Bandaríkin

Lögleiðing kannabis er hráki á gröf blómabarnsins

Í nýliðnum kosningum í Bandaríkjunum kusu íbúar Kaliforníu um hvort lögleiða ætti kannabis í ríkinu. Hvaða áhrif mun þetta hafa?

skrifar frá Bandaríkjunum
skrifar frá Bandaríkjunum

Í Hum­bold­t-­sýslu í Kali­forníu er sagt að síð­asti hipp­inn hafi gefið upp önd­ina þegar verðið á pundi af mari­júana fór yfir 1.000 dali. Ef það er satt gætu sumir litið á nið­ur­stöðu kosn­ing­anna síð­ast­lið­inn þriðju­dag sem hráka á gröf blóma­barns­ins.

Þar er þó ekki átt við kjörið á nýjum for­seta. Í Kali­forn­íu, líkt og í öðrum ríkj­um, var kosið um margt annað sama dag, bæði menn og mál­efni. Eitt þess­ara mál­efna var full lög­leið­ing mari­júana, sem sett var fram með Til­lögu 64 (e. Proposition 64), en í ár eru liðin 20 ár frá því notkun plönt­unar í lækn­inga­skyni var lög­leidd. Hum­boldt varð hins vegar að gras-­Mekka Banda­ríkj­anna löngu áður, á tímum hipp­anna, og nú bygg­ist efna­hagur sýsl­unnar að miklu leyti á ólög­legum kanna­bis-­lend­um.


Þegar nið­ur­stöð­urnar urðu ljósar hopp­aði útvarps­konan Kerry Reynolds spennt á svið skynörvandi skemmti­stað­ar­ins Area 101 í nágrenni Hum­boldt sýslu og til­kynnti sal fullum af rækt­endum og starfs­fólki þeirra að kjós­endur hefðu sam­þykkt Til­lögu 64. Sumir við­staddra klöpp­uðu eins og af skyldu­rækni, fáeinir börðu lóf­unum saman af meiri krafti og gáfu frá sér fagn­að­ar­óp. Margir voru hins vegar þöglir með öllu.

„Ég veit að það studdu það ekki all­ir,“ sagði Reynolds í hljóð­nem­ann, örlítið minna spennt en augna­bliki áður. „Þetta er ekki full­komið fram­tak, en þetta er byrj­un.“


Reynolds hefur verið gras-frétta­maður í Hum­boldt í fimm ár. Í þætt­inum sínum Canna­bis Consci­ous­ness News fjallar hún ein­vörð­ungu um mál­efni sem tengj­ast kanna­bis og hefur barist ötul­lega fyrir lög­leið­ingu. Margur myndi ætla að flestir rækt­end­urnir á svæð­inu tækju því fagn­andi að starf­semi þeirra væri gerð lög­leg en flestir eru hins vegar annað hvort efins eða alfarið mót­fallnir nýju lög­un­um. Þeir búast við að þau hafi í för með sér gríð­ar­legt verð­hrun auk stórra utan­að­kom­andi fyr­ir­tækja sem munu setja smá­bænd­urna í Hum­boldt á haus­inn.


Ekki fyrir litla mann­inn


Tveimur dögum fyrir kjör­dag hugs­aði Reynolds um þennan ótta í skraut­legu hús­næði útvarps­stöðv­ar­innar KMUD, skammt frá smá­bænum Gar­berville. 


„Fyrir Hum­boldt sýslu snýst kanna­bis um stolt og það eru svo margir ótrú­legir rækt­endur hér, en það hefur einnig haft í för með sér myrk­ari hliðar eins og fólk sem er bara hér til að græða pen­ing,“ sagði hún.

„Kanna­bis hefur séð fyrir svo mörgu fólki í Hum­bold­t,“ hélt hún áfram. „Ef þú hefur haldið þig í þessum óhefð­bundna lífs­stíl mest alla þína ævi og svo skyndi­lega eru ekki nægir pen­ingar fyrir þig að lifa á leng­ur, hvert ferðu þá?“


Þessu hefur Karl Witt, kanna­bis­rækt­andi til 28 ára, einnig velt fyrir sér. Hann sér nýju lögin sem til­raun hinna ríku til að sölsa undir sig stjórn á iðn­að­in­um.

„Þessi til­laga var búin til af fáeinum ein­stak­lingum sem létu eins og þeir væru góðu gæj­arnir og ég trúi því að þetta muni verða versta ákvörðun sem Kali­fornía hefur nokkurn tíma tek­ið,“ sagði hann, alvar­legur í bragði, umkringdur plönt­unum sín­um.


Hann telur að upp muni spretta heilu akrarnir af gróð­ur­húsum í nágrenni Los Ang­eles og að mark­að­ur­inn fyrir upp­skeru frá Hum­boldt muni skreppa sam­an. Ljóst sé að kanna­bis sýsl­unnar muni enda í kanna­bis­ol­íu- og mat­vöru­iðn­að­inum fremur en sem aðdrátt­ar­afl fyrir „bud & break­fast“ ferða­mennsku sem margir von­ast til að muni þró­ast.

Witt er einnig efins um að rækt­end­urnir fari lög­legu leið­ina eftir allt sam­an.

„Í lög­legu mark­aðsum­hverfi vinn ég fyrir 25 til 30 pró­sent af því sem ég fékk á svarta mark­að­in­um,“ sagði hann. Á meðan hætta er á að það kom­ist upp um svarta­mark­aðs­brask og að hann verði kærður fyrir lít­il­fjör­leg afbrot „græðir maður samt tvær millj­ónir dala auka­lega.“

Suns­hine John­ston, sem sér um útvarps­þátt­inn Ganja Tree á KMUD, von­ast til að byggja upp vöru­merki til að hjálpa henni að lifa af yfir­vof­andi breyt­ing­ar. Þar sem hún hefur ræktað mari­júana frá barn­æsku á hún þegar langa sögu. Að deila henni er hins vegar ekki svo auð­velt.

„Manni líður eins og maður sé að bera sig á svo margan hátt,“ sagði hún. „Þegar sjálf þitt hefur alfarið snú­ist um að fela þig og nú þarf að snúa því við.“

Kosið gegn eigin hags­munum

Sumir hafa þó þegar látið breyt­ing­arnar virð­ast þess virði. Kevin Jodrey, eig­andi og rækt­un­ar­stjóri gróðr­ar­stöðv­ar­innar Wond­er­land, var hand­tek­inn fyrir ræktun á níunda ára­tugnum 16 ára gam­all. Hann sneri sér að lækna­gras­ræktun fyrir fáeinum árum að eigin sögn þar sem hann gerði sér grein fyrir að full lög­leið­ing væri ekki langt und­an.


„Ef allur þessi heimur átti að breyt­ast þá ætti ég að breyt­ast með hon­um,“ sagði hann, rót­andi í laufa­hrúgu á gólfi gróðr­ar­stöðv­ar­innar með skón­um.


Hann kaus með Til­lögu 64 en sagði hana þó „hræði­lega“ og hann­aða til þess að Síli­kondal­ur­inn geti tekið yfir allt heila klabb­ið. Hann sagð­ist þó ein­fald­lega aldrei myndu kjósa gegn lög­leið­ingu, jafn­vel þó það gengi gegn hans eigin hags­mun­um.


„Ég valdi ólög­legan fer­il. Ég kaus að ganga til liðs við ólög­lega fram­kvæmd sem krakki og ég yfir­gaf hana aldrei. Svo ég hafði engar vænt­ing­ar, á nokkrum tíma­punkti, um að ég myndi fá ein­hvers­konar trygg­ingu frá rík­in­u,“ sagði hann.

„Ég held að það sé vanda­mál­ið. Margir hafa verið að gera þetta svo lengi með óraun­hæfum vænt­ing­um.“


Skugga­hlið­arnar ekki þess virði

Eins og Jodrey sjá flestir rækt­endur og gras­verka­menn í Hum­boldt ekki hug­mynda­fræði­legan vanda við að vinna þeirra sé ólög­leg. Raunar er gras­menn­ing sýsl­unnar hreint ekki falin heldur er henni hampað af ein­stak­ling­um, fyr­ir­tækjum og fjöl­miðlum á svæð­inu eins og KMU­D.


KMUD er ekki bara með fleiri en einn útvarps­þátt sér­stak­lega til­eink­aðan gras­rækt heldur sendir stöðin einnig út aug­lýs­ingar um lög­fræði­að­stoð fyrir rækt­end­ur. Þá hefur hún sent út við­var­anir þegar lag­anna verðir gera áhlaup á kanna­bis­bændur í sýsl­unni og sumar skreyt­ingar á veggjum henn­ar, eins og banda­ríski fán­inn á hvolfi yfir bak­dyra­gætt­inni, und­ir­strika anda upp­reisnar og borg­ara­legrar óhlýðn­i.


Jafn­vel þar sem Reynolds sat, umvafin þessum áminn­ingum um hvernig Hum­boldt sýsla varð hipp­a­r­íki, fannst henni samt að skugga­hlið­arnar væru ekki lengur þess virði. Verð myndu vissu­lega lækka en henni finnst mik­il­væg­ara að áhætt­an, leyndin og mis­notkun vinnu­afls og umhverfis minnki að sama skapi.


Hún er sér­stak­lega von­góð um að laga­breyt­ingin gæti bjargað fjöl­skyldum rækt­enda frá því að vera sundrað með hand­tökum og afskiptum barna­vernd­ar­yf­ir­valda. Til­laga 64 gæti verið fyrsta skrefið í átt að því að „frelsa þjóð­ina úr helj­ar­g­reipum óhóf­legrar fang­els­un­ar­.“


„Öll stríð hafa áhrif og það hefur verið stríð hér, stöð­ugur leikur kattar að mús,“ sagði hún. „Eng­inn ætti að fara í fang­elsi fyrir plönt­u.“


Tveimur dögum síð­ar, í kosn­ingap­artýi Area 101, var Reynolds fljót að ná sér af hálf­volgum við­brögðum skar­ans. Hún steig af svið­inu faðm­andi fólk í kringum sig og augu hennar blik­uðu af nýrri von þegar hún sagði að nið­ur­stöður kosn­ing­anna í Kali­forníu myndu berg­mála um allan heim.


Hún varð örlítið hokn­ari við til­hugs­un­ina um mann­inn sem nokkrum klukku­stundum síðar yrði útnefndur til­von­andi for­seti Banda­ríkj­anna, enda telur hún hann ekki vin­veittan mál­staðn­um. Hún hristi hann þó snöggt af sér og sagði að ára­löng vinna hefði nú verið gerð rétt­mæt.

„Ég held ég muni bera höf­uðið aðeins hærra á morg­un.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar