Aðgerðir en ekki plástrar

Auglýsing

Við á Íslandi verðum að telj­ast mjög hepp­in, heppn­ari en flest annað fólk á jörð­inni. Hér ríkir mik­ill jöfn­uður og landið er ríkt af auð­lindum sem fáar aðrar þjóðir geta keppt við. Þess vegna erum við í algjöru dauða­færi til þess að vera leið­andi í heim­inum í bar­átt­unni gegn loft­lags­breyt­ing­um. En af hverju erum við það ekki? Ég tel að flestir sem hafa áhyggjur af umhverf­is­málum og fylgj­ast með þróun þeirra vita hversu alvar­legt ástandið er og hversu lítið er verið að gera í mál­unum meðal ann­ars á Íslandi.

Hér á landi hefur tíðkast að setja plástra á ónýtar stoðir og „kyssa á bágt­ið“ þegar vanda­málið er risa­stórt, því best er að horfa á hluti afmarkað en ekki heild­rænt. Vanda­málið hér er ekki hús­næð­is­mark­að­ur­inn eða heil­brigð­is­kerfið sem við stjórnum til dæmis með fjár­lög­um, samn­ingum og áætl­un­um. Vanda­málið er að hérna stjórnar ein­ræð­is­herra sem þekk­ist undir við­ur­nefn­inu Móðir Nátt­úra. Hún hlustar ekki á neinn, hlýðir eng­um, hefur enga þol­in­mæði, fer sínar eigin leiðir og hún annað hvort fæðir þig eða svelt­ir. Ekki skal gera þau grund­vallar mis­tök að halda að hún hlusti á mála­miðl­anir eða muni aðlag­ast þínum kröf­um.

Ég get nán­ast full­yrt það að síð­asta rík­is­stjórn hafi pælt lítið sem ekk­ert í þessum mál­um. Þótt hún státi sér af að hafa skrifað undir Par­ís­ar­sátt­mál­ann, sem er jákvætt, þá hafa engar afger­andi aðgerðir komið í ljós frá hinni föllnu rík­is­stjórn. Hér skal þó nefna að þetta er ekki póli­tískur áróður heldur kalt mat á raun­veru­leik­anum og tengsl mín við stjórn­mála­flokka eru eng­in. 

Auglýsing

Mér finnst þetta frekar furðu­legt, í ljósi þess að við erum að fara að lenda í miklum og erf­iðum aðstæð­um, ef slag­orð næstu rík­is­stjórnar verður „business as usu­al“ eins og hefur verið í mála­flokknum umhverf­is­mál. Það liggur ljóst fyrir að hags­munir okkar Íslend­inga liggja hvað mest í því að berj­ast afger­andi gegn loft­lags­breyt­ingum þar sem að þær hafa gíf­ur­leg áhrif á auð­lindir okk­ar. Hafið er ekki bara að hlýna og súrna, sjáv­ar­borð að hækka heldur eru haf­straum­arn­ir, eins og Golfstraum­ur­inn sem er algjör líf­lína okkar Íslend­inga, að hægj­ast vegna áhrifa hlýn­unar og salt­magns í haf­inu. Allt þetta þýðir að sjáv­ar­auð­lindir lands­ins eru í mik­illi hættu og efna­hagur lands­ins sömu­leið­is.

Aðgerð­irnar sem við þurfum að fara í eru marg­vís­legar og flóknar en algjör­lega nauð­syn­legar ef við ætlum okkur að lifa þessa öld af. Við verðum að end­ur­heimta vot­lendi í miklum mæli, við verðum að minnka kolefn­islosun far­ar­tækja okkar veru­lega, við verðum að þétta byggð til þess að bæta almenn­ings­sam­göng­ur, við verðum að minnka kjöt­neyslu, við verðum að minnka úrgangslosun og mat­ar­sóun og við verðum að hætta við áætl­anir um bor­anir á Dreka­svæð­inu strax. 

Hvernig sem á horfir er útlitið ekki bjart og áhrif loft­lags­breyt­inga virð­ast verða stærri og stærri með hverju árinu sem líð­ur. Við verðum að takast á við þetta núna og stjórn­mála­menn verða að hætta að ýta vanda­mál­inu til hlið­ar, ef ekki þá eigum við ekki mögu­leika gagn­vart því skrímsli sem afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga eru. Hættum að setja plástra á hluti sem krefj­ast upp­skurð­ar, horfum heild­rænt á málið og förum í alvöru aðgerðir til þess að draga úr því krabba­meini sem vanda­málið er.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None