Forsetakosningar í Bandaríkjunum
#Bandaríkin #Stjórnmál

Allar líkur á að karlremban og femínistinn keppi um forsetaembætti Bandaríkjanna

Donald Trump hefur rekið kosningabaráttu sína með stóryrðum, ekki síst með niðrandi ummælum um konur. Hillary Clinton hefur lagt áherslu á femínisma í sinni kosningabaráttu, kannski þvert á boðskap Trump. Þau tvö eru líklegust til að berjast um forsetaembættið í Bandaríkjunum í haust.

Hillary Clinton og Donald Trump eru líkegustu forsetaframbjóðendur stóru flokkanna í Bandaríkjunum.
Samsett mynd / EPA

Það þarf mik­inn við­snún­ing hjá öld­unga­deild­ar­þing­mann­inum Bernie Sand­ers svo hann eigi mögu­leika á því að sigra Hill­ary Clint­on, fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra, í for­vali Demókra­ta­flokks­ins.  Þrátt fyrir kann­anir sem sýna að Sand­ers eigi meiri mögu­leika á að sigra Don­ald Trump, við­skipta­mó­gúl­inn frá New York, sem verður af öllum lík­indum sá sem hreppir útnefn­ingu repúblik­ana eftir að hafa lagt mót­fram­bjóð­anda sinn Ted Cruz að velli. Kann­anir sýna að Cruz eigi hins vegar meiri mögu­leika á að sigra Clinton en Trump. Það er því margt skrítið í kýr­hausnum og ekki bætir úr skák að hafa kven­kyns fram­bjóð­anda sem gæti hrist all veru­lega upp í valda­kerfi karla í Banda­ríkj­unum – og standa við­brögðin ekki á sér. 

Næstum von­laust fyrir Sand­ers að snúa dæm­inu við

Úrslit for­vala síð­asta þriðju­dags hjá demókrötum komu ekki bein­línis á óvart, nema kannski fyrir þá sem héldu í von­ina um að kann­anir væru hættar að geta spáð fyrir um nið­ur­stöðu kosn­ing­anna með mik­illi vissu eins og gerð­ist í Michigan vik­una áður þegar Sand­ers vann óvænt þvert á spár. En eins og spáð var fyrir um þá sigr­aði Clinton öll þau ríki sem í pott­inum voru nema Ill­in­ois (156 kjör­menn). Þar sigr­aði Sand­ers með þriggja pró­sentu­stiga mun. Í lok þessa kvölds hafði hún sigrað Flór­ída (214), Mis­so­uri (71), Norður Kar­ólínu (107) og Ohio (143). Af þeim 691 kjör­mönnum sem í pott­inum voru þetta kvöld, fór Hill­ary heim með 365 og Sand­ers með 326. 

Til þess að vinna útnefn­ing­una þarf 2.383 kjör­menn eða atkvæði. Í dag er Hill­ary með í heild­ina 1.606 kjör­menn, sem skipt­ist í 1.139 kjör­menn og 467 ofur­kjör­menn en það eru atkvæði sem elíta flokks­ins hefur lofað henni og mun greiða á lands­fund­inum sjálfum í júlí. Sand­ers er með í heild­ina 851 kjör­menn og þar af aðeins 26 ofur­kjör­menn. Sam­kvæmt frétta­miðl­inum MSNBC þá þarf Sand­ers að vinna 65 pró­sent af öllum kjör­mönn­unum sem eftir eru í pott­inum svo hann eigi mögu­leika á útnefn­ing­unni, en enn eftir á að kjósa á 29 stöðum í land­inu. Til að tryggja sér útnefn­ing­una þarf Clinton aðeins að ná 35 pró­sent af þeim kjör­mönnum sem eftir eru í pott­in­um. Kann­anir benda til þess að hún muni á end­anum hafa mun meira en það sem hún þarf til að tryggja sér útnefn­ing­una. Við­brögð við þess­ari stöðu af hálfu kosn­inga­bar­áttu Sand­ers eru ein­fald­lega að þau séu hvergi nærri hætt og nú sé ætl­unin að ein­beita sér á að sigra í stærri ríkj­unum sem eru framund­an. Stóru ríkin í pott­inum eru nokk­ur; lang stærst er Kali­fornía þar sem kosið verður 7. júní og gefur ríkið heila 475 kjör­menn. Fram­bjóð­endur demókrata fá hlut­falls­lega jafn­marga kjör­menn og þeir fá í atkvæð­um, en hjá repúblikönum er þetta mis­jafnt eftir ríkj­um, þar sem þeir fá sums staðar alla kjör­menn­ina ef þeir ná meiri­hluta atkvæða. Kann­anir benda til þess að Hill­ary Clinton hafi tölu­verða yfir­burði í stóru ríkj­unum sem á eftir að kjósa í. Það eru Kali­forn­ía, New York, Penn­syl­vanía og New Jers­ey. 

Ríki í forvali demókrata framundan sem gefa 50+ kjörmenn
Dags. Ríki Kjörmannafjöldi
22. mars Arizona 75 kjörmenn
26. mars Washington 101 kjörmaður
19. apríl New York 247 kjörmenn
26. apríl Connecticut 55 kjörmenn
26. apríl Maryland 95 kjörmenn
26. apríl Pennsylvania 189 kjörmenn
3. maí Indiana 83 kjörmenn
17. maí Kentucky 55 kjörmenn
17. maí Oregon 61 kjörmaður
5. júní Puerto Rico 60 kjörmenn
7. júní Kalifornía 475 kjörmenn
7. júní New Jersey 126 kjörmenn

Á demókrata­vængnum und­ir­búa margir sig þess vegna, leynt og ljóst, að Hill­ary verði næsti for­seta­fram­bjóð­andi flokks­ins. Stuttu eftir sigur hennar í vik­unni bár­ust fregnir af því að Barack Obama hefði sagt á fjár­öfl­un­ar­fundi með sterkum fjár­festum að nú væri orðið tíma­bært að stilla sér upp á bak við Hill­ar­y.  

Hefð er fyrir því að frá­far­andi for­seti leggi sitt að mörkum í fjár­öflun fyrir flokk­inn. Fjár­öfl­unin er svo notuð til að styðja þann sem hlýtur útnefn­ing­una. Ekki eru allir stuðn­ings­menn Sand­ers til­búnir að leggja árar í bát og spá flestir því að Sand­ers muni ekki hætta fyrr en á lands­fundi flokks­ins í júlí, enda þykir það almennt gott fyrir flokk­inn að klára for­valið í öllum ríkj­um.  

Tekst repúblikönum að koma í veg fyrir að eigin fram­bjóð­andi verði for­seti?

Kapp­hlaupið að emb­ætti for­seta Banda­ríkj­anna hefur fá upp­hafi ein­kennst af því að kast­ljós fjöl­miðla hefur verið mest á Don­ald Trump. Þar var síð­asta vika engin und­an­tekn­ing. Hver ræðan og við­talið rak ann­að, þar sem hann margend­urtók sitt eigið ágæti og mön­tr­una um hvernig hann ætlar gera „Am­er­íku frá­bæra á ný“. Undir lok vik­unnar sagði hann spurður um hvernig hann und­ir­byggi það að taka við stjórn lands­ins. „Ég er að ráð­færa mig við sjálfan mig, af því ég er með góð­ann heila og ég hef sagt marga hluti. Sem dæmi skrif­aði ég um Osama bin Laden áður en árás­irnar áttu sér stað 11. sept­em­ber. Ég man að Joe [þátta­stjórn­andi Morn­ing Joe  þar sem við­talið fór fram] dró það í efa, en ég gerði það,“ svar­aði Trump að sama lít­il­læti og áður. 

Það er því ekki skrítið að tölu­verð skelf­ing hefur gripið um sig meðal for­ystu Repúblikan­flokks­ins síð­ustu vik­urn­ar. Í ljós hefur komið að það þarf mikið að ger­ast til þess að hægt sé að koma í veg fyrir að Don­ald Trump tryggi sér útnefn­ing­una.  Í for­völum síð­ustu viku var meðal ann­ars kosið í Flór­ída og Ohio. Þar er fyr­ir­komu­lagið þannig að sá sem fær flest atkvæði fær alla kjör­menn rík­is­ins. Trump náði sér þannig í 99 kjör­menn með því að sigra Flór­ída, John Kasich sigr­aði sitt eigið ríki Ohio og hlaut á sama hátt alla kjör­menn­ina sem í boði voru.  Nú staðan hins vegar sú að Kasich er með 143 kjör­menn og á ekki fræði­legan mögu­leika á að vinna útnefn­ing­una. Hann þyrfti 107 pró­sent þeirra atkvæða sem eftir eru til að vinna.  Marco Rubio hætti í fram­boði í síð­ustu viku en hann hafði nælt sér í 172 kjör­menn. Ted Cruz er aftur á móti er með 422 kjör­menn og þarf að sigra 80 pró­sent af öllum kjör­mönnum sem eftir standa til að ná meiri­hluta atkvæða. Það er því nokkuð ljóst að Trump hefur yfir­hönd­ina, kom­inn með með 683 kjör­menn og þarf að tryggja sér 54 pró­sent kjör­manna sem eru eftir í pott­inum til að sigra.  

Ef hinn strang­trú­aði Cruz getur ekki fram­kallað krafta­verk, sem hann í raun­inni þarf til að geta nælt sér í þau atkvæði sem hann þarf, er eina leiðin til að stöðva Trump að kalla fram alls­herj­ar­at­kvæða­greiðslu kjör­manna eða þeirra sem fer fyrir atkvæðum hvers ríkis á lands­fundi flokks­ins. Með þeim hætti væri hægt að safna saman öllum þeim atkvæðum sem fallið hafa til hinna fram­bjóð­and­anna og nýta þau í þágu þess full­trúa sem menn sam­mæl­ast um gegn Trump. Þessi leið hefur verið farin örsjaldan í sögu Repúblikana­flokks­ins og hefur Trump hótað því að það verði óeirðir á lands­fund­inum ef af þessu verð­ur. Hægt er að kynna sér betur þetta mál í nýrri grein sem birt­ist hér á Kjarn­anum fyrr í síð­ustu viku. 

Hver er lík­legri til að geta sigrað repúblikana? 

Margir stuðn­ings­menn Sand­ers halda því nú á lofti að í könn­unum þar sem Banda­ríkja­menn á öllu land­inu voru spurðir hvorn þeir myndu velja ef valið stæði á milli Sand­ers og Trump ann­ars vegar og Hill­ary og Trump hins veg­ar. Þar kom í ljós að Sand­ers skorar ívið hærra en Hill­ary

Sýna kann­anir að allt að 6-18 pró­sentu­stig myndu skilja að Trump og Sand­ers, Sand­ers í vil.  Á sama tíma hefur Hill­ary 5-13 pró­sentu­stiga for­skot í síð­ustu könn­unum ef valið stæði á milli hennar og Trump. 

Áhuga­vert er að skoða færslu á hluta af fylgi Sand­ers yfir á Trump. Kann­anir hafa sýnt að allt að 20 pró­sent þeirra sem segj­ast ætla kjósa Sand­ers myndu frekar kjósa Trump en Hill­ary ef Sand­ers tapar útnefn­ing­unni.

Þó menn­irnir tveir séu eins ólíkir og hugs­ast getur þegar það kemur að við­horfum þeirra til ofbeld­is, við­bragða vegna átaka í heim­in­um, ISIS og inn­flytj­enda þá tala þeir á svip­uðum nótum í mál­efnum sem snúa að atvinnu­leysi, flutn­ingi á störfum vegna alþjóð­legra frí­versl­un­ar­samn­inga, aðþrengdri milli­stétt­inni, hækkun skatta á þá allra rík­ustu og að stríðið í Írak hafi verið mikil mis­tök. Þá skal ekki gleyma því að báðir draga þeir upp sterka mynd af því hvernig þeir séu utan­garðs í valda­klíkunni í Was­hington. Þeir eru einnig sam­mála um að klíkan í höf­uð­borg­inni hafi ekki verið að miklu gagni lengi. Þetta leggst vel í kjós­endur sem finnst að stjórn­mála­menn í Was­hington hafi algjör­lega klúðrað mál­unum og hafa litla trú á að þeir hafi nokkurn áhuga á dag­legum vanda­málum sem steðja að milli­stétt­inni.  

Þegar borið er saman hvorn fram­bjóð­and­ann Banda­ríkja­menn telja fýsi­legri, Cruz eða Sand­ers, sýna kann­anir að mun fleiri velja Sand­ers fram yfir Cruz og er 12-17 pró­sentu­stiga munur á milli þeirra í síð­ustu könn­un­um. Þegar Clinton og Cruz eru hins vegar borin saman kemur í ljós að mjög mjótt er á milli og í flestum til­fellum sýna kann­anir að Cruz hefði vinn­ing­inn með um 1-3 pró­sentu­stigs mun. Þessar kann­anir eru gerðar á tíma­bil­inu febr­ú­ar-mars og þó enn sé langt í nóv­em­ber þegar hinar raun­veru­legu kosn­ingar verða gefa þær vís­bend­ingu um það sem koma skal.

Það er hins vegar áhuga­vert að fylgj­ast með hvernig margir stjórn­mála­skýrendur líta á málið með þó nokkuð ólíku sjón­ar­horni. Þar er bent á að þessar tölur geti breyst mikið þegar sá eða sú sem verður útnefnd fái að finna raun­verlu­ega fyrir óhróð­ursmask­ínu hins flokks­ins. Sú stað­reynd að Hill­ary hefur staðið í kast­ljósi stjórn­mál­anna í ára­tugi og því hefur allt verið dregið fram gegn henni sem mögu­lega hægt er að finna, segja menn að sýni að lítið verði hægt að segja eða gera til að veikja hana frek­ar. Sand­ers aftur á móti hafi ekki verið á radar repúblik­ana áður og þeir hafi farið ein­stak­lega mjúkum höndum um hann á meðan hart er sótt að Hill­ary Clint­on. 

Þegar kyn skiptir máli

Það er þekkt í amer­ískri stjórn­mála­sögu að fara í nei­kvæða her­ferð gegn and­stæð­ingi sín­um. Þá eru oft­ast dregin upp óþægi­leg mál sem stundum eru ekki endi­lega alveg í takt við sann­leik­ann. Margar rann­sóknir hafa sýnt að nei­kvæðar her­ferðir hafa í flestum til­fellum gríð­ar­lega mikil áhrif. Síð­asta útspil Trump er aug­lýs­ing af þessum toga en sem minnir helst á verk ung­lings í upp­reisn, en þar er Hill­ary sýnd gelta ítrekað og Vla­dimír Pútín, for­seta Rúss­lands, hlæja að henn­i. 

Kven­fyr­ir­litn­ing Trump er ekki ný af nál­inni og hafi fólk efa­semdir um þá stað­reynd má benda á að hér vestra kepp­ast blöðin um að taka saman topp tíu karl­rembu­leg­ustu ummæli Trump. Huffington Post gerði gott betur og tók saman 18 þeirra. 

Þar eru meðal ann­ars ummæli hans við ósk lög­fræð­ings, sem var vinna í máli sem sótt var gegn hon­um, um stutt hlé svo hún gæti mjólkað sig þar sem hún væri með korna­barn heima. Við­brögð hans voru að segja að hún væri „ógeðs­leg“ áður en hann gekk út. Hann hefur í ára­tugi einnig verið stoltur eig­andi feg­urða­sam­keppna. Trum hefur einnig látið frá sér ummæli um að ef Hill­ary gæti ekki full­nægt mann­inum sín­um, hvers vegna héldi fólk að hún gæti full­nægt banda­rísku þjóð­inni? Það er þó ekki bara í her­búðum Trump sem menn eiga erfitt með til­hugs­un­ina um að Hill­ary Clinton verði for­seti. Stuðn­ings­menn Sand­ers eru ekki allir sjálf­gefnir stuðn­ings­menn Hill­ary nái hún kjöri.

Það verður heil­mikil áskor­unin að færa fylg­is­menn Sand­ers yfir til Clint­on, eða öfugt ef svo ólík­lega fer. Milli­færsla á kjós­endum eftir löng og hörð for­völ fram­bjóð­enda getur reynst flók­in. Kapp­ræður Hill­ary og Sand­ers hafa reyndar farið fram með nokkuð yfir­veg­uðum hætti og þau hafa sýnt hvor öðru meiri virð­ingu en venja er. Telja því margir að það verði ekki of erfið aðgerð. Sand­ers hefur mik­inn stuðn­ing meðal hvítra karl­manna í yngri kant­in­um, sem og yngri kvenna, en almennt hefur Hill­ary tek­ist að tryggja sér sterka stöðu meðal svartra kjós­enda, kjós­enda af rómansk-am­er­ískum upp­runa, eldri og yngri, ríkra og fátækra í stór­borgum og á dreyf­býlli stöð­um. Hins vegar kemur alltaf betur og betur í ljós að Clinton hefur ekki náð með jafn afger­andi hætti til hvítra karl­manna ef marka má sam­an­burð á nið­ur­stöðum í þeim ríkjum sem kosið var í í síð­ustu viku og sú nið­ur­staða borin saman við sömu ríki í for­val­inu árið 2008. Í nýrri grein í New York Times er þetta rakið og rætt við menn sem segj­ast ekki geta stutt hana nú. Þar eru margar ástæður taldar til svo sem Bengasi-­mál­ið, harð­ari afstaða gegn almennri vopna­eign, tengsl hennar við Wall Street og tölvu­pósts­hneykslið svo­kall­að. Enn aðrir töldu ein­fald­lega það ekki vera hlut­verk kon­unnar að verða „comm­ander in chi­ef“ svo fátt eitt sé nefnt. Sú stað­reynd að nái hún kjöri verði hún fyrsti kven­kyns for­seta­fram­bjóð­and­inn er mikið rædd bæði af hálfu fram­boðs­ins sem og meðal frétta­skýrenda. Á meðan sumir segja að það sé akkúrat rétti tím­inn fyrir konu til að verða for­seti, vilja enn aðrir meina að Banda­ríkja­menn séu ekki endi­lega til­búnir að kjósa konu í æðsta emb­ætti lands­ins.

Frá árinu 2006 hafa kjós­endur verið spurðir hvort þeir telji Banda­ríkin vera til­búin til að hafa kven­kyns for­seta eða ekki. Árið 2006 svör­uðu 60 pró­sent þess­ari spurn­ingu ját­andi, sú tala hefur hækkað jafnt og þétt á milli ára og er nú svo komið að 80 pró­sent svara henni ját­andi. Aðeins 12 pró­sent telja það mjög áríð­andi, 19 pró­sent frekar áríð­andi, 28 pró­sent ekki mjög mik­il­vægt, 22 pró­sent ekki mik­il­vægt. Áhuga­vert er að rýna þessa könnun því þar kemur í ljós að konur eru svart­sýnni en karlar um að landið sé til­búið fyrir kven­kyns fram­bjóð­anda en 83 pró­sent karla svara spurn­ing­unni ját­andi en aðeins 76 pró­sent kvenna. Þá eru demókratar jákvæð­ari eða 90 pró­sent en aðeins um 68 pró­sent repúblik­ana telja það tíma­bært. Hafa ber í huga að það hefur án efa áhrif á þessar kann­anir hverjir eru svo í raun í fram­boði af hvaða kyni og fyrir hvaða flokk þegar könn­unin er tek­in.

Hversu mikilvægt þykir þér að Bandaríkin velji sér kvenkyns forset á þinni lífsleið?

Stjórn­mála­spek­ingar hér vestra hafa margir bent á að sjaldan eða aldrei hefur verið í fram­boði til for­seta ein­stak­lingur með jafn víð­tæka reynslu af starfi for­seta og Hill­ary Clint­on. Bæði sem fyrr­ver­andi for­seta­frú og fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra.  Kvenna­sam­tök hafa því nær öll  sam­mælst um að hún hafi staðið vakt­ina fyrir konur í ára­tugi og eigi því skilið stuðn­ing sinn. Við Íslend­ingar þekkjum það vel hversu mikil inn­spýt­ing inn í rétt­inda­bar­áttu kvenna það getur verið að hafa kosið sér kven­kyns for­seta og er það rauður þráður í allri bar­áttu Hill­ary að leið­rétta þurfi þennan hlut kvenna. 

Fimmtán konur hafa frá upp­hafi boðið sig fram til for­seta í stjórn­mála­sögu Banda­ríkj­anna en engin haft árangur sem erf­iði. Hund­ruðir karla hafa boðið sig fram en fjör­tíu og fjórir karl­kyns for­setar hafa verið svarnir í emb­ætti frá árinu 1789. 

Hin nýja aug­lýs­ing Trump gegn Hill­ary og löng saga hans af kven­fyr­ir­litn­ingu, ras­isma og almennum popúl­is­ma, fær marga til að telja að það gæti orðið eins­konar þema í bar­átt­unni þeirra á milli, verði þau tvö útnefnd full­trúar flokk­anna.  

Berit Ås, norskur félags­fræð­ingur og fyrr­ver­andi þing­mað­ur, er einna þekkt­ust fyrir að hafa greint hinar svoköll­uðu fimm leið­ir, sem algeng­ast eru gegn konum með það að mark­miði að þagga niður í þeim. (Ås er einnig þekkt fyrir að hafa búið í íbúð John Lennons og Yoko Ono á meðan hún tók þátt í Kvenna­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna árið 1973 en und­ir­rituð situr einmitt þá ráð­stefnu nú og er næsti kafli grein­ar­innar inn­blás­inn af þeirri veru).

Þessi fimm atriði eru í mjög stuttu máli notuð með því að:

  1. gera við­kom­andi ósýni­leg­ann, 

  2. gera lítið úr hon­um, 

  3. upp­lýs­ingum haldið frá við­kom­and­i, 

  4. allir kostir við­kom­andi eru gerðir slæmir (e. „Dam­ned if you do and dam­ned if you don’t“), 

  5. að koma sam­visku­biti fyrir hjá við­kom­andi og skömmustu­til­finn­ingu.  

Þessi aðferð­ar­fræði er þekkt víðar en í stjórn­mál­um. Ófáar konur sem hafa komið að stjórn­málum kann­ast við að þessi aðferða­fræði hafi verið nýtt gegn þeim. Ås útskýrir aðferð númer tvö, það að gera lítið úr við­kom­andi, þannig að hún ein­kenn­ist af eft­ir­far­andi: „Þetta á sér stað þegar gert er lítið úr fram­lagi kvenna, það er gert grín af þeim, þeim líkt við dýr,  þeim gert að vera of til­finn­inga­sam­ar, eða of kynæsandi, eða of kaldar og stjórn­sam­ar“. Án efa munum við sjá meira af þess­ari aðferða­fræði að hálfu Trump næstu vik­urnar og mán­uði og þá ekki ónýtt að geta brugðið fyrir sig grein­ingatóli Berit Ås.

Ms. Mag­azine, sem stofnað var af ofur­femínist­anum Gloriu Stein­em, hefur ein­faldað málið fyrir kjós­endum sem hafa efa­semdir um Hill­ary Clinton og geta nú greint sjálfir hvort það sé vegna kven­fyr­ir­litn­ingar sem þeir geti ekki hugsað sér að kjósa Clint­on. Mik­il­vægt er að átta sig á að kven­fyr­ir­litn­ing finnst ekki ein­vörð­ungu í karl­mönnum heldur konum líka. Ein­kennin eru þrjú sam­kvæmt blað­inu:

  1. Ef þér mis­líkar Hill­ary Clinton vegna stefnu hennar og vanda­mála þeirra hjóna, en elskar enn Bill Clint­on, gætir þú verið hald­in/n djúp­stæðri kven­fyr­ir­litn­ing­u.


  2. Ef þú komst að þeirri nið­ur­stöðu að Hill­ary Clinton væri ómögu­leg fyrst og rýndir svo skoð­anir hennar til að rétt­læta skoðun þína, þá gæt­irðu glímt við djúp­stæða kven­fyr­ir­litn­ingu


  3. Ef þú dæmir Hill­ary Clinton fyrir hluti sem þú hefur fyr­ir­gefið karl­kyns stjórn­mála­mönn­um, gætir þú verið með kven­fyr­ir­litn­ingu á háu stigi. Til dæmis með því að styðja Obama en dæma Clinton vegna starfa hennar fyrir hann.


Fyrir þá sem vilja skilja greinina­ferlið betur má lesa um það á vef Ms. Mag­azine.

Val Banda­ríkja­manna í næstu kosn­ingum mun þess vegna að öllum lík­indum standa á milli þess að kjósa fyrsta kven­kyns for­set­ann sem hefur langa sögu að berj­ast fyrir rétt­indum kvenna eða kjósa mann sem hald­inn er djúp­stæðri kven­fyr­ir­litn­ingu með til­heyr­andi aft­ur­hvarfi sem það hefði fyrir jafn­rétti kynj­anna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar