Hlustum og breytum eða fóðrum lýðskrumið

Auglýsing

Sú upp­risa sem á sér stað í heim­inum er gagn­vart stjórn­mála- og valda­stofn­unum sam­fé­lags­ins. Þeim öflum sem ráðið hafa öllu, mótað hafa kerfin og í þeirri veg­ferð fjar­lægst fólkið sem kallar á breyt­ing­ar. Sér­stak­lega á upp­gangs­tíma alþjóða­væð­ingar und­an­far­inna ára­tuga þar sem efstu lög vest­rænna sam­fé­laga hafa orðið ævin­týra­lega rík og sam­hliða runnið saman við yfir­stétt stjórn­mál­anna í hverju landi fyrir sig. Á sama tíma hefur molnað undan lág- og milli­stéttum land­anna.

Í Bret­landi birt­ist þessi upp­risa í Brexit nið­ur­stöð­unni. Í Banda­ríkj­unum með kosn­ingu Don­ald Trump. Í Frakk­landi með stuðn­ingi við Marie Le Pen og við Alt­ernativ für Deutschland í Þýska­landi. Í Hollandi með stuðn­ingi við Frels­is­flokk Gert Wild­ers.

Á Norð­ur­lönd­unum birt­ist hann í stöðu Danska þjóð­ar­flokks­ins í Dan­mörku, Norska fram­fara­flokks­ins í Nor­egi, þjóð­ern­is­flokks­ins sem eitt sinn hét Sannir  Finnar í Finn­landi og sænska þjóð­ern­is­flokks­ins Sví­þjóð­ar­demókratanna í Sví­þjóð.

Auglýsing

Í Aust­ur­ríki hefur hinn þjóð­ern­is­sinn­aði Frels­is­flokkur lengi verið sterkur og stendur tæpt að fram­bjóð­andi hans verði fyrsti öfga­hægri­s­inn­aði þjóð­ar­leið­togi í Evr­ópu frá lokum seinni heims­styrj­ald­ar. Í Grikk­landi erum við með Gyllta Dögun og Í Ung­verja­landi Fidesz-­flokk Victor Orbán og hinn enn svæsnari Jobbik.

Allt eru þetta flokkar eða öfl sem byggja á lýð­skrumi, íhalds­semi, andúð á inn­flytj­endum og/eða Evr­ópu­sam­band­inu, ein­angr­un­ar- og/eða þjóð­ern­is­hyggju. Sumir byggja á öllu ofan­töldu.

Á Íslandi reyndi einn svona flokkur að ná lýð­hylli í síð­ustu kosn­ing­um, Íslenska þjóð­fylk­ing­in. Hann hlaut alls 303 atkvæði eða 0,2 pró­sent. Það að slíkur flokkur náði ekki fót­festu í íslenskum stjórn­málum er mesti sigur sem vannst í nýaf­stöðnum alþing­is­kosn­ing­un­um.

Það er kallað eftir breyt­ing­um, en með öðrum hætti

Þar með er ekki sagt að Íslend­ingar séu ekki að kalla á breyt­ing­ar. Aldrei hafa fleiri konur verið kjörnar á þing, aldrei hafa fleiri flokkar sem buðu fram í öllum kjör­dæmum verið kjörnir á þing og aldrei áður hefur fjöl­breyti­leiki þing­manna verið jafn mik­il.

Breyt­ing­ar­vilj­inn var því sann­ar­lega til stað­ar. Atkvæðin fóru bara ekki til mann­hatandi lýð­skrumara líkt og víða í lönd­unum í kringum okkur heldur kusu 38 pró­sent lands­manna flokka sem voru stofn­aðir eftir 2012 og boða kerf­is­breyt­ing­ar. Þeir þrír sem fengu mest og náðu inn á þing voru Pírat­ar, Við­reisn og Björt fram­tíð. Þegar við bæt­ast hinir tveir flokk­arnir – Vinstri græn og Sam­fylk­ingu – sem hafa nær aldrei átt hlut að rík­is­stjórn­ar­sam­starfi á Íslandi, og voru stofn­aðir um ald­ar­mótin síðustu, þá liggur fyrir að 53,8 pró­sent lands­manna (102 þús­und manns) kaus flokka sem vilja breyta stjórn­kerf­inu með ein­hverjum hætti og hafa ekki komið að því að móta það af neinu ráði.

Hinir tveir flokk­arnir sem náðu á þing, Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, eru kerf­is­flokkar lands­ins. Helsta kosn­inga­lof­orð Sjálf­stæð­is­flokks­ins var meira að segja að berj­ast gegn kerf­is­breyt­ing­um. Ef und­an­skildar eru skamm­lífar minni­hluta­stjórnir Alþýðu­flokks­ins, hefur annar flokk­anna alltaf verið í rík­is­stjórn frá lýð­veld­is­stofnun nema einu sinni: þegar vinstri­st­jórn Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna var við völd 2009 til 2013.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur setið við rík­is­stjórn­ar­borðið ¾ hluta lýð­veld­is­tím­ans og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn ⅔ hluta hans. Það er eðli­legt að þeir vilji verja stjórn­kerfið og kunni vel við það eins og það er, enda er þetta þeirra kerfi. En meiri­hluti Íslend­inga hafn­aði þessu kerfi í nýliðnum kosn­ing­um. Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokkur fengu ein­ungis tæp­lega 77 þús­und atkvæði, eða 40,5 pró­sent þeirra sem greidd voru.

Lýð­skrumarar bíða eftir rétta tæki­fær­inu

Á meðan að flest önnur ríki í hinum vest­ræna heimi glíma við upp­gang öfga­hyggju og lýð­skrumi þá „glím­ir“ Ísland við að flokkar með umbæt­ur/breyt­ingar á stjórn­kerf­inu sem sín helstu stefnu­mál.

Það er eðli­legt að allir séu ekki sam­mála um þær umbæt­ur/breyt­ingar en það er í það minnsta fagn­að­ar­efni að átökin í íslenskum stjórn­málum séu um þær en ekki varn­ar­bar­átta gegn tæki­fær­issinnum með stór­hættu­legar hug­myndir fullar af hatri og ein­föld­unum. Við skulum ekki taka því sem sjálf­sögðum hlut, enda stjórn­mála­menn í hefð­bundnum stjórn­mála­flokkum þegar farnir að máta sig við slíka orð­ræðu.

Í ljósi þessa verður að telja að meiri líkur en minni séu á því að lýð­skrumið sem hefur virkað svo vel víða í kringum okkur muni verða mun fyr­ir­ferð­ar­meira í stjórn­mála­um­ræðu hér­lendis í nán­ustu fram­tíð og að óbreyttu ná meiri fót­festu en hin afspyrnu­lé­lega Íslenska þjóð­fylk­ing náði í nýliðnum kosn­ing­um.

Það þarf að hlusta og breyta

Sú fimm flokka rík­is­stjórn sem verið er að reyna að mynda verður flók­in, bæði í myndun og fram­kvæmd. Eng­inn flokkur myndi fá allt sem hann vill en allir myndu fá eitt­hvað. Og sátt þyrfti að mynd­ast um fram­kvæmd þeirra stóru verk­efna sem nær allir stjórn­mála­menn á Íslandi virð­ast sam­mála um að ráð­ast í til að auka lífs­gæði fleiri lands­manna. Þrátt fyrir þann mikla hræðslu­á­róður sem dembt er fram nú um stundir er þó alveg skýrt að sú stjórn myndi end­ur­spegla betur fjöl­breyttar þarfir Íslend­inga en nokkur önnur rík­is­stjórn hefur gert. Og að hún hefði umboð meiri­hluta lands­manna. Hún væri með tæp­lega 54 pró­sent allra greiddra atkvæða á bak við sig og 57 pró­sent atkvæða sem skil­uðu fólki inn á þing. Hún væri með 34 þing­menn og þar með meiri­hluta. Og, sam­kvæmt nýlegri könnun Gallup myndi hún inni­halda þá þrjá flokka sem flestir Íslend­ingar vilja sjá í rík­is­stjórn: Vinstri græn, Bjarta fram­tíð og Við­reisn.  

Verði af myndun hennar yrði líka mjög sterk stjórn­ar­and­staða tveggja flokka sem þekkja íslenska stjórn­kerfið betur en nokkur ann­ar. Þeirra flokka sem bjuggu það til. Slíkt aðhald skiptir miklu máli því að rík­is­stjórnin þyrfti að vanda mjög til verka.

En hvaða mynstur sem verður ofan á þá liggur fyrir að ný rík­is­stjórn verður að hlusta á þá hópa sam­fé­lags­ins sem finnst þeir afskiptir og reyna að auka lífs­gæði þeirra í stað þess að segja þeim bara að þeir hafi það víst fínt. Eina leiðin til þess að koma í veg fyr­ir, eða í það minnsta draga úr, upp­gangi lýð­skrumara er að bæta sam­fé­lags­kerfin okkar þannig að fleiri telji þau vera að gera sér gagn.

Ef við gerum það ekki þá má slá því föstu að ein­hverjir tæki­fær­is­sinn­aðir lýð­skrum­andi lodd­arar munu hoppa á þá mögu­leika sem áfram­hald­andi van­traust og óánægja býður upp á í næstu þing­kosn­ing­um. Sumir þeirra eru þegar byrj­aðir að und­ir­búa sig. Og þeim mun ganga mun betur en Íslensku þjóð­fylk­ing­unni gekk í októ­ber síð­ast­liðn­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None