Mynd: Siggeir F. Ævarsson

Einurð og samstaða sjómanna skilaði kjarasamningi

Lengsta sjómannaverkfall sögunnar að baki.

Lengsta sjó­manna­verk­falli Íslands­sög­unnar er lok­ið. Nýr kjara­samn­ingur Sjó­manna­sam­bands Íslands og Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi var sam­þykktur 19. febr­úar með naumum meiri­hluta sjó­manna en 52,9% þeirra sam­þykktu samn­ing­inn. Sjó­menn höfðu fellt samn­ing­inn í tvígang með afger­andi hætti, þann 10. ágúst og 14. des­em­ber. Verk­fallið hófst 15. des­em­ber 2016 og stóð í tæpar 10 vik­ur. 

Verk­föll sjó­manna hafa ítrekað í gegnum sög­una verið stöðvuð með laga­setn­ing­um, síð­ast árið 2001, eins og sjá má á tíma­lín­unni hér að neð­an. Sjó­menn voru meira og minna kjara­samn­ings­lausir í kringum alda­mót eða þar til tíma­móta­samn­ingur náð­ist árið 2004. Sá samn­ingar var fram­lengdur tvisvar. Frá 1. jan­úar 2011 hafa sjó­menn verið með lausa kjara­samn­inga og hvorki gengið né rekið í við­ræðum sjó­manna og útgerð­ar­manna þar til nú.

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn bik­ar­meist­ari þegar kemur að lögum á kjara­deilur

Verk­föll eru nokkuð tíð á Íslandi. Á árunum 1985-2010 voru 166 verk­föll á íslenskum vinnu­mark­aði, eða að með­al­tali sjö á ári. Þrátt fyrir að sjó­menn séu langt í frá fjöl­menn­asta atvinnu­grein lands­ins eru verk­föll sjó­manna eru áber­andi í fjöl­miðlum enda valda þau miklu tekju­tapi fyrir þjóð­ar­bú­ið. Árið 2015 störf­uðu alls 4.100 manns við fisk­veið­ar, eða um 2,2% af heildar vinnu­afli lands­ins. 

Frá 1938 hafa 14 sinnum verið sett lög á sjáv­ar­út­veg­inn, á sama tíma­bili hafa níu sinnum á verið sett lög á flug­geir­ann. Aðrar stéttir hafa fengið á sig lög í sex skipti og þrisvar sinnum hafa almenn lög verið sett um kjara­mál. Nýliðin kjara­deila sjó­manna og útvegs­manna ein­kennd­ist af sam­stöðu sjó­manna og hörku beggja aðila. Til marks um það lögðu útgerð­ar­menn fram kröfur en höfðu ekki erindi sem erf­iði með neinar þeirra. Þeim var alfarið hafnað af sjó­mönn­um. 

Íslensk stjórn­völd gagn­rýnd fyrir inn­grip

Elín Eva Lúð­víks­dóttir fjallar í BS rit­gerð sinni um for­sendur þess að setja megi lög á vinnu­deil­ur. Þar kemur fram að Íslenska ríkið taldi sig hafa rétt til þess að grípa inn í kjara­deilur þegar afleið­ingar þeirra eru efna­hags­leg ógn við almenn­ing. Alþýðu­sam­band Íslands, ASÍ hefur þrisvar vísað inn­gripum íslenska rík­is­ins í vinnu­deilur til Alþjóða Vinnu­mála­stofn­un­ar­inn­ar ILO og Banda­lag starfs­manna ríkis og bæja, BSRB einu sinni. Öllum fjórum mál­unum tap­aði íslenska rík­ið, ILO telur laga­setn­ingar á lög­lega boðuð verk­föll aðeins heim­ilar þegar um er að ræða algjört hættu­á­stand til þess að forða vá sem ógnað geti heilsu og öryggi manna. Sér­fræð­inga­nefnd félags­mála­sátt­mála Evr­ópu taldi ástæðu til þess að gagn­rýna íslensk stjórn­völd fyrir inn­grip í kjara­deil­ur. 

Sátt um helstu áherslu­mál á loka­metr­unum

Olíu­verðsvið­mið og sjó­manna­af­sláttur urðu til þess að við­ræður deilu­að­ila sigldu í strand. Á loka­metr­unum náð­ist sátt um þau atriði auk ann­ara ágrein­ings­mála. Má þar nefna sól­ar­lags­á­kvæði um nýsmíða­á­lag­ið, end­ur­nýjun orlofs­réttar vegna flutn­ings milli útgerð­ar, hlífð­ar- og fata­pen­ing­ar, hækkun kaup­liða, verð­myndun á fisk­verði, mönnun og hvíld­ar­tíma­á­kvæði, fjar­skipti og fjar­skipta­kostn­að. 

Helstu kjara­bætur í nýj­u­m ­samn­ing­i eru:

  • Hækkun kaup­trygg­ingar til sam­ræmis við hækk­an­ir á almennum mark­aði frá 2011
  • Frítt fæði um borð
  • Útgerð skaffar nauð­syn­legan hlífð­ar- og örygg­is­fatnað
  • Olíu­verðsvið­mið hækkar í sam­ræmi við erlenda verð­bólgu
  • Nýsmíða­á­kvæði dettur út árið 2031
  • Aukin orlofs­rétt­indi
  • Kostn­aður vegna fjar­skipti verður sund­ur­lið­aður og útgerð tryggir fjar­skipti utan þjón­ustu­svæða síma­fyr­ir­tækja

Útskýr­ing á helstu ágrein­ings­mál­um 

Afla­hlutur - hluta­skipti

Sjó­mönnum eru tryggð ákveðin lág­marks­laun á mán­uði með kaup­trygg­ingu sem frá 1. febr­úar 2017 eru kr. 288.168 kr. fyrir háseta en verður í lok samn­ings­tím­ans kr. 326.780. árið 2019. Kaup­trygg­ing háseta er reiknuð út frá einum hlut á meðan yfir­menn fá einn og hálfan háseta­hlut og skip­stjóri tvo hluti á mán­uði. Frá 1. febr­úar eru kaup­trygg­ing yfir­manna kr. 432.252 sam­kvæmt nýsam­þykktum kjara­samn­ingi. Að öllu jöfnu er afla­hlutur alltaf hærri en kaup­trygg­ing. Hver laun sjó­manns­ins eru ræðst af svoköll­uðu hluta­skipta­kerfi. Fram á fjórða ára­tug 20. aldar voru sjó­menn á föstum laun­um, óháð afköstum og afla­verð­mæti. Það þótti mikil kjara­bót þegar hluta­skipta­kerfi var komið á. 

Sjó­menn eru eina ­starfs­stétt­in á Íslandi sem fær laun sín greidd í hluta­skipta­kerfi.

Þegar rekstr­ar­kostn­aður og hlutur útgerðar hefur verið dreg­inn frá afla­verð­mæti veiði­ferðar stendur eftir skipta­hlutur sjó­manna. Er hann á bil­inu 25% til 33%, en hann er breyti­legur eftir gerð og mönnun skipa. Laun sjó­manna ráð­ast því af rekst­ara­kostn­aði þar sem olíu­verð skipar stóran sess og afla­verð­mæti hverrar veiði­ferð­ar. Því betur sem fiskast og betra verð fæst fyrir fisk­inn, því hærri verða launin fyrir túr­inn. Deila sjó­manna og útgerð­ar­manna um kostn­að­ar­hlut­deild hvors aðila fyrir sig af afla­verð­mæt­inu er eilíft þrætu­epli í kjara­við­ræðum þeirra. Hefur deilan aðal­lega staðið um olíu­verðsvið­mið og verð­mynd­un.

Olíu­verðsvið­mið

Undir lok átt­unda ára­tugs síð­ustu aldar og í upp­hafi þess níunda var þessi kostn­aður mjög íþyngj­andi fyrir útgerð­ina. Dæmi voru um að olíu­kostn­aður í veiði­ferð næmi um 30% af afla­verð­mæti. Árið 1983 mælti Stein­grímur Her­manns­son, sem þá var sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, fyrir lögum sem bundu 30% af afla­verð­mæt­i hverri veiði­ferðar við olíu­kostnað með þeim rökum að útgerðin glímdi við afla­brest, olíu­verðs­hækkun og mik­inn fjár­magns­kostnað.

Frá því að lögin voru sett 1983 hefur rekstr­ar­um­hverfi sjáv­ar­út­vegs­ins breyst til batn­aðar og olíu­kostn­aður ekki náð sömu hæð­um. Athugun Hag­stof­unnar fyrir árin 2010-2014 leiddi í ljós að raun­veru­legur olíu­kostn­aður flot­ans var aðeins um þriðj­ungur af þeirri upp­hæð sem dregin var frá til olíu­kaupa. 

Þegar sjóða­kerfið í sjáv­ar­út­vegi var gert upp árið 1985 var raun­pró­senta sem kom til skipta 69,5%. Hún var hækkuð í 70% um haustið og í 71% skömmu seinna. 1986 sömdu sjó­menn og útgerð­ar­menn um að pró­sentan yrði sett í 76% og þá var olíu­verðsvið­mið tekið upp með vísan í heims­mark­aðs­verð á olíu.

Sjó­menn töldu sig eiga inni leið­rétt­ingu á laun­um, enda hafi við­miðið lítið breyst þrátt fyrir miklar sveifur á heims­mark­aðs­verði á olíu. Hefur olíu­skipta­við­miðið nú verið end­ur­skoðað og hækkar skipta­verð til sjó­manna að jafn­aði um 2% sam­kvæmt nýju við­mið­un­um. Áfram verður þak og gólf á við­mið­unum og getur skipta­verð­mæti aldrei farið yfir 80% né undir 70%. Við­miðið tekur breyt­ingum eftir því hvort heims­mark­aðs­verð á olíu hækkar eða lækk­ar. 

Nýsmíða­á­lag

Nýsmíða­á­lagið hefur verið mjög áber­andi í frétt­um, bæði í aðdrag­anda verk­falls og eftir því sem deilan harðn­aði. Hefur ítrekað vera bent á að ákvæðið sé ósann­gjarnt fyrir sjó­menn en sam­kvæmt því máttu útgerðir nýrra skipa lækka skipta­hlut­inn um 10% í sjö ár. Sjó­menn geta í sumum til­fellum verið að borga um 10-12% af verði skips­ins án þess þó að eign­ast nokkuð í því. Um umtals­verðir upp­hæðir er að ræða, sem hlaupið geta á hund­ruðum millj­óna.

Því verður að halda til haga að ný skip þurfa að upp­fylla ákveðin skil­yrði til þess að hægt sé að virkja ákvæð­ið. Þurfa skipin að vera yfir með­al­afla­verð­mæti á hvern úthalds­dag. Sam­kvæmt útreikn­ing­um SFS eru 25% skipa því und­an­skilin ákvæð­inu og reikn­ast sam­tök­unum til að ákvæðið hafi náð til um 200 stöðu­gilda á sjó und­an­farin ár.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir stóð í ströngu í kjaradeilu sjómanna sem framkvæmdastjóri SFS.
Mynd: RÚV/Skjáskot

Nýsmíða­á­lagið kom inn í kjara­samn­ing­anna 2004. Rökin með nýsmíða­á­kvæð­inu voru þau að á nýjum skipum sem búin eru nýj­ustu tækjum og tólum séu allar for­sendur fyrir því að afköst verði meiri og afla­verð­mæti þannig hærra. Þannig ætti lækk­unin á skipta­hlutnum í raun að jafn­ast út og sumir sjó­menn gætu jafn­vel hækkað í launum á nýjum skipum þrátt fyrir 10% lækkun á skipta­hlut. Mjög skiptar skoð­anir eru á því hver útkoman var í raun og veru. 

Þess ber að geta að þegar þetta ákvæði kom inn í kjara­samn­ing­inn fengu sjó­menn ákveðnar kjara­bætur sem náðu til allra sjó­manna óháð því hvort nýsmíða­á­kvæðið yrði virkj­að. Orlofs­réttur var auk­inn, mót­fram­lag útgerðar í líf­eyr­is­sjóð, þ.e. mót­fram­lagið hækk­aði úr 6% í 8%, og 2% mót­fram­lag í sér­eigna­sjóð var reiknað af öllum laun­um, hafði áður verið reiknað af kaup­trygg­ingu. Þá mið­að­ist 1% greiðsla í sjúkra­sjóð stétt­ar­fé­laga við öll laun í stað 1% af kaup­trygg­ingu áður. 

Í nýgerðum kjara­samn­ingi eru ákvæði um að nýsmíða­á­kvæðið falli út að fullu árið 2031. Þau rétt­indi sem sjó­menn öðl­uð­ust þegar samið var um álagið skerð­ast þó ekki. Í dag geta skip nýtt sér nýsmíða­á­lag í sjö ár.  ­Með sól­ar­lags­á­kvæði sem tekur gildi 2024 geta skip ein­ungis nýtt sér nýsmíða­á­lagið til 2031 þó svo  að sjö ár frá notkun skips­ins séu ekki  lið­in.

Verk­föll bitna á þeim sem síst skyldi

Sam­kvæmt tölum frá SFS er útflutn­ings­verð­mæti íslenskra sjáv­ar­út­vegs­af­urða um 640 millj­ónir á dag. Í raun er tapið á dag meira enda hafa umsvif í tengdum grein­um, s.s. hjá flutn­inga­fyr­ir­tækj­um, neta­gerð­um, vél­smiðjum og öðrum þjón­ustu­fyr­ir­tækj­um, minnkað umtals­vert meðan á verk­fall­inu stóð. Þá má ekki gleyma þætti land­verka­fólks sem hefur tap­aði vinnu og launum minnkað veru­lega í verk­fall­inu. Sam­kvæmt grein­ingu Sjáv­ar­kla­s­ans var dag­legt tap á bil­inu 900-1300 millj­ónir og er þá litið til þátta eins og glat­aðra við­skipta­sam­banda og beinna og óbeinna efna­hags­legra áhrifa.

Þar með er þó aðeins hálf sagan sögð. Mörg af stærri sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum áttu umtals­vert af upp­söfn­uðum birgðum af frosnum fiski sem mild­uðu áhrif verk­falls­ins. Þá má í raun segja að ekki hafa verið um eig­in­legt tap að ræða heldur aðeins frest­un. Kvóta­árið er hálfnað og nægur tími til að vinna upp tap­aðan tíma næstu sex mán­uði. Sum­arið er vana­lega rólegur tími hjá flestum útgerðum og margir klára kvót­ann á 11. mán­uði kvóta­árs­ins. Má því gera ráð fyrir að allur fisk­ur­inn skili sér á land að lok­um, þrátt fyrir tæp­lega 10 vikna verk­fall. Eftir sex ára kjara­við­ræður skil­aði verk­fallið kjara­samn­ingi án laga­setn­ingar og það eitt og sér er sigur í sjálfu sér. 

Höf­undar eru meist­ara­nemar í Blaða- og frétta­mennsku við Háskóla Íslands

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar