Íslendingar nota 30 sinnum meira gagnamagn en 2010

Notkun Íslendinga á gagnamagni hefur margfaldast á undanförnum árum samhliða því að símarnir í vasanum okkar eru orðnir að tölvum og afþreyingarveitum. Nova er með yfirburðarstöðu á farsímaneti en Síminn er sterkastur á fastanetinu, WiFi-inu.

Á fyrstu sex mán­uðum þessa árs not­uðu íslenskir neyt­endur 7,2 millj­ónir gíga­bæta í far­síma­neti. Það er 30 sinnum meira en þeir not­uðu á fyrri hluta árs­ins 2010, tólf sinnum meira en á sama tíma­bili 2012, þrisvar sinnum meira en á fyrri hluta 2014 og 60 pró­sent meira en þeir voru búnir að gera eftir sex mán­uði árið 2015.

Nova er með yfir­burða­stöðu þegar kemur að notkun gagna­magns á far­síma­neti. Við­skipta­vinir fyr­ir­tæk­is­ins nota 68,2 pró­sent af öllu gagna­magni sem notað er á því neti. Við­skipta­vinir Sím­ans koma þar á eftir með um 18 pró­sent af heild­ar­notk­un­inni. Þeir sem versla við Voda­fone nota 11,2 pró­sent og við­skipta­vinir 365 2,4 pró­sent. Þetta kemur fram í nýrri töl­fræði­skýrslu Póst- og fjar­skipta­stofn­unar sem sýnir stöð­una á fjar­skipta­mark­aði um mitt ár 2016.

Nova, sem hóf starf­semi fyrir níu árum síð­an, var selt til banda­ríska eigna­stýr­inga­fyr­ir­tæk­is­ins Pt Capi­tal Advis­ors í byrjun októ­ber síð­ast­lið­ins á yfir 15 millj­arða króna. Selj­and­inn var stofn­andi Nova, fjár­fest­inga­fé­lag­ið Novator sem er aðal­lega í eigu Björg­ólfs Thors Björg­ólfs­son­ar.

Sím­inn sterkur í teng­ingum á fasta­neti

Notkun á ganga­magni í far­síma­neti segir þó ekki alla sög­una um gagna­magns­notkun Ís­lend­inga í gegnum far­síma eða önnur tæki sem geta tengst slíku neti. Upp­i­­­staðan af gagna­magns­notkun Ís­lend­inga á sér­ ­stað á fasta­­net­inu. Þ.e. Íslend­ingar reyna frekar að vera með snjall­tækin sín tengd fasta­­neti heima hjá sér, á vinn­u­­stöðum og víðar frekar en að not­­ast við 3G eða 4G kerfin til að ná sér í gögn. Á fasta­­net­inu er Sím­inn með mjög sterka stöð­u.

Alls eru 48,9 pró­­sent allra inter­­netteng­inga á Íslandi hjá Sím­an­­um. Voda­fone er ­með 28,3 pró­­sent og eru þessir tveir aðilar með tölu­verða yfir­­­burði á mark­aðn­­­um. Þannig hefur staðan hald­ist und­an­farin ár.  365 missti mark­aðs­hlut­­deild á inter­­net­­mark­að­i í fyrra þegar hlut­­fall hennar fór úr 13 pró­­sentum í 12,6 pró­­sent. Sá nið­ur­túr hefur haldið áfram á fyrri helm­ingi þessa árs og er mark­aðs­hlut­deild 365 nú 11,8 pró­sent. Frá miðju ári 2015 hefur fyr­ir­tækið misst 1.865 við­skipta­vini í inter­net­þjón­ustu.

Hringdu hefur hins vegar bætt vel við sig. Á síð­­asta ári og jókst  ­mark­aðs­hlut­­deild fyr­ir­tæk­is­ins úr 3,7 pró­­sent í 5,4 pró­­sent. Um mitt ár 2016 var hún komin í 6,1 pró­sent. Við­skipta­vinum Hringdu hefur fjölgað um 3.396 frá miðju ári 2014.

Nova hefur ekki selt inter­­net­­þjón­­ustu með öðrum hætti en í gegnum far­síma­­kerfi á und­an­­förnum árum. Á því varð breyt­ing fyrr á þessu ári þegar að fyr­ir­tæk­ið til­­kynnti að það ætl­­aði að hefja ljós­­leið­­ara­­þjón­ust­u.  Því mun sam­keppnin um inter­netteng­ing­arnar aukast til muna á næst­unni. Þar sem ein­ungis nokkrar vikur höfðu liðið frá því að Nova til­kynnti um áform sín um sölu á ljós­leið­ara­teng­ingum þá er fyr­ir­tækið ekki með í mæl­ingum Póst- og fjar­skipta­stofn­unar á inter­net­mark­að­inum í nýj­ustu skýrslu stofn­un­ar­inn­ar.

4G-­­bylt­ingin breytti öllu

Fjar­­skipta­­mark­að­­ur­inn hefur tekið miklum breyt­ingum á und­an­­förnum árum og snýst nú um svo miklu meira en bara sím­­töl. Aðal­­á­herslan nú er á gagna­­magn, sem sést vel á þeirri aukn­ingu sem orðið hefur á gagna­­magni á far­síma­­net­inu á und­an­­förnum árum. Á árinu 2013 not­uðu Íslend­inga 2,7 millj­­ón­ir ­gíga­bæta á far­síma­­net­inu. Í fyrra not­uðu þeir 10,2 millj­­ónir gíga­bæta, eða tæp­­lega fjórum sinnum meira magn. Á fyrri helm­ingi árs­ins 2016 var notk­unin 7,2 millj­ónum gíga­bæti.

Ástæðan fyrir þess­­ari miklu breyt­ingu er sú að far­síma­­­tíma­bil fjar­­­skipta­­­geirans er  liðið undir lok og gagna­­­flutn­inga­­­tíma­bilið tekið við. Tíðn­­i­heim­ildir fyr­ir 3G, ­fyrsta há­hraða­kyn­slóð far­síma­­­nets­­­kerf­ið, voru boðnar út á Íslandi í lok árs 2006. Kerfið er í raun mun frekar net­­­kerfi en far­síma­­­kerfi og gerð­i ­gagna­­­flutn­ing ­mög­u­­­leg­­­an.

Næsti fasi stend­ur nú yfir, skrefið yfir í 4G-­­­kerf­ið. Skref­ið ­sem verður tekið upp á við með henn­i er stærra en margir átta sig á. Hrað­inn á 4G-teng­ingu er tíu sinnum hrað­­­ari en í 3G og um þrisvar sinnum hrað­­­ari en hröð­­­ustu ADS­L-teng­ing­­­ar.

4G-væð­ingin á Ísland­i hófst af alvöru á árinu 2014 þeg­ar ­fjöldi 4G-korta í símum fimm­fald­að­ist. Um mitt það ár voru 17,8 pró­sent allra virkra síma­korta 4G-kort. Í lok júní 2016 var helm­ingur þeirra 4G-kort.

Sjón­varps­boxin

Í þeim tveimur töl­fræð­i­­skýrslum Póst- og fjar­­­skipta­­­stofn­unar sem gefnar hafa verið út í ár var í fyrsta sinn nú birt yf­ir­­lit ­yfir heild­­­ar­­­fjölda á­skrif­enda með sjón­­­varp yfir IP-­­­net. Þ.e. hvern­ig „­sjón­varps­­­box­in“ skipt­­­ast á milli­ þeirra aðila sem bjóða við­­­skipta­vin­um sínum upp á að vera með sjón­­­varp í gegn­um ­netteng­ing­­­ar. Þeir aðilar eru þrír: Sím­inn, Voda­fone og 365.

Sím­inn og Voda­fone skipta að mestu með sér þeim mark­aði. Sím­inn er með 56,1 pró­sent hans en Voda­fone með 37,8 pró­sent. Bæði fyr­ir­tækin hafa bætt við sig við­skipta­vinum frá miðju ári 2015. 365 er í fyrsta sinn talið með í nýj­ustu skýrslu Póst- og fjar­skipta­stofn­unar og er með sex pró­sent mark­aðs­hlut­deild.

Í þessu sam­hengi skipt­ir ugg­­­laust miklu máli að ekki er hægt að tengj­­ast ­sjón­varpi Sím­ans í gegn­um ­ljós­­­leið­­­ara­­­net, sem byggst hefur upp á und­an­­­förn­um árum. Þess í stað býður Sím­inn upp á svo­­­kall­að ­ljós­­­net, sem teng­ist inn í heim­ili í gegnum kop­­­ar­­­taug.

Þetta er fyrri frétta­skýr­ing Kjarn­ans um nýja skýrslu Póst- og fjar­skipta­stofn­un­ar. Síð­ari skýr­ingin birt­ist á morg­un.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar