Mynd: EPA

Ótrúlegt ár Ed Sheeran

Ed Sheeran var nokkuð viss um að 2017 yrði hans ár, en hann hefur slegið hvert metið á fætur öðru með nýju plötunni sinni, Divide. Öll platan, 16 lög, er nú að finna á topp 20-listanum í Bretlandi. Það er ólíklegt að nokkur tónlistarmaður skáki honum á árinu.

Tón­list­ar­mað­ur­inn Ed Sheeran átti von á því að nýja platan hans, ÷ (Di­vide), yrði vin­sæl. Í við­tali við Guar­dian þegar platan var enn óút­komin sagði hann að 2017 yrði árið hans. Þegar blaða­maður Guar­dian spurði hann hvernig honum myndi líða ef platan yrði ekki eins vin­sæl og sú síð­asta sagð­ist hann vera til í að veðja hverju sem er upp á að það yrði ekki til­fellið. „Næsta plata, ég lofa þér því, mun selj­ast minna, en þessi plata mun selj­ast meira. Ég held að ég muni ekki eiga ár eins og þetta aft­ur.“ 

Platan kom út fyrir viku, 3. mars. Þó Sheeran hafi verið nokkuð viss um vin­sæld­irnar átti ekki von á því sem gerð­ist næst. Nefni­lega því að öll sextán lögin á plöt­unni yrðu meðal 20 vin­sæl­ustu laga Bret­lands í einu. Hann á sextán lög af tutt­ugu á breska vin­sæld­ar­list­an­um, þar af eru níu af tíu efstu lög­unum hans lög. Á Bill­bo­ard Twitter list­anum eru 13 lög frá hon­um, sem er met. Aldrei fyrr hefur lista­maður átt jafn mörg lög á list­anum í ein­u. 

Hann hefur slegið fleiri met, og tveimur dögum eftir að platan kom út höfðu lögin fengið yfir einn millj­arð spil­ana á Youtu­be. Plötu hefur aldrei verið streymt eins oft á Spotify á einum degi og nýju plöt­unni hans Sheer­an, tæp­lega 57 milljón hlust­anir voru á plöt­una á útgáfu­deg­inum einum sam­an. Metið fyrir flestar hlust­anir á eitt lag á Spotify var líka sleg­ið. Yfir tíu milljón sinnum var hlustað á lagið Shape of You föstu­dag­inn 3. mars. 69 milljón hlust­anir á einn tón­list­ar­mann á einum degi var enn annað metið sem hann sló á Spotify þann dag­inn. 

Og engin plata hefur selst eins vel á vínyl og Divide und­an­farin tutt­ugu ár. 13.500 ein­tök á vínyl seld­ust fyrstu vik­una, af 419 þús­und áþreif­an­legum ein­tök­um. Lög­lega var plöt­unni hlaðið niður 672 þús­und sinn­um, sem þýðir að enn eitt metið hefur verið sleg­ið. Platan er sú plata eftir karl­kyns tón­list­ar­mann sem hefur selst hraðast, í sög­unni. Til sam­an­burðar var síð­asta plata David Bowie, Blackstar, sú plata sem hrað­ast seld­ist í fyrra. Hún seldi 146 þús­und ein­tök í fyrstu vik­unn­i. 



Á ekk­ert í Adel­e...ennþá

Þrátt fyrir að allt útlit sé fyrir að eng­inn tón­list­ar­maður skáki Sheeran á þessu ári er annar Breti öruggur með flest af sínum tón­list­ar­legu heims­met­um. Það er söng­konan Adele, sem sló heil­mikið af öðrum metum í fyrra, þegar hennar plata, 25, kom út eftir langa bið og mikla eft­ir­vænt­ingu. Adele hélt hins vegar plöt­unni sinni af streym­isveitum fyrst um sinn til að ýta undir sölu, þannig að hún á engin Spotify met eins og Sheer­an. 

Aftur á mót­i voru tæp­lega 3,4 millj­ónir ein­tök seld af plöt­unni 25 í Banda­ríkj­un­um, sam­kvæmt mæl­ingum Niel­sen Music, sem hefur mælt plötu­sölu frá árinu 1991 og tekið inn í mæl­ingar sínar streymi og sölu á ein­staka lög­um. Ekki að ein­staka lög hafi skipt miklu máli hjá Adele, næstum því hver einn og ein­asti keypti plöt­una í heild sinni.

25 er fyrsta platan í sögu þess­ara mæl­inga til þess að selj­ast í yfir þremur millj­ónum ein­taka á einni viku. Áður en platan kom út hafði því verið velt upp í fjöl­miðlum hvort hún gæti mögu­lega jafnað sölu­met­ið, sem stráka­sveitin 'NSYNC átti þá. Þeir seldu 2,4 millj­ónir af No Strings Attached í vik­unni eftir að hún kom út árið 2000. Adele jafn­aði ekki bara metið heldur sló það svo ræki­lega að talið er ólík­legt að nokkur muni ná henn­i. 

Adele er eina manneskjan sem hefur selt fleiri plötur en ég á síðustu tíu árum.

Og í Bret­landi var sömu sögu að segja. 800 þús­und ein­tök og gott betur seld­ust í fyrstu vik­unni þar, yfir 100 þús­undum meira en sölu­hæsta platan þar í landi fram að því. Fyrsta dag­inn seld­ust 300 þús­und ein­tök. Be Here Now með Oas­is, hafði áður verið mest selda platan á einni viku, en hún seld­ist í 696 þús­und ein­tökum vik­una sem hún kom út árið 1997. Hún sló alls konar önnur met í öðrum lönd­um. Til að mynda setti hún sölu­met á Nýja-­Sjá­landi og sló þar út Susan Boy­le, sem hafði átt metið þar í land­i. 25 fór í fyrsta sæti á iTu­nes list­anum í 106 af 119 löndum þessa fyrstu viku og seld­ist þar í 900 þús­und ein­tök­um. 

En Ed Sheeran er alls ekki búinn að gef­ast upp fyrir sam­keppn­inni við Adele. Hann hefur sagt að hún sé hans helsti keppi­naut­ur. „Adele er eina mann­eskjan sem hefur selt fleiri plötur en ég á síð­ustu tíu árum. Hún er eina mann­eskjan sem ég þarf að selja fleiri plötur en gerði. Það er hel­víti mikið afrek af því að síð­asta platan hennar seld­ist í 20 milljón ein­tök­um. En ef ég set hana ekki sem við­miðið þá er ég að selja mig of ódýrt,“ sagði hann við GQ áður en platan hans kom út. Hann er líka keppn­is­mað­ur, og pass­aði vel að eng­inn annar tón­list­arrisi væri að gefa út plötu á sama tíma og hann. Eina mann­eskjan sem gæti skákað honum á árinu er góð vin­kona hans, Taylor Swift. 

En þangað til þetta kemur í ljós ætlar hann á tón­leika­ferða­lag til að halda partí­inu gang­andi. Ekki nóg með það heldur til­kynnti hann að hann ætl­aði að setja saman stráka­sveit, sem hann ætlar að semja tón­list ofan í og láta fara með sér á tón­leika­ferða­lag. Hann lætur sér ekki nægja að semja eigin tón­list, og lög fyrir aðrar stór­stjörnur eins og Justin Bieber og the Weeknd, heldur ætlar hann nú að stjórna sinni eigin stráka­sveit. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFólk