Kjaramál kennara er eitt –úrbætur í menntamálum annað

Auglýsing

Góður skóla­stjóri veit að þær skip­anir sem koma beint að ofan ná yfir­leitt ekki að festa ræt­ur, hvað þá dafna vel, ef kenn­ara­hóp­ur­inn hefur ekki í grund­vall­ar­at­riðum verið með í að móta þær fag­legu hug­mynd­ir, úrbæt­ur, breyt­ing­ar, þró­un­ar­starf eða annað sem þær byggja á og snú­ast um. Skóli er nefni­lega ekki eins og gata, svo dæmi sé nefnt. Vega­mála­stjóri getur haft hug­myndir um breikkun eða þreng­ingu götu, úrbætur hvað varðar hraða­stjórn­un, hann getur séð að það þarf að fylla upp í þær holur sem eru á veg­in­um, eða leggja nýtt mal­bik. Svo getur hann gefið út fyr­ir­skip­anir um að þetta sé fram­kvæmt. Og verk­fræð­ingar á hans vegum ákveða hvað skuli gera í þessu, hvað þarf til, og svo byrjar vinnu­flokk­ur­inn á verk­inu. Þeir sem vinna verkið eru ekk­ert að spá í það hvort óþarft hefði verið að fylla upp í holu D og ein­beita sér frekar að því hvernig aðgengi ofan af gang­stétt­inni er fyrir barna­vagna­fólk, þó þar sé greini­lega þörf á úrbót­um. Það er ann­arra að spá í þannig lag­að. Vega­mála­stjóri hefur hugs­an­lega tekið ein­hverjar kol­rangar ákvarð­anir þegar hol­ur AB og C eru ann­ars veg­ar, fyrir nú utan holu D sem er pínu­lítil og leiðir eig­in­lega beint að ræs­is­rist­inni og er því ekki brýnt að laga (og er jafn­vel bein­línis til bóta í rign­ing­um). En það hefur það. Vinnu­flokk­ur­inn er þarna til að fram­kvæma það sem búið er að ákveða. Svo tekur næsta verk­efni við.

Kenn­arar eru ekki vinnu­flokk­ur. Við erum ekki verka­menn. Við erum fag­menn sem vinnum að því að mennta og upp­fræða skjól­stæð­inga okkar og sinna sér­stökum þörfum þeirra náms­lega og félags­lega. Við þurfum að taka ótal ákvarð­anir dag hvern um það hvernig þeim mark­miðum sem sett hafa verið í mennta­málum verður best náð með þann efni­við sem við höfum í hönd­un­um, þ.e. nem­end­ur, aðstæður og úrræði. Stundum er það þannig að það þarf að sveigja út af þeirri braut sem ákveðin hefur verið í upp­hafi, stundum þarf jafn­vel að hafa algjör enda­skipti á mark­mið­un­um, smætta þau niður í ein­ingar sem hafa, við fyrstu sýn, ekk­ert með það að gera að mennta og upp­fræða. Við tökum þessar ákvarð­anir á grunni sér­þekk­ingar okkar og reynslu og með til­liti til þarfa nem­and­ans eða nem­enda­hóps­ins hverju sinni, aðstæðna og þeirra úrræða sem eru til­tæk.

Það eru vondir stjórn­un­ar­hætt­ir, og óábyrgt með öllu af skóla- og mennta­yf­ir­völd­um, að fyr­ir­skipa og skella á breyt­ingum og svoköll­uðum úrbótum í skóla­málum án nokk­urs sam­ráðs við sér­fræð­ing­ana sem starfa í skól­un­um. Að skella á van­hugs­uðum úrbótum í náms­mati, að skella á van­hugs­uðum úrbótum í læs­is­málum, að skella á van­hugs­uðum úrbótum í upp­lýs­inga­tækni, ... þær eru margar þessar van­hugs­uðu. Og þær eru van­hugs­aðar vegna þess að ekk­ert sam­ráð hefur verið haft við okkur kenn­ara. Og líka vegna fjár­magns­leys­is; það eru sjaldn­ast ætl­aðir pen­ingar að neinu marki til að standa undir því sem þarf að gera. Ef sam­ráð hefði verið haft við okkur hefðum við getað bent á van­kant­ana við hinar svoköll­uðu úrbætur –og hægt hefði ver­ið, að minnsta kosti, að gera úrbætur á þessum svoköll­uðu úrbót­um. Að eiga sam­tal við okkur sem höfum þekk­ingu og reynslu í mennta­málum og byggjum störf okkar á fag­legum grunni hefði verið heilla­spor. Enn heilla­drý­gra er að bjóða okkur til slíks sam­ráðs með það að mark­miði að skoða hvernig við sjáum fyrir okkur enn betra skóla­starf, hvað þarf að laga, hvar eiga breyttar áherslur að liggja, hvað þarf til að koma á þeim úrbótum sem eru nauð­syn­legar og þróa mennta­mál á Íslandi á þann hátt að til heilla sé fyrir land og þjóð –til fram­tíð­ar.

Auglýsing

Til þess að halda úti lif­andi og metn­að­ar­fullu skóla­starfi þarf líka að gefa sér­fræð­ing­unum svig­rúm til að vinna að þróun þess, en ekki reyna enda­laust að troða fæt­inum í skó­inn með valdi ef hann passar ekki. Í ævin­týr­inu um Ösku­busku var þó að minnsta kosti reynt að höggva af ein­hverja hæla til að fá skó­kvik­indið til að passa. Við kenn­arar höfum ekki orðið varir við neina til­burði í þá átt að fækka verk­efnum okkar eða færa til áherslur með fjár­magni sem til þess þarf, til þess að koma megi á þeim svoköll­uðu úrbótum sem skellt er framan í okkur hverju sinni, eða til þess að við sjálfir getum komið að þeirri hug­mynda­vinnu sem nauð­syn­leg er þegar metn­að­ar­fullt skóla­starf og –stefna er ann­ars veg­ar. 

Um dag­inn, meira að segja í við­tali strax að loknum sam­stöðu­fundi kenn­ara þar sem heill borg­ar­stjórn­ar­fundur sá með eigin augum þéttan hóp kenn­ara mót­mæla kjörum sínum með þögn­inni einni (við kunnum okkur og við trufl­uðum ekki borg­ar­stjórn­ar­fund í Haga­skóla), varp­aði borg­ar­stjóri því fram að borgin sé þess albúin að leggja fjár­muni í úrbætur í mennta­málum en að þessi kjara­deila kenn­ara sé auð­vitað að þvæl­ast fyr­ir. Ég man ekki hvernig orða­lagið var, en þetta var boð­skap­ur­inn. Ég vil ætla honum Degi það að hafa ekki ætlað sér að segja það sem hann sagði á þennan hátt. Mig langar að ætla honum það að hann hafi ætlað að segja að borgin sé þess albúin að styðja við bakið á kenn­urum í kjara­bar­átt­u  þeirra því að án þeirra sé ekk­ert skóla­starf og ekki hægt að halda úti mennta­stefnu af neinu tagi. Með vel mennt­uð­um, vel metnum og ánægðum kenn­urum sé hins vegar hægt að halda úti metnaðarfullu skóla­starfi og meira að segja koma á fag­legum úrbótum í málum þar sem úrbóta er þörf. Ég held að þetta hljóti að vera það sem Dagur vildi sagt hafa. Kannski var honum bara eitt­hvað brugðið við að sjá svona marga þögla kenn­ara? Náði þess vegna ekki að koma þessu almenni­lega frá sér ...

Mennta­mála­ráð­herra, borg­ar­stjóri og aðrir for­svars­menn sveit­ar­fé­laga í gegnum samn­inga­nefnd Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga hafa stundað vonda stjórn­un­ar­hætti í mennta­málum und­an­farin miss­eri að mínu mati; fyr­ir­skip­anir að ofan (um svo­kall­aðar úrbæt­ur) byggðar á ... ja, hverju? Reyndar er mér með öllu óskilj­an­legt hvernig Samn­inga­nefnd sveit­ar­fé­lag­anna getur sett fram ein­hverjar svo­kall­aðar fag­legar kröfur eða samið um launa­kjör á grunni fag­legra úrbóta í mennta­mál­um. Hvaða fólk er þetta? Hefur það ein­hverja sér­þekk­ingu á mennta­mál­um? Ég hef kannski rangt fyrir mér, en ... nei, þetta er ekki hópur sér­fræð­inga í mennta­mál­um. Þetta á ekk­ert einu sinni að vera hópur sér­fræð­inga í mennta­mál­um. Þetta er bara hópur sem semur fyrir hönd sveit­ar­fé­lag­anna um launa­kjör kenn­ara. Við­semj­endur þeirra, full­trúar okkar frá FG, eru hins vegar sér­fræð­ingar í mennta­málum og ættu að vera það. Þeir eru líka þarna til að semja um launa­kjör, en það eru þeir sem eru sér­fræð­ing­arnir og ættu að geta leitt kjara­við­ræð­urnar á þeim grunni; kjör kenn­ara er eitt og úrbætur í mennta­málum er annað –þó þær bygg­ist vissu­lega á störfum kenn­ara þegar upp er stað­ið!

Nú þarf að semj­ast um veru­legar kjara­bætur til handa kenn­ur­um. Við viljum hærri laun fyrir fulla kennslu og það sem henni fylg­ir. Við vinnum vinn­una, við vitum hvað það er sem fylgir fullri kennslu. Við erum ekki til við­tals um að selja nokkurn hlut. Við erum ekki til við­tals um að bæta á okkur vinnu. Þegar samist hefur um ásætt­an­lega launa­hækkun þá full­yrði ég að við kenn­arar verðum allir af vilja gerðir –og okkar fag­legi metn­aður krefst þess raun­ar- að koma að vinnu við úrbætur og þróun í skóla­starf­inu og mennta­kerf­inu öllu, þar sem þess er þörf. Þá verði líka búið svo um hnút­ana að okkur sé ætlað það svig­rúm og fjár­magn sem þarf til þess að sinna slíkri vinnu af metn­aði og alúð. Við tökum ekki lengur við van­hugs­uðum fyr­ir­skip­unum frá mennta- og skóla­yf­ir­völdum og reynum að finna tíma til að bæta þeirri vinnu sem slíkt krefst inn í störf okk­ar, jafn­vel í trássi við okkar eigið fag­lega mat á þessum úrbót­u­m. 

Það segir sig sjálft að skóla­starf í land­inu er í upp­námi. Auð­vitað mætum við í vinn­una, við kenn­ar­ar, og við und­ir­búum kennsl­una og við sitjum fundi og sinnum öllu því sem við eigum að sinna. En á meðan þessi óvissa ríkir í kjara­mál­um; á meðan fjöldi kenn­ara gengur með upp­sagn­ar­bréfið annað hvort í rassvas­anum eða í mag­an­um, á meðan kenn­arar þurfa að beina orku sinni að því að vera metnir að verð­leikum og koma sjón­ar­miðum sínum á fram­færi og þurfa að hamra, hamra, hamra á því að þeir verð­s­kuldi og krefj­ist hærri launa, þá er auð­séð að skóla­starfið líður fyrir það. Kraft­ur­inn er ann­ars stað­ar. Óánægjan og óvissan hafa sann­ar­lega ekki þau áhrif að enn meira sé lagt í skóla­starfið um þessar mundir en ella. Fag­mennska okkar leyfir ekki annað en fag­leg vinnu­brögð og þar erum við stödd, en við erum ekk­ert öll af vilja gerð að teygja okkur og sveigja, eins og við gerum alla jafna, og leggja jafnvel meira í þegar störf með nem­endum eru ann­ars vegar þegar ekki er í sjón­máli nein lausn í okkar mál­um.

Svona í lokin ætti ég kannski að benda á hið aug­ljósa: ég er ekki sér­fræð­ingur í neinu sem við­kemur verk­lagi, við­haldi eða við­gerðum á gatna­kerf­inu og veit ekk­ert um verk­efni vega­mála­stjóra, eða hvort slíkt starfs­heiti er til. Tók þetta ein­ungis sem dæmi. Ég ber hins vegar virð­ingu fyrir svona vinnu­flokkum sem vinna hörðum höndum að því að búa til og gera við göt­urnar okk­ar, stundum við ömur­leg skil­yrði. Svona vinnu­flokkar vinna oft og tíðum mik­ið, vinnu­dag­arnir eru oft langir, og þetta er gjarnan ein­hvers konar tarna­vinna, eins og oft er hjá okkur kenn­urum líka. Vinnu­menn­irnir fá líka oft mik­ið útborgað og eru vel að laun­unum sínum komn­ir. Stundum fá þeir meira útborgað en háskóla­mennt­aðir kenn­ar­ar.

Höf­undur er kenn­ari við Mela­skóla.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Flóttafólkið frá Lesbos enn ekki komið til Íslands
Ríkisstjórnin tilkynnti í september að allt að 15 manns, flóttafólk frá Lesbos, myndi bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggðist taka á móti á þessu ári. Flóttamannanefnd útfærir verkefnið en unnið er að því í samstarfi við m.a. grísk stjórnvöld.
Kjarninn 29. október 2020
Eiríkur Tómasson
Hvers vegna nýja stjórnarskrá?
Kjarninn 29. október 2020
Fjöldi fyrirtækja fór á hlutabótaleið í kjölfar lokana vegna veirufaraldursins í vor.
201 framúrskarandi fyrirtæki á hlutabótaleið
Fyrirtæki sem Creditinfo hefur skilgreint sem framúrskarandi voru líklegri til að hafa farið á hlutabótaleiðina en önnur virk fyrirtæki hér á landi, en tæpur fjórðungur þeirra nýttu sér úrræðið í vor.
Kjarninn 29. október 2020
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None