Umhverfismál hvergi betri en á Íslandi

Ísland vermir þriðja sætið af 152 löndum í mælikvarða um velsæld landa, en þar erum við sterkust í umhverfismálum og slökust í efnahagslegum stöðugleika.

Samkvæmt Boston Consulting eru umhverfismál hvergi jafngóð og á Íslandi.
Samkvæmt Boston Consulting eru umhverfismál hvergi jafngóð og á Íslandi.
Auglýsing

Ísland er þriðja besta land í heimi, ef marka má mæli­kvarða ­Boston Consulting Group á sjálf­bærri hag­þróun landa. Sam­kvæmt mæli­kvarð­anum eru umhverf­is­mál einnig með besta móti hér á landi, en efna­hags­legur stöð­ug­leiki mjög slæmur miðað við önnur lönd. Þetta kom fram í kynn­ingu ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­is­ins á mæli­kvarð­anum sínum í gær.

Mæli­kvarð­inn, sem ber heit­ið SEDA, er byggður á sam­an­safn 40 hag­vísa, en sam­kvæmt ­Boston er hann öfl­ugt mót­vægi við mæl­ingar á lands­fram­leiðslu ef bera á saman almenna vel­sæld milli þjóða. Í nýút­gef­inni mæl­ingu skoð­aði fyr­ir­tækið 152 lönd og byggði á nýj­ustu gögnum í hverju landi fyrir sig.

Auglýsing

Mæli­kvarð­inn er ein­göngu sam­settur af hlut­lægum gögnum sem til eru á hag­stofu sér­hvers lands og byggir ekki á gild­is­mati eða skynjun við­mæl­enda. Honum er skipt upp í tíu und­ir­flokka, en þeir eru eft­ir­far­andi:

  • Tekj­ur: Mældur í lands­fram­leiðslu á mann

  • Efna­hags­legur stöð­ug­leiki: Mælir verð­bólgu­stig og hvort hag­vöxtur sé stöð­ugur

  • Atvinna: Mældur með atvinnu­þátt­töku og atvinnu­leysi

  • Tekju­jöfn­uð­ur: Mælir dreif­ingu tekna meðal íbúa

  • Borg­ara­sam­fé­lag: Mælir félags­lega sam­heldni, þátt­töku almenn­ings í stjórn­málum og kynja­jafn­rétti

  • Stjórn­un: Mælir skil­virkni og gæð­i ­rík­is­stofn­ana, þar með talið ábyrgð, stöð­ug­leika og borg­ara­frelsi. 

  • Umhverf­is­mál: Mælir gæði umhverf­is­ins og stefnu­mótun í átt að við­haldi og verndar þess

  • Heil­brigði: Mælir aðgengi að heil­brigð­is­þjón­ustu, auk dán­ar-og ­sjúk­dóms­tíðni

  • Mennt­un: Mælir gæði mennta­kerf­is­ins og aðgengi barna að því

  • Inn­við­ir: Mælir gæði vatns, sam­gangna og sam­skipta­tækni

Best í umhverf­is­mál­um, verst í stöð­ug­leika

Af 152 löndum er Ísland í þriðja sæti list­ans, en ein­ungis Nor­egur og Sviss fá hærri ein­kunn yfir almenna vel­sæld. Verst stöndum við okkur í efna­hags­legum stöð­ug­leika, en þar vermum við 124. sæt­ið, en í umhverf­is­flokknum erum við hins vegar á toppi list­ans. 

Þrátt fyrir snarpa kreppu og mik­inn efna­hags­upp­gang í kjöl­farið er áhuga­vert hversu lítið SEDA-­mæli­kvarði Íslands hefur breyst, en landið hefur hald­ist nokkurn veg­inn á sama stað frá árinu 2009.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Lestur Fréttablaðsins á leið undir 30 prósent og verðhækkanir á prentun blaða framundan
Frá byrjun árs 2018 hefur lestur Fréttablaðsins aukist á milli mánaða í fimm skipti en dalað 39 sinnum. Útgáfufélag blaðsins tapaði um 800 milljónum króna á árunum 2019 og 2020.
Kjarninn 16. október 2021
Bankarnir bjóða ekki lengur upp á lægstu vextina
Í byrjun árs í fyrra voru óverðtryggð lán 27,5 prósent af heildaríbúðalánum til heimila. Nú er hlutfallið komið yfir 50 prósent. Þessi breyting gæti stuðlað að því að Seðlabankinn þurfi ekki að hækka stýrivexti jafn skarpt til að slá á eftirspurn.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent