Tekjuhæstu tíu prósentin fengu 30 prósent af Leiðréttingunni

Alls fór 86 prósent af Leiðréttingunni til tekjuhærri helmings þjóðarinnar en 14 prósent til þess sem var tekjulægri. Tíu prósent Íslendinga sem var með hæstu launin fékk 22 milljarða króna úr aðgerðinni, eða tæp 30 prósent alls þess fjár sem var ráðstafað úr henni.

Þau tíu pró­sent lands­manna sem þén­uðu mest á árinu 2014 fengu tæp­lega 30 pró­sent af þeim 72,2 millj­örðum króna sem ráð­stafað var inn á fast­eigna­veð­lán hluta lands­manna í gegnum Leið­rétt­ing­una, nið­ur­færslu á verð­tryggðum lánum sem rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar hrinti í fram­kvæmd. Með­al­heild­ar­tekjur þessa hóps árið 2014 voru 21,6 millj­ónir króna. Það þýðir að um 22 millj­arðar króna hafi runnið til þess tíu pró­sent lands­manna sem hafði hæstar tekjur árið 2014 í gegnum Leið­rétt­ing­una. Sú tíund Íslend­inga sem átti mestar eign­ir, en með­al­tals­eign hóps­ins er 82,6 millj­ónir króna, fékk tæp­lega tíu millj­arða króna úr rík­is­sjóði í gegnum Leið­rétt­ing­una.

Til sam­an­burðar fékk tekju­lægri helm­ingur þjóð­ar­innar 14 pró­sent upp­hæð­ar­innar í sinn hlut, eða rúm­lega tíu millj­arða króna. Það þýðir að 86 pró­sent hennar fór til þess helm­ings þjóð­ar­innar sem hafði hærri tekj­ur. Þetta kemur fram í skýrslu um nið­ur­færslu verð­tryggðra lána sem beðið var um í júní 2015, fyrir rúmum 19 mán­uðum síð­an. Skýrslan var birt á vef fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins í dag.

Alls er skýrslan átta blað­síður og í henni er ekki að finna tæm­andi upp­lýs­ingar um hvernig leið­rétt­ingin skipt­ist á milli hópa Íslend­inga. Flest svörin eru sett fram í gröfum sem erfitt er að sjá nákvæma skipt­ingu út úr.

Skýrslan er svar við fimm spurn­ingum sem þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unnar settu fram í kjöl­far þess að fyrri skýrsla um skipt­ingu Leið­rétt­ing­ar­innar þótti ekki gefa full­nægj­andi upp­lýs­ingar um hvernig hún skipt­ist á milli hópa sam­fé­lags­ins, meðal ann­ars eftir tekjum og eign­um. Fyrri skýrsla hafði ein­ungis sýnt hvernig Leið­rétt­ingin hafði skipst milli þeirra hópa sem hana fengu, ekki hvernig sú skipt­ing leit út þegar hinir sem áttu ekki rétt á henni voru taldir með.

Fyrsta spurn­ingin sner­ist um hvernig heild­­­ar­­­upp­­­hæð þeirrar fjár­­­hæðar sem varið hefur verið til lækk­­­unar verð­­­tryggðra fast­­­eigna­veð­lána ein­stak­l­inga skipt­ist milli beinnar höf­uð­stólslækk­­­unar á fast­­­eigna­veð­lánum ein­stak­l­inga og frá­­­­­drátt­­­ar­liða, svo sem fast­­­eigna­veð­krafna án veð­­­trygg­inga, van­skila og greiðslu­­­jöfn­un­­­ar­­­reikn­inga. Næstu tvær voru spurn­ingar um hverjir frá­­­­­drátt­­­ar­lið­irnir væru og hver er skipt­ingin milli þeirra í krónum talið, og hvert heild­­­ar­hlut­­­fall beinnar höf­uð­stólslækk­­­un­­­ar, þ.e. lækk­­­unar höf­uð­stóls að und­an­­­skildum frá­­­­­drátt­­­ar­lið­um, af verð­­­tryggðum fast­­­eigna­veð­lán­um, væri?

Þessum spurn­ingum er svarað öllum saman í skýrsl­unni.

Í svari ráðu­neyt­is­ins kemur fram að heild­ar­fjár­hæðin sem ráð­stafað var inn á fast­eigna­veð­lán hafi verið 72,2 millj­arðar króna, og þar af hafi 62,4 millj­örðum verið ráð­stafað sem beinni höf­uð­stólslækk­un. 8,7 millj­örðum hafi verið ráð­stafað inn á greiðslu­jöfn­un­ar­reikn­inga, 1,3 millj­arða króna inn á van­skil, áfallnar verð­bætur eða vexti og 970 millj­ónir króna inn á fast­eigna­veð­kröfur sem glatað hafa verð­trygg­ingu. Hlut­fall beinnar höf­uð­stólslækk­unar af leið­rétt­ing­ar­fjár­hæð sem ráð­stafað var til lækk­unar á höf­uð­stól fast­eigna­veð­lána er 98 pró­sent, þar af eru greiðslur inn á greiðslu­jöfn­un­ar­reikn­inga 12 pró­sent en þeir eru hluti höf­uð­stóls.

Þeir sem áttu tugi millj­óna fengu um tíu millj­arða

Í fjórðu spurn­ingu var spurt um hvernig heild­ar­upp­hæðin sem varið var í Leið­rétt­ing­una skipt­ist á milli tekna allra fram­telj­enda árið 2014. Í svar­inu kemur fram að lang stærsti hluti fjár­ins fór til þess hóps sem er í efri hluta tekju­dreif­ingar lands­manna. Töl­urnar eru þó ekki sund­ur­lið­aðar í krónum eða hlut­föllum eftir tekju­bilum heldur er birt graf með tekju­tí­undum og valdar upp­lýs­ingar úr því settar fram í texta. Þar kemur fram að tekju­lægri helm­ingur lands­manna fékk tæp­lega 14 pró­sent af leið­rétt­ing­ar­fénu en tekju­hæstu tíu pró­sent þeirra fékk tæp­lega 30 pró­sent upp­hæð­ar­inn­ar.

Fimmta og síð­asta spurn­ingin sner­ist um hvernig Leið­rétt­ingin skipt­ist á milli eign­ar­hópa. Í svari ráðu­neyt­is­ins segir að þeir sem eru í efstu eign­ar­tí­und­inni, og áttu hreina eign yfir 82,6 millj­ónum króna, hafi fengið 13,3 pró­sent upp­hæð­ar­inn­ar. Það þýðir að 9,6 millj­arðar króna hafi farið til fólks sem átti 82,6 millj­ónir króna eða meira í hreinni eign. Sam­kvæmt grafi sem birt er með svar­inu þá virð­ist tæp­lega 70 pró­sent upp­hæð­ar­innar hafa farið til þess helm­ings Íslend­inga sem á mestar tekj­ur. Hinn helm­ing­ur­inn, sá sem á litlar eða engar eign­ir, fékk því um 30 pró­sent upp­hæð­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar