Listrænn stórviðburður

David Bowie lést 10. janúar. Eins og honum einum er lagið bjó hann til áhrifamikið listaverk um dauðann sem hófst með útgáfu á hans síðustu plötu, tveimur dögum fyrir dauða hans.

Bowie
Auglýsing

Plata David Bowie, Blackstar, er í mínum huga mesti listrænni stórviðburður ársins 2016. Hún kom út 8. Janúar en Bowie lést úr krabbameini tveimur dögum síðar. Mánuðina á undan var Bowie búinn að vinna að söngleiknum Lazarus, sem er heitið á einu laginu á Blackstar plötunni. 

Söngleikurinn var sýndur, samkvæmt skipulagi Bowie sjálfs, fram til 20. janúar í New York Theater Workshop á Broadway.

Dauðinn sem listaverk

Í ljós kom, um leið og leiðu tíðindin af þessari goðsögn fóru að berast, að Bowie hafði búið til epískt, tilfinningaþrungið og hyldjúpt listaverk úr eigin dauða. Eitthvað sem enginn annar hefði getað leikið eftir.

Auglýsing

Blackstar-platan er ógnarsterk og ein sú allra besta frá árinu 2016, en í heildarsamhengi listaverksins er hún hluti af listrænum stórviðburði í poppsögunni; hinstu kveðju Davids Bowie. 


Ég var sjálfur búsettur í New York þegar Bowie lést og áhrifin leyndu sér ekki. Ekki nóg með að lögin hans hafi hljómað ótt og títt á Manhattan, heldur komust djúpstæð áhrif hans á hina einstöku listasenu borgarinnar í kastljósið. Helstu listamenn og hönnuðir sem hafa starfað í New York um árabil lýstu Bowie sem einum merkilegasta listræna leiðtoga sem komið hefði fram. Hann setti tóninn fyrir það sem var framundan. Í tísku, tónlist, hönnun og fleiru. Frumleg hugsun hans var einstök, eins og lögin hans og textar.

David Bowie dagurinn

Á lokadegi söngleiksins á Broadway steig fulltrúi frá New York borg á svið og las upp skilaboð frá borgarstjóranum, Bill de Blasio. Frá og með þessu kvöldi yrði 20. janúar David Bowie dagurinn ár hvert í New York. Þannig ætlaði borgin sér að minnast magnaðra áhrifa á lífið í borginni, en hann var búsettur í borginni í meira en þrjá áratugi. Lengst af bjó hann skammt frá Washington Square og var tíður gestur í plötubúðum og kaffihúsum borgarinnar, ekki síst við Bleecker Street, þar sem marga næturklúbba Greenwich Village hverfsins er að finna. Ein frægasta plötubúð götunnar heitir Rebel Rebel.

Tveimur dögum eftir að Bowie lést fór ég með syni mína tvo í hjólatúr frá Columbia Campus við 116. stræti, þar sem við bjuggum, og niður að heimili hans neðarlega á Manhattan. Þetta var mikil upplifun, og einstök minning. Eftir því sem nær dró sá maður veitingastaði, bókabúðir, bari, sylluverslanir af ýmsum toga, fyrirtæki, stofnanir og fólk almennt, vera að halda minningu Bowie á lofti. Þetta náði svo hámarki við nágrenni heimilisins þar sem margmenni var saman komið og söng hástöfum lögin hans. Fame. Heroes. Changes. Starman. Space Oddity. Oh! You Pretty Things. Fólk tók undir. Ástríðan leyndi sér ekki.


Brautryðjandinn

Margir munu eflaust reyna að feta í fótspor Bowies þegar fram líða stundir. Hann var slíkur brautryðjandi að óhjákvæmilegt er annað en að í fársjóð hans verði leitað. En það mun aldrei koma fram annar Bowie. Því miður fyrir okkur hin. En eftir hann liggur einstakt lagasafn og fjölbreytileg áhrif á nær allt sem hann kom nálægt á ferli sínum sem listamaður, allt frá því hann byrjaði að þróa sig sem listamann sem táningur í Brixton í Suður-London, þar sem hann er fæddist 1947.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None