Mynd: Birgir Þór

Aðgerðarhópur settur á fót vegna neyðarástands á húsnæðismarkaði

Aðgerðahópur fjögurra ráðherra á að skilgreina hvernig bregðast eigi við neyðarástandi á íslenskum húsnæðismarkaði. Hann mun skila niðurstöðu innan mánaðar. Stofnframlög inn í almenna íbúðakerfið verða allt að tvöfölduð úr 1,5 milljarði í þrjá milljarða.

Rík­is­stjórnin sam­þykkti í morgun að setja á fót sér­stakan aðgerð­ar­hóp fjög­urra ráð­herra til að taka saman yfir­lit yfir þær aðgerðir sem rík­is­stjórnin getur ráð­ist í til þess að ýta frekar undir bygg­ingu lít­illa og hag­kvæmra íbúða. Aðgerð­ar­hóp­ur­inn mun einnig skil­greina hvernig hægt verði að ná utan um þann fram­boðs­skort á íbúðum sem er á íslenskum hús­næð­is­mark­aði.

Á sama tíma sam­þykkti rík­is­stjórnin aðgerðir í hús­næð­is­málum í tengslum við end­ur­skoðun for­sendna kjara­samn­inga sem eru upp­segj­an­legir um næstu mán­aða­mót, en ASÍ hefur sagt að for­sendur kjara­samn­inga séu að óbreyttu brostn­ar, meðal ann­ars vegna þess að ekki hafi verið staðið við aðgerðir í hús­næð­is­mál­um. Sam­þykkt var að tvö­falda það fjár­magn sem setja á í stofn­styrki inn í almenna íbúða­kerf­ið. Í stað þess að það verði 1,5 millj­arður króna munu allt að þrír millj­arðar króna fara í stofn­fram­lög í mála­flokknum á þessu ári.

Vinn­unni á að ljúka innan mán­aðar

Þor­steinn Víglunds­son, félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra, segir að gert sé ráð fyrir að reynt verði að ljúka vinnu aðgerð­ar­hóps ráð­herr­anna fjög­urra hratt. Hann vill sjá meg­in­nið­ur­stöður úr vinnu hóps­ins innan mán­að­ar. „Mark­mið hóps­ins er að draga saman það efni sem þegar hefur verið unnið um fast­eigna­mark­að­inn og helstu til­lögur og setja upp aðgerð­ar­á­ætl­un. Við erum að horfa fram á veg­inn og hvernig sé hægt að tryggja að hér verði nægj­an­legt fram­boð af litlum hag­kvæmum íbúðum sem eru hent­ugar fyrir ungt fólk. Það er auð­vitað þar sem skó­inn kreppir hvað mest. Það er þegar búið að byggja mjög mikið af stórum íbúðum sem henta fólki yfir fimm­tugt. Dýrar íbúðir sem fólk er jafn­vel að minnka við sig til að fara inn í. En þessa flóru vantar algjör­lega inn á mark­að­inn.“

Aðspurður hvort rík­is­stjórnin sé með þessu að gang­ast við því að það ríki neyð­ar­á­stand á íslenskum hús­næð­is­mark­aði segir Þor­steinn að það sé ekki umflúið að horfa á ástandið nákvæm­lega þeim aug­um. „Þarna er veru­legur skortur á hús­næði inn á mark­að­inn. Það er allt of lítið sam­ráð og sam­starf milli sveit­ar­fé­laga og of lítið yfir­lit yfir það sem er í píp­unum á næstu árum. Þetta verðum við að taka sam­eig­in­lega utan um. Ríkið horfir til þess sem það getur gert til þess að liðka fyrir í skipu­lags­lög­gjöf­inni, bygg­ing­ar­reglu­gerðum og bættri sam­an­tekt á fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ing­um, sem Íbúða­lána­sjóði hefur verið falið að gera. Síðan er hægt að horfa til stuðn­ings­nets­ins sem við erum með inn á fast­eigna­mark­að­inn. Við höfum verið gagn­rýnd fyrir það þegar kemur að vaxta- og hús­næð­is­bótum að þeim sé of þunnt smurt út. Þ.e. að bætur greið­ist of hátt upp tekju­stig­ann og með því sé bóta­kerfið frekar að lyfta upp verði frekar en að styðja við ákveðna tekju­hópa. Það er auð­vitað ekki skyn­sam­legur opin­ber stuðn­ingur og við ættum að geta beint þessum stuðn­ingi betur að þeim hópum sem þurfa á þeim að halda.“

Vantar miklu meira sam­starf

Þor­steinn segir að íslenskt sam­fé­lag sé að glíma við fjöl­þættan vanda á hús­næð­is­mark­aði sem hafi því miður verið algjör­lega fyr­ir­sjá­an­leg­ur. Fyrir hafi legið í rúman ald­ar­fjórð­ung að mjög stórir fæð­ing­ar­ár­gangar væru að koma inn á mark­að­inn á þessum tíma og að nettó aðfluttum myndi auk þess fjölga mik­ið. Það vantar ein­fald­lega meira fram­boð af íbúðum og lóðir undir þær. Það hefur tekið lengri tíma að koma þétt­ing­ar­verk­efnum af stað heldur en gert var ráð fyr­ir. Það vantar miklu meira sam­starf á milli sveit­ar­fé­lag­anna ef það eiga að vera byggðar 1400 íbúðir á ári á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þau þurfa að taka utan um það hvernig þau ætla að tryggja það fram­boð ár eftir ár. Svo á eftir að takast á við upp­safn­aða þörf.“

Í píp­unum er að ráð­herr­ann setj­ist yfir þessi mál með sveit­ar­fé­lög­unum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til að ráða fram úr því hvernig hægt sé að ná utan um þennan bráða­vanda. Þar geti ríkið til dæmis komið að hvað varðar breyt­ingar á umgjörð mark­að­ar­ins. „Skipu­lags­lög­gjöfin virð­ist vera mjög snúin og tíma­frek, það er spurn­ing hvort að það sé hægt að ein­falda hana að ein­hverju leyti án þess að hags­munum íbúa sé fórn­að. Það er bygg­ing­ar­reglu­gerð sem verið er að vísa í að sé enn og íþyngj­andi, sér­stak­lega þegar kemur að bygg­ingu lít­illa íbúða. Það er alveg klárt að það hvernig sveit­ar­fé­lögin verð­leggja lóðir virð­ist ýta undir bygg­ingu stærri íbúða frekar en minni. Við þurfum að snúa þessum hvötum við þannig að það sé meiri hvati til að byggja lít­ið. Við erum að byggja hærra hlut­fall af íbúðum yfir 100 fer­metrum nú en við vorum að gera fyrir tíu árum síð­an.“

Mikill skortur er á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu og neyðarástand ríkir á húsnæðismarkaði.
Mynd: Birgir Þór

Þor­steinn segir að ef það eigi að leggja svona mikla áherslu á þétt­ingu byggð­ar, sem sé á allan hátt skyn­sam­leg aðgerð út frá land­nýt­ingu, umhverf­is­legu sam­hengi og skemmti­legri borg­ar­brag, þá verði að ein­falda ferlið í kringum þétt­ing­ar­verk­efn­in. „Í dag eru þau of tíma­frek. Þau taka fleiri fleiri ár. Svo er sjálf­stætt vanda­mál að það sé verið að selja reit­ina á milli manna áður en það er byggt á þeim. Það mætti alveg skoða hvort það eigi að vera bygg­ing­ar­kvaðir á þessum reit­um. Að það verði að hefja fram­kvæmdir innan til­skil­ins tíma að því gefnu að öll leyfi séu fyrir hendi þannig að menn geti ekki bara verið að leika leik­inn að bíða með verk­efnið á teikni­borð­inu, bíða eftir að verðið hækki og selja það svo ein­hverjum öðrum sem ætlar að leika sama leik­inn.“ Þor­steinn segir að flest að þessum þáttum hafi hann þegar rætt við Dag B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóra Reykja­vík­ur.

Allt að tvö­falda stofn­fram­lög

Þegar kjara­samn­ingar náð­ust milli ASÍ og Sam­taka atvinnu­lífs­ins árið 2015 þurfti aðkomu rík­is­ins að þeim. Á meðal þess sem þar var kveðið á um voru aðgerðir stjórn­valda í hús­næð­is­mál­um. Um kom­andi mán­aða­mót mun for­sendu­nefnd ASÍ og Sam­taka atvinnu­lífs­ins kveða upp um hvort for­sendur kjara­samn­inga séu brostnar eða ekki. Á fundi sem for­svars­menn ASÍ héldu með ráð­herrum úr rík­is­stjórn­inni fyrr í þess­ari viku var kallað skýrt eftir efndum í hús­næð­is­mál­um. Ekk­ert væri fyr­ir­sjá­an­legt um slíkar í fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar né fjár­lögum árs­ins 2017.

Málið var rætt á fundi rík­is­stjórn­ar­innar í morgun og Þor­steinn segir að sam­þykkt hafi verið að tvö­falda stofn­fram­lög úr rík­is­sjóði inn í þennan mála­flokk. „Á fjár­lögum árs­ins 2017 eru 1.500 millj­ónir merktar til stofn­styrkja inn í almenna íbúð­ar­kerf­ið. Við munum tryggja allt að 1.500 millj­ónum króna til við­bótar inn í það kerfi. Það var sam­þykkt í rík­is­stjórn í dag þannig að þetta verða allt að þrír millj­arðar króna sem fara í stofn­fram­lög inn í þennan mála­flokk á þessu ári.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar