Íslam
á Íslandi

Sádí-Arabía greindi frá því fyrir ári síðan að landið hefði áhuga á að styrkja byggingu mosku í Reykjavík. Forseti Íslands hefur m.a. sagt að honum þyki það óæskilegt en engar reglur eða viðmið eru um slíkar styrkveitingar á Íslandi. En er Sádí-Arabía að reyna að hafa áhrif á hugmyndir múslima á Íslandi?

Þann 5. mars 2015 afhenti nýr sendi­herra Sádi-­Ar­abíu í Stokk­hólmi, Ibra­him S.I. Ali­bra­him, trún­að­ar­bréf sitt á Bessa­stöðum á fundi með for­seta Íslands, Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, en hann er einnig sendi­herra gangvart Íslandi. Á fund­inum gat Ali­bra­him þess að Sádí-­Ar­abía hyggð­ist styrkja bygg­ingu mosku í Reykja­vík og jafn­framt að hann hefði skoðað land í Soga­mýri sem úthlutað hefur verið til moskubygg­ingar í Reykja­vík. 

For­seta­emb­ættið sagði frá heim­sókn­inni á vef sínum og allir helstu fjölmðilar á Íslandi tóku málið upp. Margir höfðu af þessu nokkrar áhyggj­ur, ekki síst í ljósi þess að stutt var síðan hryðju­verka­árásir voru gerðar í París og Kaup­manna­höfn og hætta á hryðju­verkum á Íslandi hafði farið úr því að vera talin í lítil í að telj­ast í að vera í með­al­lagi. Íslam í Evr­ópu var í eld­lín­unn­i. 

Ekki löngu eftir heim­sókn Ibra­him S.I. Ali­bra­him lét for­seti Íslands, Ólafur Ragnar Gríms­son, þau orð falla í við­tölum við fjöl­miðla að hann teldi óæski­legt að þiggja fé frá Sádí-­Ar­abíu og að breyta þyrfti umræð­unni og nálgun Íslend­inga á það verk­efni að finna íslam far­veg á Íslandi. Í við­tali við Bítið á Bylgj­unni þann 17. nóv­em­ber 2015 sagði for­set­inn m.a.: „Þessi ákvörðun erlends ríkis að fara að skipta sér af trú­ar­brögðum á Íslandi á sama hátt og það hefur gert vítt og breytt um ver­öld­ina, fjár­magnað skóla þar sem öfga­kennt islam er rækt­að, og ungir karl­menn aldir upp í þeim við­horf­um, er það áminn­ing til okkar Íslend­inga að við verðum að hefja nýja umræð­u.“

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ásamt Ibrahim S.I. Alibrahim, sendiherra Sádí-Arabíu, á Bessastöðum.

Á því ári sem liðið er síðan Ibra­him S.I. Ali­bra­him til­kynnti um fjár­fram­lög Sádí-­Ar­abíu til múslima á Íslandi hefur málið orðið flókn­ara frekar en skýr­ara. Ekki ein­vörð­ungu hefur tor­tryggni í garð múslima á Íslandi vegna máls­ins færst í auk­ana heldur hefur einnig borið á auknum átökum milli múslima á Íslandi í kjöl­far pen­inga­gjaf­ar­inn­ar. Það eina sem almennt virð­ist ríkja nokkur sátt um á Íslandi er að fram­lagið frá Sádí-­Ar­abíu séu nokk­urs konar blóð­pen­ingar og til þess ætl­aðir að hafa óeðli­leg áhrif á þróun íslam á Íslandi. Til þess að kanna for­send­ur, mark­mið og afstöðu yfir­valda í Sádí-­Ar­abíu til máls­ins fékkst sam­þykki sendi­ráðs Sádí-­Ar­abíu í Stokk­hólmi til þess að svara nokkrum spurn­ingum sem málið varða. Hér á eftir fer umfjöllun sem byggir á svörum sendi­ráðs­ins. 

Sænskir múslimar á Íslandi

Ekki lá jóst fyrir í upp­hafi hverjir hefðu fengið fjár­magn­inu úthlut­að. Síðar kom í ljós að það rann til Stofn­unar múslima á Íslandi. Svo virð­ist þó sem það sé ekki alls kostar rétt, því móð­ur­fé­lag stofn­un­ar­inn­ar The Scand­in­av­ian Isla­mic founda­tion er sagt mót­tak­andi styrks­ins í svörum frá sendi­ráð­inu. Stofnun múslima er eins konar útibú frá því félagi sem stýrt er frá Sví­þjóð. Bæði starf­andi trú­fé­lög múslima á Íslandi eru andsnúin starf­semi hins sænska félags og segja óheppi­legt að félag sem stýrt er utan frá sé með afskipti af mál­efnum múslima á Ísland­i. 

Í byrjun febr­úar rataði deilan milli Stofn­unar múslima og Menn­ing­arest­urs múslima inn í dóms­sal hjá hér­aðs­dómi Reykjvíkur, en Stofnun múslima krefst þess að Menn­ing­ar­setri múslima, sem leigir af þeim Ýmis­hús­ið, verði gert að fjar­lægja skilti af hús­inu þar sem starf­semi leigj­end­anna, það er að segja rekstur til­beiðslu­húss eða mosku, sam­ræm­ist ekki stefnu hús­eig­enda. 

Í frétt á dv.is um málið þann 8. febr­úar segir lög­fræð­ingur Stofn­unar múslima, Gísli Kr. Björns­son, að skiltið gefi til kynna að moska sé í hús­inu og það sam­ræm­ist ekki reglum Stofn­unar múslima, sem sé ekki trú­fé­lag og hafi ekki heim­ilað upp­setn­ingu skilt­is­ins. Í við­tali við mbl.is tveimur mán­uðum áður stað­hæfði Karim Aks­ari, fram­kvæmda­stjóri Stofn­unar múslima, hins­vegar að félagið væri trú­fé­lag og fram­vís­aði því til stað­fest­ingar papp­írum frá Reykja­vík­ur­borg þess efnis að félagið væri trú­fé­lag og sem slíkt und­an­þegið fast­eigna­skatt­i. 

Sam­kvæmt skrán­ingu Hag­stof­unnar er félagið skráð sem sjálfs­eign­ar­stofn­un.  

Í fyr­ir­spurn til sádí-­ar­ab­íska sendi­ráðs­ins var meðal ann­ars spurt á hvaða for­sendum Stofnun múslima eða móð­ur­fé­lag þess hefði fengið styrknum úthlut­að. Í svar­inu kemur skýrt fram að fram­lagið var ein­göngu ætlað til bygg­ingar mosku á Íslandi. Orð­rétt segir í svari sendi­ráðs­ins, í þýð­ingu blaða­manns: „Í til­viki Íslands var fjár­fram­lag­ið, að upp­hæð 10.000.0000 Sádí ryi­als (um 350 millj­ónir íkr innsk. blaða­manns) í einni greiðslu, rausn­ar­legt fam­lag Abu­dullah kon­ungs sem hafði fengið beiðni um fjár­stuðn­ing frá The Scand­in­av­ian Isla­mic founda­tion (móð­ur­fé­lag Stofn­unar múslima, innsk. blaða­manns) til moskubygg­ingar í Reykja­vík­.“ 

Í þessu ljósi hlýtur það að telj­ast ein­kenni­legt að það sam­ræm­ist ekki reglum eða stefnu Stofn­unar múslima, sem er skráð sem sjálfs­eign­ar­stofnun en ekki trú­fé­lag á Íslandi, að reka mosku eða til­beiðslu­hús í Ýmis­hús­inu.

Auk þessa fram­lags til að byggja mosku á Íslandi fjár­magn­aði Sádí-­Ar­abía einnig kaup Stofn­unar múslima á Ýmis­hús­inu við Skóg­ar­hlíð.

Úthlutuð lóð í Sogamýri

Félag múslima á Íslandi fór þess á leit við borgarstjórn árið 2000 að félaginu yrði úthlutað lóð til byggingar mosku. Lóðinni var ekki úthlutað fyrr en árið 2013 og um leið gert ráð fyrir mosku í nýju aðalskipulagi Reykjavíkurborgar.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans var for­saga styrk­veit­inga frá Sádí-­Ar­abíu til múslima á Íslandi sú að þegar fréttir bár­ust af því að Reykja­vík­ur­borg hefði úthlutað landi til moskubygg­ingar í Soga­mýri eftir ára­langa bar­áttu hafi stjórn­andi The Scand­in­av­ian Isla­mic founda­tion, Hussein Alda­ou­di, farið í fjár­mögn­un­ar­her­ferð í Mið Aust­ur­löndum til þess að fjár­magna verk­efn­ið, sem kynnt var sem fyrsta moskubyggin í sögu Íslam á Íslandi. Meðal ann­ars hringdi hann inn á útvarps­stöðu sem útvarpar kór­an­söng í Sádí-­Ar­abíu og óskaði eftir stuðn­ingi við verk­efn­ið. Abdullah kon­ungur var að hlusta á útvarpið og greip hug­mynd­ina á lofti og gaf þær tæpu 350 millj­ónir sem sendi­ráðið hafði svo milli­göngu um að semja um við Alda­oudi og The Scand­in­av­ian Isla­mic founda­tion. Við­talið, sem er á arab­ísku, má hlusta á hér.

Eini hæng­ur­inn á verk­efn­inu var sá, að það var annað félag sem hafði fengið land­inu til moskubygg­ingar úthlutað og hefur styrk­veit­ing því orðið til­efni til ósættis milli múslima á Ísland­i. 

Wiki­leak skjöl og fundur í Sendi­ráði Sádí-­Ar­abíu

Í júní 2015 voru birt Wiki­leak-skjöl sem sýndu fram á að múslimar á Íslandi höfðu verið boð­aðir til fundar í sendi­ráð Sádí-­Ar­abíu í Stokk­hólmi vegna þessa ósætt­is.  Á fund­inn mættu Sal­mann Tamimi for­maður Félags múslima, Hussein Alda­oudi stjórn­andi The Scand­in­av­ian Isla­mic Founda­tion, Abdul Rahman Mohammed JUDIA, for­veri Ibra­him S.I. Ali­bra­him í emb­ætti sendi­herra, sheikh Hassan Mousa, sendiáðs­full­trúi ráðu­neytis Sádí-­Ar­abíu sem fer með mál­efni Íslam og Taher Khawaj stars­maður sendi­ráðs­ins að mál­efnum Íslam. Í fréttum af mál­inu á sínum tíma í íslenskum fjöl­miðlum mátti skilja það sem svo að með þessum fundi hafi sendi­ráðið haft í frammi til­burði til þess að sam­eina múslima á Íslandi undir hatt meintra öfga­sam­taka, The Scand­in­av­ian Isla­mic Focunda­tion eða Ar Rhi­sala sem eru sam­tök sem Hussein Alda­oudi stýrir einnig, í til­raun til þess að ýta undir óæski­lega hug­mynda­fræði múslima á Ísland­i. 

Í við­tali við Stund­ina þremur árum eftir að fund­ur­inn í sendi­ráð­inu fór fram árið 2012 segir Sal­mann Tamimi að fund­ur­inn hafi farið fram að beiðni íslenskra stjórn­valda og kvaðst jafn­framt undr­andi á því að stjórn­völd á Íslandi væru að skipta sér af mál­efnum múslima með þessum hætt­i.  

Í svörum sendi­ráðs­ins, sam­kvæmt heim­ild­ar­manni sem þekkir til máls­ins í Sví­þjóð og sam­komu­lagi sem drög voru lögð að á fund­inum og Kjarn­inn hefur undir hönd­um, virð­ist fund­ur­inn sem Wiki­leak skjölin fjalla um þó hafa verið liður í sam­starfi stjórn­valda á Íslandi og seni­d­ráðs­ins til að miðla málum og vinna gegn ágrein­ingi milli múslima á Íslandi og The Scand­in­av­ian Isla­mic founda­tion um þau verk­efni sem Sádí-­Ar­abía veitti fjár­magni til. 

Í sam­kom­lag­inu, sem dag­sett er 19. sept­em­ber 2012, og er í átta liðum kemur fram að for­senda styrk­veit­ing­ar­innar hafi verið að múslimar á Íslandi til­einki sér grunn­hug­mynd íslam um ein­ingu og vinni sam­stíga og án ágrein­ings. Áhersla er lögð á sam­vinnu, milli múslima á Íslandi og múslima við stjórn­völd og sam­fé­lagið á Íslandi á víðum grunni. Í sam­komu­lag­inu kemur fram að Sádí-­Ar­abía hafi einnig fjár­magnað kaup á Ýmis­hús­inu, sem er í eigu Stofn­unar múslima, og hygg­ist jafn­framt styrkja bygg­ingu mosku í Reykja­vík á landi sem Félag múslima fékk úthlut­að. Þá segir að þar sem múslima­sam­fé­lagið sé lítið á íslandi sé ástæðu­laust að reka fleiri en eina mosku og því beri að skoða sölu á Ýmis­hús­inu þegar moska hafi risið í Soga­mýr­inni. Þó fleiri en eitt trú­fé­lag starfi á Íslandi og þess sé ekki kraf­ist að þau sam­ein­ist eða sinni öllum sínum málum sam­eig­in­lega ætti að leggja áherslu á sam­komu­lag um trú­ar­starf í mosk­unni og allir múslimar á Íslandi ættu að vinna saman og sam­stíga að far­sælli aðlögun íslam að íslensku sam­fé­lagi í sam­vinnu við stjórn­völd í land­in­u. 

Skýringin er [...] fyrst og fremst sú að stærstur hluti múslima á Íslandi telur óeðlilegt að félag sem stýrt er frá Svíþjóð sé í oddastöðu í múslimasamfélaginu á Íslandi.

Í sam­kom­lag­inu, sem dag­sett er 19. sept­em­ber 2012, og er í átta liðum kemur fram að for­senda styrk­veit­ing­ar­innar hafi verið að múslimar á Íslandi til­einki sér grunn­hug­mynd íslam um ein­ingu og vinni sam­stíga og án ágrein­ings. Áhersla er lögð á sam­vinnu, milli múslima á Íslandi og múslima við stjórn­völd og sam­fé­lagið á Íslandi á víðum grunni. Í sam­komu­lag­inu kemur fram að Sádí-­Ar­abía hafi einnig fjár­magnað kaup á Ýmis­hús­inu, sem er í eigu Stofn­unar múslima, og hygg­ist jafn­framt styrkja bygg­ingu mosku í Reykja­vík á landi sem Félag múslima fékk úthlut­að. Þá segir að þar sem múslima­sam­fé­lagið sé lítið á íslandi sé ástæðu­laust að reka fleiri en eina mosku og því beri að skoða sölu á Ýmis­hús­inu þegar moska hafi risið í Soga­mýr­inni. Þó fleiri en eitt trú­fé­lag starfi á Íslandi og þess sé ekki kraf­ist að þau sam­ein­ist eða sinni öllum sínum málum sam­eig­in­lega ætti að leggja áherslu á sam­komu­lag um trú­ar­starf í mosk­unni og allir múslimar á Íslandi ættu að vinna saman og sam­stíga að far­sælli aðlögun íslam að íslensku sam­fé­lagi í sam­vinnu við stjórn­völd í land­in­u. 

Ekki náð­ist sátt og sam­komu­lag um verk­efn­ið, einsog átök unda­far­inna mán­aða sýna. Skýr­ingin er sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans fyrst og fremst sú að stærstur hluti múslima á Íslandi telur óeðli­legt að félag sem stýrt er frá Sví­þjóð sé í odda­stöðu í múslima­sam­fé­lag­inu á Íslandi. Sem hand­hafi og vitða­kandi fjár­magns­ins frá Sádí-­Ar­abíu öðlist The Scand­in­av­ian Isla­mic Founda­tion stöðu sem eins­konar umsjón­ar­að­ili, og þá um leið áhrifa­valdur í útfærslu þeirra verk­efna sem fjár­magn­inu var veitt til. Á það eru Félag múslima og Menn­ing­ar­setur múslima ekki til­búin að fall­ast.

Mis­vísandi reglur um veit­ingu og send­inu fjár­magns

Sam­kvæmt svörum sendi­ráðs­ins um styrk­veit­ing­una gilda mjög strangar reglur um fjar­fram­lög Sádí-­Araba af þessu tagi. Orð­rétt segir í svar­inu (í þýð­ingu blaða­manns): „Sendi­ráðið full­vissar að kon­ungs­ríkið Sádí-­Ar­abía heim­ilar ekki fjár­fram­lög frá einka­að­ilum eða góð­ar­gerð­ar­sam­tökum til stuðn­ings múslimum erlend­is. Á grund­velli meg­in­reglu Íslam um ein­ingu styðja yfir­völd trú­bræður og systur í  sam­fé­lögum erlendis stundum með fjár­fram­lögum til til­beiðslu, svo sem til þess að gera upp eða byggja mosk­ur. Öll slík fjár­fram­lög til múslima í heim­inum fara eftir diplóma­tíksum leiðum og yfir­völd í Sádí-­Ar­abíu krefj­ast skrif­legs sam­þykkis þeirra landa sem fram­lagið rennur til.“  Í svar­inu kemur jafn­framt fram að slíkt sam­þykki stjórn­valda á Íslandi liggi fyr­ir, og sendi­ráðið undrist því umræð­una á Íslandi þar sem það hafi staðið í þeirr trú að verk­efnið væri unnið í góðri sam­vinnu við stjórnvöld, einsog fund­ur­inn í sendi­ráð­inu og drög að sam­komu­lagi um sam­starf múslima á Íslandi virð­ist stað­festa. Þegar óskað var eftir frek­ari skýr­ingum á reglu­verk­inu í kringum styrk­veit­ingar af þessu tagi var svar sendi­ráðs­ins á þessa leið: „Til­gangur styrk­veit­inga af þessu tagi er að auð­velda múslima­sam­fé­lögum frið­sama sam­búð og aðlögun að þeim sam­fé­lögum sem þeir búa í. Þegar yfir­völd í Sádi Arabíu fá beiðni um fjár­fram­lög frá sam­tökum erlendis VERÐA við­kom­andi sam­tök að fram­vísa skrif­legu sam­þykki yfir­valda til þess að taka á móti fram­lögum frá Sádí-­Ar­abíu í gegnum diplóma­tíksar leið­ir. Sé þessu skil­yrði ekki full­nægt tekur Sádí-­Ar­abía umsókn­ina ekki til efn­is­með­ferð­ar­.“ 

Í svari utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn um sam­þykki stjórn­valda upp­lýsir Urður Gunn­ars­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi ráðu­neyt­is­ins, að borist hafi þrjár fyr­ir­spurnir vegna fyr­ir­hug­aðs fjár­fram­lags Saudi-­Araba til bygg­ingar mosku; frá Félagi múslima á Íslandi, frá Stofnun múslima á Íslandi og frá sendi­ráði Saudi-­Ar­abíu gagn­vart Íslandi. Í svörum ráðu­neyt­is­ins í öllum þremur til­vikum segir Urður að hafi verið áréttað að flutn­ingur fjár­muna af þessu tagi væri ekki háður leyfi stjórn­valda. Á hinn bóg­inn þurfi slíkir fjár­magns­flutn­ingar að fara fram í sam­ræmi við íslensk lög og reglur og sæti eft­ir­liti Seðla­banka og fjár­mála­stofn­ana m.a. m.t.t. gjald­eyr­is­hafta, pen­inga­þvættis og fram­fylgd alþjóð­legra þving­un­ar­að­gerða.

Af þessu er ljóst að ósam­ræmi er á ann­ars vegar  reglu­verki í kringum fjár­fram­lög frá Sádí-­Ar­abíu sem gef­enda og hins vegar reglu­verki í kringum mót­töku slíkra fram­laga á Íslandi. Sádí-­Ar­abía leggur áherslu á að fjár­magni sé ekki streymt nema í sam­vinnu og sam­ráði við stjórn­völd í mót­töku­landi, en mót­töku­land­ið, Ísland, hefur engar reglur eða við­mið og heim­ilar styrk­veit­ingu sem þau þó virð­ast andsnú­in, ef marka má ummæli t.d for­seta Íslands. Svo virð­ist þó sem Sádí-­Ar­abía og stjórn­völd á Íslandi hafi gert sam­eig­in­legar var­úð­ar­ráð­stafnir í til­raun til þess að koma í veg fyrir að fjár­magnið myndi valda átökum og óróa í múslima­sam­fé­lag­inu á Íslandi. Óskað var eftir afstöðu utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins til þess hvort æski­legt væri að end­ur­skoða reglu­verk í kringum fjár­fram­lög af þessu tagi af Íslands hálfu í ljósi úlfúð­ar­innar sem þetta mál hefur vak­ið, en ekki feng­ust svör við því. Svo virð­ist þó sem að minnsta kosti borg­ar­yf­ir­völd sjái ástæðu til að huga að slíkri end­ur­skoð­un. 

Þegar málið kom upp óskaði borg­ar­stjóri eftir því að Mann­rétt­inda­skrif­stofa Reykja­víkur kynnti sér málið og á fundi borg­ar­ráðs 28. jan­úar s.l var það til umfjöll­un­ar, m.a. kom mann­rétt­inda­stjóri Reykja­vík­ur­borgar á fund­inn og gerði gein fyrir úttekt skrif­stof­unn­ar, sem þó er ekki skráð í fund­ar­gerð eða lýst frekar, nema skam­væmt bókun Sjálf­stæð­is­flokks á fund­inum virð­ist grein­ar­gerðin byggja á fjöl­miðlaum­fjöllun á Íslandi um mál­ið. Ekki virð­ist hafa verið haft sam­band við sendi­ráð Sádí-­Ar­abíu eða upp­lýs­inga leitað í Sví­þjóð um The Scand­in­av­ian Isla­mic Founda­tion eða á Íslandi um Stofnun múslima sem þáðu fjár­magn­ið, heldur lítur út fyrir að fyr­ir­grennsl­anin hafi ein­skorð­ast við að krefja Félag múslima á Íslandi, sem hefur fengið úthlutað lóð en engu fjár­magni, svara um fyr­ir­hug­aða fjár­mögnun moskubygg­ingar í Soga­mýri.

Á fundi borg­ar­ráðs var lögð fram eft­ir­far­andi til­laga borg­ar­stjóra: „Með vísan til svara mann­rétt­inda­stjóra og borg­ar­lög­manns við fyr­ir­spurn um fjár­mögnun bygg­inga mosku, og til að stuðla að upp­lýstri umræðu, sam­þykkir borg­ar­ráð að vekja athygli Alþingis á því að ekki hvílir laga­skylda á trú­fé­lögum um að upp­lýsa um hvernig staðið er að fjár­mögnun kirkju­bygg­inga eða til­beiðslu­húsa. Þá beinir borg­ar­ráð þeim til­mælum til allra trú­fé­laga um að gera grein fyrir fjár­mögnun slíkrar upp­bygg­ing­ar, þótt laga­skylda sé ekki fyrir hendi. R13080019.“

Til þess að kanna hvernig reglum um fjár­fram­lög af þessu tagi er háttað í Sví­þjóð var óskað eftir upp­lýs­ingum frá Sheikh Leif Abdul Haqq Kielan, en hann er sænskur að upp­runa, sner­ist til Íslam fyrir ára­tugum síðan og er ímam í mosk­unni í Eskilst­una og Félagi múslima í Stokk­hólmi. Þá er hann einnig for­maður Sam­taka sænskra múslima og ritar Sænsku íslam aka­dem­í­unn­ar. Hann upp­lýsti um að, líkt og á Íslandi, eru fram­lög af þessu tagi ekki háð sam­þykki yfir­valda, en þó væri skil­yrði að farið væri að sænskum lögum um fjár­magns­flutn­inga og að lögum sem ætlað er að koma í veg fyrir pen­inga­þvætti væri mjög strangt fylgt eftir í Sví­þjóð. 

Er Sádí-­Ar­abía að reyna að hafa áhrif á hug­myndir múslima á Íslandi?

Þegar fjár­fram­lög frá Sádí-­Ar­abíu til múslima á Íslandi komst í hámæli höfðu margir áhyggjur af því að fjar­magn­ingu myndi fylgja kvaðir um hvernig múslimar ástunda trú sína á Íslandi og að minnsta kosti hluti múslima­sam­fé­lags­ins væri óeðli­lega tengdur Sádí-­Ar­abíu eða að Sádí-­Ar­abía væri að reyna að taka sér óeðli­legt og jafn­vel vafa­samt hlut­verk í múslima­sam­fé­lag­inu á Íslandi. Í fyr­ir­spurn til sendi­ráðs­ins var þessum spurn­ingum varpað beint fram, það er að segja hvort Sádí-­Ar­abía sé að reyna að hafa hug­mynda­fræði­leg og/eða trú­ar­leg áhrif á múslima á Íslandi og hvort þau séu sér­stak­lega tengd einu félagi múslima sem starfa á Íslandi og gera sig gild­andi í skjóli tengsla og fjár­stuðn­ings frá Sádí-­Ar­ab­íu. Í stuttu máli var svarið bið báðum spurn­ingum nei, sendi­ráðið áréttar að fjár­mangið sem The Scand­in­av­ian Isla­mic founda­tion fékk úthlutað hafi ein­göngu verið ætlað til moskubyggingar í Reykja­vík og ekki til verk­efna sem gagn­ast ein­stak­ling­um, hvar í félagi sem þeir standa, sér­stak­lega eða þeir geti hagn­ast á. Orð­rétt segir (í þýð­ingu blaða­manns): „Sendi­ráð Sádí-­Ar­abíu í Stokk­hólmi hefur ekk­ert að gera með átök mill ein­stak­linga eða félaga múslima á Íslandi, og heldur sömu fjar­lægð gangvart ÖLL­U­M.“ 

Í samn­ingi sem áður hefur verið vísað í, og sem ræddur var á fund­inum í sendi­ráð­inu sem Sal­mann Tamimi sótti fyrir hönd Félags múslima á Íslandi og Hussein Alda­ou­di, fyrir hönd the Scand­in­av­ian Isla­mic Founda­tion og Menn­ing­arest­urs múslima, sem ekki átti full­trúa á fund­in­um, er að finna ákvæði sem renna stoðum undir þessa full­yrð­ingu sendi­ráðs­ins. Samn­ing­ur­inn kveður á um að for­senda þess að Stofnun múslima njóti fjár­stuðn­ings Sádí-­Araba sé að leyst sé úr ágrein­ingi milli múslima á Íslandi og þeir stofn­setji sam­ráðs­vett­vang skip­aðan fimm stjórn­ar­mönn­um, tveimur frá Félagi múslima á Íslandi og skyldi Sal­mann Tamimi vera for­mað­ur, tveimur frá Stofnun múslima á Íslandi og einum óháðum aðila. Í sam­ingnum er jafn­framt kveðið á um að skyldur múslima á Íslandi séu fyrst og fremst að fara að íslenskum lög­um, reglum og hefðum og vera í virkri sam­vinnu við yfir­völd á Íslandi. Þar segir að múslimum á Íslandi beri að „gleðj­ast þegar Ísland gleðst og vera daprir þegar Ísland er dap­urt.“

Salmann Tamimi, formaður Félags múslima, ræðir við börn.

Í 6. lið sam­kom­lags­ins segir (í þýð­ingu blaða­manns): „Allir aðil­ar, ein­stak­lingar sem og stofn­an­ir, skuld­binda sig til að vera trúir Íslam í orði og verki og forð­ast hverskyns fram­ferði sem vinnur gegn íslensku sam­fé­lagi. Múslima­sam­fé­lagið á Íslandi er órjúf­an­legur hluti íslensks sam­fé­lags og múslimum ber að gleðj­ast þegar Ísland gleðst og vera daprir þegar Ísland er dap­urt og leit­ast við að þjóna og stuðla að öryggi, sam­vinnu og stöð­ug­leika.“

Rök gegn því að fjár­fram­lög eigi að ýta undir hryðju­verka­starf­semi

Að lokum er rétt að gera grein fyrir rökum sendi­ráðs­ins gegn stað­hæf­ingum um að fjár­fram­lögin séu til þess ætluð að breiða út öfga­kenndar hug­myndir eða ýta undir hryðjverka­starf­semi. Í svari sendi­ráðs­ins kemur fram að  Sá­dí-­Ar­abía taki skýra afstöðu í bar­áttu gegn hryðju­verkum og fjár­mögnun hryðju­verka­sam­taka. Svo segir í svari frá sendi­ráð­inu (í þýð­ingu blaða­manns): „Fyrir rúmum ára­tug hafði Abu­dllah bin Abdul­aziz heit­inn kon­ungur for­göngu um að stofnað yrði aljóð­legt stofnun eða rann­sókn­ar­setur sem beitir sér gegn hryðju­verk­um. Árið 2005 hýsti Sádí-­Ar­abía ráð­stefnu þar sem fimm­tíu og fimm lönd áttu full­trúa þar sem drög voru lögð að stofnun the United Nations Counter Ter­r­orism Center (UNCCT)

Árið 2008 lagði kon­ung­ur­inn fram tíu millj­ónir banda­ríkja­dala til Sam­ein­uðu þjóð­anna til þess að stofn­setja rann­sókn­ar­setrið og árið 2011 und­ir­rti­aði Sádí-­Ar­abía samn­ing við Sam­ein­uðu þjóð­irnar um stofn­setn­ing­una. Árið 2014 lét kon­ung­ur­inn hund­rað millj­ónir banda­ríkja­dala renna til rann­sókn­ar­set­urs­ins til þess að styrkja bar­átt­una gegn hryðju­verk­um. Í febr­úar 2014 gaf Abdullah kon­ungur út kon­ung­lega til­skipun gegn hryðjverka­starf­semi. Í henni er áréttað að verk­efni sem tengja má við hryðju­verk, þar með talin aðild að skil­greindum hryðju­verka­sam­tökum og þátt­taka í starf­semi slíkra sam­taka erlend­is, muni ekki vera lið­in. Sádí-­Ar­abía mun halda áfram að berj­ast gegn hryðu­verkum og styðja aðra til þess sama, með því meðal ann­ars að veita miklu fjár­magni til verks­ins. Yfir­völd í Sádí-­Ar­abíu hafa gefið út þús­undir opin­berra yfir­lýs­inga þar sem æðstu ráða­menn og trú­ar­leið­togar for­dæma öfga­hyggju og tala fyrir hóf­semd. Sádí-­Ar­ab­ía, sem fæð­ing­ar­staður Íslam og aðstetur hinna Tveggja Heilögu moska, hafnar öfga­hyggju og hryðju­verkum sem hafa það að mark­miði að mis­nota Íslam.

Þá má einnig geta þess að Sádí-­Ar­ab­ía, einsog önnur lönd, hefur þjáðst vegna hryðju­verka og margir borg­arar Sádí-­Ar­abíu hafa verið skot­mark hryð­verku­a­árása. Í ljósi alls þessa er ljóst að það fjár­magn sem Sádí-­Ar­abía veitir til að styðja sam­fé­lög múslima erlendis er ævin­lega í sam­ræmi við þá skýru afstöðu sem hefur verið tekin gegn hryðju­verkum og öfga­hyggju og má aldrei nota til þess að styrkja öfga­hópa. Geti Sádí-­Ar­abía með ein­hverjum hætti haft áhrif á múslima­sam­fé­lög erlendis myndum við sann­ar­lega nota þau til þess að ýta undir friða­sama sam­búð múslima við það sam­fé­lag sem þeir búa í og árang­urs­ríka, gang­kvæma aðlög­un.“

Marg­slungið við­fangs­efni

Eðli­lega hefur fólk af því áhyggjur þegar upp­lýs­ingar ber­ast um að ríki, á borð við Sádí-­Ar­ab­íu,  sem skorar hátt á lista yfir þau lönd í heim­inum þar sem mann­rétt­indi eru síst virt, til­kynna um millj­óna fjár­styrk til múslima á Íslandi. Íslam í Evr­ópu og heim­inum öllum er í vanda sem ekki má gera lítið úr og það er gott að verk­efnið er til umræð­u. 

Þau orð for­seta Íslands sem vitnað er í upp­hafi þess­arar úttektar eru sönn og rétt – við verðum að hefja nýja umræðu um Íslam á íslandi og róa þannig að því öllum árum að koma í veg fyrir að Íslam á Íslandi rati í ógöngur og átök. En til þess að sú umræða skili árangri – verði til gagns fremur en ógangs – verður að fjalla um mál­efni múslima á Íslandi af þekk­ingu, ábyrgð, inn­sýn og skiln­ingi. Við­fangs­efnið er flókið og marg­slungið og við verðum að var­ast að draga upp of ein­falda og afr­dátt­ar­lausa mynd.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar