Aðgerðir en ekki plástrar

Auglýsing

Við á Íslandi verðum að telj­ast mjög hepp­in, heppn­ari en flest annað fólk á jörð­inni. Hér ríkir mik­ill jöfn­uður og landið er ríkt af auð­lindum sem fáar aðrar þjóðir geta keppt við. Þess vegna erum við í algjöru dauða­færi til þess að vera leið­andi í heim­inum í bar­átt­unni gegn loft­lags­breyt­ing­um. En af hverju erum við það ekki? Ég tel að flestir sem hafa áhyggjur af umhverf­is­málum og fylgj­ast með þróun þeirra vita hversu alvar­legt ástandið er og hversu lítið er verið að gera í mál­unum meðal ann­ars á Íslandi.

Hér á landi hefur tíðkast að setja plástra á ónýtar stoðir og „kyssa á bágt­ið“ þegar vanda­málið er risa­stórt, því best er að horfa á hluti afmarkað en ekki heild­rænt. Vanda­málið hér er ekki hús­næð­is­mark­að­ur­inn eða heil­brigð­is­kerfið sem við stjórnum til dæmis með fjár­lög­um, samn­ingum og áætl­un­um. Vanda­málið er að hérna stjórnar ein­ræð­is­herra sem þekk­ist undir við­ur­nefn­inu Móðir Nátt­úra. Hún hlustar ekki á neinn, hlýðir eng­um, hefur enga þol­in­mæði, fer sínar eigin leiðir og hún annað hvort fæðir þig eða svelt­ir. Ekki skal gera þau grund­vallar mis­tök að halda að hún hlusti á mála­miðl­anir eða muni aðlag­ast þínum kröf­um.

Ég get nán­ast full­yrt það að síð­asta rík­is­stjórn hafi pælt lítið sem ekk­ert í þessum mál­um. Þótt hún státi sér af að hafa skrifað undir Par­ís­ar­sátt­mál­ann, sem er jákvætt, þá hafa engar afger­andi aðgerðir komið í ljós frá hinni föllnu rík­is­stjórn. Hér skal þó nefna að þetta er ekki póli­tískur áróður heldur kalt mat á raun­veru­leik­anum og tengsl mín við stjórn­mála­flokka eru eng­in. 

Auglýsing

Mér finnst þetta frekar furðu­legt, í ljósi þess að við erum að fara að lenda í miklum og erf­iðum aðstæð­um, ef slag­orð næstu rík­is­stjórnar verður „business as usu­al“ eins og hefur verið í mála­flokknum umhverf­is­mál. Það liggur ljóst fyrir að hags­munir okkar Íslend­inga liggja hvað mest í því að berj­ast afger­andi gegn loft­lags­breyt­ingum þar sem að þær hafa gíf­ur­leg áhrif á auð­lindir okk­ar. Hafið er ekki bara að hlýna og súrna, sjáv­ar­borð að hækka heldur eru haf­straum­arn­ir, eins og Golfstraum­ur­inn sem er algjör líf­lína okkar Íslend­inga, að hægj­ast vegna áhrifa hlýn­unar og salt­magns í haf­inu. Allt þetta þýðir að sjáv­ar­auð­lindir lands­ins eru í mik­illi hættu og efna­hagur lands­ins sömu­leið­is.

Aðgerð­irnar sem við þurfum að fara í eru marg­vís­legar og flóknar en algjör­lega nauð­syn­legar ef við ætlum okkur að lifa þessa öld af. Við verðum að end­ur­heimta vot­lendi í miklum mæli, við verðum að minnka kolefn­islosun far­ar­tækja okkar veru­lega, við verðum að þétta byggð til þess að bæta almenn­ings­sam­göng­ur, við verðum að minnka kjöt­neyslu, við verðum að minnka úrgangslosun og mat­ar­sóun og við verðum að hætta við áætl­anir um bor­anir á Dreka­svæð­inu strax. 

Hvernig sem á horfir er útlitið ekki bjart og áhrif loft­lags­breyt­inga virð­ast verða stærri og stærri með hverju árinu sem líð­ur. Við verðum að takast á við þetta núna og stjórn­mála­menn verða að hætta að ýta vanda­mál­inu til hlið­ar, ef ekki þá eigum við ekki mögu­leika gagn­vart því skrímsli sem afleið­ingar lofts­lags­breyt­inga eru. Hættum að setja plástra á hluti sem krefj­ast upp­skurð­ar, horfum heild­rænt á málið og förum í alvöru aðgerðir til þess að draga úr því krabba­meini sem vanda­málið er.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svavar Halldórsson
Dýravelferð í íslenskum landbúnaði
Kjarninn 23. október 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None