Umhverfismál hvergi betri en á Íslandi

Ísland vermir þriðja sætið af 152 löndum í mælikvarða um velsæld landa, en þar erum við sterkust í umhverfismálum og slökust í efnahagslegum stöðugleika.

Samkvæmt Boston Consulting eru umhverfismál hvergi jafngóð og á Íslandi.
Samkvæmt Boston Consulting eru umhverfismál hvergi jafngóð og á Íslandi.
Auglýsing

Ísland er þriðja besta land í heimi, ef marka má mælikvarða Boston Consulting Group á sjálfbærri hagþróun landa. Samkvæmt mælikvarðanum eru umhverfismál einnig með besta móti hér á landi, en efnahagslegur stöðugleiki mjög slæmur miðað við önnur lönd. Þetta kom fram í kynningu ráðgjafafyrirtækisins á mælikvarðanum sínum í gær.

Mælikvarðinn, sem ber heitið SEDA, er byggður á samansafn 40 hagvísa, en samkvæmt Boston er hann öflugt mótvægi við mælingar á landsframleiðslu ef bera á saman almenna velsæld milli þjóða. Í nýútgefinni mælingu skoðaði fyrirtækið 152 lönd og byggði á nýjustu gögnum í hverju landi fyrir sig.

Auglýsing

Mælikvarðinn er eingöngu samsettur af hlutlægum gögnum sem til eru á hagstofu sérhvers lands og byggir ekki á gildismati eða skynjun viðmælenda. Honum er skipt upp í tíu undirflokka, en þeir eru eftirfarandi:

  • Tekjur: Mældur í landsframleiðslu á mann
  • Efnahagslegur stöðugleiki: Mælir verðbólgustig og hvort hagvöxtur sé stöðugur
  • Atvinna: Mældur með atvinnuþátttöku og atvinnuleysi
  • Tekjujöfnuður: Mælir dreifingu tekna meðal íbúa
  • Borgarasamfélag: Mælir félagslega samheldni, þátttöku almennings í stjórnmálum og kynjajafnrétti
  • Stjórnun: Mælir skilvirkni og gæði ríkisstofnana, þar með talið ábyrgð, stöðugleika og borgarafrelsi. 
  • Umhverfismál: Mælir gæði umhverfisins og stefnumótun í átt að viðhaldi og verndar þess
  • Heilbrigði: Mælir aðgengi að heilbrigðisþjónustu, auk dánar-og sjúkdómstíðni
  • Menntun: Mælir gæði menntakerfisins og aðgengi barna að því
  • Innviðir: Mælir gæði vatns, samgangna og samskiptatækni

Best í umhverfismálum, verst í stöðugleika

Af 152 löndum er Ísland í þriðja sæti listans, en einungis Noregur og Sviss fá hærri einkunn yfir almenna velsæld. Verst stöndum við okkur í efnahagslegum stöðugleika, en þar vermum við 124. sætið, en í umhverfisflokknum erum við hins vegar á toppi listans. 

Þrátt fyrir snarpa kreppu og mikinn efnahagsuppgang í kjölfarið er áhugavert hversu lítið SEDA-mælikvarði Íslands hefur breyst, en landið hefur haldist nokkurn veginn á sama stað frá árinu 2009.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent