágt um þessar mundir. Auk þess er nauðsynlegt að stokka upp bankakerfið og regluverk þess áður en til sölu kemur.“
Líneik Anna SævarsdóttirNei
Þingmaður gerir ekki grein fyrir afstöðu sinni.
Silja Dögg GunnarsdóttirNei
„Ég vil að ríkið eigi að minnsta kosti einn banka sem rekinn yrði á samfélagslegum forsendum.”
Þorsteinn SæmundssonNei
„Það liggur ekkert á með sölu á Landsbankanum.“
Willum Þór Þórsson
„Meginmarkmiðið er að grynnka á skuldum ríkissjóðs, lækka vaxtabyrði útgjalda, að því gefnu; að einhver vilji eiga 28,2% á móti 70% eignarhlut ríkisins, og ásættanlegt verð fáist. Þá er svarið Já - en flýta sér hægt.”
Ásmundur Einar DaðasonVill ekki svara
Þingmaður gerir ekki grein fyrir afstöðu sinni.
Eygló HarðardóttirVill ekki svara
Þingmaður gerir ekki grein fyrir afstöðu sinni.
Gunnar Bragi SveinssonVill ekki svara
Þingmaður gerir ekki grein fyrir afstöðu sinni.
Höskuldur ÞórhallssonVill ekki svara
„Ég geri grein fyrir afstöðu minni í þingsal.“
Páll Jóhann PálssonVill ekki svara
Þingmaður gerir ekki grein fyrir afstöðu sinni.
Sigmundur Davíð GunnlaugssonVill ekki svara
Þingmaður gerir ekki grein fyrir afstöðu sinni.
Sigrún MagnúsdóttirVill ekki svara
„Ríkisstjórnin hefur ekki tekið málið fyrir.“
Sigurður Ingi JóhannssonVill ekki svara
Þingmaður gerir ekki grein fyrir afstöðu sinni.
Vigdís HauksdóttirVill ekki svara
„Ég hef aldrei svarað svona skoðanakönnunum.“
Þórunn EgilsdóttirVill ekki svara
Þingmaður gerir ekki grein fyrir afstöðu sinni.
Árni Páll ÁrnasonNei
„Það á ekki að hefja söluferli fyrr en búið er að endurskipuleggja fjármálakerfið. Svo eru allir sammála um að enginn á Íslandi hafi efni á að kaupa banka, en á sama tíma eru þrír bankar til sölu. Allt bendir því til að enn einn ganginn verði bankarnir seldir þeim sem hæst býður og sá geti þá sogið kaupverðið út úr almenningi og fyrirtækjum næstu áratugina.”
Helgi HjörvarNei
Þingmaður gerir ekki grein fyrir afstöðu sinni.
Katrín JúlíusdóttirNei
„Fyrst þarf að ákveða hvernig fjármálakerfi við viljum reka, gera upp Borgunarmálið og auka gegnsæi í ákvarðanatöku. Ríkið á ekki að eiga 2/3 hluta bankakerfisins til lengri tíma en við erum ekki tilbúin til að fara af stað nú.“
Oddný G. HarðardóttirNei
„Fyrst þarf að svara lykilspurningum varðandi kröfur um eigið fé banka, dreifingu eignarhalds, frekari aðskilnað viðskiptabanka og fjárfestingarbanka, svokallaðan samfélagsbanka og stærð kerfisins. Við ættum að draga lærdóm af fyrri sölu og einkavæðingu áður en við rjúkum til. Sporin hræða og okkur liggur ekkert á.“
Ólína Kjerúlf ÞorvarðardóttirNei
„Það á að bíða með söluáform fyrst um sinn. Ég treysti því tæplega nægilega vel yrði staðið að sölunni í því andrúmslofti ógagnsæis og óhagstæðra markaðsaðstæðna sem nú eru. Enn á eftir að skilja á milli viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi og Borgunarmálið hefur markað spor sem hræða.”
Össur SkarphéðinssonNei
Þingmaður gerir ekki grein fyrir afstöðu sinni.
Sigríður Ingibjörg IngadóttirNei
Þingmaður gerir ekki grein fyrir afstöðu sinni.
Valgerður BjarnadóttirNei
„Það þarf að skoða heildamyndina betur. Það er meira áríðandi að ríkið losni við Íslandsbanka. Ég legg áherslu á að ég sé andvíg sölunni „á þessu ári“.”
Kristján L. MöllerVill ekki svara
„Afstaða mín til mála kemur fram í þinginu.“
Bjarkey Olsen GunnarsdóttirNei
„Það þarf að huga betur að því hvort samfélagsbanki sé góð hugmynd og svo á ríkið ekki að þurfa að „búa til markað”. Lífeyrissjóðirnir eru í samtali um að kaupa Arionbanka og við getum beðið á meðan það gengur yfir.“
Katrín JakobsdóttirNei
„Ríkið á að nota tækifærið og gera breytingar á fjármálakerfinu. Til dæmis með aðskilnaði viðskipta- og fjárfestingabanka og ljúka annarri nauðsynlegri endurskoðun á kerfinu. Það ætti að skoða hugmyndir af fullri alvöru um að Landsbankinn verði samfélagsbanki og fylgi til dæmis umhverfisstefnu og loftslagsmarkmiðum í öllum lánveitingum, hafi hlutverk varðandi landsbyggðina og samfélagsskyldur. Slíkir bankar eru vel þekktir víða erlendis og við getum lært af því.”
Lilja Rafney MagnúsdóttirNei
„Ég tel skynsamlegra að halda áfram að nýta arðinn frá bankanum fyrir samfélagið. Nú er ekki góður tími til að selja, meðal annars vegna framboðs hluta í öðrum fjármálastofnunum og Borgunarmálsins. Ég vil að ríkið skoði möguleika á að eiga og reka samfélagsbanka sem risi undir nafni og horfði ekki eingöngu til hámarksgróða.”
Ögmundur JónassonNei
Þingmaður gerir ekki grein fyrir afstöðu sinni.
Steingrímur J. SigfússonNei
„Ég tel algert óráð að selja nokkuð í Landsbankanum við núverandi aðstæður og mikið efamál að það eigi yfir höfuð að gera í fyrirsjáanlegri framtíð. Markaðsaðstæður eru óhagstæðar og framtíðarstefnumótun skortir. Ríkið gæti notað tímabundin yfirráð yfir mest öllu bankakerfinu til að skilja að viðskipta- og fjárfestingabanka og breyta Landsbankanum í samfélagsbanka. Landsbankinn góð eign í bili og greiðir ríkinu myndarlegan arð á hverju ári.“
Steinunn Þóra ÁrnadóttirNei
Þingmaður gerir ekki grein fyrir afstöðu sinni.
Svandís SvavarsdóttirNei
Þingmaður gerir ekki grein fyrir afstöðu sinni.
Björt ÓlafsdóttirNei
„Ég vil selja Landsbankann við hagstæð skilyrði sem eru ekki fyrir hendi núna. Gjaldeyrishöftunum verður líklegast ekki létt að fullu á árinu og það er í mínum huga algjör forsenda fyrir sölunni.”
Brynhildur PétursdóttirNei
„Ég tel það ekki tímabært á þessu ári. Ég er ekki andsnúin því að ríkið selji þennan hlut en það fer eftir markaðsaðstæðum og svo tel ég rétt að bíða átekta á meðan Borgunarmálið er í skoðun.“
Guðmundur Steingrímsson
„Ég er hlynntur sölunni en legg þunga áherslu á að söluferlið verði vandað og gagnsætt.”
Óttarr Proppé
„Ég er fylgjandi sölunni í prinsippinu en er aðeins efins eftir klúðrið með sölu Borgunar. Það verður að vera skilyrði að ferlið sé gagnsætt og tryggt að gott verð fáist fyrir hlutinn.”
Páll Valur BjörnssonNei
„Eins og staðan er nú á ríkið ekki að selja hlutinn þar sem mikil óvissa er á fjármálamörkuðum heimsins. Ég er þó ekki hlynntur rekstri ríkisins á bönkum en verð að viðkenna að hugmyndin um samfélagsbanka heillar mig aðeins. En það sækir að mér mikil ónotatilfinning þegar bankasala er nefnd og að það eigi að gerast undir forustu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í ljósi okkar reynslu.”
Róbert Marshall
„Ferlið þarf að vera opið, gagnsætt og vandað.”
Ásta Guðrún HelgadóttirNei
„Ég vil frekar sjá lægri hluta, kannski um tíu prósent, af Landsbankanum til sölu. Það þarf að byggja upp traust almennings á því að selja banka og ég tel betra að gera það í smærri skrefum og sjá hvert það leiðir okkur.”
Birgitta JónsdóttirNei
Þingmaður gerir ekki grein fyrir afstöðu sinni.
Helgi Hrafn GunnarssonNei
„Ég tek undir svar Ástu Guðrúnar."

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar