Havila færir niður virði skipaflotans um 21 milljarð króna

Havila
Auglýsing

Norska félagið Havila Shipping ASA tilkynnti í dag að virði flota félagsins, sem telur 27 skip, hafi verið fært niður um 1.388 milljónir norskra króna, eða um 21 milljarð íslenskra króna. Stjórn Havila tilkynnti sömuleiðis að félagið muni halda áfram starfsemi sinni, þrátt fyrir að kröfuhafar þess hafi hafnað tillögu um endurskipulagning á skuldum félagsins í byrjun viku.

Ákvörðunin felur í sér að félagið muni halda áfram viðræðum við kröfuhafa sína um að ná samkomulagi sem muni gera Havila kleift að standa af sér þá erfiðleika sem félagið gengur nú í gegnum. Á meðal þeirra kröfuhafa eru íslensku bankarnir Íslandsbanki og Arion banki. Á meðan að viðræðurnar standa yfir mun Havila hvorki greiða vexti né afborganir af höfuðstólum lána.

Tókst ekki að semja við kröfuhafa

Auglýsing

Kjarninn greindi frá því í gærkröfuhafar Havila hefðu hafnað áætlun um endurskipulagningu á skuldum þess, sem gerðu ráð fyrir því að lengt yrði umtalsvert í þeim. Félagið hafði gefið sér þangað til á mánudag, 15. febrúar, til að komast að niðutstöðu í málinu enda sjái það fyrir sér alvarlega fjárhagslega erfiðleika á tímabilinu 2016-2018“ vegna þeirrar niðursveiflu sem átt hafi sér stað á þjónustumarkaði við olíuiðnaðinn í Norðursjó.

Í tilkynningu til norsku Kauphallarinnar sem send var út í gærmorgun kom hins vegar fram að ekki hefði tekist að fá 2/3 hluta af óveðtryggðum skuldabréfaeigendum Havila til að samþykkja hana. Þess vegna verði öllum vaxtagreiðslum og greiðslum af höfuðstól lána hætt samstundis og hafist handa við að ræða við þá um samkomulag um greiðslustöðvun.  


Havila hefur verið eitt af leiðandi félögum í þjónustu við olíuiðnaðinn í Norðursjó á undanförnum árum. Samstæðan á og rekur 27 þjónustuskip. Olíuvinnsla í Norðursjó hefur dregist gríðarlega saman á undanförnum misserum vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði á olíu, sem hefur farið úr um 115 dölum sumarið 2014 í um 30 dali í dag. Þumalputtareglan er sú að heimsmarkaðsverð á olíu þurfi að vera í kringum 60 dali á tunnu til að vinnsla í Norðursjó borgi sig. Samhliða hefur þjónustumarkaðurinn sem Havila starfar á hrunið.

Virði Havila í Kauphöllinni hefur hríðfallið undanfarin misseri. Árið 2007 var virði hlutabréfa í félaginu 120 norskar krónur á hlut. Í dag er virðið 1,5 norskar krónur. Havila var fært á athugunarlista í norsku Kauphöllinni í gærmorgun.

Krefjandi aðstæður leiða til niðurfærslu á virði skipaflota

Í nýrri tilkynningu til norsku Kauphallarinnar í morgun sagði Havila frá því að félagið hefði ákveðið að færa niður virði skipaflota síns um tæpan 21 milljarð íslenskra króna í uppgjöri fjórða ársfjórðungs 2015. Uppgjör þess ársfjórðungs verða birta 29. febrúar næstkomandi. Í tilkynningunni segir að markaðsaðstæður Havila séu mjög krefjandi og það hafi mikil áhrif á virði skipa félagsins.

Íslandsbanki og Arion banki eru báðir á meðal lánveitenda Havila. Í júlí 2014 lánaði Arion banki Havila 300 milljónir norskra króna, um 4,5 milljarða króna. Íslandsbanki hafði tekið þátt í sambankaláni til Havila upp á alls 475 milljónir norskra króna, rúmlega sjö milljarða króna, nokkrum mánuðum áður. Í fréttatilkynningu frá Íslandsbanka sem send var úr í lok árs 2013 vegna þess var haft eftir Vilhelm Má Þorsteinssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Íslandsbanka, að þátttakan í sambankaláni til Havila væri mikilvægt skref í að auka þátttöku okkar í þjónustuiðnaði við olíu og gasleit á Norður Atlantshafi. „Íslandsbanki hefur getu til að lána til erlendra verkefna vegna sterkrar stöðu í erlendum gjaldeyri og styður þannig við frekari uppbyggingu íslenskra og erlendra fyrirtækja í atvinnugreinum þar sem bankinn hefur sérþekkingu.“ 

Þessir tveir bankar, sem eru annars vegar að öllu leyti í eigu íslenska ríkisins og hins vegar að hluta (ríkið á þrettán prósent hlut í Arion banka), eiga því umtalsvert undir að Havila muni geta borgað skuldir sínar.

DV leitaði eftir upplýsingum hjá báðum bönkunum fyrir mánuði síðan um hvort þeir hefðu farið fram á að floti eða aðrar eignir Havila yrðu veðsettar vegna lánveitinganna. Hvorki Íslandsbanki né Arion banki vildu upplýsa um það

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None