Mynd: Birgir Þór Mótmæli-Austurvöllur
Mynd: Birgir Þór

Misskipting auðs heldur áfram að aukast á Íslandi

Ríkustu 20 þúsund fjölskyldur þjóðarinnar tóku til sín um helming þess eigin fjár sem varð til á Íslandi í fyrra. Hin 90 prósent þjóðarinnar skiptu með sér hinum helmingnum. Tvær þjóðir búa saman í einu landi, lítill hópur sem á flestar eignirnar og restin sem vinnur hjá honum.

Þær rúm­lega 20 þús­und fjöl­skyldur sem til­heyra þeim tíu pró­sentum þjóð­ar­innar sem eiga mest eigið fé – eignir þegar skuldir hafa verið dregnar frá – áttu 2.062 millj­arða króna í hreinni eign um síð­ustu ára­mót. Alls á þessi hópur 62 pró­sent af öllu eigin fé í land­inu. Eigið fé hans jókst um 185 millj­arða króna á síð­asta ári. Eigið fé hinna 90 pró­sent lands­manna jókst á sama tíma um 209 millj­arða króna. Það þýðir að tæp­lega helm­ingur þeirrar hreinu eignar sem varð til á síð­asta ári fór til tíu pró­sent efna­mestu fram­telj­end­anna.

Þegar eigið fé 20 pró­sent efna­mestu fjöl­skyldna þjóð­ar­innar er skoðað kemur í ljós að sá hópur á 85 pró­sent af öllu eigið fé í land­inu. Sá helm­ingur þjóð­ar­innar sem á minnst er sam­an­lagt með nei­kvætt eigið fé upp á 175,3 millj­arða króna. Þetta kemur fram í tölum um eig­in­fjár­stöðu Íslend­inga í lok árs 2016 sem birtar voru í síð­ustu viku.

Þessi frétta­skýr­ing birt­ist fyrst í Mann­lífi 12. októ­ber 2017.

Um 40 pró­sent allra nýrra króna hafa farið til þeirra rík­ustu

Frá árinu 2010 hefur eigið fé Íslend­inga rúm­lega tvö­fald­ast. Í lok þess árs var það 1.565 millj­arðar króna en var 3.343 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót. Ef horft er ein­ungis í krónu­tölur þá má sjá að eignir efstu tíundar þjóð­ar­innar hafa auk­ist úr 1.350 millj­örðum króna í 2.062 millj­arða króna, eða um 712 millj­arða króna. Því hefur 40 pró­sent af öllum krónum sem orðið hafa til í nýju eigin fé frá lokum árs 2010 og fram til loka síð­asta árs orðið að eign þeirra tíu pró­sent fjöl­skyldna sem eiga mest á hverjum tíma fyrir sig.

Ef aukn­ing á hreinni eign 20 pró­sent rík­ustu fjöl­skyldna lands­ins er talin saman kemur í ljós að hún jókst um 1.049 millj­arða króna frá lokum árs 2010 til síð­ustu ára­móta. Því hafa 60 pró­sent eig­in­fjár sem orðið hefur til á tíma­bil­inu farið til þessa hóps, um 40 þús­und fjöl­skyldna.

Eign­irnar van­metnar

Virði eigna þessa hóps er reyndar van­met­inn. Þessi hópur á nefni­lega nær öll verð­bréf lands­ins, eða 86 pró­sent slíkra. Í tölum Hag­stof­unnar er þær fjár­mála­legu eignir sem telj­ast til hluta­bréf í inn­lendum og erlendum hluta­fé­lögum á nafn­virði, eign­ar­skatts­frjáls verð­bréf, stofn­sjóðs­eign og önnur verð­bréf og kröf­ur. Og í töl­unum eru þau metin á nafn­verði, ekki mark­aðsvirði, sem er mun hærra. Alls á tíu pró­sent rík­asti hluti lands­manna verð­bréf, m.a. hluta­bréf í inn­lendum og erlendum hluta­fé­lögum eða skulda­bréf, sem metin eru á 383,4 millj­arða króna á nafn­virði. Hin 90 pró­sent þjóð­ar­innar eiga verð­bréf sem metin eru á 62,2 millj­arða króna að nafn­virði. Þessi skipt­ing hefur hald­ist að mestu eins á und­an­förnum árum. Í lok árs 2010 átti efsta tíund lands­manna líka 86 pró­sent allra verð­bréfa.

Virði verð­bréfa í eigu Íslend­inga hækkað um 23 millj­arða króna að nafn­virði á síð­asta ári. Þar af hækk­uðu bréf rík­ustu tíu pró­sent þjóð­ar­innar um 21,8 millj­arða króna. Því fór um 95 pró­sent af allri virð­is­aukn­ingu verð­bréfa til rík­ustu tíundar Íslend­inga á árinu 2016.

Verð­bréf gera tvennt, þau hækka eða lækka í verði og þau búa til fjár­magnstekjur sem eig­endur þeirra fá greiddar út. Í tölum frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu vegna álagn­ingu opin­berra gjalda á ein­stak­linga 2017 kom fram að tekjur ein­stak­linga af arði hafi verið 43,3 millj­arðar króna í fyrra. Fjöldi þeirra sem töldu fram arð vegna árs­ins 2016 var 14.545 og fjölg­aði um 685 milli ára, eða um tæp­lega fimm pró­sent.

Sölu­hagn­aður jókst um 39,1 pró­sent milli ára þrátt fyrir að fjöl­skyldum sem töldu fram sölu­hagnað hafi ein­ungis fjölgað um 5,4 pró­sent. Það bendir til þess að fámennur hópur sé að taka til sín þorra þess arðs sem verður til í íslensku sam­fé­lagi.

Sölu­hagn­aður var alls 32,3 millj­arðar króna í fyrra og þar af nam sala hluta­bréfa 28,7 millj­örðum króna og hækk­aði um 38,3 pró­sent á milli ára. Á sama tíma fjölg­aði fjöl­skyldum sem telja fram sölu­hagnað vegna hluta­bréfa um ein­ungis 3,7 pró­sent í 3.682 alls. Fjöl­skyldur á Íslandi voru um 197 þús­und í fyrra. Það þýðir að tæp­lega tvö pró­sent fjöl­skyldna lands­ins greiði fjár­magnstekju­skatt vegna sölu­hagn­aðar á hluta­bréf­um.

Mis­skipt­ing auk­ist

Mis­skipt­ing hefur auk­ist umtals­vert á Íslandi á und­an­förnum árum. Árið 1997 átti efsta tíund þjóð­ar­innar 56,3 pró­sent af öllu eigin fé. Tíu árum síðar hafði eigið fé Íslend­inga fjór­faldast, enda banka- og eigna­bóla þá þanin til hins ítrasta, og rík­ustu tæp­lega 20 þús­und Íslend­ing­arnir áttu 2,5 sinnum meira eigið fé en öll þjóðin hafði átt sam­an­lagt tíu árum áður. Þá nam hlut­deild þess­arar rík­ustu tíundar í heildar eigin fé Íslend­inga 62,8 pró­sent­um.

Eftir banka­hrunið tap­aði stór hluti lands­manna miklu af eignum sín­um. Það átti sér­stak­lega við um þá sem áttu ekki mikið annað en t.d. eigið fé í hús­næði. Þótt ríkir Íslend­ingar hafi einnig tapað miklu áttu þeir enn mikið eigið fé í lok árs 2009. Alls lá 77,3 pró­sent alls eigin fjár hjá rík­ustu tíund lands­manna á þeim tíma. Rík­asti fimmt­ungur lands­manna átti á þeim tíma 103 pró­sent af öllu eigin fé lands­manna. Það þýðir að rest­in, 80 pró­sent lands­manna, var sam­an­lagt með nei­kvætt eigið fé.



Inn í tölurnar um eigið fé Íslendinga vantar allt það fé sem falið er á aflandseyjum. Talið er að þar séu tugir milljarðar króna í vanframtöldum sköttum.
Mynd: Pexels.com

Síðan hefur hlut­falls­leg eign þeirra á eigin fé lands­manna dreg­ist sam­an, sér­stak­lega sam­hliða mik­illi aukn­ingu á eign allra hópa í fast­eignum sín­um.

Síðan hefur hlut­falls­leg eign þeirra á eigin fé lands­manna dreg­ist sam­an, sér­stak­lega sam­hliða mik­illi aukn­ingu á eign allra hópa í fast­eignum sín­um. Alls hefur eigið fé í fast­eignum Íslend­inga auk­ist úr 1.146 millj­örðum króna í 2.573 millj­arða króna frá lokum árs 2010 og fram að síð­ustu ára­mót­um.

Nokkur hund­ruð millj­arðar króna eru til­komnir vegna skulda­nið­ur­færslna sem áttu sér stað í gegnum 110 pró­sent leið, sér­tæka skulda­að­lögun og svo 72,2 millj­arða króna leið­rétt­ingu sitj­andi rík­is­stjórn­ar. En meg­in­þorri hinnar bættu stöðu er vegna þess að fast­eigna­verð hefur hækkað gríð­ar­lega hratt á örfáum árum, og langt umfram verð­bólgu.

Og með þessum hætti, í gegnum hækkun á eigin fé í hús­næði vegna hækk­andi hús­næð­is­verðs, sem hefur alls hækkað um 93 pró­sent á höf­uð­borg­ar­svæð­inu frá því í des­em­ber 2010.

Vantar földu eign­irnar í skatta­skjól­unum

Inn í ofan­greindar tölur vantar allar þær eignir sem Íslend­ingar eiga erlend­is, en hafa ekki verið taldar fram hér­lend­is. Í Pana­ma-skjöl­unum var upp­­lýst að tæp­­lega 600 Íslend­ingar ættu um 800 félög sem Mossack Fon­seca, lög­fræði­stofa sem sér­­hæfir sig í „skatta­hag­ræði“ og í að fela eign­ir, sá um fyrir þá. Kjarn­inn, í sam­starfi við Reykja­vík Media og fleiri fjöl­miðla, fjall­aði ítar­lega um þær upp­lýs­ingar sem birt­ust í skjöl­unum á síð­asta ári.

Ljóst er að aflands­­fé­laga­­eign Íslend­inga er mun víð­tæk­­ari en kom fram í þeirri umfjöllun vegna þess að Mossack Fon­seca var ekki eina stofan sem þjón­u­staði Íslend­inga. Vís­bend­ingar um umfang þeirrar eignar komu fram í skýrslu um aflandseignir Íslend­inga og skattaund­an­skot vegna þeirra, sem var birt snemma í jan­úar eftir ítrek­aðar fyr­ir­spurnir Kjarn­ans um birt­ingu á skýrsl­unni. Hún hafði þá verið til­búin í rúma þrjá mán­uði, eða frá því fyrir kosn­ing­arnar 29. októ­ber 2016.

Í skýrsl­unni kom fram að aflands­fé­laga­væð­ingin hafi haft tugi millj­arða króna af íslenskum almenn­ingi í van­goldnum skatt­greiðslum og búið til gríð­ar­legan aðstöðumun þeirra sem hafa, bæði lög­lega og ólög­lega, getað falið fé í erlendum skatta­skjólum þegar illa árar í íslensku efna­hags­lífi en stýrt fé aftur heim til að kaupa eignir á bruna­út­sölu í nið­ur­sveifl­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar