Root

Annus horriblis Sigmundar Davíðs

Ein stærsta alþjóðalega frétt ársins voru Panamaskjölin. Stærsta fréttin í þeim var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Pólitísk dauðaganga þessa einstaka stjórnmálamanns frá því að hann var opinberaður er ekki síður efni í sögubækurnar.

Fátt benti til þess að morgni 15. mars 2016 að íslenskt sam­fé­lag væri á leið­inni á hlið­ina. Rík­is­stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks hafði ein­hvern vegin verið í ólgu­sjó allt kjör­tíma­bilið þrátt fyrir nán­ast for­dæma­lausa efna­hags­lega upp­sveiflu. Evr­ópu­mál, veiði­gjöld, til­raunir til að breyta skipu­lagi Seðla­bank­ans, vinnu­mark­aðs­deil­ur, svelt heil­brigð­is­kerfi og enda­lausar deilur um fjár­fram­lög til RÚV höfðu sett mark sitt á kjör­tíma­bil­ið.

En rík­is­stjórnin hafði lokið sínu stærsta máli, að semja við kröfu­hafa föllnu bank­anna um að þeir gæfu eftir hluta af eignum sín­um, og fram undan átti að vera ár þar sem auknar vin­sældir yrðu tryggðar með notkun stöð­ug­leika­fram­laga upp á mörg hund­ruð millj­arða króna. Það hefði átt að duga til að hífa fylgi rík­is­stjórn­ar­flokk­anna upp og skapa aðstæður til áfram­hald­andi setu.

Þennan dag setti Anna Sig­ur­laug Páls­dótt­ir, eig­in­kona Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, inn stöðu­upp­færslu á Face­book. Þar greindi hún frá því að hún ætti erlent félag sem héldi utan um fjöl­skyldu­arf henn­ar. Það héti Wintris. Sig­mundur Davíð hefði fyrir mis­skiln­ing verið tíma­bundið skráður helm­ings­eig­andi félags­ins en það hefði nú verið leið­rétt. „Ég veit að í póli­tík­inni og umræð­unni í kringum hana er allt gert tor­tryggi­legt og í því and­rúms­lofti sem er í dag er það mjög auð­velt, ekki síst þegar kemur að fjár­mál­um. Þess vegna er bara ágætt að þetta sé allt skýrt. Gefum nú Gróu á leiti smá frí. Er ekki betra að beina orkunni í að tala um eitt­hvað sem skiptir raun­veru­lega máli? Það er af nógu að taka og hvort sem við erum sam­mála eða ósam­mála þá er gott sam­tal alltaf lík­legra til að leiða til ein­hvers góðs en baknag um sam­borg­ar­ana,“ skrif­aði Anna Sig­ur­laug.

Wintris átti heima á Tortóla og Sig­mundur Davíð var kröfu­hafi

Eins og eðli­legt er þá vakti stöðu­upp­færslan upp mun fleiri spurn­ingar en þau svör sem hún veitti. Kjarn­inn hafði reynt að fá upp­lýs­ingar um erlendar eignir íslenskra ráða­manna í rúmt ár þegar þarna var komið við sögu, en án árang­urs. Í því ljósi varð opin­ber­unin enn áhuga­verð­ari.

Næstu daga komst skýr­ari mynd á mál­ið. Wintris var skráð í skatta­skjóli á Bresku Jóm­frú­areyj­un­um, inni í félag­inu voru að minnsta kosti á annan millj­arð króna og Wintris átti kröfur upp á mörg hund­ruð millj­ónir króna í bú föllnu bank­anna, sem rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs hafði unnið að því að semja um.

