wall-street-sign.jpeg
Auglýsing

Nú eru liðin rúmlega átta ár frá hruni fjármálakerfisins á Íslandi, neyðarlagasetningu og lagasetningu sem fól í sér fjármagnshöft. Ísland var inn í hinum fullkomna stormi eftir mikið uppgangstímabil eftir að fjármálakerfið á Ísland var einkavætt á árunum 1998 til 2003. Krónan var svo sett á flot - alveg án stuðnings og hjálpar - árið 2001. 

Ekki þarf að hafa mörg orð um hvernig þetta tímabil endaði. Hér varð hrun, er frasi sem fastur er við dagana í október 2008, og ekki af ástæðulausu. Á einungis þremur dögum hrundu þrír íslenskir bankar, Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn, og er fall þeirra allra á listum yfir stærstu gjaldþrot sögunnar. Hvorki meira né minna. Michael Lewis, verðlaunaður blaðamaður og rithöfundur sem skrifar reglulega í Vanity Fair, sagði í grein sinni, Wall Street on The Tundra, að Ísland hefði verið rekið eins og vogunarsjóður án þess að ráðamenn eða aðrir hefðu áttað sig á því. Það er svo kannski táknrænt að spjótin fóru loks að beinast að sjóðunum þegar sviðin jörð blasti við og kröfurnar í höndum þeirra. Eins og svangir úlfar við máttvana bráð.

En hvernig gerðist þetta? Hver voru hin alþjóðlegu einkenni þessara vandamála?

Auglýsing

Heimildarmyndin Ransacked eftir Pétur Einarsson, fyrrverandi bankamann, þríþrautarkappa og nú kvikmyndargerðarmann, fékk á dögunum verðlaun á Foyle Film Festival á Norður-Írlandi og hefur fengið góðar viðtökur hjá áhorfendum, bæði hér á landi og víða um heim. Hún tekst á við þessar framangreindu spurningar í ljósi reynslu Íslendinga. Hún var frumsýnd 1. október á RIFF kvikmyndahátíðinni hafa gagnrýnendur lofað hana. 

Myndin er góð og nær vel utan um vandamálin sem tengjast alþjóðavæddum heimi bankastarfseminnar og hvernig helsjúk einkenni hennar birtust hér á landi. Í raun er ótrúlegt til þess að hugsa núna, að nokkrum hafi dottið það í hug að reka héðan umfangsmikla alþjóðlega bankastarfsemi - á grunni íslensku krónunnar í örríkinu Íslandi - en það er ekki aðalatriðið í myndinni. Heldur frekar það fjárhættuspil sem fjármálakerfi nútímans er fyrir hinn almanna borgara, eins og sorgarsaga viðskiptavinar bankanna - sem rætt er við í myndinni - sýnir glögglega. Almenningur er varnarlaus en leggur til sparnað sinn í fjárhættuspilið. 

Í ljósi þess hvernig fór á Íslandi er með ólíkindum að stjórnmálamenn hafi ekki náð samstöðu um að skilja að viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi. Það hefur ekki gerst enn og það er sýnt í Ransacked, með sannfærandi hætti, að þetta býður ekki aðeins hættunni heim heldur beinlínis býr til áhættusama stöðu fyrir hinn almanna borgara. Sérhæfðir sjóðir sem starfa þvert á landamæri - og fyrir utan hefðbundinn ramma regluverksins, eins og fram köm glögglega hjá viðmælendum - nýta sér þetta og eru alltaf skrefi á undan og fyrstir frá borði ef eitthvað slæmt gerist. 

Ransacked dregur fram þessa „blekkingu“ sem fjármálakerfið byggir á. Simon Johnson, fyrrverandi aðalhagfræðingur IMF og prófessor í rekstrarhagfræði við MIT, hélt frábært erindi um þetta málefni á ráðstefnu í Hörpunni 27. október 2011. Þar sagði hann marga stærstu banka heims rekast áfram af „blekkingu“ ríkisábyrgðar sem væri að baki fífldjörfu fjárhættuspili. Almenningur um allan heim væri með allt undir, án þess að vita það eða vilja.


Nú þegar árinu lýkur senn er mikilvægt að rifja boðskapinn í þessari fínu mynd Péturs upp. Ætlum við að byggja fjármálakerfið upp með þessum meinsemdum á nýjan leik? Þegar stórt er spurt er fátt um svör. 

Þó regluverkið hafi tekið breytingum þá eiga stóru spurningarnar jafn mikið við og áður. Bankar eru ennþá of stórir til að falla, um allan heim, og vandamálin hafa víða verið færð inn í efnahagsreikninga seðlabanka, þó segja megi að Ísland hafi nú gengið í gegnum ákveðinn hreinsunareld hvað þetta varðar. 

Einkum og sér í lagi vegna neyðarréttarins sem beitt var á ögurstundu og síðan uppgjörs slitabúa föllnu bankanna. Ef bankarnir verða seldar á nýjan leik - að hluta eða öllu leyti - þá er mikilvægt að líta í baksýnisspegilinn og rýna söguna og mistökin. Þau mega ekki endurtaka sig.

Það er ekki sjálfgefið að almenningur þurfi að vera þátttakandi í fjárhættuspili fjárfesta út í heimi, og vonandi verður Ransacked til þess að opna augu fólks fyrir þessu mikilvæga viðfangsefni. Nóg af spurningum á eftir að svara ennþá og vonandi gefur Pétur sér tíma til að svara þeim í fleiri kvikmyndaverkefnum, því myndin á brýnt erindi - á Íslandi sem og annars staðar - í ljósi biturrar reynslu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiFólk
None