Byltingin sem mun eyða milljónum starfa

Verðmiðinn á Amazon hefur hækkað um 15 milljarða Bandaríkjadala á tveimur dögum eftir að fyrirtækið kynnti byltingarkenndar nýjungar í smásölugeiranum. Miklar breytingar eru framundan vegna innleiðingar gervigreindar í atvinnulífið í heiminum.

Bezos
Auglýsing

Jeff Bezos, stofnandi og forstjóri Amazon, hagnaðist um tvo milljarða Bandaríkjadala, um 220 milljarða króna, á tveimur dögum vegna hækkunar á hlutabréfum fyrirtækisins í kjölfar þess að Amazon kynnti nýja tækni fyrir verslanir fyrirtækisins sem opna munu fyrir almenning í byrjun næsta árs. Ein búð hefur þegar verið opnuð fyrir valda starfsmenn Amazon inn á höfuðstöðvarsvæði fyrirtækisins í Seattle.

Markaðsvirði fyrirtækisins hækkaði um 5,3 prósent í gær og 2,97 á mánudag. Við lokun markað í gær var fyrirtækið metið á 372 milljarða Bandaríkjadala, eða sem nemur um 41 þúsund milljörðum króna. Ástæðan er fyrst og fremst rakin til þess að fyrirtækið hefur nú endanlega þróað hugbúnað sem gerir neytendum mögulegt að labba inn í búð, ná í vörurnar sem það vill og fara svo út án þess að fara í biðröð eða stöðva við afgreiðslukassa. Þjónustan nefnist Amazon go og þurfa notendur hennar einungis að vera með Amazon go app í símanum til þess að geta nýtt hana. Háþróuð gervigreind tölvuheimsins sér um afganginn.

Gríðarlegur vöxtur

Amazon hefur unnið að tækniþróuninni í fjögur ár en mesta vaxtarskeið í sögu fyrirtækisins er nú framundan. Til marks um hversu vöxturinn verður mikill, þá hyggst Amazon ráða 35 þúsund nýja starfsmenn á Seattle-svæðinu einu, fyrir árslok 2020, en starfsmenn Amazon á svæðinu eru nú 34 þúsund. Þá greindi Wall Street Journa frá því í gær að Amazon sé þegar búið að undirbúa opnun tvö þúsund nýrra verslana sem styðjast við Amazon go hugbúnaðinn í Bandaríkjunum, og síðan enn fleiri verslanir víða um heim. Fyritækið ætlar sér að herða á samkeppni sinni við smásölurisann WalMart sem hefur mesta markaðshlutdeild allra smásölufyrirtækja í heiminum. Amazon er hins vegar leiðandi í netverslun og þar hefur fyrirtækið náð að þróa starfsemi sína inn á ýmsar brautir. Ferskvörusala fyrirtækisins hefur verið stórefld og er fyrirtækið nú með stórtækar hugmyndir um að þróa enn frekar heildsölu fyrir ferskvöru.

Auglýsing


Bezos er við stýrið

Bezos sjálfur á 17 prósent eignarhlut í Amazon en á þessu ári hefur hann í tvígang selt eina milljón hluta og fengið í hreinan hagnað út úr því 1.428 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur tæplega 170 milljörðum íslenskra króna. Langsamlega stærstur hluti eigna hans er bundinn við hlutinn í Amazon, en hann á einnig útgáfufélag Washington Post, geimferðarfyrirtækið Blue Origin og eignarhluti í fjölmörgum nýsköpunarfyrirtækjum á Seattle-svæðinu sérstaklega.

Bezos var fimmti ríkasti einstaklingur heims á lista Forbes á þessu ári með eignir upp á 45,2 milljarða Bandaríkjadala. Eignarvirðið hefur hins vegar hækkað mikið síðan og eru þær nú metnar á tæplega 70 milljarða Bandaríkjadala. Það gerir hann að næst ríkasta manni heims á eftir Bill Gates, stofnanda Microsoft, en báðir eru þeir búsettir á Seattle-svæðinu og hafa byggt þar upp fjárfestingarverkefni sín.

Störfin hverfa

Þó tæknibyltingunni sem snýr að verslun, sem Amazon hefur nú kynnt, hafi verið vel tekið af fjárfestum á markaði í Bandaríkjunum þá gæti hún verið upphafi af sársaukafullu ferli fyrir starfsfólk verslana víða um heim. Í Bandaríkjunum einum eru um 3,5 milljónir starfa við afgreiðslu í verslunum. Alveg eins og gerðist þegar strikamerkin komu fram, þá gæti tæknin leitt til mikillar hagræðingar í starfsmannahaldi fyrir fyrirtæki í smásölu. Í fullkomnum heimi gæti það einnig leitt til lægra verðlags, en vandi er þó um slíkt að spá. Þessi nýi hugbúnaður Amazon, sem byggir á gervigreindartækni, markar tímamót. 

WalMart er stærsti vinnuveitandi Bandaríkjanna, með 2,2 milljónir starfsmanna. Ný tækni við verslun, sem gerir starfsfólk við afgreiðslu óþarft, gæti haft mikil áhrif til góðs í rekstri fyrirtækisins. Töluvert er þó í að hún verði almenn, en Amazon leiðir þróunina.

Sjálfur hefur Bezos talað um að gervigreind muni marka djúp spor í þróun samfélaga heimsins á næsta áratug, og lét hann þau orð falla 1. júní síðastliðinn að vísindaskáldskapurinn myndi lifna við í raunveruleikanum á næstu misserum. Hann sagði næstu skrefin sem framundan væru - þar á meðal áherslu á tölvutækni sem mannsröddin stýrir og sjálfstýrandi búnað í farartækjum - myndu breyta öllu og að þau væru „risavaxin” (gigantic). „Það er erfitt að nota of stór orð um það hversu mikil áhrif gervigreind mun hafa líf okkar á næstu 20 árum. Þetta er stórt,“ sagði hann á ráðstefnu í Kaliforníu 1. júní. Óhætt er að segja að fyrstu stóru spilin sem Amazon hefur sýnt á, þegar kemur að breyttum verslunarháttum, séu athyglisverð.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None