Topp 10 – Kvikmyndir í geimnum

Er líf á öðrum hnöttum? Í kvimyndaheiminum er svarið alveg skýrt; já. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur rýndi í tíu góðar geimmyndir.

Kristinn Haukur Guðnason
alien
Auglýsing

Hin franska Le Voyage dans la Lune (Ferðin til tungls­ins) er ein af fyrstu leiknu kvik­mynd­un­um, gerð af leik­stjór­anum Geor­ges Méliés árið 1902. Myndin var stærsta fram­leiðsla þess tíma og berg­málar vel þann mikla áhuga sem mann­kynið hefur á geimn­um, tungl­inu og öðrum plánet­um. Rit­höf­undar fyrri alda á borð við Jules Ver­ne, H.G. Wells, Johannes Kepler og Voltaire skrif­uðu bækur um geim­ferða­lög og þegar hvíta tjaldið kom til sög­unnar lá bein­ast við að þessi áhugi yrði festur á filmu.

10. Suns­hine (2007)

Breska myndin Suns­hine fjallar um för geim­fars­ins Icarus II til sól­ar­innar árið 2057. Sólin er að missa kraft sinn og mun brátt deyja og þar með jörð­in. För Icarus II er önnur til­raun mann­kyns til að koma sól­inni aftur í gang með því að varpa risa­stórri kjarn­orku­sprengju að henni í von um að það valdi keðju­verk­un­ar­á­hrif­um. Til að hjálpa til við trú­verð­ug­leika mynd­ar­innar fékk leik­stjór­inn Danny Boyle aðstoð frá eðl­is­fræð­ingnum Brian Cox, sem Íslend­ingum er að góðu kunnur úr stjörnu­fræði­þáttum BBC sem sýndir hafa verið í Rík­is­sjón­varp­inu. Það sem ein­kennir Suns­hine er fyrst og fremst sá gríð­ar­legi hiti, ljós og kraftur sem áhöfn Icarus II þarf að kljást við. Geim­farið er með öfl­uga skildi til að verj­ast ljós­inu en það dugar þó ekki til. Myndin hefur einnig sterka heimsenda-­til­finn­ingu enda bregð­ast per­són­urnar mis­vel við og missa jafn­vel vit­ið. Hún er einnig nokkuð heim­speki­leg á köfl­um. Suns­hine fór fram­hjá mörgum þegar hún kom út og skil­aði ekki hagn­aði en hún fékk hins vegar mikið lof gagn­rýnenda.

Auglýsing


9. Outland (1981)

Outland minnir einna helst á hefð­bund­inn vestra eða löggu­mynd nema að því leyti að hún ger­ist á Io, fjórða stærsta tungli Júpít­ers, þar sem málmar á borð við tít­an­íum unnir úr jörðu. Io er í raun eins og hver annar námu­bær í ryð­belti Banda­ríkj­anna með krám, vænd­is­konum o.fl. William O´Niel (Sean Conn­ery) er löggan á staðnum sem virð­ist vera fremur hvers­dags­legt starf þangað til að und­ar­legir atburðir fara að ger­ast. Nokkrir námu­verka­menn fremja und­ar­leg sjálfs­víg þar sem þeir virð­ast vera í mjög ann­ar­legu ástandi. Við nán­ari rann­sókn kemur í ljós að málin tengj­ast eit­ur­lyfja­sölu og spill­ingu innan stór­fyr­ir­tæk­is­ins sem rekur námuna. Mynd­inni hefur oft verið líkt við hinn sígilda vestra High Noon (1952) með Gary Cooper í aðal­hlut­verki. Líkt og í High Noon þarf O´Niel einn að kljást við hóp bófa á afskekktum stað. Outland hefur þó einnig sterkan boð­skap gegn græðgi og áhrifum risa­fyr­ir­tækja.8. For­bidden Planet (1956)

Sjötti ára­tugur síð­ustu aldar var gullöld í vís­inda­skáld­skap í Hollywood. Þá voru sígildar kvik­myndir á borð við The Thing From Another World (1951), The Day the Earth Stood Still (1951) og The Incredi­ble Shrink­ing Man (1957) fram­leidd­ar. For­bidden Planet var frá­brugðin að því leyti að hún ger­ist alfarið á annarri plánetu. Myndin ger­ist snemma á 23. öld­inni og fjallar um áhöfn disklaga geim­skips­ins C-57D. Hún ferð­ast til plánet­unnar Altair IV til að leyta að könn­un­ar­fari sem fór þangað 20 árum áður. Áhöfnin finnur þó aðeins leið­toga fars­ins, doktor Mor­bius og dóttur hans. Seinna kemur þó í ljós að eitt­hvað meira býr að baki. Myndin er þekkt fyrir vél­mennið Robby sem var á öllum plag­götum til að aug­lýsa mynd­ina og hefur komið fyrir í mörgum kvik­myndum og sjón­varps­þátt­um. Hún er samt einna þekkt­ust fyrir tón­list­ina. Tón­listin var búin til með sér­stökum raf­bún­aði sem var alger nýlunda á þessum tíma þó að vissu­lega hafi þeramín verið mikið notað í vís­inda­skáld­skap. Með aðal­hlut­verk mynd­ar­innar fer sjálfur Leslie Niel­sen sem seinna gerði garð­inn frægan í Naked Gun gam­an­mynda­ser­í­unni.7. Event Horizon (1997)

Event Horizon er hryll­ings­mynd sem ger­ist árið 2047, 50 árum eftir að hún var gerð. Eftir að hafa verið týnt í 7 ár birt­ist könn­un­ar­farið Event Horizon skyndi­lega í námunda við Nept­ún­us. Með aðal­hlut­verk fara Sam Neill og Laurence Fis­hburne sem leika geim­fara á skip­inu Lewis and Clark sem fá það hlut­verk að rann­saka flaug­ina. Event Horizon reyn­ist mann­laust en það hafði ratað inn í annað sól­kerfi (eða aðra vídd!) og borið með sér eitt­hvað myrkt afl sem snýst þá gegn áhafn­ar­með­limum Lewis and Clark, líkt og þeir séu í drauga­húsi. Event Horizon fékk skelfi­lega gagn­rýni á sínum tíma og skil­aði miklu tapi í kvik­mynda­hús­um. Það var að miklu leyti vegna vanda­mála við fram­leiðslu mynd­ar­inn­ar, klipp­ingu o.fl. Leik­stjór­inn Paul W.S. And­er­son var undir miklum þrýst­ingi frá fram­leið­end­unum og var mjög ósáttur við loka­nið­ur­stöð­una. Hún hefur þó fengið marga aðdá­endur á síð­ari árum og telst költ­ari í dag.6. Inter­stellar (2014)

Á seinni hluta 21. ald­ar­innar er jörðin að verða óbyggi­leg vegna upp­skeru­bresta sem eru þó ekki útskýrðir nán­ar. Þar sem ekki virðst vera hægt að snúa þró­un­inni við þarf mann­kynið að leita til ann­arra hnatta til að lifa af. Inter­stellar fjallar um tvo geim­fara (Anne Hat­haway og Matt­hew McCon­aug­hey) sem halda í leit að líf­væn­legri plánetu. Það gera þau með því að fljúga í gegnum orma­göng sem stað­sett eru nálægt Sat­úrnusi án þess að vita nákvæm­lega hvað bíður þeirra hinum meg­in. Myndin var skrifuð af leik­stjór­anum Christopher Nolan ásamt bróður hans, Jon­ath­an. En hug­mynd­ina átti Kip Thorn stjarneðl­is­fræð­ingur og fyrrum pro­fessor við Cal­tech háskól­ann í Pasa­dena. Thorne starf­aði sem ráð­gjafi við gerð mynd­ar­innar en við­ur­kenndi þó að margt í henni séu ein­ungis kenn­ingar og ágisk­an­ir. Í mynd­inni er tek­ist á við krefj­andi eðl­is­fræði s.s tíma, hraða, fjar­lægðir og þyngd­ar­afl en áhorf­and­inn er samt ekki skil­inn eft­ir. Myndin var að hluta til tekin upp á Íslandi, á Svína­fellsjökli og við ósa Skaft­ár.5. Apollo 13 (1995)

Myndin er sann­sögu­leg krafta­verka­saga af björg­un­ara­freki tungl­fars­ins Apollo 13 árið 1970. Spreng­ing í vél­inni olli því að súr­efnið næstum tæmd­ist og því þurfti að beita óhefð­bundnum aðferðum við það að koma geim­för­unum þremur lif­andi aftur heim til jarð­ar. Þunga­miðja mynd­ar­innar eru sam­skipti áhafn­ar­innar við stjórn­stöð­ina í Hou­ston. Myndin minnir á köflum á sjón­varps­þátt­inn MacGy­ver þar sem allir reyna að finna ein­hverja smá­hluti í flaug­inni til að koma henni aftur í gang. Reyndir stjörnu­leik­arar eins og  Tom Hanks, Ed Harris, Gary Sin­ise, Kevin Bacon og hinn nýlátni Bill Paxton manna hlut­verkin af stakri snilld. En það var sögu­leg nákvæmni leik­stjór­ans Ron Howard sem gerir þessa mynd svo sér­staka. Hann fékk aðstoð NASA við að hafa hvert ein­asta smá­at­riði sem réttast……­fyrir utan þekkt­ustu setn­ingu mynd­ar­innar sem var örlítið breytt, “Hou­ston, we have a problem”. Sú lína er ekki aðeins ein af þeim allra þekkt­ustu í kvik­mynda­sög­unni, heldur er hún nú notuð í dag­legu tali við ýmis til­efni.4. Silent Runn­ing (1972)

Árið 2008 er allt plöntu og dýra­líf horfið af jörð­inni og plánetan orðin óbæri­lega heit. Sein­ustu sýnin eru geymd í stórum geim­skipum sem sveima nálægt plánet­unni Sat­úrnusi og ætl­unin er að planta þeim þegar tæki­færi gefst. Mann­kynið þrífst þó vel í stórum hvelf­ingum og vanda­málum á borð við fátækt, stríði og sjúk­dómum hefur verið útrýmt. Þegar geim­skipin fá skipun frá jörð­inni um að tortýma sýn­unum með kjarn­orku­sprengjum gerir Freeman Lowell (Bruce Dern) jurta­fræð­ingur eins manns upp­reisn og nær stjórn á einu skip­inu. Hann nýtur aðstoðar lít­illa og krútt­legra vél­menna, sem leikin voru af fóta­lausum leik­ur­um. Myndin er afurð hippa­menn­ing­ar­innar og þeirrar umhverf­is­vit­undar sem var að vakna á þeim tíma. Það sést best á því að þjóð­laga­söng­konan og hippa­drottn­ingin Joan Baez sér um laga­smíð mynd­ar­inn­ar. Myndin er hrein og klár aðvörun um að jurta og dýra­líf kunni að hverfa af jörð­inni ef fólki stendur á sama.3. Star Wars: The Emp­ire Stri­kes Back (1980)

Star Wars er stærsta saga kvik­mynd­anna og spannar marga ára­tugi. Skiptar skoð­anir eru um hvaða ein­staka mynd sé best en flestir aðdá­endur ser­í­unnar hygla The Emp­ire Stri­kes Back umfram aðr­ar. Myndin er önnur í röð­inni í upp­runa­lega þrí­leiknum og kynnir til sög­una margar per­sónur og staði sem aðdá­end­urnir elska. Þar á meðal Jed­i-­meist­ar­ann Yoda, flugu­mann­inn Boba Fett og hina frosnu plánetu Hoth. Þá eru mörg af fræg­ustu atriðum ser­í­unnar í mynd­inni, þar á meðal þegar Logi geim­geng­ill stendur af sér storm inni í kvið­ar­holi reið­skjóta síns og bar­dag­inn við AT-AT göngu­vél­arn­ar. Þá er senni­lega þekktasta lína kvik­mynda­sög­unnar í mynd­inni: “I am your father”. Það sem aðskilur The Emp­ire Stri­kes Back frá hinum myndum ser­í­unnar er hversu myrk hún er. Darth Vader hund­eltir and­spyrn­una og allt virð­ist frekar von­laust. Það eru engir sætir karakt­erar í mynd­inni og hún endar ekki á kjána­legri veislu.2. Gravity (2013)

Gravity er ótrú­legt sjón­ar­spil sem byggir á tækni­brellum og frá­bærri frammi­stöðu aðal­leik­ar­anna Söndru Bull­ock og George Cloo­ney sem eru nán­ast einu leik­ar­arnir sem sjást í mynd. Myndin hal­aði inn sjö ósk­arsverð­laun­um, þ.m.t. fékk Alfonso Cuaron verð­laun sem besti leik­stjór­inn. Gravity er oft flokkuð sem vís­inda­skáld­skapur en hún ætti frekar að vera flokkuð sem stór­slysa­mynd eða jafn­vel spennu­mynd. Geim­far­arnir Ryan Stone (Bull­ock) og Matt Kowalski (Cloo­ney) eru að sjá um við­hald á Hubble sjón­auk­anum þegar þau fá skila­boð um að brak af gervi­tunglum sé um það bil að skella á þeim. Myndin fjallar svo um hvernig þau bregð­ast við því og reyna að kom­ast aftur til jarð­ar. Auk sjón­aukans koma önnur raun­veru­leg fyr­ir­bæri fyr­ir, s.s. Alþjóð­lega geim­stöðin og Tian­gong verk­efni Kín­verja sem verður sett á lagg­irnar á næstu árum. Myndin er hasar frá fyrstu mín­útu en eini dauði punktur mynd­ar­innar er skemmti­legt atriði þar sem Stone nær tal­stöðvasam­bandi við Inúíta­fjöl­skyldu á Græn­landi (sem hún auð­vitað skilur ekki). Jonas Cuar­on, sonur Alfonso, leik­stýrði stutt­mynd­inni Aningaaq sem sýnir hina hlið­ina á því sam­tali.1. Alien (1979)

Frakt geim­skipið Nostromo er á leið til jarðar árið 2122 þegar það fær dul­ar­full skila­boð frá smá­stirni. Einn áhafn­ar­með­limur finnur egg geim­veru sem klekst og vera fest­ist á höfði hans. Seinna, þegar allt virð­ist fallið í ljúfa löð brýst geim­vera út um rif­kassa hans og upp­hefst elt­ing­ar­leikur innan Nostromo milli hennar og áhafn­ar­inn­ar. Alien er tíma­móta­verk, bæði í vís­inda­skáld­skap og hryll­ingi. Áhrifin frá rit­höf­und­inum H.P. Lovecraft leyna sér ekki bæði í hönnun sviss­neska lista­manns­ins H.R. Giger á geim­ver­unni sjálfri og and­rúms­lofti mynd­ar­innar sem er dimmt, hrá­slaga­legt og ein­mana­legt. Slag­orð mynd­ar­innar eru ákaf­lega lýsandi: “In space no one can hear you scr­eam”. Þá var myndin einnig sú fyrsta sem skart­aði sterkri kven­hetju, þ.e. Ellen Ripley (Sigo­ur­ney Wea­ver). Ótal fram­halds­myndir hafa verið gerðar af mis­mun­andi leik­stjórum sem allir hafa sett sitt hand­bragð á sög­una. Sú nýjasta Ali­en: Coven­ant kemur út á þessu ári, leik­stýrð af Ridley Scott sem gerði upp­runa­legu mynd­ina.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None