Topp 10 – Kvikmyndir í geimnum

Er líf á öðrum hnöttum? Í kvimyndaheiminum er svarið alveg skýrt; já. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur rýndi í tíu góðar geimmyndir.

Kristinn Haukur Guðnason
alien
Auglýsing

Hin franska Le Voyage dans la Lune (Ferðin til tungls­ins) er ein af fyrstu leiknu kvik­mynd­un­um, gerð af leik­stjór­anum Geor­ges Méliés árið 1902. Myndin var stærsta fram­leiðsla þess tíma og berg­málar vel þann mikla áhuga sem mann­kynið hefur á geimn­um, tungl­inu og öðrum plánet­um. Rit­höf­undar fyrri alda á borð við Jules Ver­ne, H.G. Wells, Johannes Kepler og Voltaire skrif­uðu bækur um geim­ferða­lög og þegar hvíta tjaldið kom til sög­unnar lá bein­ast við að þessi áhugi yrði festur á filmu.

10. Suns­hine (2007)

Breska myndin Suns­hine fjallar um för geim­fars­ins Icarus II til sól­ar­innar árið 2057. Sólin er að missa kraft sinn og mun brátt deyja og þar með jörð­in. För Icarus II er önnur til­raun mann­kyns til að koma sól­inni aftur í gang með því að varpa risa­stórri kjarn­orku­sprengju að henni í von um að það valdi keðju­verk­un­ar­á­hrif­um. Til að hjálpa til við trú­verð­ug­leika mynd­ar­innar fékk leik­stjór­inn Danny Boyle aðstoð frá eðl­is­fræð­ingnum Brian Cox, sem Íslend­ingum er að góðu kunnur úr stjörnu­fræði­þáttum BBC sem sýndir hafa verið í Rík­is­sjón­varp­inu. Það sem ein­kennir Suns­hine er fyrst og fremst sá gríð­ar­legi hiti, ljós og kraftur sem áhöfn Icarus II þarf að kljást við. Geim­farið er með öfl­uga skildi til að verj­ast ljós­inu en það dugar þó ekki til. Myndin hefur einnig sterka heimsenda-­til­finn­ingu enda bregð­ast per­són­urnar mis­vel við og missa jafn­vel vit­ið. Hún er einnig nokkuð heim­speki­leg á köfl­um. Suns­hine fór fram­hjá mörgum þegar hún kom út og skil­aði ekki hagn­aði en hún fékk hins vegar mikið lof gagn­rýnenda.

Auglýsing


9. Outland (1981)

Outland minnir einna helst á hefð­bund­inn vestra eða löggu­mynd nema að því leyti að hún ger­ist á Io, fjórða stærsta tungli Júpít­ers, þar sem málmar á borð við tít­an­íum unnir úr jörðu. Io er í raun eins og hver annar námu­bær í ryð­belti Banda­ríkj­anna með krám, vænd­is­konum o.fl. William O´Niel (Sean Conn­ery) er löggan á staðnum sem virð­ist vera fremur hvers­dags­legt starf þangað til að und­ar­legir atburðir fara að ger­ast. Nokkrir námu­verka­menn fremja und­ar­leg sjálfs­víg þar sem þeir virð­ast vera í mjög ann­ar­legu ástandi. Við nán­ari rann­sókn kemur í ljós að málin tengj­ast eit­ur­lyfja­sölu og spill­ingu innan stór­fyr­ir­tæk­is­ins sem rekur námuna. Mynd­inni hefur oft verið líkt við hinn sígilda vestra High Noon (1952) með Gary Cooper í aðal­hlut­verki. Líkt og í High Noon þarf O´Niel einn að kljást við hóp bófa á afskekktum stað. Outland hefur þó einnig sterkan boð­skap gegn græðgi og áhrifum risa­fyr­ir­tækja.



8. For­bidden Planet (1956)

Sjötti ára­tugur síð­ustu aldar var gullöld í vís­inda­skáld­skap í Hollywood. Þá voru sígildar kvik­myndir á borð við The Thing From Another World (1951), The Day the Earth Stood Still (1951) og The Incredi­ble Shrink­ing Man (1957) fram­leidd­ar. For­bidden Planet var frá­brugðin að því leyti að hún ger­ist alfarið á annarri plánetu. Myndin ger­ist snemma á 23. öld­inni og fjallar um áhöfn disklaga geim­skips­ins C-57D. Hún ferð­ast til plánet­unnar Altair IV til að leyta að könn­un­ar­fari sem fór þangað 20 árum áður. Áhöfnin finnur þó aðeins leið­toga fars­ins, doktor Mor­bius og dóttur hans. Seinna kemur þó í ljós að eitt­hvað meira býr að baki. Myndin er þekkt fyrir vél­mennið Robby sem var á öllum plag­götum til að aug­lýsa mynd­ina og hefur komið fyrir í mörgum kvik­myndum og sjón­varps­þátt­um. Hún er samt einna þekkt­ust fyrir tón­list­ina. Tón­listin var búin til með sér­stökum raf­bún­aði sem var alger nýlunda á þessum tíma þó að vissu­lega hafi þeramín verið mikið notað í vís­inda­skáld­skap. Með aðal­hlut­verk mynd­ar­innar fer sjálfur Leslie Niel­sen sem seinna gerði garð­inn frægan í Naked Gun gam­an­mynda­ser­í­unni.



7. Event Horizon (1997)

Event Horizon er hryll­ings­mynd sem ger­ist árið 2047, 50 árum eftir að hún var gerð. Eftir að hafa verið týnt í 7 ár birt­ist könn­un­ar­farið Event Horizon skyndi­lega í námunda við Nept­ún­us. Með aðal­hlut­verk fara Sam Neill og Laurence Fis­hburne sem leika geim­fara á skip­inu Lewis and Clark sem fá það hlut­verk að rann­saka flaug­ina. Event Horizon reyn­ist mann­laust en það hafði ratað inn í annað sól­kerfi (eða aðra vídd!) og borið með sér eitt­hvað myrkt afl sem snýst þá gegn áhafn­ar­með­limum Lewis and Clark, líkt og þeir séu í drauga­húsi. Event Horizon fékk skelfi­lega gagn­rýni á sínum tíma og skil­aði miklu tapi í kvik­mynda­hús­um. Það var að miklu leyti vegna vanda­mála við fram­leiðslu mynd­ar­inn­ar, klipp­ingu o.fl. Leik­stjór­inn Paul W.S. And­er­son var undir miklum þrýst­ingi frá fram­leið­end­unum og var mjög ósáttur við loka­nið­ur­stöð­una. Hún hefur þó fengið marga aðdá­endur á síð­ari árum og telst költ­ari í dag.



6. Inter­stellar (2014)

Á seinni hluta 21. ald­ar­innar er jörðin að verða óbyggi­leg vegna upp­skeru­bresta sem eru þó ekki útskýrðir nán­ar. Þar sem ekki virðst vera hægt að snúa þró­un­inni við þarf mann­kynið að leita til ann­arra hnatta til að lifa af. Inter­stellar fjallar um tvo geim­fara (Anne Hat­haway og Matt­hew McCon­aug­hey) sem halda í leit að líf­væn­legri plánetu. Það gera þau með því að fljúga í gegnum orma­göng sem stað­sett eru nálægt Sat­úrnusi án þess að vita nákvæm­lega hvað bíður þeirra hinum meg­in. Myndin var skrifuð af leik­stjór­anum Christopher Nolan ásamt bróður hans, Jon­ath­an. En hug­mynd­ina átti Kip Thorn stjarneðl­is­fræð­ingur og fyrrum pro­fessor við Cal­tech háskól­ann í Pasa­dena. Thorne starf­aði sem ráð­gjafi við gerð mynd­ar­innar en við­ur­kenndi þó að margt í henni séu ein­ungis kenn­ingar og ágisk­an­ir. Í mynd­inni er tek­ist á við krefj­andi eðl­is­fræði s.s tíma, hraða, fjar­lægðir og þyngd­ar­afl en áhorf­and­inn er samt ekki skil­inn eft­ir. Myndin var að hluta til tekin upp á Íslandi, á Svína­fellsjökli og við ósa Skaft­ár.



