Vantar þig myntsláttu- eða seðlaprentvél?

Danski seðlabankinn ætlar að selja peningaprentvélarnar sínar. Borgþór Arngrímsson, fréttaritari Kjarnans í Danmörku, kynnti sér málið.

Dönsk króna
Auglýsing

Margir þekkja það örugg­lega, og hafa kynnst því. Til eru fjöl­mörg orð og setn­ingar sem lýsa því: eiga ekki krónu, vera krúkk, eiga ekki túkall með gati, vera á kúp­unni (jafn­vel hvín­andi kúp­unn­i), vera tóm­ur, staur­blankur, skít­blankur, eiga ekki bót fyrir rass­inn á sér, með tóma pyngju. Allt þetta og margt fleira úr haf­sjó tungu­máls­ins lýsir því sem segja má í einu orði: fjár­skort­ur. Semsé, skortur á pen­ing­um. Margar leiðir eru hugs­an­legar til að bæta úr slíkri vönt­un, flestar sem betur fer lög­legar en ekki þó all­ar.

Dæmi eru um að drátt­hagir menn og konur hafi nýtt hæfi­leika sína til seðla­gerðar og síðan reynt að koma slíkri fram­leiðslu í umferð eins og það er kall­að. Þekktasta dæmi slíks á Íslandi er vafa­lítið Þor­valdur Þor­valds­son Skóga­lín (1763–1825) frá Skógum á Þela­mörk í Eyja­firði en ótrú­legt lífs­hlaup hans er sögu­efni Björns Th. Björns­sonar í bók­inni „Fals­ar­an­um“.

Ljós­rit­un­ar­vélar höfðu ekki verið fundnar upp á dögum Þor­valdar Skóga­lín, þær komu til sög­unnar síðar og nú, á tímum full­kom­innar ljós­rit­un­ar­tækni, hafa æ fleiri fallið í þá gryfju að fara „ljós­rit­un­ar­leið­ina“ til að afla fjár. Oft­ast kemst slíkt upp og dómum vegna ljós­rit­un­ar­seðla hefur fjölgað mjög í Evr­ópu, og víðar á síð­ustu árum.

Auglýsing

Seðla­gerð og mynt­hönnun er list­grein

Gerð pen­inga­seðla og myntar hefur tíðkast öldum sam­an. Kín­verjar hófu mynt­slátt löngu fyrir Krists burð og seðla­gerð í kringum árið 1000 e.Kr. Fyrstu evr­ópsku pen­inga­seðl­arnir urðu til á 17. öld en myntin löngu fyrr. Ætíð hefur verið litið á hönnun seðla og myntar sem list þar sem fær­ustu lista­menn hafa komið við sögu.

Danskar tíu krónur.

Danir alla tíð fram­ar­lega í seðla­prentun og mynt­sláttu

Danir eiga sér langa hand­verks- og hönn­un­ar­hefð. Það gildir um pen­inga ekki síður en margt ann­að. Á 19. og 20. öld fram­leiddu þeir, ef svo má að orði kom­ast, seðla og mynt fyrir mörg lönd í Evr­ópu auk eigin gjald­mið­ils. Næst elsta gufu­vél í Dan­mörku var mynt­sláttu­vél sem tekin var í notkun árið 1808. Eftir að evru­sam­starfið varð til, um síð­ustu alda­mót, eru Danir ein fárra ESB þjóða sem nota eigin gjald­mið­il. Danskir seðlar hafa til þessa verið fram­leiddir í prent­smiðju danska seðla­bank­ans í mið­borg Kaup­manna­hafnar og sama gildir um hlunkana, eins og slegna myntin er iðu­lega köll­uð.

Bæði seðl­arnir og hlunk­arnir hafa þótt ein­stak­lega vand­að­ir, bæði hönnun og fram­leiðsla.

Æ færri nota reiðufé

Notkun seðla og myntar hefur farið minnk­andi á und­an­förnum árum í Dan­mörku eins og víð­ar. Þar kemur ýmis­legt til. Greiðslu­kort­in, bæði hin svoköll­uðu debet- og kredit­kort, eru mjög útbreidd og sífellt bæt­ist við nýir greiðslu­mögu­leik­ar, t.d gegnum sím­ana, sem nán­ast hver ein­asti maður hefur í vas­an­um. Verslun á net­inu hefur líka marg­fald­ast á und­an­förnum árum, þar fer allt í gegnum heima­bank­ann og engir pen­ingar skipta um hend­ur, í eig­in­legri merk­ingu. Því hefur jafn­vel verið spáð að seðlar og mynt hverfi úr notkun innan fárra ára. Sumar versl­anir neita í dag að taka við reiðu­fé, enda þótt slíkt sé ekki leyfi­legt, lögum sam­kvæmt, segja umstangið við seðla og mynt allt of kostn­að­ar­samt. Þótt mörgum þyki það sér­kenni­leg til­hugsun að geta kannski ekki notað bein­harða pen­inga til að greiða fyrir vöru og þjón­ustu kann sú þó að verða raun­in.

Pen­inga­fram­leiðslan úr landi

Hugo Frey Jensen seðlabankastjóri DanmerkurDanski seðla­bank­inn hefur ákveðið að flytja pen­inga­fram­leiðsl­una úr landi. Myntin verður frá og með næstu ára­mótum slegin í Finn­landi, en ekki er ákveðið hvar seðl­arnir verða prent­að­ir. Í við­tali við danska útvarp­ið, DR, sagði Hugo Frey Jen­sen seðla­banka­stjóri að ákveðið hefði verið að bjóða út bæði seðla­prentun og mynt­sláttu og fram­leiðsl­unni í Dan­mörku væri nú hætt. Ástæðan væri sú að nýt­ingin á vél­unum væri alltof lítil og kostn­aður við pen­inga­fram­leiðsl­una of mik­ill. 

Banka­stjór­inn sagði að seðlalager­inn væri það stór að hann dygði allt næsta ár, að minnsta kosti. Þegar banka­stjór­inn var spurður að því hvort slík fram­leiðsla væri nægi­lega örugg í höndum fyr­ir­tækja í öðrum löndum svar­aði hann því til að margir seðla­bankar, þar á meðal sá íslenski, létu fram­leiða bæði seðla og mynt í öðrum lönd­um, án nokk­urra vand­kvæða.

Ekki allir sam­mála seðla­banka­stjór­anum

Eftir að ákvörðun Seðla­bank­ans um breyt­ingar á pen­inga­fram­leiðsl­unni spurð­ist út hafa ýmsir orðið til að tjá sig. Bent hefur verið á að árlegur sparn­aður Seðla­bank­ans við pen­inga­fram­leiðsl­una nemi í mesta lagi 20 millj­ónum króna (330 millj­ónum íslenskum) en það eru um það bil 0.4 pró­sent af árlegum hagn­aði bank­ans undn­farin ár. Þetta eru smá­pen­ingar segja gagn­rýnendur og telja nær að beina sjónum að ofur­launum stjórn­enda bank­ans, eins og þeir kom­ast að orði.

Vél­arnar verða seldar

Í áður­nefndu við­tali við danska útvarpið sagði Hugo Frey Jen­sen seðla­banka­stjóri að seðla­prent- og mynt­sláttu­vélar bank­ans yrðu seld­ar. Hann sagð­ist telja að ekki myndi skorta kaup­end­ur, vél­arnar væru allar hinar vönd­uð­ustu og margar þjóðir fram­leiddu sína eigin seðla og mynt. Hann sá sér­staka ástæðu til að taka skýrt fram að hvorki sláttu- né seðla­prent­mótin fylgdu með í kaup­un­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None