Í alvöru Weiner?

Í alvöru Weiner?

Fyrrverandi þingmaðurinn og borgarstjóraframbjóðandinn Anthony Weiner var opinberaður um helgina. The New York Post greindi frá því að hann hefði sent kynferðislegar myndir af sér til konu sem er alls ekki eiginkona hans. Þetta er í þriðja sinn á fimm árum sem hann er gripinn við þá iðju.

Ant­hony Weiner verður 52 ára gam­all um kom­andi helgi. Frá því að hann var á þrí­tugs­aldri og þangað til í maí 2011 var hann stjórn­mála­maður á upp­leið. Hann hafði unnið sem ráð­gjafi þing­manns, setið í borg­ar­stjórn New York borgar og verið full­trúi suð­ur­hluta-Brook­lyn og Queens í full­trúa­deild Banda­ríkja­þings í 13 ár. Weiner hafði orð á sér sem ötull bar­áttu­maður frjáls­lyndis og mann­rétt­inda. Hann barð­ist fyrir auknu og ódýr­ara aðgengi Banda­ríkja­manna að heilsu­gæslu, gekk með gjall­ar­horn og regn­boga­fána í Gay Pride-­göngum í New York, stóð fastur með rétti kvenna til að fara í fóst­ur­eyð­ingar og með laga­breyt­ingum sem gerðu við­skipti með tóbaks­vörur á inter­net­inu að alrík­is­glæp í Banda­ríkj­un­um.  Sumar ákvarð­anir hans voru umdeild­ari, sér­stak­lega innan demókra­ta­flokks­ins. Weiner kaus til að mynda með hern­að­ar­að­gerðum í Írak 2002 og tók þátt í því að reyna að meina Palest­ínu að verða hluta af Samein­uðu þjóð­un­um, en hann er gyð­ing­ur.

Weiner þótti ákaf­lega kröfu­harður yfir­maður og fyrir vikið var starfs­manna­velta hans einna hæst allra þeirra sem sátu á Banda­ríkja­þingi. Í frétt New York Times sem birt­ist sum­arið 2008 var sagt að Weiner hafi kraf­ist þess að starfs­fólk sitt væri í stans­lausu sam­bandi við hann í gegnum Black­Berry-sím­ann sinn, öskr­aði í sífellu á það og ætti það til að kasta hús­gögn­um. Þótt margir fyrrum starfs­menn hans hafi hætt og tekið þessu atferli Weiner illa heill­aði hann líka marga slíka, sem hrifust af eld­móði hans og ákveðni.

Hvernig sem litið var á það þá var fer­ill Weiner á réttri braut. Hann var að vekja athygli og að klífa met­orða­stig­ann og var sterk­lega orð­aður við að verða  næsti borg­ar­stjóri í New York. Í júlí 2010 gift­ist hann síðan Humu Abed­in, sem var og er einn nán­asti ráð­gjafi Hill­ary Clint­on, sem hefur líkt sam­bandi sínu við Abedin við sam­band móður og dótt­ur. Bill Clinton gaf hjónin sam­an. Gæfan blasti við Weiner á öllum víg­stöð­um.

Þ.e. þangað að hann var opin­ber­aður í maí 2011.

Atvik númer eitt

Þann 27. maí 2011 var Abedin ófrísk af syni þeirra Wein­er, sem fædd­ist í des­em­ber sama ár. Þann dag ákvað eig­in­maður hennar að senda 21 árs gam­alli konu sem fylgdi honum á Twitter mynd af nær­bux­unum sín­um, þar sem ber­sýni­lega sást móta fyrir getn­að­ar­lim hans. Myndin var send í gegnum opin­bera Twitt­er-að­gang þing­manns­ins.

Í fyrstu neit­aði Weiner stað­fast­lega að hann hefði sent mynd­ina. Þegar ljóst var að sú skýr­ing væri ekki að halda boð­aði hann til blaða­manna­fundar og við­ur­kenndi að hafa skipst á skila­boðum og myndum við sex konur á und­an­förnum þremur árum. Weiner baðst afsök­unar á atferl­inu og á því að hafa þrætt fyrir það áður. Hann ætl­aði þó ekki að segja af sér emb­ætti.

Nokkrum dögum síðar lak enn ein myndin af ferm­ing­ar­bróður Weiner sem hann hafði sent í gegnum Twitter út og hann sá sæng sína upp reidda.

Þann 16. júní 2011 til­kynnti Weiner að hann segði af sér þing­mennsku. Til að bæta gráu ofan á þá hörm­ung sem hann hafði kallað yfir sig, ólétta eig­in­konu sína og Demókra­ta­flokk­inn þá tap­að­ist þing­sæti hans til Repúblik­ana þegar kosið var um það nokkrum mán­uðum síð­ar.

Hér er Car­los Dan­ger

Flestir voru á því að Weiner væri búin að vera. En Abedin stóð með honum eftir að þau höfðu farið í gegnum marg­hátt­aða ráð­gjöf til að reyna laga allt sem var brotið á milli þeirra í kjöl­far staf­rænna hlið­ar­skrefa Wein­er.

Í við­tali sem hann fór í við The New York Mag­azine í apríl 2013 biðl­aði hann síðan til íbúa heima­borgar sinnar um að gefa sér annað tæki­færi. Mán­uði síðar til­kynnti Weiner að hann ætl­aði sér að sækj­ast eftir að vera fram­bjóð­andi Demókra­ta­flokks­ins í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingum sem framundan væru í borg­inn­i. 

Sam­hliða gerði hann samn­ing við heim­ild­ar­mynd­ar­menn­ina Josh Krieg­man og Elyse Stein­berg um að fylgj­ast með kosn­inga­bar­áttu og upp­risu hans. Í aðal­hlut­verk­um, auk Weiner sjálfs, er Huma Abedin og helsta starfs­fólk hans. Afurð­in, sem heitir ein­fald­lega „Wein­er“ var frum­sýnd á Sund­ance hatíð­inni í jan­ú­ar, hlaut helstu verð­laun hennar og hefur hlotið glimr­andi dóma.

Þótt fáir hafi átt von á því að Weiner næði að reisa sig við virt­ist honum vera að takast hið ómögu­lega. Vopn­aður skýrri kosn­inga­á­ætlun - sem hann kall­aði 64 hug­myndir sem miðað að því að halda stöðu New York sem höf­uð­borg milli­stétt­ar­innar - sótti hann sífellt á og í júlí var far­inn að mæl­ast með mest fylgi allra í kapp­hlaup­inu um að hljóta útnefn­ingu demókrata.

Þann 23. júlí 2013 birti vef­síðan „The Dir­ty“ nýjar kyn­ferð­is­legar myndir og skila­boð sem send höfðu verið frá manni sem kall­aði sig „Car­los Dan­ger“ til 22 ára gam­allar konu. Car­los Dan­ger var Ant­hony Wein­er.

Allt fest á filmu

Weiner boð­aði til blaða­manna­fundar sama dag og fréttin birt­ist. Í heim­ild­ar­mynd­inni um hann eru sýnd brot af honum og starfs­fólki hans að reyna að takast á við stöð­una. Og þar eru sýnd brot af sam­skiptum Weiner við eig­in­konu sína á kosn­inga­skrif­stofu hans. Spennan sem er þeirra á milli í þeim aðstæðum er nán­ast sýni­leg.

Enn ákvað Abedin þó að standa með eig­in­manni sínum og kom fram á blaða­manna­fundi með hon­um. Van­líðan hennar duld­ist þó fáum.

Á fund­inum reyndi Weiner að láta sem að skila­boðin og mynd­irnar hefðu verið frá þeim tíma sem hann var þing­maður og hefði stundað slíkar send­ing­ar. Hann sagð­ist alltaf hafa átt von á því að fleiri slík kæmu upp á yfir­borð­ið.

Fljót­lega var þó ljóst að tíma­línan sem Weiner var að reyna að selja stæð­ist ekki. Mynd­irnar og skila­boðin voru enda send á tíma­bili sem hófst síðla árs 2012 og þau nýj­ustu bár­ust í apríl 2013. Konan sem hann var að senda á steig síðan fram og lýsti sam­skiptum þeirra sem mjög kyn­ferð­is­leg­um, þótt að þau hefðu aldrei hist.

Fylgi Weiner féll sam­stundis um 20 pró­sentu­stig og allir við­burðir sem hann mætti á fóru að snú­ast um typpa­mynd­irnar sem hann væri að senda á kon­ur. Þótt kosn­inga­bar­áttan yrði far­sa­kennd og fylgið hyrfi neit­aði Weiner að gef­ast upp. Kjós­endum var alveg sama og hann fékk ein­ungis 4,9 pró­sent atkvæða í for­vali demókrata í sept­em­ber 2013. Draum­ur­inn um borg­ar­stjóra­stól­inn var úti.

Aftur Wein­er? Í alvöru?

Næstu árin lét Wein­er, eðli­lega, lítið fyrir sér fara. Eig­in­kona hans, sem enn stóð með hon­um, gerð­ist lyk­il­leik­andi í for­seta­fram­boði Hill­ary Clinton og gegnir þar bæði hlut­verki per­sónu­legs aðstoð­ar­manns Clinton og vara­for­manns stjórnar fram­boðs­ins. Abedin er sögð þriðji áhrifa­mesti ein­stak­ling­ur­inn innan fram­boðs Clint­on.

Sviðs­ljósið færð­ist eðli­lega á for­tíð eig­in­manns hennar þegar heim­ild­ar­myndin um borg­ar­stjórn­ar­fram­boð hans var frum­sýnd fyrr á þessu ári en sökum þess hversu hisp­us­laus og heið­ar­leg myndin er virt­ist það ekki vinna gegn henni. Þ.e. þangað til um liðna helgi.

Forsíða New York Post.Þá birti slúð­ur­blaðið New York Post frétt um nýja skæða­drifu vafa­samra mynda sem Weiner hafði sent konu sem var alls ekki eig­in­kona hans. Mynd­irnar voru alls kon­ar. Margar sýndu Weiner beran að ofan að stæra sig af vel tón­uðum efri lík­ama sín­um. Sumar voru myndir af nær­buxum hans þar sem sást móta fyrir getn­að­ar­lim hans, líkt og þær sem höfðu gert hann heims­frægan fyrir fimm árum síð­an. Sú mynd sem vakti mesta athygli, og hlaut mesta gagn­rýni, var af honum uppi í rúmi á nær­bux­unum einum fata með son sinn og Abedin sof­andi sér við hlið. Skila­boðin og mynd­send­ing­arnar hófust seint í jan­úar 2015 og þau nýj­ustu voru send ágúst 2016. Car­los Dan­ger gerði það aft­ur, og sýndi að hann hefur ekk­ert lært af fyrri mis­tök­um.

Í þetta sinn hafði Abedin fengið nóg og í frétt sem birt­ist í New York Times í gær var greint frá því að hún hefði sagt skilið við Weiner eftir nýjasta hneykslið. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar