Forsetakosningar í Bandaríkjunum
#Bandaríkin #Stjórnmál

Óvænt úrslit og óttinn við Trump

Donald Trump mælist líklegastur til að vinna í næstu umferð forvals repúblikana í Bandaríkjunum. Á meðan bítast Bernie Sanders og Hillary Clinton um hylli kjósenda demókrata. Bryndís Ísfold lítur á stöðuna fyrir kosningar á morgun.

Clinton og Sanders ræða málin í kappræðum á CNN-sjónvarpsstöðinni í síðustu viku.
Mynd: EPA

Bar­áttan um útnefn­ingu flokk­anna fyrir for­seta­kosn­ing­arnar í Banda­ríkj­unum tók óvænta stefnu í síð­ustu viku, þegar Bernie Sand­ers vann Michig­an, þvert á allar kann­anir þar sem Hill­ary Clinton hafði verið spáð stórum sigri. Slík skekkja í for­seta­for­vali hefur ekki sést síðan for­seta­fram­bjóð­and­inn Gary Hart vann Walter Mondale árið 1984, segja frétt­skýrendur sem voru gap­andi af undrun í kosn­inga­vökum kvölds­ins. 

Clinton hefur þó tölu­vert for­skot á Sand­ers, en hún er nú með 760 atkvæði eða kjör­menn og hann 546 en þá eru ótaldir svo­kall­aðir ofur­kjör­menn sem eru atkvæði sem bæt­ast við á lands­fundi flokks­ins í júlí. Þessi hluti er um 15 pró­sent af öllum atkvæð­unum og er í höndum elítu flokks­ins. Ofur­at­kvæð­unum hefur nær öllum verið merkt Hill­ary Clint­on, en það gæti hins vegar breyst fyrir lands­fund­inn þó það sé óal­gengt að ofur­kjör­menn­irnir skipti um skoð­un. Til að tryggja útnefn­ing­una þarf annar fram­bjóð­and­inn að fá 2,383 atkvæð­i. 

Sigur Sand­ers í Michigan á þriðju­dag, þar sem hann fékk 50 pró­sent atkvæða og hún 48 pró­sent, er rak­inn til átaka í kapp­ræðum um frí­versl­una­samn­inga sem Sand­ers hefur talað gegn. Margir í Michigan telja að fram­leiðslu­störf í rík­is­ins hafi af þeim sökum flust erlend­is. Hill­ary hefur á stjórn­mála­ferli sínum stutt marga af þessum frí­versl­un­ar­samn­ingum og tók­ust þau á um þessi mál í kapp­ræðum í vik­unni fyrir kosn­ing­arn­ar. Á sama tíma hefur Hill­ary gagn­rýnt Sand­ers fyrir að kjósa gegn því að bjarga bíla­fram­leið­endum frá gjald­þroti þegar það kom til kasta öld­unga­deild­ar­þings­ins. 

Útgöngu­spár sýna að yngri kjós­endur skil­uðu sér í mun meira mæli á kjör­stað ólíkt því sem hefur verið raunin í mörgum öðrum ríkjum sem kosið hefur verið í hingað til. Sand­ers nýtur mik­ils stuðn­ings meðal ungs fólks af báðum kynjum á meðan stuðn­ingur Hill­ary er meiri meðal eldri kjós­enda, sem að jafn­aði skila sér betur á kjör­stað. Kosn­ing­arnar í Michigan voru með þeim hætti að hægt var að mæta og kjósa án þess að þurfa að skrá sig sem stuðn­ings­mann flokks­ins fyr­ir­fram, en margt bendir til þess að það hafi haft áhrif á hversu margir tóku þátt. 

Áhuga­vert er að sjá að 71 pró­sent þeirra sem telja sig óháða en kusu í fovali demókrata kusu Bernie Sand­ers. Útgöngu­spár sýna líka að Sand­ers nýtur nú stuðn­ings mun stærri hóps svartra kjós­enda en í flestum öðrum ríkjum þar sem Clinton hefur haft yfir­gnæf­andi stuðn­ing þess hóps. Í Michigan hafði Sand­ers stuðn­ing 34 pró­sent kjós­enda sem ekki eru hvít­ir. 

Aug­lýs­ingar hjá Sand­ers hafa borið þess merki að hann sækir stíft á hóp spænsku­mæl­andi kjós­enda, en fyrr í vik­unni gaf her­ferð hans út áhrifa­mikla stutt­mynd sem vakti nokkra athygli. Myndin fjallar um konu sem starfar á iðn­að­ar­bónda­býli í Flór­ída og segir frá bar­áttu hennar fyrir bættum kjörum sem Bernie Sand­ers tók beinan þátt í og tókst að hafa áhrif á kjör starfs­mann­anna, með því að beita sér í öld­unga­deild­inni. Stutt­myndin var sýnd í sjón­varp­stöð­inni UNI­VISION sem er spælsku­mæl­andi stöð en þar fóru kapp­ræð­urnar fram á mið­viku­dag.

Það vakti einnig athygli í vik­unni að Hill­ary Clinton lét hafa eftir sér að því fyrr sem demókratar myndu velja hana sem næsta for­seta­fram­bjóð­anda demókrata því fyrr væri hægt byrja að berja á repúblikön­um. Þessi ummæli fóru illa í suma en sér­fræð­ingar í kosn­inga­fræðum hafa einnig bent á að reynslan sýni að því lengri sem for­völ flokk­anna vara, þeim mun meira spenn­andi verði kosn­ing­arnar á end­an­um, svo fremi sem fram­bjóð­end­urnir skaði ekki hvern annan sem er langt í frá að vera raunin hjá demókröt­um.

Að sama skapi voru hörð við­brögð við svörum Sand­ers í kapp­ræð­unum þegar hann var spurður um kyn­þátta­for­dóma. Þar sagði hann meðal ann­ars: „Þegar þú ert hvít­ur, þá veistu ekki hvernig það er að búa í gettói. Þú veist ekki hvernig það er að vera fátæk­ur. Þú veist ekki hvernig það er að vera áreittur þegar þú ert að ganga úti á götu eða vera dreg­inn út úr bíl“. Þótti mörgum það bera vott um ras­isma að telja að þeir sem væru fátækir væru allir svartir en raunin er sú að tæpar 48 millj­ónir Banda­ríkja­manna búa við fátækt og þar af hafa tæpar 11 millj­ónir svartan hör­unds­lit; það nemur 26 pró­sent allra svartra íbúa í land­in­u. 

Stuðn­ings­menn Sand­ers segja að ummælin hafi verið tekin úr sam­hengi og ekk­ert sé við þau að athuga. Dæmi hver fyrir sig, ummælin má finna hér

En óvæntu úrslitin í Michigan hafa blásið nýjum bar­áttu­eldi í brjóst stuðn­ings­manna Sand­ers og eftir sig­ur­inn voru aug­lýs­ingar og skila­boð frá kosn­inga­bar­átt­unni alveg skýr; þau eru ekk­ert að fara að pakka sam­an. Frá upp­hafi, hefur áhersla hans á að hann sé eini fram­bjóð­and­inn sem ekki tekur fjár­magn frá stórum hags­muna­að­ilum og sé laus við allar teng­ingar við Wall Street, verið í for­grunni. Þessi umræða færir stöðugt kast­ljósið á þá stað­reynd að Clinton hefur þegið háar upp­hæðir frá fyr­ir­tækjum á Wall Street sem skaðar hana ef marka má það sem fólk nefnir sem ástæðu í könn­unum fyrir því hvers vegna það velur Sand­ers umfram hana. Sander hefur und­an­farna viku talað mikið um mann­úð­legar leiðir til að takast á við 11,5 millj­ónir ólög­legra inn­flytj­enda í land­inu og það sama hefur Hill­ary Clinton gert. Hún nýtur sem fyrr mik­ils stuðn­ings meiri­hluta svartra kjós­enda og virð­ist hafa sterk­ari stöðu meðal kjós­enda af rómönskum upp­runa í flestum ríkj­um.

Það er ótrú­legt til þess að hugsa að fyrir ári síðan töldu mjög fáir að sós­í­alisti frá Brook­lyn á átt­ræð­is­aldri gæti heillað svo stóran hóp kjós­enda. Hvað þá að hann ætti rauveru­legan mögu­leika á að vinna útnefn­ingu demókrata. Eitt er víst að sós­í­al­ism­inn er kom­inn til að vera í banda­rískum stjórn­málum og þó enn sé mjög á bratt­ann á sækja ætlar Sand­ers sér að næla sér í útnefn­ingu demókrata.

Næsta umferð for­vals­ins í fimm stórum ríkjum

Á morg­un, þann 15. mars, er stór dagur í for­vali demókrata. Þá verður kosið í fimm stórum ríkjum og í pott­inum eru 792 atkvæði (kjör­menn). Í öllum til­fellum er um að ræða hlut­falls­lega skipt­ingu eftir atkvæða­magni. Flór­ída (246), Illionis (182), Mis­so­uri (84), Norð­ur­-Kar­ólína (121) og Ohio (159). Ef marka má kann­anir (sem best er að taka með fyr­ir­vara eftir útkom­una í Michig­an) þá mælist Clinton með mun meiri stuðn­ing í öllum ríkj­un­um. Hún er með ríf­lega 60 pró­sent stuðn­ing í Flór­ída, 63 pró­sent í Ill­in­ois, 55,7 pró­sent í Norð­ur­-Kar­ólínu, 56,3 pró­sent í Ohi­o. 

En eins og nið­ur­stöð­urnar í Michigan sýndu þá getur allt gerst. Áhuga­fólk um spár getur leikið sér að því að giska á útkom­una úr næstu for­völum og unnið til stiga reyn­ist ágiskunin rétt. Á vef banda­rísku frétta­stof­unnar CNN er búið að stilla upp spáleik

Cruz sækir á for­skot Trump

Á sama tíma hefur for­skot Don­ald Trump hjá repúblikönum minnkað og sækir Ted Cruz mikið á. Trump heldur for­ystu með 461 kjör­mann, Cruz hefur 360, Rubio 154 og Kaisch 54. Til að vinna þarf minnst 1237 kjör­menn. Í síð­ustu viku sigr­aði Trump í þremur af þeim fjórum ríkjum sem kosið var í: Hawaí, Michigan og Miss­issipi. Cruz hafði öruggan sigur í Idaho en fékk um þriðj­ung atkvæða í þeim ríkjum sem Trump sigr­aði í og þótti með því sýna að hann væri sá fram­bjóð­andi sem lík­leg­astur væri til að fella Trump. Met­kjör­sókn hjá repúblikönum í sumum ríkjum á sama tíma og kjör­sókn hjá demókrötum er fremur lítil vekur margar spurn­ingar og eykur á ótta þeirra sem vilja alls ekki sjá Trump sem næsta for­seta Banda­ríkj­anna. Fyrir marga kjós­endur sem ótt­ast að Trump gæti orðið for­seti er hins vegar ekki mikil huggun í því að Cruz gæti einnig orðið for­seti lands­ins því Curz þykir með eins­dæmum íhald­sam­ur, nátengdur teboðs­hreyf­ingu repúblikana­flokks­ins sem Sarah Palin hefur verið í for­svari fyr­ir. 

En stuðn­ing­ur­inn við Trump virð­ist stöð­ugur og þó hann glími við tölu­verða sam­keppni um útnefn­ing­una sýna kann­anir mik­inn og stöðugan stuðn­ing við Trump. Það er því áhuga­vert að skoða hvaða hópur það er sem stendur að baki hon­um. Í síð­ustu viku komu fram fjöl­mörg dæmi í ræðum og ritum Trumps sem bera þess merki að hann sé sekur um að sýna af sér ras­isma. Alhæf­ingar um inn­flytj­endur og ofbeld­is­full ummæli hans um þá sem og mót­mæl­endur sem hafa mætt á fram­boðs­fundi hans, hafa vakið athygli. Þar hefur hann sagt blákalt að það ætti að berja þá sem mæta til að mót­mæla honum og hvatt fólk til að gera það. 

Mynd­bands­upp­tökur hafa verið sýndar af stuðn­ings­mönnum Trumps á fram­boðs­fund­um, sem að jafn­aði eru allir hvít­ir, slá til mót­mæl­enda sem í sumum til­fellum eru svartir eða fólk ættað frá rómönsku amer­íku, eru mjög óhugna­leg­ar. Um helg­ina sauð upp úr milli mót­mæl­enda og þeirra sem biðu eftir að kom­ast á fund með Trump fyrir utan ráð­stefnu­höll í Chicago og til átaka kom. Fund­inum var því frestað og ótt­ast margir að þetta sé aðeins byrj­unin á því sem koma skal næstu mán­uði. Að sama skapi virð­ast mót­mælin gegn Trump þétta hóp kjós­endar hans enn frek­ar. 

Á fundi í vik­unni bað hann fólk að rétta upp hægri hönd sína og lofa að styðja við stefnu­mál hans og minntu myndir af fund­inum óneit­an­lega á það hvernig var heilsað að sið nas­ista í seinni heim­styrj­öld­inni. Þessi sam­lík­ing hefði lík­lega ekki orðið til á öðrum fram­boðs­fund­um, en sú stað­reynd að Trump hefur talað fyrir því að banna múslimum að heim­sækja land­ið, henda út úr land­inu millj­ónum ólög­legra inn­flytj­enda og láta skrá banda­ríska múslima, eru ógn­vekj­andi og minna óneit­an­lega áherslur nas­ista í upp­hafi fjórða ára­tugs­ins í Þýska­land­i. 

Frank Luntz, mál­fræð­ingur og sér­legur frasa­höf­undur repúblikana, tví­taði mynd frá fundi Trump í vik­unni og spáði því að fram­bjóð­and­inn myndi örugg­lega ekki gera þetta aft­ur:



Það vekur furðu og skelf­ingu margra kjós­enda að svo stór hópur lands­manna skuli enn styðja Trump þrátt fyrir áherslur hans, en einnig í ljósi þess að hann hefur sýnt að hann hefur tak­mark­aða þekk­ingu á mörgum mál­um. Hann virð­ist hafa ein­stakt lag á því að halda blaða­mönnum (und­ir­rit­aðri með­taldri) upp­teknum við að bíða eftir næstu hneykslis­sprengju. Hann veit hvernig hann heldur sér í sviðs­ljós­inu með því að vera algjör­lega á skjön við það sem hinn svo­kall­aði pólítíski rétt­trún­aður kallar á. Hvað sem hann segir eða ger­ir, gerir hann ávallt án þess að biðj­ast afsök­unar á fram­ferði sínu. Hann ein­fald­lega margend­ur­tekur hvað hann sé frá­bær og hvað hann eigi að baki frá­bær afrek í við­skipt­um. Hann end­ur­tekur sífellt hvað hann er ríkur og hvernig hann muni sjá til þess að „Am­er­íka verði frá­bær á ný“. En hann slær einnig á strengi sem Sand­ers hefur líka fók­userað á, eins og að vera laus við að þiggja fé frá Wall Street, að vera ekki óska­fram­bjóð­andi elít­unn­ar, að skilja að fólk sé pirrað og treysti ekki hinum hefð­bundna stjórn­mála­manni í Was­hington. Það er því ekki óal­gengt að sjá í könn­unum að óákveðnir segi að þeir muni annað hvort kjósa Sand­ers eða Trump, eftir því hvor fái útnefn­ing­una, þó í raun sé him­inn og haf á milli þeirra í flestum öðrum stefnu­mál­u­m. 

Greina­höf­undar tíma­rits­ins The Atl­ant­ic hafa rýnt í þá sem hafa hingað til kosið Trump í for­völum ríkj­anna og eru fjögur megin ein­kenni sem flestir þessir kjós­endur eiga sam­merkt. Meðal kjós­enda hans hafa mun fleiri enga háskóla­menntun miðað við stuðn­ings­menn ann­arra fram­bjóð­enda. Þegar kjós­endur Trump eru spurðir í könn­unum hvort þeir upp­lifi að fólk eins og það hafi ekki neitt um málin að segja (e. People like me don’t have any say) segj­ast 86,5 pró­sent þeirra vera sam­mála þv. Til sam­an­burðar svara aðeins 7 pró­sent kjós­enda Clinton og 8 pró­sent kjós­enda Sand­ers því sama. 

Þeir sem vilja sjá leið­toga sem sýnir af sér vald­boðs­hneigð (e. aut­horit­ari­an­ism) sem svarar ótta þessa hóps um ytri ógn, eru lík­legri en aðrir að kjósa Trump. En Trump hefur sjálfur sagt að verði hann for­seti muni hann láta drepa fjöl­skyldur ISIS-liða, hann muni láta loka moskum, elta uppi börn ólög­legra inn­flytj­enda og fyr­ir­skipa frek­ari óhugn­að. Nýverið benti Nate Cohn á í grein í New York Timesað þegar stuðn­ingur Trump er skoð­aður land­fræði­lega sést að sterkasti stuðn­ings­hópur hans liggur frá Gulf Coast og eftir Appalachian-fjöll­unum til New York. Fyrir tæpu ári birt­ist einnig fræði­grein þar sem tengsl milli dauða svartra ein­stak­linga og birt­ingar svæð­is­bund­ins ras­isma á inter­net­inu voru rann­sök­uð. Þar sést að tengslin eru sterk­ust á þessu svæði í eystri ríkjum Banda­ríkj­anna.

Kortið sýnir styrk tengsla milli rasískra ummæla og leitarorða á internetinu og dánartíðni svartra.

Á morgun verður einnig kosið hjá repúblikönum í Flór­ída, Ill­in­ois, Mis­so­uri, Norð­ur­-Kar­ólínu, Ohio og á Norð­ur­-Mari­ana eyj­um. Það sem er óvenju­legt við þessi for­völ er að í flestum þeirra er atkvæð­unum skipt hlut­falls­lega milli fram­bjóð­enda. Í Norð­ur­-Kar­ólínu er annað fyr­ir­komu­lag en þar tekur sig­ur­veg­ar­inn alla eða flesta kjör­menn sem ríkið á. 

Þar sem þessi ríki eru öll í stærri kant­inum og gefa því af sér marga kjör­menn geta nið­ur­stöður úr þessum ríkjum hæg­lega breytt stöð­unni hjá repúblikön­um. Ef rýnt er í spá Nate Sil­vers, sem heldur úti vefnum Five Thirty Eight, um það hver er lík­leg­astur til að sigra þessi ríki miðað við kann­anir síð­ustu daga hefur Trump vinn­ing­inn. Í Flór­ída eru 85 pró­sent líkur á sigri Trump. Aðeins 15 pró­sent líkur eru á að Marco Rubio, öld­unga­deilda­þing­maður rík­is­ins, vinni þar sam­kvæmt spánni. Þá eru 57 pró­sent líkur á sigri Trump í Ill­in­ois, 73 pró­sent líkur í Norð­ur­-Kar­ólínu og 69 pró­sent líkur á sigri Kasich í Ohio, þar sem hann er nú rík­is­stjóri. Minnst afger­andi eru kann­anir í Ill­in­ois og gæti verið áhuga­vert að sjá hvort Rubio, sem mælist með 29 pró­sent líkur á sigri gegn 57 pró­sent líkum Trumps, nái ein­hverju flugi á loka­sprett­in­um. Í ljósi þess að í þessum ríkjum eru regl­urnar með þeim hætti að sá sem sigrar fær alla eða stærsta hluta kjör­manna gæti þessi næsta hrina for­vala gert Trump á algjör­lega ósigr­andi í for­vali repúblik­ana.

Hvað tekur við þá er ómög­legt að spá fyrir um en það er alveg ljóst að hvorki elíta repúblikana­flokks­ins né stórir hags­muna­að­ilar í sam­fé­lag­inu  eru til­búin til að sætta sig við hann sem fram­bjóð­anda repúblik­ana. Þá er spurn­ing hvort þessir aðilar leggi lóð sín á voga­skálar demókrata, and­stæð­inga sinna. Ef sagan hefur kennt okkur eitt­hvað, þá er það að ólík­leg­ustu aðilar ger­ast banda­menn þegar þeir geta sam­ein­ast um það hver sé óvin­ur­inn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar