Vísindaskáldskapurinn orðinn raunverulegur

Amazon hækkaði á mörkuðum í gær um tæplega þúsund milljarða króna. Ástæðan var kynning forstjórans, stofnandans og stærsta hluthafans, Jeff Bezos, á ótrúlegum vaxtaráformum fyrirtækisins.

Bezos
Auglýsing

Jeff Bezos, stofnandi og forstjóri Amazon, og jafnframt stærsti einstaki hluthafinn með um átján prósent hlut, hélt í gær blaðamannafund þar sem til umfjöllunar voru vaxtaráform Amazon í Bandaríkjunum og á heimsvísu. 

Hann byrjaði fundinn á því að upplýsa um það að Amazon hygðist ráða 100 þúsund nýja starfsmenn í fullt starf á næstu 18 mánuðum, eða sem nemur um 5.500 starfsmönnum á mánuði næsta eina og hálfa árið. Í lok árs í fyrra voru starfsmenn Amazon í Bandaríkjunum 180 þúsund en áætlanir gera ráð fyrir 280 þúsund starfsmönnum í fullu starfi fyrir mitt ár 2018.

Á Seattle-svæðinu - þar sem Amazon er með höfuðstöðvar sínar - starfa nú um 40 þúsund starfsmenn í fullu starfi en áformin gera ráð fyrir að þeir verði orðnir 72 þúsund í lok árs 2018.

Auglýsing

Ótrúleg tækni

Fyrirtækið hefur að undanförnu verið að sýna á spilin þegar kemur að tækniþróun í verslunarrekstri. Nú þegar hefur það opnað verslun þar sem ekki eru neinir starfsmenn og verslunarkassar. Gervigreind sér til þess að viðskiptavinurinn getur farið inn í búðina, tekið það sem hann vill og gengið út án þess að bíða í röð. Viðskiptin eru gerð upp í gegnum notendasvæði hvers viðskiptavinar hjá Amazon (Amazon Go), með snjallsíma eða snjallúr.


Þessi tækni minnir helst á vísindaskáldsögur, í það minnsta í huga margra. Þetta er hins vegar veruleiki og bendir allt til vöxturinn verði mikill og hraður.

Lagernum í þessum verslunum er stjórnað af vélmennum sem fylla á vöruhillur, í bakhluta þeirra, þegar þær klárast.

Margir eru uggandi yfir þessari þróun en í Bandaríkjunum starfa 3,5 milljónir manna við afgreiðslustörf í verslunum. 

Þúsundir verslana á teikniborðinu?

Eina búðin sem er útbúin þessari einstöku tækni er á starfssvæði fyrirtækisins í Seattle. Til stendur að opna mikinn fjölda verslana um allan heim, sem verða búnar þessari tækni, en Bezos hefur ekki viljað segja frá því hversu stórhuga þessi áform eru. Wall Street Journal flutti fréttir af því að fyrirtækið hefði þegar tryggt sér tvö þúsund staðsetningar á borgarsvæðum í Bandaríkjunum undir búðirnar. Amazon staðfesti fréttina ekki, og sagði fréttina hafa verið ótímabæra.

Vítt og breitt um Bandaríkin

Störfin, sem Bezos greindi frá í gær, verða vítt og breitt um Bandaríkin og mun stór hluti þeirra krefjast tækniþekkingar starfsfólks. Stórar dreifingastöðvar fyrir póstverslun verða byggðar upp og verða þær útbúnar gervigreindarbúnaði. 

Á dögunum greindi sá ágæti miðill Quartz frá því að Amazon væri búið að sækja um einkaleyfi á tæknibúnaði sem gerði fyrirtækinu kleift að reka vöruhús upp í skýjunum - í orðsins fyllstu merkingu. Frá vöruhúsunum munu drónar síðan senda vörur heim til fólks. Á seinni hluta síðasta árs greindi Amazon frá því að búnaðurinn til að senda vörur með drónum væri tilbúinn. Fyrsta táknræna sendingin (þær skipta nú líklega þúsund í prufuskyni) var í Camebridge í Bretlandi, 7. desember í fyrra, og heppnaðist vel. 


Breyttur heimur

Markaðsvirði Amazon var við lokun markaða í gær 386,6 milljarðar Bandaríkjadala, eða sem nemur um 45 þúsund milljörðum króna. Hlutabréf fyrirtækisins hækkuðu um tæplega tvö prósent í gær, eða um sem nemur 7,7 milljörðum Bandaríkjadala, tæplega 900 milljörðum króna.

Til samanburðar þá er stærsta smásölufyrirtæki Bandaríkjanna, Walmart, nú metið á 212 milljarða Bandaríkjadala. Raunar er virði Amazon nú meira en samanlagt virði allra helstu keppinauta fyrirtækisins, Walmart, Target, Costco. Svo eitthvað sé nefnt. Sannarlega ótrúlegar tölur. En miðað við áformin þá er þetta aðeins byrjunin.

Bezos og Donald Trump

Jeff Bezos hefur ekki verið vinsælasti maðurinn hjá verðandi forseta Bandaríkjanna, Donald J. Trump. Bezos hefur oft verið gangrýndur af Trump og stuðningsmönnum hans, ekki síst þar sem hann á Washington Post sem hefur birt gagnrýnar umfjallanir um hann oftar enn einu sinni. Bezos hefur neitað öllum afskiptum af efnistökum Washington Post. 


Hann hefur hins vegar gagnrýnt hann fyrir að ábyrgðalaust tal, ekki síst um innflytjendur og alþjóðavætt atvinnulíf. Sjálfur segir Bezos að Bandaríkin, og raunar heimurinn allur, þurfi að undirbúa hagkerfin betur undir miklar breytingar sem framundan eru vegna tækniframfara.

Þegar hann var gagnrýndur af Trump síðastliðið haust þá sagði hann á Twitter svæði sínu að það væri líklega eitt laust pláss í geimflaug Blue Origin, geimferðafyrirtækis hans. Trump gæti fengið það.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Baldur Thorlacius
Áfram gakk og ekkert rugl
Kjarninn 22. júní 2021
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None