Vantar þig myntsláttu- eða seðlaprentvél?

Danski seðlabankinn ætlar að selja peningaprentvélarnar sínar. Borgþór Arngrímsson, fréttaritari Kjarnans í Danmörku, kynnti sér málið.

Dönsk króna
Auglýsing

Margir þekkja það örugg­lega, og hafa kynnst því. Til eru fjöl­mörg orð og setn­ingar sem lýsa því: eiga ekki krónu, vera krúkk, eiga ekki túkall með gati, vera á kúp­unni (jafn­vel hvín­andi kúp­unn­i), vera tóm­ur, staur­blankur, skít­blankur, eiga ekki bót fyrir rass­inn á sér, með tóma pyngju. Allt þetta og margt fleira úr haf­sjó tungu­máls­ins lýsir því sem segja má í einu orði: fjár­skort­ur. Semsé, skortur á pen­ing­um. Margar leiðir eru hugs­an­legar til að bæta úr slíkri vönt­un, flestar sem betur fer lög­legar en ekki þó all­ar.

Dæmi eru um að drátt­hagir menn og konur hafi nýtt hæfi­leika sína til seðla­gerðar og síðan reynt að koma slíkri fram­leiðslu í umferð eins og það er kall­að. Þekktasta dæmi slíks á Íslandi er vafa­lítið Þor­valdur Þor­valds­son Skóga­lín (1763–1825) frá Skógum á Þela­mörk í Eyja­firði en ótrú­legt lífs­hlaup hans er sögu­efni Björns Th. Björns­sonar í bók­inni „Fals­ar­an­um“.

Ljós­rit­un­ar­vélar höfðu ekki verið fundnar upp á dögum Þor­valdar Skóga­lín, þær komu til sög­unnar síðar og nú, á tímum full­kom­innar ljós­rit­un­ar­tækni, hafa æ fleiri fallið í þá gryfju að fara „ljós­rit­un­ar­leið­ina“ til að afla fjár. Oft­ast kemst slíkt upp og dómum vegna ljós­rit­un­ar­seðla hefur fjölgað mjög í Evr­ópu, og víðar á síð­ustu árum.

Auglýsing

Seðla­gerð og mynt­hönnun er list­grein

Gerð pen­inga­seðla og myntar hefur tíðkast öldum sam­an. Kín­verjar hófu mynt­slátt löngu fyrir Krists burð og seðla­gerð í kringum árið 1000 e.Kr. Fyrstu evr­ópsku pen­inga­seðl­arnir urðu til á 17. öld en myntin löngu fyrr. Ætíð hefur verið litið á hönnun seðla og myntar sem list þar sem fær­ustu lista­menn hafa komið við sögu.

Danskar tíu krónur.

Danir alla tíð fram­ar­lega í seðla­prentun og mynt­sláttu

Danir eiga sér langa hand­verks- og hönn­un­ar­hefð. Það gildir um pen­inga ekki síður en margt ann­að. Á 19. og 20. öld fram­leiddu þeir, ef svo má að orði kom­ast, seðla og mynt fyrir mörg lönd í Evr­ópu auk eigin gjald­mið­ils. Næst elsta gufu­vél í Dan­mörku var mynt­sláttu­vél sem tekin var í notkun árið 1808. Eftir að evru­sam­starfið varð til, um síð­ustu alda­mót, eru Danir ein fárra ESB þjóða sem nota eigin gjald­mið­il. Danskir seðlar hafa til þessa verið fram­leiddir í prent­smiðju danska seðla­bank­ans í mið­borg Kaup­manna­hafnar og sama gildir um hlunkana, eins og slegna myntin er iðu­lega köll­uð.

Bæði seðl­arnir og hlunk­arnir hafa þótt ein­stak­lega vand­að­ir, bæði hönnun og fram­leiðsla.

Æ færri nota reiðufé

Notkun seðla og myntar hefur farið minnk­andi á und­an­förnum árum í Dan­mörku eins og víð­ar. Þar kemur ýmis­legt til. Greiðslu­kort­in, bæði hin svoköll­uðu debet- og kredit­kort, eru mjög útbreidd og sífellt bæt­ist við nýir greiðslu­mögu­leik­ar, t.d gegnum sím­ana, sem nán­ast hver ein­asti maður hefur í vas­an­um. Verslun á net­inu hefur líka marg­fald­ast á und­an­förnum árum, þar fer allt í gegnum heima­bank­ann og engir pen­ingar skipta um hend­ur, í eig­in­legri merk­ingu. Því hefur jafn­vel verið spáð að seðlar og mynt hverfi úr notkun innan fárra ára. Sumar versl­anir neita í dag að taka við reiðu­fé, enda þótt slíkt sé ekki leyfi­legt, lögum sam­kvæmt, segja umstangið við seðla og mynt allt of kostn­að­ar­samt. Þótt mörgum þyki það sér­kenni­leg til­hugsun að geta kannski ekki notað bein­harða pen­inga til að greiða fyrir vöru og þjón­ustu kann sú þó að verða raun­in.

Pen­inga­fram­leiðslan úr landi

Hugo Frey Jensen seðlabankastjóri DanmerkurDanski seðla­bank­inn hefur ákveðið að flytja pen­inga­fram­leiðsl­una úr landi. Myntin verður frá og með næstu ára­mótum slegin í Finn­landi, en ekki er ákveðið hvar seðl­arnir verða prent­að­ir. Í við­tali við danska útvarp­ið, DR, sagði Hugo Frey Jen­sen seðla­banka­stjóri að ákveðið hefði verið að bjóða út bæði seðla­prentun og mynt­sláttu og fram­leiðsl­unni í Dan­mörku væri nú hætt. Ástæðan væri sú að nýt­ingin á vél­unum væri alltof lítil og kostn­aður við pen­inga­fram­leiðsl­una of mik­ill. 

Banka­stjór­inn sagði að seðlalager­inn væri það stór að hann dygði allt næsta ár, að minnsta kosti. Þegar banka­stjór­inn var spurður að því hvort slík fram­leiðsla væri nægi­lega örugg í höndum fyr­ir­tækja í öðrum löndum svar­aði hann því til að margir seðla­bankar, þar á meðal sá íslenski, létu fram­leiða bæði seðla og mynt í öðrum lönd­um, án nokk­urra vand­kvæða.

Ekki allir sam­mála seðla­banka­stjór­anum

Eftir að ákvörðun Seðla­bank­ans um breyt­ingar á pen­inga­fram­leiðsl­unni spurð­ist út hafa ýmsir orðið til að tjá sig. Bent hefur verið á að árlegur sparn­aður Seðla­bank­ans við pen­inga­fram­leiðsl­una nemi í mesta lagi 20 millj­ónum króna (330 millj­ónum íslenskum) en það eru um það bil 0.4 pró­sent af árlegum hagn­aði bank­ans undn­farin ár. Þetta eru smá­pen­ingar segja gagn­rýnendur og telja nær að beina sjónum að ofur­launum stjórn­enda bank­ans, eins og þeir kom­ast að orði.

Vél­arnar verða seldar

Í áður­nefndu við­tali við danska útvarpið sagði Hugo Frey Jen­sen seðla­banka­stjóri að seðla­prent- og mynt­sláttu­vélar bank­ans yrðu seld­ar. Hann sagð­ist telja að ekki myndi skorta kaup­end­ur, vél­arnar væru allar hinar vönd­uð­ustu og margar þjóðir fram­leiddu sína eigin seðla og mynt. Hann sá sér­staka ástæðu til að taka skýrt fram að hvorki sláttu- né seðla­prent­mótin fylgdu með í kaup­un­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – AMD svarar NVidia og Airpods-lekar
Kjarninn 30. október 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None