Bára Huld Beck

Hin fjögur fræknu ræða bókmenntirnar blaðamennsku

Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir og blaðamaðurinn Bára Huld Beck spjalla við Reyni Traustason, Kolbrúnu Bergþórsdóttur, Jakob Bjarnar Grétarson og Eirík Jónsson, gamalreynda sjóræningja sem voru til í smá pallborðsumræður í hádeginu á Bergsson.

Upp­haf­lega stóð til að þessi grein myndi prýða nýút­komna bók: Þján­inga­frelsið – óreiða hug­sjóna og hags­muna í fjöl­miðla­heimi. Bók um fjöl­miðla á Íslandi. Svo bókin myndi sóma sér í kilju­formi þurfti að stytta hana rösk­lega á loka­sprett­inum og því var ekki allt með sem í upp­hafi átti að prýða bók­ina. En þetta efni er þess eðlis að skemmti­legra er að það birt­ist frekar en ekki: við­tal við fjóra blaða­menn sem hafa leikið sér að skilum blaða­efnis og fag­ur­fræði skáld­skapar í einni eða annarri mynd; stíl, sagna­list og umræð­unni um að kannski sé þetta eftir allt saman eitt og hið sama.

Pall­borðsum­ræður hefjast:

Auður hefur orð á að það þurfi ástríðu á borð við þá sem ein­kennir þrautseigan lista­mann til að hald­ast jafn lengi í blaða­brans­anum og þessi fjög­ur. Hvernig hafa þau hald­ist svona lengi í hark­inu?

Jak­ob: Við erum að nið­ur­lotum kom­in. 

Kol­brún: Við kunnum ekk­ert annað ... 

Eirík­ur: Langt í frá, allt lyg­i. 

Jak­ob: Ég hef margoft reynt að koma mér út úr þessu. Just when I thought I was out ... they pull me back in! 

Kol­brún: Þetta er eina fólkið sem hringir og býður manni vinn­u. 

Jak­ob: Það veit að maður sættir sig við smán­ar­laun og ómögu­legan vinnu­tíma. 

Eirík­ur: Ég hef aldrei heyrt aðra eins vit­leysu, ég hef alltaf verið á góðum laun­um. 

Kol­brún: Ég er konan í þessum hópi, ég var í tutt­ugu ár á lág­marks­laun­um. 

Reyn­ir: Svo kom Bingi. Má bjóða þér hund­rað steikur á Argent­ínu? Eigum við svo að fara í mál við ein­hverja skúrka? 

Eirík­ur: Við skulum halda okkur við efnið og tala um bók­mennt­irn­ar.

Auð­ur: Ég er að flýta mér svo ég ætla að biðja ykkur um að tala hægt meðan ég vél­rita.

Eirík­ur: Skrif­aðu það! Þetta er þannig við­tal.

Jak­ob: Umberto Eco segir um leið og þú takir upp blý­ant­inn þá hefj­ist túlk­un.

Allir dæsa.

Jak­ob: Ég er magister­inn, nema Eirík­ur, hann er mennt­aður frá Par­ís.

Þögn

Jak­ob: Það er aug­ljós sam­svörun milli rit­höf­unda og blaða­manna, báðir fást við texta. Frá örófi hafa ríkt náin tengls á milli blaða­manna og rit­höf­unda; Jack London, Charles Dic­kens, Hem­ingway, Gabriel Garcia ... Það er erfitt að gera skýran grein­ar­mun á þessu, hvernig sem á er lit­ið. Blaða­menn eru eðli máls­ins ekki skúffu­skáld, það felst í orð­inu fjö­mið­ill, meðan ég ímynda mér að rit­höf­undar séu meira inn á við. Ég hef engar ambi­sjónir í þá átt að telj­ast rit­höf­und­ur, ég hef aldrei skilið yfir­læti rit­höf­unda í garð blaða­manna. Auð­vitað verður að gera skýran grein­ar­mun á til dæmis við­horfspistlum og gagn­rýni í blöð­um. Svo er eitt­hvað sem heitir Gonzo-­blaða­mennska þar sem blaða­mað­ur­inn lýsir upp­lifun sinni, ég leik mér stundum að því að blanda þessu saman og það ruglar fólk í rím­inu.

Eiríkur – hér eftir nefndur Eiríkur sam­fé­lags­skáld: Þú talar um bók­menntir en ég held í raun og veru að blaða­mað­ur­inn sé óaf­vit­andi storyt­eller að segja sögur úr sam­tím­anum og gefa út jafn­óð­um. Í fréttum byggir allt á stað­reyndum en það er stundum þannig, eins og ég las í Grapevine rétt áðan, að það getur eng­inn skáld­skapur yfir­stigið veru­leik­ann. Það er bara þannig og sem dæmi má nefna að ég hef skrifað um per­sónur í raun­veru­legu lífi sem taka fram öllum skáld­sagna­per­sónum sem ég hef kynnst. Ber þar fyrst að nefna: Pepsi-dreng­inn sem var rek­inn úr 10/11 fyrir að borga ekki sam­loku og Pepsi-dós áður en hann neytti þess í kaffi­tím­anum í vinn­unni. Svo varð þetta bara verrra og verra. Síðan gerð­ist það að þeir í versl­un­inni neydd­ust til að taka hann aftur í vinnu eftir sög­una sem sögð var í blað­inu. En ég ráð­lagði honum að gera það. Pabbi hans var vígslu­biskup í Skál­holti og eftir þetta sendi hann rit­stjórn­inni bréf og þakk­aði þeim fyrir að gera svona gott fyrir son sinn. Þá gerð­ist það að ég útveg­aði honum vinnu á bíla­leigu­stöð í stað­inn því hann hafði svo mik­inn áhuga á sport­bíl­um. Þá varð ég smá hræddur um að hann myndi stela bíl­un­um, ef hann væri kannski þjófur eftir allt sam­an. Núna er hann hönn­uð­ur.

Jak­ob: Nú ert þú orðin per­sóna í þinni sögu.

Eirík­ur: Nei, ég redd­aði honum bara vinnu. Allt í lagi að stela Pepsi-dós, ekki heilum sport­bíl.

Nú hafa karl­menn­irnir svo lengi haft orðið að spjall­inu er beint til Kol­brún­ar. Hún hef­ur, eins og kunn­ugt er, starfað ára­tugum saman sem bók­mennta­gagn­rýn­andi og blaða­mað­ur. Hvað dettur henni í hug þegar við tölum um fag­ur­fræði skáld­skapar í ljósi blaða­mennsku?

Kol­brún: Þá kemur fyrst og fremst upp í hug­ann sú skylda blaða­manns­ins að skrifa vel. Blaða­maður sem kærir sig ekki um að skrifa góðan texta á að vera ann­ars stað­ar. Það er stað­föst skoðun mín. Skylda hans er að skrifa góðan texta.

(Inn­skot Auðar og Báru: Hún heldur ekki orð­inu leng­i).

Reynsluboltar ræða saman.
Bára Huld Beck

Reyn­ir: Þegar ég byrj­aði sem blaða­maður í litlu þorpi var ég frétta­rit­ari. Mig dreymdi um að verða blaða­maður í fullu starfi. Og svo ein­hvers konar rit­höf­und­ur. Því það sem rit­höf­undur gerir er að vera ekki njörv­aður niður með óhefta tján­ingu. En þú vilt ekki vera frétta­skáld því það getur kallað yfir menn alls­konar vesen ef þú ert að skálda frétt­irn­ar. Þú getur lýst okkur hér að við sitjum á Bergs­son og þessi kona þarna kemur inn og heldur á vett­ling­unum sínum – og þú segir frá því. En lyk­il­at­riðið er að þú vilt ekki skálda frétt­ir. Það eru stífar reglur um það, tvær heim­ildir og allt það. Þess vegna er slökun í því að skrifa pistil – eins og pistil­inn minn í Stund­inni núna þar sem ég er að hafa hægðir upp á heiði. Pistill­inn heitir Ofskynj­anir í óbyggð­um. Menn fundu lykt og héldu að það væri verið að grilla. En þá var ég að kveikja í kló­sett­papp­írn­um. Svona get­urðu leikið þér og gengið laus. Í fréttum þarf að tékka á öllu, þú lýtur mjög ströngum aga ef þú vilt ekki lenda í fokki. Í bók get­urðu sagt allar sög­urn­ar. Kol­brún átti til að mynda dag­bækur sem voru mesti fjár­sjóður íslenskrar dægu­menn­ingar því þar voru allar sög­urnar sem mátti ekki segja.

Jak­ob: Okkur Hrafni Jök­uls­syni til mik­illar hrell­ingar sem vorum að vinna með henni og fengum ekki að birta neitt.

Reyn­ir: Eins og ást­ar­fund­ur­inn á ráð­herra­skrif­stof­unni. Þekktur fjöl­miðla­maður var annar aðili ást­ar­leiks­ins og hinn ráð­herra en ást­ar­leik­ur­inn átti sér stað á skrif­borð­inu. Þá kom næt­ur­vörð­ur­inn aðvíf­andi, sá þessi ósköp og skrif­aði um þau ýtar­lega skýrslu sem hann kom til for­sæt­is­ráð­herr­ans og lét liggja á borð­inu. Og for­sæt­is­ráð­herr­ann lét skýrsl­una alltaf liggja þarna þegar ráð­herr­ann kom. En þegar for­sæt­is­ráð­herr­ann lenti sjálfur í þessu ráðu­neyti ... hvað var það fyrsta sem hann gerði þegar hann sett­ist við skrif­borð­ið? Það var að hugsa: Nei, þetta vil ég ekki! – og hann fékk sér nýtt skrif­borð. Þetta er svo pott­þétt. Ég er með tvær heim­ildir fyrir þessu, fólki myndi bara ofbjóða að ég væri að fara svona inn í einka­líf fólks. En ég get það sem rit­höf­und­ur.

Kol­brún: Alls­konar svona sögur voru skrif­aðar í dag­bók­ina mína. Sem Reynir ætl­aði alltaf að gefa út.

Reyn­ir: Svo kveikti hún í dag­bók­un­um. Stærsta óhapp sem hefur orðið síðan hand­ritin í Kaup­manna­höfn brunnu.

Jak­ob: Veit Hrafn af þessu?

Reyn­ir: Þegar við stofn­uðum Ísa­fold lang­aði okkur að vera með syrpuna í fjórum blöð­um: Dag­bækur Kollu. Ég skrif­aði einu sinni langt sand­korn um þetta og sendi Kollu og hún brjál­að­ist.

Kol­brún: Nei, þú mátt ekki segja þetta! Þetta er alltof ...

Jak­ob: Non-fict­ion er að koma rosa­lega inn. Lítum til þess sem Mikki Torfa hefur verið að gera síð­ustu árin með verk­færum blaða­mennsk­unn­ar. Mörkin er orðin svo óljós. Mörkin milli blaða­mennsku og ævi­sögu eru orðin mjög óljós, eins og í öllu mál­unum með Jón Gnarr. Reynir fjall­aði mikið um bók Jóns.

Eirík­ur: Við blaða­menn getum skrifað og tekið ábyrgð en ekki rit­höf­und­arn­ir.

Reyn­ir: Jón Gnarr gefur út að þetta sé raun­veru­leik­inn. Frétta­blaðið slær þessu upp sem frétt sem byggir á því að bókin sé heil­agur sann­leik­ur, að bókin byggi á að níð­ingar hafi verið þarna. En þarna liggur alvar­an, því sagt er að kenn­ar­inn sé níð­ing­ur. Ef Jón hefði bara sagt að þetta væri skáld­saga þá hefði þetta horft öðru­vísi við. Hann kann jafn­vel að hafa trúað þessu sjálfur en eft­ir­grennslan á mál­inu segir okkur ann­að. 

Kol­brún: Hvort eigum við að trúa Birgittu eða Jóni? Kannski voru þau bara í hassvímu að borða katta­mat. Hvað veit ég? Jón Gnarr lýsir þarna upp­lifun sinni og skynj­un. Ég held að við öll myndum upp­lifa sama atvikið á ólíkan hátt og sjá það ólíkum aug­um.

Jak­ob: Mikki vill meina að það sé ákveð­inn sann­leikur í minn­ingum og hann búi í upp­lifun okkar á því sem ger­ist.

Þá berst talið aftur að yfir­lestri enda „heitt“ umræðu­efni í hópn­um.

Kol­brún: Í sam­bandi við að senda við­tal til yfir­lestrar þá er það ekki til að umbylta því heldur til að koma í veg fyrir rang­færslur og mis­tök. Ég man eftir því að hafa farið í við­tal þar sem rangt var eftir mér haft, ég las það við­tal ekki yfir og sá það ekki fyrr en ein­hverjum vikum eftir að það birt­ist. Það voru mjög slæmar rang­færslur í því við­tali. Einu sinni vildum við ekki sam­þykkja við­tal eftir yfir­lest­ur, stjórn­mála­manni ekki lík­aði ekki spurn­ing­arnar og tón­inn í því, en nær und­an­tekn­ing­ar­laust er það þannig að við­mæl­and­inn er sátt­ur, bætir jafn­vel við áhuga­verðum hlutum og við­talið verður betra.

Jak­ob: Þetta snýr að stöðu blaða­manns­ins. Ef hann sendir allt í yfir­lestur er hann hættur að vera blaða­maður og orð­inn að ein­hvers konar ímynda­ráð­gjafa. Þetta þekk­ist eig­in­lega hvergi ann­ars staðar en á Íslandi.

Eirík­ur: Við vitum ekki hvar við­talið endar í raf­rænum heimi. Að senda þetta út úr húsi! Það má eng­inn sjá þetta. 

Reyn­ir: Óðs manns æði að treysta þessu raf­ræna.

Kol­brún: Þau við­töl sem ég hef tekið í þrjá­tíu ár hafa alltaf byggt á trausti. Þið talið eins og við­töl séu hern­að­ar­leynd­ar­mál. Þetta er algjör della hjá ykk­ur.

Jak­ob: Netið hefur ger­breytt allri blaða­mennsku. Ég próf­aði að taka við­töl sem fóru fram á face­book, svona face­book-­spjall sem ég skrif­aði yfir í við­tals­form og þá liggur alveg fyrir hvað við­kom­andi sagði.

Kol­brún: Maður umskrifar við­töl en skrifar þau ekki beint nið­ur. Maður end­ur­skap­ar, tengir, sleppir og setur í sam­hengi. Þannig er þetta ekki skáld­skapur heldur ákveðin sköp­un. Við­tals­bækur sem þessir félagar mínir hér hafa skrifað byggj­ast líka á þessu.

Eirík­ur: Ég hef aldrei notað seg­ul­band. Banna það! 

Reyn­ir: Fag­ur­fræðin liggur í því að blaða­mað­ur­inn teiknar upp aðstæður með lit­ríkum hætti. „Fugl­arnir sungu í trján­um: Da da da ... “

Kol­brún: Þetta eru hræði­leg­ustu við­töl sem maður les. 

Reyn­ir: Ég er að vitna í Þór­berg. Kjell Inge Røkke! Ég las umfjöllun um hann, nær­mynd þar sem hann var kom­inn að því að verða gjald­þrota. Í fyrstu línum umfjöll­un­ar­innar var því lýst hvernig hann stóð úti í rökkri fyrir framan næt­ur­klúbb og grét. Þá var búið að ná mér, ég vildi lesa rest­ina. Þú þarft að ná þess­ari stemn­ingu, veiða les­and­ann svo hann vilji halda áfram að lesa.

Jak­ob: Þetta teng­ist þessu með blaða­mann­inn sem sögu­mann, að halda athygli les­and­ans.

Reyn­ir: Það finnst mér flott­ast í þessu. Að blanda saman flottum texta og frétta­nefi. Það eru bestu blaða­menn­irnir og þú sérð frétt­ina fyrir þér. Minn skóli var Flat­eyri þar sem ég var með seg­ul­band og mynda­vél og verk­efni dags­ins að finna þrjár frétt­ir. Eiríkur er soldið naskur að finna út frétt­irnar í þessu litla.

Jak­ob: Blaða­mað­ur­inn er litli putt­inn í þul­unni: Þessi fór í sjó­inn, þessi dró hann upp. Ég man bara litla putt­ann sem fór heim og kjaft­aði frá.

Bára Huld spyr: Eruð þið vissir um að vilja ekki lesa við­talið yfir – bara Kolla?

Eirík­ur: Ef þið skrifið eitt­hvað vit­laust tölum við ekki við ykkur aftur – nema prí­vat.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiFólk