Auglýsing

Nú þegar ríkisstjórnin er fallin og erfiðlega gengur að mynda nýja ríkisstjórn þá skapast ákveðið tómarúm til að fjalla um efnahagsmálin á Íslandi, án þess að maður sé dreginn í dilka til hægri og vinstri.

Mikill gangur

Í nýju Peningamálum Seðlabanka Íslands, frá 16. nóvember, er fjallað um stöðu mála á Íslandi og einnig horfur á alþjóðavettvangi. Fram kemur í ritinu þær séu nú ekki sérlega bjartar og bendir margt til þess að á alþjóðavettvangi verði erfiðleikar víða. Á Íslandi er hins vegar „mikill gangur“ eins og orðrétt segir í Peningamálum. „Á sama tíma er krafturinn í innlendum efnahagsbúskap mikill og hefur sótt í sig veðrið. Þjóðarútgjöld jukust um tæplega 10% milli ára á fyrri hluta ársins og þar af jókst einkaneysla um hátt í 8% og fjárfesting um tæplega þriðjung. Hagvöxtur var því 4,1% sem er áþekkur vöxtur og í fyrra. Talið er að þjóðarútgjöld muni vaxa um tæplega 9% á árinu í heild sem yrði mesti vöxtur þeirra á einu ári síðan árið 2006.“

Tekið er fram að verðbólga muni að öllum líkindum haldast fyrir neðan 2,5 prósent verðbólgumarkmiðið næstu misserin og einkenni eru komin fram um skort á vinnuafli.

Auglýsing

Ein helsta þjóðaríþrótt Íslendinga þessa dagana er að bera saman stöðuna, miðað við staðlaðar hagtölur, á Íslandi við önnur lönd. Þar er Ísland yfirleitt ofarlega á lista. „Ísland verður alltaf ríkt og staðan verður alltaf nokkuð góð,“ sagði Jón Daníelsson, prófessor í hagfræði, í fróðlegu erindi á fundi Samtaka atvinnulífsins fyrr á árinu. 

Um leið áréttaði hann að við þyrftum samt að vinna í okkar málum og reyna að styrkja menntakerfið og nýsköpunarstarf, svo eitthvað sé nefnt.

Það er mikið til í þessu hjá Jóni. Að vissu leyti er Ísland velmegunarstaður sem kemur oftast nær vel út í alþjóðlegum samanburði, út frá hagtölum séð. Og það er líka gott að búa á Íslandi, á flesta mælikvarða. 

Eru þessar hagtölur aðalatriðið?

Mér finnst sjálfum eins og stundum sé talað of mikið um þessar hagtölur, það er hagvöxt, atvinnuleysi og slíkt. 

Ég líka skil ekki hverju það á að skila, að bera saman hagtölur á Íslandi við tugmilljónaþjóðir út í heimi. Varla trúa hagfræðingar því, að það sé góður mælikvarði á það hvort hér gangi vel eða illa? Ef það er 5 prósent hagvöxtur á Íslandi, en þrjú prósent í Bandaríkjunum, er það þá á einhvern hátt einkenni um að það gangi betur á Íslandi?

Það hjálpar ekki mikið finnst mér, við að glöggva sig á stöðu mála. Ísland er tæplega 200 þúsund einstaklinga vinnumarkaður og það ætti frekar að reyna að finna hagkerfi sem eru sambærileg að einhverju leyti og skoða hvernig okkur reiðir af í þeim samanburði. Í Bandaríkjunum einum eru mörg hundruð hagkerfi sem eru miklu stærri og sterkari en Ísland, og það sama má segja um fleiri lönd og svæði í Evrópu. Einstakir hlutar borgarsamfélaga geta verið betri í samanburði heldur en efnahagsreikningar heilu þjóðanna. Stærðarmunurinn skekkir myndina á veruleikann. Verkefnið hlýtur frekar að vera að bæta það sem er fyrir, í stað þess að segjast alltaf vera betri en hinir í hagvexti.

Stundum heyrir maður stjórnmálamenn ræða um Ísland í beinum samanburði við heilu heimsálfurnar. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur meðal annars talað um að allt sé í kalda koli í Evrópu. Hann hefur samt ekki útskýrt það nákvæmlega, enda staðan í álfunni misjöfn. 

Hvað myndi mannauðsstjórinn segja?

Mestu áhyggjurnar finnst mér snúa að því að greina hvað nákvæmlega er að eiga sér stað á vinnumarkaðnum. Það vantar lykilgögn í því samhengi, sem tengjast því hvaða þekking hefur verið að fara úr landi og hvaða þekking til landsins. Þjóðskrá tekur ekki saman upplýsingar um menntun og reynslu þeirra sem flytja til og frá landinu og því getur Hagstofan ekki brugðið upp mynd af stöðunni. Þetta er bagalegt.

Ef mannauðsstjóri íslenska ríkisins væri starfandi, þá myndi hann vafalítið ekki sætta sig við þetta. Ef mið er tekið af skrifum Seðlabanka Íslands þá eru helst að skapast ný störf í ferðaþjónustu og byggingariðnaði, enda „mikill gangur“ þar um þessar mundir. Vöxtur í sérfræðistörfum er hugsanlega ekki ásættanlegur og það gæti skýrt mynstrið sem sést í tölum Hagstofunnar. Þær sína að mikill fjöldi útlendinga hefur verið að flytja til landsins en straumur Íslendinga úr landi er nokkuð stöðugur. Einkum er það ungt fólk sem er að fara. Á árunum 2010 til og með 2015 hafa 6.011 Íslendingar, umfram aðflutta, flutt úr landi. Þróunin hefur verið svipuð á þessu ári. Straumurinn er stöðugur. Á móti komu 6.840 erlendir ríkisborgar til landsins, umfram brottflutta, á sama tímabili. 

Neyðaróp í góðærinu

Það sem er verst við þessa stöðu, þar sem hinn „mikli gangur“ í hagkerfinu hefur átt sviðið, er að hálfgerð neyðaróp hafa verið að koma frá þeim stað í hagkerfinu, þar sem ætti helst að vera mikill kraftur um þessar mundir. Það er frá háskóla- og rannsóknarstarfi. Þar vantar fjármagn og langtímaáætlun. Háskóli Íslands fór í sýnilega herferð fyrir kosningarnar í október til að benda á stöðuna og aðrir háskólar hafa gert slíkt hið sama. Rektorar háskóla landsins eru allir samstíga og ég skynja orð þeirra þannig að mikil hætta sé á ferðum. Innviðir landsins eru í húfi, til langrar framtíðar.


Stjórnmálamenn - og líka hagfræðingar - ættu að gefa þessu gaum. Þrátt fyrir góðar hagvaxtartölur, lítið atvinnuleysi og „mikinn gang“ í efnahagslífinu, þá er ekki sjálfgefið að við séum á réttri leið. Tölur um framleiðni hafa lítið skánað og vöxturinn í alþjóðlegum geira er heldur ekki nægilega mikill. Miklar launahækkanir sem framundan eru heilt yfir vinnumarkaðinn gætu reynst innstæðulitlar af þessum sökum, til framtíðar litið.

Þá telur margt okkar menntaðasta fólk í háskólunum, að það sé beinlínis verið að hola þá að innan með fjársvelti og lélegri stefnumörkun af hálfu stjórnvalda. 

Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA, sagði í viðtali við Morgunblaðið á dögunum, að falskt gengi krónunnar geti haft hættur í för með sér. „Ef 
ekki er hægt að treysta því að gengi gjaldmiðils sé rétt er líklegra að menn taki rangar ákvarðanir. Og við skulum bara vona að menn hafi ekki tekið rangar ákvarðanir varðandi þætti sem tengjast til dæmis ferðaþjónustu, út af því að krónan hefur verið kerfisbundið of veik. En það er ástæða til þess að hafa ákveðnar áhyggjur af því,“ sagði Gísli.

Full ástæða er til þess fyrir nýja ríkisstjórn að reyna að kafa undir yfirborð góðra hagtalna og fylgjast þar með því hvaða þekking er að koma til landsins og fara frá því. Þar gæti verið lykill að góðum áætlunum inn í framtíðina en einnig betra og dýpra stöðumati á efnahagslífinu. Láglaunahagvöxtur er ekki ásættanlegur til lengdar og langtímasýn - þar sem nýsköpunarstarf í kringum háskólana er drifkrafturinn að baki nýjum tækifærum - þarf að koma fram og svo í framkvæmd.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Enn af þrælmennum
Kjarninn 16. maí 2021
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari
None