Þann 17. mars greindi Kjarn­inn frá ástæðu þess að Anna Sig­ur­laug hafði ákveðið að gefa „Gróu á leiti smá frí“. Reykja­vík Media ehf., fjöl­miðla­­fyr­ir­tæki í eigu Jóhann­es­ar Kr. Krist­jáns­­son­­ar, ICIJ, alþjóð­­leg sam­tök rann­­sókn­­ar­­blaða­­manna, þýska dag­­blaðið Südd­eutsche Zeit­ung og fleiri erlendir fjöl­miðlar höfðu unnið að fréttaum­­fjöllun um eignir Íslend­inga í erlendum skatta­­skjólum mán­uðum saman og til stóð að fara að birta afrakstur þeirrar vinnu. Jóhannes Kr. stað­festi við Kjarn­ann að opin­berun Önnu Sig­ur­laugar hefði komið fram eftir að hann hefði sett sig í sam­band við þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra vegna umfjöll­un­ar­inn­ar.

Næstu tvær vikur stóð yfir hatrömm varn­ar­bar­átta. Opin­berað var að Sig­mundur Davíð hafði ekki sagt neinum af sínum sam­starfs­mönn­um, hvorki innan flokks né í Sjálf­stæð­is­flokkn­um, að hann hefði átt millj­arða í skatta­skjóli né að hann væri kröfu­hafi í bú bank­anna. Sjálfur hélt hann því stöðugt fram að allir skattar hafi verið greiddir af eign­unum en engin gögn hafa verið lögð fram um hverjar eign­irnar eru svo hægt sé að stað­reyna þá full­yrð­ingu. Aflands­fé­lög þurfa nefni­lega ekki að skila árs­reikn­ing­um.

Lyk­il­fólk innan Fram­sókn­ar­flokks­ins réðst með ofsa á fjöl­miðla fyrir umfjöllun þeirra um aflands­fé­laga­eign Sig­mundar Dav­íðs. Karl Garð­ars­son þing­maður skrif­aði pistli á Eyj­una þar sem hann ásak­aði Rík­is­út­varpið um að standa fyrir her­ferð gegn for­sæt­is­ráð­herra lands­ins. Kjarn­ann ásak­aði hann um að ganga af göfl­unum í heilögu stríði. Karl átti síðar eftir að snú­ast algjör­lega í mál­inu. Þor­steinn Sæmunds­son skrif­aði grein þar sem hann sagði ófræg­ing­­ar­­menn ekki þola að ­Sig­­mundur Davíð hafi alla kosti sem þá skort­­ir. Hann ætti fram­­sýni, kjark og dug. Nið­­ur­rifið og hæl­­bitin efldi hins vegar Sig­­mund Davíð í hverri raun.

Við­talið sem skók heim­inn

Í aðdrag­anda fyrstu helgar apr­íl­mán­aðar var greint frá því að sér­stakur Kast­ljós­þáttur yrði sýndir á óvenju­legum tíma, sunnu­dag­inn 3. apríl klukkan 18. Þar yrði fjallað um aflands­fé­laga­eign kjör­inna full­trúa á Íslandi út frá gögnum sem fengin voru úr leka frá panömsku lög­fræði­stof­unni Mossack Fon­seca, sem sér­hæfði sig í upp­setn­ingu og utan­um­haldi slíkra félaga. Auk þess að upp­ljóstra um til­vist Wintris og þá myndu gögnin tengja Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, og Ólöfu Nor­dal við aflands­fé­lög. Til við­bótar væru nokkrir sveit­ar­stjórn­ar­menn í Reykja­vík í skjöl­un­um.

Áhorf á þátt­inn var nær for­dæma­laust. Þorri þjóð­ar­innar sat stjarfur og fylgd­ist með því sem fyrir augum bar. Alls voru 92 pró­sent þeirra sem voru að horfa á sjón­varp þetta sunnu­dags­síð­degi að horfa á Kast­ljós­þátt­inn.

Og í honum opin­ber­að­ist af hverju Sig­mundur Davíð hafði farið í þá miklu varn­ar­bar­áttu sem raun bar vitni. Fjórum dögum áður en að eig­in­kona hans upp­lýsti um Wintris á Face­book hafði sænskur sjón­varps­maður tekið við­tal við for­sæt­is­ráð­herr­ann og spurt hann út í félag­ið.

Við­talið þekkja flest­ir. Þar laug Sig­mundur Davíð þegar hann var spurður út í það hvort hann tengd­ist aflands­fé­lagi og þegar hann var nánar spurður út í Wintris sér­stak­lega. Í þætt­inum hafði verið opin­berað að Sig­mundur Davíð hefði sjálfur verið skráður með­eig­andi í félag­inu en selt hlut sinn til eig­in­konu sinnar í árs­lok 2009, degi áður en svokölluð CFC-­reglu­gerð tók gildi. Þá hafði Wintris þegar lýst kröfum í bú föllnu bank­anna.

Sig­mundur Davíð reyndi klaufa­lega að kom­ast hjá því að svara spurn­ingum spyrla þátt­ar­ins, neit­aði að svara því hvaða eignir væri inni í Wintris og gekk að lokum út úr við­tal­inu, sem fór síðan sem eldur um sinu út um allan heim.

Í smá­stund ríkti dauða­þögn í íslensku sam­fé­lagi. Svo varð þjóðin brjál­uð.

Fjöl­menn­ustu mót­mæli Íslands­sög­unnar

Í könnun sem Félags­vís­inda­stofnun gerði nokkrum dögum síðar kom fram að 78 pró­sent allra sem horfðu á umfjöll­un­ina hafi þótt hún fag­leg. Sama hlut­fall lands­manna var á þeirri skoðun að Sig­mundur Davíð ætti að segja af sér emb­ætti, 60 pró­­sent vildu að Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, segði einnig af sér emb­ætti og 56 pró­­sent vildi að Ólöf Nor­dal inn­­an­­rík­­is­ráð­herra gerði slíkt hið sama.

Mánu­dag­inn 4. apríl var lögð fram van­traust­s­til­laga á rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs og for­sæt­is­ráð­herr­ann þurfti að svara fyrir mál sín í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­um. Efn­is­lega voru þau svör rýr. Hann ákvað þess í stað að eyða öllum svar­tíma sínum segja aftur og aftur að allir skattar hefðu verið greiddir af eignum þeirra hjóna. Sig­mundur Davíð hélt því einnig fram að Tortóla væri ekki skatta­skjól, ekki frekar en Sví­þjóð.

Fyrir utan þing­húsið áttu sér stað fjöl­menn­ustu mót­mæli Íslands­sög­unnar þar sem afsagna og kosn­inga var kraf­ist. Könnun sem Félags­vís­inda­stofnun gerði dag­anna eftir þau sýndi að 26 þús­und manns hefðu tekið þátt í þeim.

Á meðan að þetta allt stóð yfir var Bjarni Bene­dikts­son í Banda­ríkj­un­um. Hann hafði misst af flugi sínu heim eftir páska­frí með fjöl­skyldu sinni á Flór­ída og lenti ekki í Kefla­vík fyrr en snemma á þriðju­dags­morgni. Lík­lega hefur Bjarni aldrei verið jafn feg­inn að missa af flug­vél og þess­ari, vegna þess að fjar­vera hans hélt kast­ljós­inu algjör­lega á Sig­mundi Dav­íð, þótt Bjarni hafi einnig verið í Panama­skjöl­un­um.

Fyrsta verk Bjarna eftir heim­komu, sem hafði þá þegar lýst því yfir opin­ber­lega að staða Sig­mundar Dav­íðs væri þröng, var að funda með for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Sá fundur fór ekki vel og í kjöl­far hans setti Sig­mundur Davíð stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem hann sagði að ef þing­­menn ­Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins treysti sér ekki til að styðja rík­­is­­stjórn­­ina við að ljúka ­sam­eig­in­­legum verk­efnum hennar myndi hann rjúfa þing og boða til kosn­­inga hið ­fyrsta. Í kjöl­farið flýtt­i ­for­­sæt­is­ráð­herra fundi sínum með Ólafi Ragn­­ari Gríms­­syni, for­­seta Íslands, og hélt á Bessa­­staði. Þar óskaði hann eftir því að fá heim­ild til þing­rofs, sem Ólafur Ragnar hafn­aði þar sem Sig­­mundi Davíð tókst ekki að sann­­færa hann um að ­Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn, sam­­starfs­­flokkur hans, styddi slíka til­­lögu.

Á þessum tíma hafði Sig­mundur Davíð ekk­ert rætt við þing­flokk Fram­sókn­ar­flokks­ins um þá fyr­ir­ætlun sína að rjúfa þing. Karl Garð­ars­son, sem hafði nokkrum dögum áður varið Sig­mund Davíð með kjafti og klóm, virk­aði nokkuð sleg­inn þegar hann sagði í við­tali við RÚV að for­maður hans hefði „kannski átt að segja þing­flokknum frá þessu fyrst.“

Þing­flokk­ur­inn búinn að ákveða að setja Sig­mund Davíð af

Þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks voru þá þegar búnir að ákveða að styðja ekki áfram­hald­andi setu Sig­mundar Davíð sem for­sæt­is­ráð­herra. Síðar greindi Sig­urður Ingi Jóhanns­son, þá vara­for­maður flokks­ins, frá því að það sama hefði verið uppi á ten­ingnum hjá þing­flokki Fram­sókn­ar­flokks.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fór til Bessastaða til að óska eftir þingrofsheimild hjá forseta Íslands, án þess að ræða við eigin þingflokk né samstarfsflokkinn í ríkisstjórn.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Í útvarps­við­tali þann 25. sept­em­ber sagði Sig­urður Ingi frá því að þing­flokk­ur­inn hefði verið búinn að taka ákvörðun um að setja Sig­mund Davíð af sem for­sæt­is­ráð­herra áður en þáver­andi for­maður hans kom frá Bessa­stöðum og á þing­flokks­fund. Ástæðan væri trún­að­ar­brestur vegna Wintris-­máls­ins og eft­ir­mála þess.

Í stað þess að þola þá auknu nið­ur­læg­ingu að þing­flokk­ur­inn setti hann af með atkvæða­greiðslu ákvað Sig­mundur Davíð að leggja fram sjálfur sömu til­lögu og þing­flokk­ur­inn ætl­aði að gera. Í henni fólst að Sig­mundur Davíð hætti sem for­sæt­is­ráð­herra en stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk héldi áfram og að Sig­urður Ingi myndi leiða þá rík­is­stjórn.

Í kjöl­farið fund­uðu Sig­mundur Davíð og Sig­urður Ingi tveir sam­an. Sig­mundur Davíð segir að vara­for­maður hans hafi þar lofað að bjóða sig ekki fram gegn honum sem for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, en Sig­urður Ingi hefur hafnað því.

Dag­inn eft­ir, þann 6. apr­íl, tók enn ein dramat­ísk atburða­rásin við í þing­hús­inu, þegar mynda átti nýja rík­is­stjórn. Þing­flokks­fundir stjórn­ar­flokk­anna dróg­ust mun lengur en til­kynnt hafði verið og einu frétt­irnar sem bár­ust af þeim voru stöðu­upp­færslur á sam­fé­lags­miðlum um hvaða álegg væru á þeim pizzum sem pant­aðar voru og hverjir hafi verið að borða þær. Mörgum fannst það sýna hversu lítið skyn­bragð ráða­menn­irnir hefðu gagn­vart alvar­leika stöð­unn­ar.

Fyrir neðan stig­ann upp á efri hæð þing­húss­ins biðu tugir frétta­manna alls staðar frá úr heim­inum eftir að nið­ur­staða yrði kynnt. Sig­mundur Davíð kom loks niður af fundi með sínum félög­um, óskaði þjóð­inni til ham­ingju með nýja for­sæt­is­ráð­herr­ann sinn. Hann sagði þó ekki berum orðum hver það yrði, þótt nokkuð ljóst lægi fyrir að Sig­urður Ingi væri að fara að setj­ast í þann stól. Það gerði hins vegar Hösk­uldur Þór­halls­son eft­ir­minni­lega.