5. Apollo 13 (1995)

Myndin er sann­sögu­leg krafta­verka­saga af björg­un­ara­freki tungl­fars­ins Apollo 13 árið 1970. Spreng­ing í vél­inni olli því að súr­efnið næstum tæmd­ist og því þurfti að beita óhefð­bundnum aðferðum við það að koma geim­för­unum þremur lif­andi aftur heim til jarð­ar. Þunga­miðja mynd­ar­innar eru sam­skipti áhafn­ar­innar við stjórn­stöð­ina í Hou­ston. Myndin minnir á köflum á sjón­varps­þátt­inn MacGy­ver þar sem allir reyna að finna ein­hverja smá­hluti í flaug­inni til að koma henni aftur í gang. Reyndir stjörnu­leik­arar eins og  Tom Hanks, Ed Harris, Gary Sin­ise, Kevin Bacon og hinn nýlátni Bill Paxton manna hlut­verkin af stakri snilld. En það var sögu­leg nákvæmni leik­stjór­ans Ron Howard sem gerir þessa mynd svo sér­staka. Hann fékk aðstoð NASA við að hafa hvert ein­asta smá­at­riði sem réttast……­fyrir utan þekkt­ustu setn­ingu mynd­ar­innar sem var örlítið breytt, “Hou­ston, we have a problem”. Sú lína er ekki aðeins ein af þeim allra þekkt­ustu í kvik­mynda­sög­unni, heldur er hún nú notuð í dag­legu tali við ýmis til­efni.



4. Silent Runn­ing (1972)

Árið 2008 er allt plöntu og dýra­líf horfið af jörð­inni og plánetan orðin óbæri­lega heit. Sein­ustu sýnin eru geymd í stórum geim­skipum sem sveima nálægt plánet­unni Sat­úrnusi og ætl­unin er að planta þeim þegar tæki­færi gefst. Mann­kynið þrífst þó vel í stórum hvelf­ingum og vanda­málum á borð við fátækt, stríði og sjúk­dómum hefur verið útrýmt. Þegar geim­skipin fá skipun frá jörð­inni um að tortýma sýn­unum með kjarn­orku­sprengjum gerir Freeman Lowell (Bruce Dern) jurta­fræð­ingur eins manns upp­reisn og nær stjórn á einu skip­inu. Hann nýtur aðstoðar lít­illa og krútt­legra vél­menna, sem leikin voru af fóta­lausum leik­ur­um. Myndin er afurð hippa­menn­ing­ar­innar og þeirrar umhverf­is­vit­undar sem var að vakna á þeim tíma. Það sést best á því að þjóð­laga­söng­konan og hippa­drottn­ingin Joan Baez sér um laga­smíð mynd­ar­inn­ar. Myndin er hrein og klár aðvörun um að jurta og dýra­líf kunni að hverfa af jörð­inni ef fólki stendur á sama.



3. Star Wars: The Emp­ire Stri­kes Back (1980)

Star Wars er stærsta saga kvik­mynd­anna og spannar marga ára­tugi. Skiptar skoð­anir eru um hvaða ein­staka mynd sé best en flestir aðdá­endur ser­í­unnar hygla The Emp­ire Stri­kes Back umfram aðr­ar. Myndin er önnur í röð­inni í upp­runa­lega þrí­leiknum og kynnir til sög­una margar per­sónur og staði sem aðdá­end­urnir elska. Þar á meðal Jed­i-­meist­ar­ann Yoda, flugu­mann­inn Boba Fett og hina frosnu plánetu Hoth. Þá eru mörg af fræg­ustu atriðum ser­í­unnar í mynd­inni, þar á meðal þegar Logi geim­geng­ill stendur af sér storm inni í kvið­ar­holi reið­skjóta síns og bar­dag­inn við AT-AT göngu­vél­arn­ar. Þá er senni­lega þekktasta lína kvik­mynda­sög­unnar í mynd­inni: “I am your father”. Það sem aðskilur The Emp­ire Stri­kes Back frá hinum myndum ser­í­unnar er hversu myrk hún er. Darth Vader hund­eltir and­spyrn­una og allt virð­ist frekar von­laust. Það eru engir sætir karakt­erar í mynd­inni og hún endar ekki á kjána­legri veislu.



2. Gravity (2013)

Gravity er ótrú­legt sjón­ar­spil sem byggir á tækni­brellum og frá­bærri frammi­stöðu aðal­leik­ar­anna Söndru Bull­ock og George Cloo­ney sem eru nán­ast einu leik­ar­arnir sem sjást í mynd. Myndin hal­aði inn sjö ósk­arsverð­laun­um, þ.m.t. fékk Alfonso Cuaron verð­laun sem besti leik­stjór­inn. Gravity er oft flokkuð sem vís­inda­skáld­skapur en hún ætti frekar að vera flokkuð sem stór­slysa­mynd eða jafn­vel spennu­mynd. Geim­far­arnir Ryan Stone (Bull­ock) og Matt Kowalski (Cloo­ney) eru að sjá um við­hald á Hubble sjón­auk­anum þegar þau fá skila­boð um að brak af gervi­tunglum sé um það bil að skella á þeim. Myndin fjallar svo um hvernig þau bregð­ast við því og reyna að kom­ast aftur til jarð­ar. Auk sjón­aukans koma önnur raun­veru­leg fyr­ir­bæri fyr­ir, s.s. Alþjóð­lega geim­stöðin og Tian­gong verk­efni Kín­verja sem verður sett á lagg­irnar á næstu árum. Myndin er hasar frá fyrstu mín­útu en eini dauði punktur mynd­ar­innar er skemmti­legt atriði þar sem Stone nær tal­stöðvasam­bandi við Inúíta­fjöl­skyldu á Græn­landi (sem hún auð­vitað skilur ekki). Jonas Cuar­on, sonur Alfonso, leik­stýrði stutt­mynd­inni Aningaaq sem sýnir hina hlið­ina á því sam­tali.



1. Alien (1979)

Frakt geim­skipið Nostromo er á leið til jarðar árið 2122 þegar það fær dul­ar­full skila­boð frá smá­stirni. Einn áhafn­ar­með­limur finnur egg geim­veru sem klekst og vera fest­ist á höfði hans. Seinna, þegar allt virð­ist fallið í ljúfa löð brýst geim­vera út um rif­kassa hans og upp­hefst elt­ing­ar­leikur innan Nostromo milli hennar og áhafn­ar­inn­ar. Alien er tíma­móta­verk, bæði í vís­inda­skáld­skap og hryll­ingi. Áhrifin frá rit­höf­und­inum H.P. Lovecraft leyna sér ekki bæði í hönnun sviss­neska lista­manns­ins H.R. Giger á geim­ver­unni sjálfri og and­rúms­lofti mynd­ar­innar sem er dimmt, hrá­slaga­legt og ein­mana­legt. Slag­orð mynd­ar­innar eru ákaf­lega lýsandi: “In space no one can hear you scr­eam”. Þá var myndin einnig sú fyrsta sem skart­aði sterkri kven­hetju, þ.e. Ellen Ripley (Sigo­ur­ney Wea­ver). Ótal fram­halds­myndir hafa verið gerðar af mis­mun­andi leik­stjórum sem allir hafa sett sitt hand­bragð á sög­una. Sú nýjasta Ali­en: Coven­ant kemur út á þessu ári, leik­stýrð af Ridley Scott sem gerði upp­runa­legu mynd­ina.



Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trausti Baldursson
Og hvað svo?
Kjarninn 28. september 2021
Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna
Kjarninn 28. september 2021
Þorkell Helgason
Kosningakerfið þarf að bæta
Kjarninn 28. september 2021
Seðlabankinn stendur við Kalkofnsveg sem kenndur er við kalkofn sem þar var í notkun á síðari hluta 19. aldar.
Varaseðlabankastjórar gerast ritstjórar
Kalkofninn er nýr vettvangur fyrir greinar um verkefni og verksvið Seðlabanka Íslands sem finna má á vef bankans. Kalkofninum er ætlað að höfða til almennings, atvinnulífs, fjölmiðla og fræðasamfélags.
Kjarninn 28. september 2021
Árni Páll Árnason.
Árni Páll skipaður í stjórn Eftirlitsstofnunar EFTA
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hefur gengt starfi varaframkvæmdastjóra Uppbyggingarsjóðs EES undanfarið. Hann hefur nú verið skipaður í stjórn ESA.
Kjarninn 28. september 2021
Þau fimm sem duttu inn á þing sem jöfnunarmenn síðdegis á sunnudag verða að óbreyttu þingmenn.
Listar yfir nýkjörna þingmenn sendir á yfirkjörstjórnir
Þeir fimm frambjóðendur sem duttu skyndilega inn á þing sem jöfnunarmenn eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi á sunnudag munu verða þingmenn á næsta kjörtímabili, nema Alþingi ákveði annað.
Kjarninn 28. september 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 9. þáttur: „Íkarus virti ekki viðvörunarorðin og hélt af stað“
Kjarninn 28. september 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthlutaði úr Matvælasjóði í liðinni viku.
Síldarvinnslan og félag í meirihlutaeigu Samherja fengu milljónir úr Matvælasjóði
Vel á sjötta hundrað milljóna var úthlutað úr Matvælasjóði fyrr í mánuðinum. Stór fyrirtæki í sjávarútvegi á borð við Síldarvinnsluna og Útgerðarfélag Reykjavíkur á meðal styrkþega.
Kjarninn 28. september 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None