Svar ráðherra um styrki til Nýsköpunarmiðstöðvar var rangt

Rangar upplýsingar birtust í svari Ragnheiðar Elínar Árnadóttur við fyrirspurn þingmanns Pírata vegna styrkja úr samkeppnissjóðum til Nýsköpunarmiðstöðvar. Styrkir voru sagðir hærri en þeir eru og úr færri sjóðum.

ragnheiður elín eygló harðardóttir
Auglýsing

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðn­að­ar­- og við­skipta­ráð­herra, birti rangar upp­lýs­ingar í svari sínu vegna fyr­ir­spurn­ar Helga Hrafns Gunn­ars­son­ar, þing­manns Pírata, um styrki til Nýsköp­un­ar­mið­stöðv­ar Ís­lands úr opin­berum sam­keppn­is­sjóðum sem birt­ist á vef Alþingis 1. mars síð­ast­lið­inn. Kjarn­inn greindi ítar­lega frá svar­inu en sam­kvæmt því hafði Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands­ ­fengið 875 millj­ónir króna úthlutað í styrka frá árs­byrjun 2007 til loka árs 2015 úr tveimur sjóð­um, Rann­sókn­ar­sjóði og Tækni­þró­un­ar­sjóði. Alls hefð­i mið­stöðin sóst eftir 2,3 millj­örðum króna og því fengið 38 pró­sent af þeirri ­upp­hæð sem hún sótt­ist eft­ir.

Í kjöl­far frétta­skýr­ingar Kjarn­ans, sem byggði á svari ráð­herr­ans, bár­ust ábend­ingar um að þetta gæti ekki stað­ist. ­Styrkirnir sem um ræddi hlytu að koma úr fleiri sjóðum en þessum tveimur og þá þótti hlut­fall þeirra styrkja­beiðna Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar sem sam­þykktar vor­u vera grun­sam­lega hátt miðað við það sem gengur og ger­ist hjá öðrum tíð­u­m ­styrkj­ar­beið­end­um.

Svar ráð­herr­ans rangt

Kjarn­inn sendi því fyrspurn á ráðu­neytið og bað um útskýr­ingar á þessu. Í svari ráðu­neyt­is­ins er geng­ist við því að taflan sem birt var í svari ráð­herr­ans við fyr­ir­spurn þing­manns Pírata hafi verið röng. Svarið til Helga Hrafns hefur nú verið upp­fært með réttum upp­lýs­ing­um.

Auglýsing

Hið rétta er að Nýsköp­un­ar­mið­stöð hefur fengið tæp­lega 538 millj­ónir króna úr opin­berum sam­keppn­is­sjóðum á árun­um 2007-2015 en sótt um 2,3 millj­arða króna. Því hafa 23,3 pró­sent umsókna sem mið­stöðin hefur komið að verið sam­þykkt­ar. Langstærsti hluti umsókn­ar Ný­sköp­un­ar­mið­stöðvar hafa verið í þá sjóði sem Rannís hefur umsjón með­: ­Tækni­þró­un­ar­sjóð, Rann­sókn­ar­sjóð, Inn­viða­sjóð og M-er­a.­net, sjóður sem fjár­magn­aður er af Evr­ópu­sam­band­inu. Alls hefur Nýsköp­un­ar­mið­stöðin sótt um, annað hvort sem aðal­um­sækj­andi eða með­um­sækj­andi, um 1.746 millj­ónir króna í þessa sjóði á tíma­bil­inu. Alls hefur það fengið 360,2 millj­ónir króna úr ­sjóð­un­um, eða 20,6 pró­sent þess sem sótt hefur verið um.

Skipting styrkja eftir árum.Næst mest fjár­magn hefur komið frá­ AVS sjóð­in­um, rann­sókn­ar­sjóði í sjáv­ar­út­vegi, (44,2 millj­ónir króna) ­Vega­gerð­inni (40,6 millj­ónir króna), Orku­sjóði (32,1 millj­ónir króna), Íbúða­lána­sjóð­i (35,2 millj­ónir króna), úr sjóðnum Georg (fimm millj­ónir króna) og frá öðrum op­in­berum sjóðum (20,5 millj­ónir króna).

Nýsköp­un­ar­mið­stöð Ís­lands er stofnun sem heyrir undir iðn­að­ar- og við­skipta­ráð­herra. Hlut­verk henn­ar, ­sam­kvæmt lögum um hana,  er „að styrkja sam­keppn­is­stöðu íslensks at­vinnu­lífs og auka lífs­gæði í land­inu“. Á árinu 2015 fékk mið­stöðin 537 millj­ónir króna í bein fram­lög úr rík­is­sjóði. Í ár er áætl­að, sam­kvæmt fjár­lög­um, að hún fá sam­tals 569 millj­ónir króna úr rík­is­sjóði og muni auk þess afla sér­tekna upp á 843 millj­ónir króna. 

Skipting eftir samkeppnissjóðum.Sam­kvæmt lögum um Nýsköp­un­ar­mið­stöð fær hún tekjur sínar frá fram­lögum úr rík­is­sjóð­i, ­þjón­ustu­gjöld­um, fjár­magnstekj­um, tekjum vegna hlut­deildar í félögum og „öðrum ­tekj­u­m“.  Aðr­ar ­tekjur eru styrkir sem mið­stöðin sækir í, meðal ann­ars hjá sam­keppn­is­sjóðum sem hið opin­bera fjár­magn­ar.

Úthlut­un úr Orku­sjóði umdeild

Úthlut­anir styrkja til Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar Íslands komust í fréttir í októ­ber 2015 þeg­ar Frétta­blaðið greindi frá því að mið­stöð­in hefði fengið fjórð­ung þeirra styrkja sem Orku­sjóður hafði nýverið úthlutað til­ alls ell­efu verk­efna. Í umfjöllun blaðs­ins kom fram að for­maðurnefnd­ar­innar sem velur hverjir fá styrki, Árni Sig­fús­son, er bróðir for­stjóra Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar Íslands, Þor­steins Inga Sig­fús­son­ar. Árn­i ­vék ekki sæti þegar fjallað var um styrk­veit­ing­una. Árni kall­aði umfjöllun Frétta­blaðs­ins „ljótan leik“ í sam­tali við Stund­ina. Hann hafn­aði því að eitt­hvað væri athuga­vert við úthlut­un­ina, enda væri hún til rík­is­stofn­un­ar, ekki per­sónu­lega til bróður hans.

For­svars­maður fyr­ir­tæk­is­ins Valorku kvart­aði til iðn­að­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins vegna máls­ins og taldi Árna vera van­hæfan til að koma að út­hlutun styrka til Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar vegna vensla. Hann vildi meina að ­máls­með­ferðin hafi getað verið í and­stöðu við stjórn­sýslu­lög. Í öðrum kafla þeirra segir að nefnd­ar­maður sé van­hæfur til með­ferðar máls ef hann „er eða hefur verið maki aðila, ­skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar eða tengd­ur að­ila með sama hætti vegna ætt­leið­ing­ar“ eða ef hann „teng­ist fyr­ir­svars­mann­i eða umboðs­manni aðila með þeim hætt­i“. Auk þess telj­ast nefnd­ar­menn van­hæfir ef „að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga ó­hlut­drægni hans í efa með rétt­u".  

Kjarn­inn greindi frá því í byrjun viku að umboðs­mað­ur­ Al­þingis hefði kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Árni hefði verið van­hæfur til að veita styrki úr Orku­sjóði til Nýsköp­un­ar­mið­stöðvar í fyrra­haust vegna vensla við for­stjóra mið­stöðv­ar­inn­ar. Hann taldi enn fremur að úthlut­anir úr Orku­sjóði í fyrra­haust hafi þar af leið­andi ekki verið í sam­ræmi við lög. 

Í yfir­lýs­ingu sem Árni sendi frá sér í kjöl­farið sagð­ist hann virða nið­ur­stöðu umboðs­manns Alþing­is. Mið­að við nið­ur­stöð­una hafi málið reynst hans mis­tök. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None