Eftir að Hösk­uldur hafði óvart kynnt nýju stjórn­ina komu leið­togar henn­ar, þeir Sig­urður Ingi og Bjarni, niður og ræddu við frétta­menn. Þar til­kynntu þeir um myndun nýrrar stjórnar undir for­sæti Sig­urðar Inga og að Lilja Alfreðs­dóttir myndi koma inn sem utan­þings­ráð­herra. Auk þess greindu þeir frá ákvörðun sinni um að flýta kosn­ingum til hausts.

Öllum var ljóst að þeim leið ekki vel. Þeir komu heldur ekki sér­stak­lega vel fyr­ir. Bjarni var reiður og árás­ar­gjarn og Sig­urður Ingi virk­aði ekki öruggur í því hlut­verki sem hann var kom­inn í. Eftir að hafa rætt við inn­lenda frétta­menn þá snéru þeir sér að þeim fjöl­mörgu erlendu sem hér voru vegna ástands­ins. Þeir lýstu ítrekað yfir furðu sinni á því sem gekk á við kollega sína. Einn hinna erlendu blaða­manna spurði Sig­urð Inga hvernig hann myndi bregð­ast við vænt­an­legu „no con­fidence vote“. Sig­urður Ingi virt­ist ekki skilja spurn­ing­una.Við­tal Bjarna við franska fjöl­mið­ils­ins Le Petit Journal vakti líka heims­at­hygli og sýndi Ísland ekki í sér­stak­lega góðu ljósi.

En ný rík­is­stjórn var komin til valda á Íslandi og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son var far­inn í tíma­bundna útlegð. Hversu lengi sú rík­is­stjórn myndi halda var alls óvíst þessa daga í apr­íl.

En það ótrú­lega gerð­ist og stjórnin stóð af sér mik­inn þrýst­ing um að slíta þingi strax og boða til kosn­inga. Sig­urður Ingi óx mjög sem stjórn­mála­maður og náði að skapa ró sem hafði ekki ríkt í íslenskum stjórn­málum árum sam­an. Sú ró var sér­stak­lega óvenju­leg eftir þau stans­lausu átök sem ein­kennt höfðu stjórn­ar­tíð Sig­mundar Dav­íðs.

Frið­ur­inn var hins vegar úti í lok júlí. Þá sendi Sig­mundur Davíð bréf á flokks­menn og boð­aði end­ur­komu sína í stjórn­mál. Hann nyti mik­ils stuðn­ings innan og utan flokks að eigin mati og engin ástæða væri til þess að kjósa um haust­ið, líkt og lofað hefði ver­ið. Ljóst var að Sig­mundur Davíð ætl­aði sé að halda áfram sem for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins þrátt fyrir allt sem undan hafði gengið og að hann ætl­aði að bjóða sig fram í næstu kosn­ing­um, hvenær sem þær yrðu. Þá gerði hann af því skónna að hann myndi koma aftur inn í rík­is­stjórn­ina nú þegar hann væri kom­inn úr leyfi. Aug­ljóst var að Sig­mundur Davíð taldi sig eiga að fullu aft­ur­kvæmt í stjórn­mál og jafn­vel í stól for­sæt­is­ráð­herra.

Flokk­ur­inn hans var ekki sam­mála.

Hver tap­aði slag­ur­inn á fætur öðrum

Þeirri óánægju sem grass­er­aði innan hluta Fram­sókn­ar­flokks­ins með Sig­mund Davíð var þó haldið innan flokks. Það tíðkast enda ekki hjá þessum 100 ára gamla flokki að viðra óhreina þvott­inn sinn. Átökin voru þó sýni­leg að því leyti að sá hópur sem styður Sig­mund Davíð reyndi að koma í veg fyrir að boðað yrði til flokks­þings í aðdrag­anda kosn­inga, þar sem fram myndi fara for­ystu­kjör. Hann tap­aði þeirri bar­áttu. Öll kjör­dæmi utan Norð­aust­ur­kjör­dæm­is, þar sem Sig­mundur Davíð sit­ur, vildu flokks­þing.

Þann 10. sept­em­ber hófst síðan sóknin að Sig­mundi Davíð af alvöru. Þá var hald­inn mið­stjórn­ar­fundur Fram­sókn­ar­flokks­ins í Hofi á Akur­eyri. Þar flutti Sig­mundur Dav­íð rúm­lega klukku­tíma langa ræðu studdur glærum með sterku mynd­máli þar sem hann fór yfir stöðu stjórn­mála, árangur sinn og það sem hann telur vera þaul­skipu­lagða aðför að sér. Þátt­tak­endur í þeirri meintu aðför eru stórir leik­endur í alþjóða­fjár­mála­kerf­inu og fjöl­miðlar víða um heim. Aðgangur að fund­inum var opinn öllum á meðan að ræða Sig­mundar Dav­íðs stóð yfir en síðan var skellt í lás á fund­inum og ein­ungis þeir sem áttu fund­ar­setu­rétt fengu að vera áfram inni.

Það var rafmögnuð stemmning í þinghúsinu þegar Sigurður Ingi og Bjarni kynntu nýja ríkisstjórn sína. Stjórn sem alls ekkert var víst að myndi lifa af vikuna.
Mynd: Birgir Þór HarðarsonEkki var gert ráð fyrir því að Sig­urður Ingi myndi taka til máls á fund­in­um, þrátt fyrir að hann væri for­sæt­is­ráð­herra. Hann kvaddi sér því hljóðs undir öðrum lið og
hélt ræðu sem vakti mikla athygli. Þar til­kynnti Sig­urður Ingi að hann treysti sér ekki til að starfa áfram sem vara­for­maður flokks­ins eftir kom­andi flokks­þing vegna sam­skipta­örð­ug­leika í for­ystu Fram­sókn­ar­flokks­ins. Það duld­ist engum að þar átti hann við Sig­mund Dav­íð. Inni­haldi ræð­unnar var síðan skipu­lega lekið til nær allra fjöl­miðla. Ágrein­ing­ur­inn hafði verið opin­ber­að­ur.

Atlagan að for­mann­inum hefst af alvöru

Á þessum tíma hafði verið ákveðið að kosn­ingar færu fram 29. októ­ber. Flokks­þing Fram­sókn­ar­flokks­ins átti hins vegar ekki að fara fram fyrr en í byrjun októ­ber. Sú sér­kenni­lega staða var því uppi þegar fyrstu leið­toga­kapp­ræð­urnar fóru fram í aðdrag­anda kosn­inga að Sig­mundur Davíð kom þar fram sem for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, án þess að ljóst væri að hann myndi vera í þeirri stöðu nokkrum dögum síð­ar.

Þar fór Sig­mundur Dav­íð mik­inn þegar hann var spurður út í Wintris-­málið. Hann gerði athuga­semd við það að spyrlar þátt­ar­ins gæfu sér að kosn­ingum hefði verið flýtt vegna máls­ins, hélt því fram að hann hafi aldrei átt hlut í eign­um Wintris og að Tortóla á Bresku Jóm­frú­areyj­unum væri ekki skatta­skjól. Engin þess­ara full­yrð­inga stand­ast nán­ari skoð­un, líkt og Stað­reynda­vakt Kjarn­ans sýndi fram á.

Frammi­staða for­manns­ins var síð­asti naglinn í lík­istu hans að mati margra innan Fram­sókn­ar­flokks­ins. Boðað var til þing­flokks­fundar dag­inn eftir þar sem stóð til að leggja fram bókun um að styðja Sig­urð Inga gegn sitj­andi for­manni. Hún var á end­anum ekki lögð fram en ljóst var í hvað stefndi.

Sig­urður Ingi, sem hafði farið snemma af þing­flokks­fund­in­um, var síðan mættur í beina útsend­ingu í frétta­tíma RÚV um kvöld­ið. Þar til­kynnti hann um for­manns­fram­boð sitt og sagði ákvörð­un­ina hafa verið tekna vegna þeirrar ólgu sem ríkti innan flokks­ins og í kringum for­ystu hans.

Átta dögum fyrir flokks­þing og tæpum mán­uði fyrir kosn­ingar hafði sprengju verið kastað inn í starf Fram­sókn­ar­flokks­ins. Í stað þess að stilla saman strengi fyrir kosn­inga­bar­áttu var flokk­ur­inn klof­inn í herðar nið­ur. Og það í beinni útsend­ingu í sjón­varpi allra lands­manna.

Sig­urður Ingi sigrar

2. októ­ber fór for­manns­kosn­ing fram á flokks­þingi Fram­sókn­ar­flokks­ins. Spennan var áþreif­an­leg og ljóst að mjótt yrði á mun­un­um. Sig­urður Ingi sigr­aði á end­anum með 370 atkvæðum gegn 329 atkvæðum Sig­mundar Dav­íðs. Á meðan að Sig­urður Ingi hélt sig­ur­ræðu sína og kall­aði eftir því að flokk­ur­inn þjapp­aði sér saman sat Sig­mundur Davíð sem fast­ast í sæti sínu í Háskóla­bíói, þar sem flokks­þingið fór fram. Þegar á leið stóð hann skyndi­lega upp og rauk út úr bíó­inu með frétta­manna­hjörð á eftir sér.

Næstu daga kenndi Sig­mundur Davíð ýmsum um hvernig hafði farið fyrir hon­um. Hann sagð­ist hafa orðið vitni að und­ir­­för­li, hann­aðri atburða­r­ás, enda­­lausum spuna og algjörum skorti á prinsippum í aðdrag­anda og á flokks­­þing­inu sjálfu. Hann hélt því einnig fram að mik­ill fjöldi fólks hafi komið á flokks­þingið til að kjósa Sig­urð Inga, sem hefði ekki tekið þátt í flokks­starf­inu áður. Þetta fólk hafa komið í rút­­­um. Þegar honum var greint frá frétta­­flutn­ingi þess efnis að einu rút­­­urnar sem hafi verið á staðnum hafi verið rútur með kín­verskum ferða­­mönnum sagði hann: „Þetta var ekki hópur af kín­verskum ferða­­mönnum sem ég mætti. Ég held að ég hefði alveg áttað mig á því.“

Versta nið­ur­staða í 100 ára sögu Fram­sóknar

Kosn­ing­ar­bar­átta Fram­sókn­ar­flokks­ins var mjög lituð af þessum inn­an­flokksá­tökum og reiði Sig­mundar Dav­íðs út í eigin flokks­menn, aðra stjórn­mála­menn, inn­lenda og erlenda fjöl­miðla, erlenda vog­un­ar­sjóði og hvern þann annan sem gagn­rýnt hafði hann fyrir fram­göngu sína á árinu 2016.

Bar­áttan var veik­burða, kosn­inga­lof­orð­in ótrú­verðug og hraðsoðin og nið­ur­staðan þegar talið var upp úr kjör­köss­unum sú að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fékk sína verstu nið­ur­stöðu í 100 ára sögu sinni, 11,5 pró­sent atkvæða. Í Norð­aust­ur­kjör­dæmi, þar sem Sig­mundur Davíð leiddi, fékk flokk­ur­inn 20 pró­sent greiddra atkvæða, sem er minnsta fylgi sem hann hefur nokkru sinni fengið í kjör­dæm­inu.

Sigmundur Davíð tók því illa þegar hann tapaði formannskosningu gegn Sigurði Inga á flokksþingi í byrjun október. Hann rauk út úr salnum og ásakaði samflokksmenn sína um óheilindi.

Staðan eftir kosn­ingar var flók­in. Það var ekki hægt að mynda tveggja flokka rík­is­stjórn og sjö ólíkir flokkar voru allt í einu komnir inn á þing. Bak­grunnur þing­manna hafði aldrei verið jafn ólíkur og mis­mun­andi stefnur flokk­anna sjö end­ur­spegl­uðu mjög þann fjöl­breyti­leika sem nú er til staðar í íslensku sam­fé­lagi. Frá því að kosn­ingum lauk hefur verið reynt að mynda rík­is­stjórn. Einn flokkur hefur ekki fengið að koma að því borði með form­legum hætti, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn. Ástæðan sem flestir þing­menn hinna flokk­anna gefa fyrir því er að Fram­sókn sé óstjórn­tækur flokk­ur: Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son.

Þeim skila­boðum hefur verið skýrt komið á fram­færi við for­ystu Fram­sókn­ar­flokks­ins að hún verði fyrst að leysa eigin inn­an­flokks­mál áður en flokk­ur­inn geti tekið þátt í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi á ný. Sig­mundur Davíð virð­ist hins vegar ekk­ert á þeim bux­unum að gefa eftir stöðu sína og ljóst að hann ætlar sér aftur til æðstu met­orða.

End­ur­koma rót­tækrar skyn­sem­is­hyggju?

15. nóv­em­ber birt­ist grein eftir Sig­mund Davíð í Morg­un­blað­inu sem má segja að sé nokk­urs konar yfir­lýs­ing yfir þá mál­efna­leið sem hann ætlar sér að feta í upp­risu sinni sem stjórn­mála­mað­ur. Þar sagði hann að flokk­arnir þurfi að bjóða upp á lausnir um hvernig megi laga gallað fjár­mála­kerfi og að þeir þurfi að þora að ræða stór mál á borð við inn­flytj­enda­mál. „Flokkar þurfa að geta rætt umdeild mál og vera reið­u­­búnir að verja hags­muni ólíkra hópa sam­­fé­lags­ins. Þora að ræða bæði kosti og galla stórra breyt­inga á borð við alþjóða­væð­ingu, benda á að henni fylgi miklir kostir en líka gall­­ar. Hún eigi t.d. ekki að þýða und­ir­­boð á vinn­u­­mark­aði eða und­ir­­boð á vörum eins og mat­vöru (af hverju leyfa menn sér að kalla það sér­­hags­muna­­gæslu ef reynt er að bæta starfs­að­­stæður bænda en ekki ef það sama er gert fyrir háskóla­­kenn­­ara?).“

Það kemur ekki á óvart að Sig­mundur Davíð ætli sér að bjóða upp á rót­tækar lausnir í flóknum mál­um. Allur hans stjórn­mála­fer­ill hefur byggst upp á því. Vanda­málið sem hann stendur nú frammi fyrir er hins vegar það að flokkur hans hefur algjör­lega misst þol­in­mæð­ina fyrir hon­um. Sá hópur sem sveif inn á þing – og safn­að­ist í áhrifa­stöður innan Fram­sókn­ar­flokks­ins – eftir kosn­inga­sigur á baki pen­inga­gjafalof­orðum til verð­tryggðra fast­eigna­eig­enda vorið 2013, og fylgdi Sig­mundi Davíð nán­ast í blindni, er að mestu horf­inn. Þing­flokk­ur­inn virð­ist mjög sam­ein­aður að baki Sig­urði Inga sem for­manni og í sam­tölum við þing­menn kemur skýrt fram aukið óþol gagn­vart sam­sær­is­kenn­ing­um, fjöl­miðla­árásum og mæt­ing­ar­leysi Sig­mundar Dav­íðs í þing­sal. Sú ákvörðun hans að halda eigin afmæl­is­há­tíð í stað þess að mæta í 100 ára afmæli Fram­sókn­ar­flokks­ins, og ganga síðan út úr enn einu stórfurðu­legu við­talinu þegar frétta­kona RÚV spurði hann út í stöð­una innan flokks­ins og mæt­ingu hans í þing­sal síðar sama kvöld, hefur ekk­ert gert nema að auka það óþol.

Leið Sig­mundar Dav­íðs til met­orða á ný innan Fram­sókn­ar­flokks­ins virð­ist tor­sótt, og með öllu ógreið­fær eins og staðan er í dag. Það er ekki hægt að úti­loka að maður eins og hann – ein­stakur stjórn­mála­maður í Íslands­sög­unni sökum þess hversu umdeildur hann er – ákveði að beina sinni rót­tæku skyn­sem­is­hyggju í annan póli­tískan far­veg og feta nýjar leið í stjórn­mál­um. Leið þar sem hann er inni­haldið og til­gang­ur­inn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar