Mynd: Bára Huld Beck.

Af hverju er himininn blár?

Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata ræðir af hverju hann hefur lagt fram meira en 100 fyrirspurnir á nýliðnu þingi, hvernig hann með þrautseigju og ítrekuðum spurningum kom upp um misnotkun á akstursgreiðslum til þingmanna sem nú hafa verið settar skýrari reglur um og hvað drífur hann áfram í störfum sínum á Alþingi.

Á vef Alþingis má finna 101 fyr­ir­spurn frá þing­mann­inum Birni Leví Gunn­ars­syni sem er langtum meira en frá nokkrum öðrum kollega hans á nýliðnum þing­vetri.

Þing­mað­ur­inn hefur stundum hlotið bágt fyrir þessa spurn­inga­gleði sína, ein­hverjir hafa kallað þær gagns­lausar fyr­ir­spurn­irnar og fjöldi þeirra kom­inn út í tóma þvælu, en Björn segir í sam­tali við Kjarn­ann að hann sé til í umræðu um inni­hald þeirra og til­gang hvenær sem er. Helst var hann til dæmis gagn­rýndur fyrir að spyrja um nafn höf­uð­borgar Íslands og minna spurn­ingar hans svo­lítið á spurn­ingar hins átta ára trít­ils Ara, hvers spurn­ingum full­orðna fólkið átti svo erfitt með að svara.

Á nýliðnum þing­vetri má segja að allt hafi farið í bál og brand þegar Björn fékk loks skýr­ari svör en áður, eftir margar til­raun­ir, við fyr­ir­spurnum sínum við akst­urs­kostnað þing­manna. Í kjöl­farið má segja að orðið hafi bylt­ing á upp­lýs­inga­gjöf þings­ins á hvers kyns greiðslum til þing­manna og þeim reglum sem um þær gilda og sér ekki fyrir end­ann á því.

Kjarn­inn tók Björn tali um hvað sé málið með allar þessar fyr­ir­spurn­ir, hvaða til­gangi þær þjóna og hvað það er sem drífur hann áfram í störfum hans á þing­inu.

Björn byrjar á því að taka það fram að þær séu nú ekki alveg svona margar fyr­ir­spurn­irn­ar, þó hann skammist sín alls ekki fyrir að vera þing­manna dug­leg­astur að spyrja. Og það er að vissu leyti rétt. Sumar fyr­ir­spurn­irnar eru hinar sömu, en beint til hvers og eins ráð­herra og verða þannig langtum fleiri. Ein­hverjar hafa verið slitnar í sundur eða dregnar til baka eftir atvik­um, en það er óum­deilt að fyr­ir­spurnir Björns Leví eru mjög marg­ar.

„Það kom mér eig­in­lega á óvart hversu margar fyr­ir­spurnir þetta urðu. Ég var bara að vinna þetta jafn­óðum og eftir því sem til­efni komu upp. Ef það kom til­efni til fyr­ir­spurn­ar, eitt­hvað sem vant­aði þá bara bjó ég til fyr­ir­spurn. Svo bara söfn­uð­ust þær upp.“

Þú hefur verið gagn­rýndur fyrir þetta magn fyr­ir­spurna. Hvernig svararðu þeirri gagn­rýni?

„Ég er til í umræðu um inni­hald fyr­ir­spurn­anna hvenær sem er. Það hefur kannski helst verið bent á fyr­ir­spurn um hvað höf­uð­borgin heit­ir, sem var fyr­ir­spurn sem var skipt upp í tvennt og missti þannig sam­heng­ið. En það kom út úr þeirri fyr­ir­spurn að fæð­ing­ar­staður barna er rangt skráður hjá Þjóð­skrá. Þannig að mér finnst það ekk­ert rosa­lega gagns­laus fyr­ir­spurn að fá það fram. Það er tengt ákveðnum vanda­málum hjá Þjóð­skrá varð­andi hvernig sveit­ar­fé­lög eru skráð, fyr­ir­tæki úti um allt þurfa að fara í sér­staka for­ritun til þess að bæta við og gera skrán­ing­una rétta, í stað þess að fá upp­lýs­ing­arnar réttar frá Þjóð­skrá. En eins og ég seg­i, ég er alltaf til í umræðu um efn­ið, og ef að það er eitt­hvað sem er gangs­laust, þá bara tek ég það á mig. Ég fékk hug­myndir um fullt af fleiri fyr­ir­spurnum sem að gerð­ust síðan ekki, bara af því að það var hægt að fá upp­lýs­ingar um það í gegnum aðrar leið­ir, í gegnum nefnd­ar­störfin eða í gegnum upp­lýs­inga­svið Alþing­is, þannig að það er ekki allt sem að ratar í þetta form­lega ferli.“

Bára Huld Beck

Björn segir að ef hann telur þörf fyrir almenn­ing að fá ein­hverjar upp­lýs­ingar þá leggi hann fram form­lega fyr­ir­spurn.

„Þegar maður gerir þing­lega fyr­ir­spurn sem að fer í þetta ferli, til ráð­herra og er birt hjá þing­inu, þá eru það upp­lýs­ingar sem ég tel að almenn­ingur ætti að vita. Þegar ég bið um eitt­hvað í gegnum nefndir eða upp­lýs­inga­svið þá er það til frek­ari úrvinnslu fyrir mig eða þing­flokk­inn sem að getur endað í frum­varpi eða fyr­ir­spurn til ráð­herra sem síðan endar í svari og upp­lýs­ingum fyrir almenn­ing. Það er þannig sem maður reynir alla­vega að hugsa ferl­ið. En maður veit nátt­úru­lega oft ekki hvaða svör maður fær fyrr en maður spyr og oft eru svörin ekk­ert endi­lega eitt­hvað sem er gagn­legt fyrir almenn­ing. Alvöru svörin við spurn­ing­unum gætu hins vegar verið það, nákvæm­ari svör. Maður fær rosa­lega oft svona „def­lect“ eða „ekki svar“. “

Aðspurður um hvort hann velti fyrir sér tím­anum sem taki ráðu­neytin að svara fyr­ir­spurnum hans eða kostn­aði við að veita þessi svör segir Björn að það komi að sjálf­sögðu til álita en sé ekki aðal­at­rið­ið.

„Þetta fer bara inn í ferlið og hags­muna­matið um það hvort þetta séu upp­lýs­ingar sem gagn­ast almenn­ingi. Það eru ákveðin verð­mæti í því. Ég get fa­bulerað um það að til dæmis spurn­ingar um akst­urs­kostn­að­inn geri það að verkum að það kemur beinn sparn­aður út úr því. Ekki bara þann tíma sem ég er á þingi heldur næstu hund­rað, tvö hund­ruð árin eða hvernig sem það verð­ur. Bara það á eftir að borga upp allan tíma og kostnað við allar fyr­ir­spurnir frá mér. Og það er lög­bundið hlut­verk ráðu­neyta að svara og veita upp­lýs­ing­ar.“

Að með­al­tali gerir þessi 101 fyr­ir­spurn frá Birni 1,3 fyr­ir­spurnir á hvert ráðu­neyti í mán­uði. Það er ekki sér­lega mik­ið, þó það megi gefa sér að sum ráðu­neytin fái eðli máls­ins sam­kvæmt fleiri spurn­ingar en önnur og þing­menn sem geta lagt fram fyr­ir­spurnir eru tæp­lega sex­tíu ef ráð­herrar telj­ast ekki með. Björn spyr, í ljósi þessa lög­bundna hlut­verks, hvað sé eðli­legt álag við svörun fyr­ir­spurna á hvert ráðu­neyti. Hver sé eðli­legur fjöldi á mán­uði.

„Hvað væri eðli­legur fjöldi á mán­uði? 10 fyr­ir­spurn­ir? Mér myndi ekki finn­ast það neitt rosa­lega mikið fyrir ráðu­neyti að glíma við. Frekar lítið eig­in­lega. Þau eru nátt­úru­lega að gera ýmis­legt ann­að, en mér fynd­ist í raun­inni óeðli­legt að kvarta yfir því ef þær eru 10 eða færri.“

Ég get fabulerað um það að til dæmis spurningar um aksturskostnaðinn geri það að verkum að það kemur beinn sparnaður út úr því. Ekki bara þann tíma sem ég er á þingi heldur næstu hundrað, tvö hundruð árin eða hvernig sem það verður. Bara það á eftir að borga upp allan tíma og kostnað við allar fyrirspurnir frá mér.

Talið bein­ist að akst­urs­kostn­að­inum og hvers vegna hann ákvað að byrja að spyrja út í þessar greiðslur og hvers vegna hann þrjóskað­ist við þegar hann fær ekki svörin sem hann von­að­ist eft­ir.

„Þetta byrjar held ég 2009 - 2013 kjör­tíma­bil­ið, þegar Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son sagð­ist afþakka greiðslur fyrir hús­næð­is­kostnað fyrir að vera lands­byggð­ar­þing­mað­ur, þegar hann flutti lög­heim­ilið sitt norður í land. Ég hugs­aði þá bara, heyrðu það er frá­bært. En af hverju þarf ég að treysta honum hvað það varð­ar? Af hverju sé ég það ekki bara ein­hvers staðar í starfs­kostn­að­ar­töl­um? Þannig að þegar ég kem síðan á þing, og hafði þá verið svo­lítið að klóra mér í koll­inum yfir þessu, þá kemst ég að því að ég get spurt um þetta. Ég læri hvernig þetta virkar aðeins bet­ur, ég get spurt um þing­menn, sem að maður hafði ekki séð ger­ast áður. Það hafði eng­inn þing­maður spurt um þetta á þing­inu, þrátt fyrir að fjöl­miðlar hafi spurt um þetta bara í þónokkuð mörg ár, þá þurfti ekki nema einn þing­mann til að spyrja um þetta.“

Björn seg­ist ein­fald­lega ekki hafa viljað treysta Sig­mundi, og stjórn­mála­mönnum almennt fyrir svona lög­uðu, heldur vildi hann að þetta væru ein­fald­lega bara aðgengi­legar upp­lýs­ing­ar.

„Þetta sem sagt byrj­aði þarna. Ég vildi fá að vita þetta með Sig­mund, og þá honum til hróss, ef að hann raun­veru­lega var að afþakka þessar greiðsl­ur. Í því ferli að fá svör við því þá kom þessi risa stóra tala bara upp úr dúrnum um heild­arakst­urs­kostnað sam­kvæmt akst­urs­dag­bók. Þá fór ég að fá ábend­ingar frá fólki sem taldi sig vita af hverju þetta var svona hár kostn­að­ur. Að það væru ýmsir þing­menn, þá sér­stak­lega Ásmundur Frið­riks­son, að koma við í kaffi hér og þar óum­beðn­ir, það er mæta bara í kaffi og skrifa það á starfs­kostn­að. Að mæta í kaffi og kleinur að spjalla um heima og geima. Ekki sem sagt boðuð koma og ekki umbeðin koma. Ekki form­legir fundir eins og kveðið er á um í regl­unum um þetta.“

Við tók nokkuð flókið ferli með óskýrum svör­um. Björn gat ekki fengið upp­lýs­ingar um akst­urs­greiðsl­urnar eftir þing­mönnum vegna per­sónu­vernd­ar­sjón­ar­miða. Þá bað hann um það skipt niður eftir kjör­dæm­um. Og bað bara um upp­hæð­ir, ekki nöfn þing­mann­anna. Að lokum fékk hann svar frá for­seta þings­ins með upp­hæðum þeirra 10 þing­manna sem þiggja hæstu akst­ur­send­ur­greiðsl­urnar frá þing­inu.

„Þá kemur í ljós hver röð­unin er og maður fór að fylla aðeins inn í eyð­urnar og ein­hverjir sögðu „þetta er ég“ og svo fram­veg­is. Smám saman fyllt­ist upp í þennan lista. Og í kjöl­farið er ákveðið að bara birta þennan starfs­kostnað yfir­leitt á vef­síðu þings­ins. Bara í heild­ina en ekki flokkað niður á mán­uði svo það þarf að vinna aðeins meira í því.“

Björn bætir því við að hann hafi síðan loks­ins fengið svar við upp­haf­legu vanga­veltum sínum hvað þetta varð­ar.

„Við fengum að lokum að sjá greiðsl­urnar flokk­aðar niður á hús­næð­is­kostnað og þá sá maður að Sig­mundur Davíð einmitt afþakk­aði ekki hús­næð­is­greiðsl­urn­ar. Þannig að upp­haf­lega pæl­ingin með þessu öllu skil­aði sér að lok­um.“

Og þessu ferða­lagi hans um greiðslur til þing­manna er ekki lok­ið.

„Maður sá líka dag­pen­inga og greiðslur til ráð­herra, spurn­ingar um þær spruttu upp úr þessu líka af því að regl­urnar voru eins og þær voru. Maður sér að for­seti þings­ins kemur stundum að morgni til á þing­bif­reið, það er spurn­ing sem hann er ekki búinn að svara til dæm­is, hvernig þau eru hlunn­indi reikn­uð. Og það hefur líka komið út úr þess­ari hlunn­inda spurn­ingu, fyrir þá sem að eru með bíla, hvernig eru reiknuð hlunn­indi fyrir þá. Það er alveg vitað fólk snatt­ast aðeins á bíl­un­um, í búð­ina á leið­inni heim og þann akst­ur, þá kíló­metra á að skrá en það er ekki gert.“

Bára Huld Beck

Af hverju finnst þér svona mik­il­vægt að þetta liggi allt fyr­ir?

„Við erum að díla við mjög mikið van­traust á stjórn­mál. Ein af lausn­unum við því er að sýna að við höfum ekk­ert að fela. Það mynd­ast svo margar gróu­sögur þegar það er svona mikið van­traust á stjórn­mál­in. Það sem maður gerir þegar maður sér þá gróu­sögu er að fá gögnin til að sýna fram á það að annað hvort er gróusagan rétt og þá býr maður í raun­inni til ákveðið traust með því að við­ur­kenna það sem er í gangi og þá kannski eftir atvikum ein­hver mis­tök eða þá að maður stað­festir að þetta er gróu­saga og sýnir að fólk er í alvöru að starfa þarna af heil­ind­um. Það er svona grunn­hug­myndin á bak við þessar fyr­ir­spurnir hjá mér.“

Björn segir annar til­gang sinn með öllum spurn­ingum sínum vera að sýna fram á fárán­leika þess að mikið af þessum upp­lýs­ingum liggi ekki fyr­ir.

„Með því að spyrja um þetta þá er ég að benda á að þetta er eitt­hvað sem ætti að vera aðgengi­legt. Mikið af þessum upp­lýs­ing­um, frá mínum bæj­ar­dyrum séð, með tölv­un­ar­fræði­bak­grunn, eru ein­faldar gagna­grunns­upp­flett­ing­ar. En það bendir allt til þess, miðað við hversu mikið er kvartað yfir því hversu mikil vinna það er að safna þessum upp­lýs­ingum sam­an, að upp­lýs­inga­skrán­ingin sé rosa­lega léleg. ­Með því að spyrja til dæmis um leigu­kostnað rík­is­stofn­ana, það eru upp­lýs­ingar sem ég myndi vilja að væru aðgengi­leg­ar, almennt séð væri það mjög hjálp­legt fyrir hið opin­bera og fjár­laga­nefnd og fleiri að geta fylgst með jafn­óð­um. Þá myndi maður von­ast til þess að þegar verið er að safna saman upp­lýs­ing­unum að þá væri í leið­inni nýtt tæki­færið til þess að búa til kerfi til þess að nálg­ast þessar upp­lýs­ingar ef þess þyrfti. Ég er viss um að það er ekki gert en kannski, með því að koma aftur og aft­ur, inn á þessa aðferð­ar­færði, að gera upp­lýs­inga­skrán­ingunna gagna­grunns- eða gagna­mið­aðri, þá er í fyrsta lagi hægt að svara spurn­ingum fljótt og fyrir lít­inn pen­ing og í öðru lagi bara að gefa út þessi gögn án þess að hafa nokkurn milli­lið í því.“

Aðspurður um við­horf stjórn­valda, bæði stjórn­sýsl­unnar og stjórn­mál­anna, til gagn­sæis og betri aðgang að gögn­um, segir Björn að það sé mjög mis­mun­andi.

„Ég hef unnið innan stjórn­sýsl­unnar og hún hreyf­ist ekk­ert rosa­lega hratt. Það er ekk­ert endi­lega mik­ill tími fyrir fólk til þess að pæla í þessu og læra nýja hluti hvað þetta varð­ar. Tölvu­læsið er ekk­ert gríð­ar­legt og það eru allt öðru­vísi starfsvenj­ur. Við erum orðin dálítið eft­irá hvað þetta varð­ar. En fólk skilur þetta samt  mjög vel, þetta er eitt­hvað sem þau vilja fara í átt­ina að. En ég held að skiln­ing­ur­inn á því hvernig og hversu mikið það kostar til að byrja með sé fólki dálítið ofviða. Og síðan er það hin hliðin á pen­ingn­um, þetta er líka nýtt sem ákveðið stjórn­tæki. Að halda upp­lýs­ingum frá fólki. Það er ekk­ert langt síðan gagna­grunnar Seðla­bank­ans voru búnir til. Áður fyrr var þetta bara ofan í skúffum inni á hverri skrif­stofu, og hver og einn sér­fræð­ingur átti sín gögn. Það þurfti bók­staf­lega að brjót­ast inn á skrif­stof­urnar til að ná í gögnin ef það þurfti að kom­ast í þau í sum­ar­leyfum eða eitt­hvað þvíum­líkt. Nú erum við komin með gagna­grunn­ana en þeir eru lok­að­ir. Næsta tog­streita er að stofn­anir sleppi hönd­unum af þessum grunn­gögn­um. Alveg eins og það var tog­streita að toga þau fyrst frá sér­fræð­ing­unum er það tog­streita núna að toga þau frá stofn­un­un­um. Samt sjá allir hversu miklu betri vinnan er eftir að gögnin náð­ust út úr skrif­stof­un­um. Samt er þessi tog­streita að vilja ekki missa þau síðan frá stofn­un­inn­i.“

Björn segir póli­tísku and­stöð­una sýni­legri, en líka lúmska.

„Við höfum til dæmis séð fjár­mála­ráð­herra koma upp í pontu og gagn­rýna fjölda fyr­ir­spurna. En opin­ber­lega ­sér maður enga tog­streitu hvað þetta varð­ar. Það eru til dæmis allir og amma þeirra farnir að tala um gagn­sæi, í öllum flokk­um. Sá slagur er í raun­inni dálítið unn­inn en það að fram­kvæma gagn­sæið er dálítið erf­ið­ara. Þó að við­horfið sé orðið það að gagn­sæi sé nauð­syn­legt, þá er það nátt­úru­lega hvað og hvernig sem er eft­ir, sem er ekk­ert rosa­lega auð­velt úrlausn­ar. Það er svo rosa­lega auð­velt að segj­ast vilja meira gang­sæi, það er miklu erf­ið­ara að fram­kvæma það. Sér­stak­lega þegar að starfs­þekk­ingin innan stjórn­kerf­is­ins er ekki mikið með þessa þekk­ingu sem til þarf.“Ég var búinn að kjósa nánast alla flokka og allir höfðu þeir valdið vonbrigðum.

Hvernig kemur það til að þessi tölv­un­ar­fræð­ingur ákveður að helga sig stjórn­mál­un­um?

„Ég hafði ekki fundið mig í neinum stjórn­mála­flokki fyrir 2013. Ég var búinn að kjósa nán­ast alla flokka og allir höfðu þeir valdið von­brigð­u­m. Ég var sem sagt í fram­halds­námi í Brandeis Uni­versity og var að kenna, var aðstoð­ar­kenn­ari í nám­skeiði sem hét „Inter­net and soci­ety“ eða inter­netið og sam­fé­lag­ið. Þetta var svona hönn­un­ar­nám­skeið eða kannski meira not­enda­hönn­un­ar­nám­skeið. Aðferð­ar­fræði um það hvernig maður leysir not­enda­vanda­mál. Maður sér þegar maður fer í gegnum þau ferli hversu lýð­ræð­is­leg þau eru. Maður getur notað þessar sömu aðferðir til þess að gera lýð­ræðið betra. Nám­skeiðið sýndi manni mikið hvernig sam­fé­lagið hefur breyst með til­komu inter­nets­ins. Hvaða mögu­leikar eru til staðar til lýð­ræð­isum­bóta útaf þessu sam­skipta­tæki. Maður líkir því við þegar prent­vélin kom. Magn upp­lýs­inga sem varð til, dreif­ing upp­lýs­inga og hver ný sam­skipta­tækni síðan þá hefur alltaf breytt sam­fé­lag­inu, alltaf til hins betra þó að breyt­ingin sé oft erf­ið. Og maður var ein­hvern veg­inn til­bú­inn til þess að nota þessa hug­mynd í lýð­ræð­inu í raun­inni. Ég hafði svo sem alltaf áhuga á því, af því mér fannst þetta svo aug­ljóst. Svona kerf­is­grein­ingar hlut­inn í mér alveg upp­veðr­ast að fá að koma svona í gang.“

Síðan kemur að kosn­ing­unum árið 2013.

„Þá popp­aði upp Píra­ta­flokk­ur­inn. Ég kann­að­ist við Smára og Helga frá eldri tíð og vissi því alveg hvers konar alvara var þar að baki. Þetta var ekk­ert upp á punt. Þannig að ég bauðst til að vera ein­hvers staðar á lista, ég var nátt­úru­lega í Banda­ríkj­un­um. Fáir höfðu hitt mig aðrir en þeir Helgi og Smári. Svo bara enda ég í öðru sæti á eftir Birgittu í Suð­vest­ur. Sem var mjög fynd­ið, fæstir þekktu mig hvað þá að fólk hefði yfir höfuð hitt mig. Ég bara datt inn í þetta, tók þess­ari nið­ur­stöðu sem vís­bend­ingu. Gerði mikið af því í kosn­ing­unum 2013, þar sem ég gat ekki verið með í safna und­ir­skrift­um, þar sem ég var ekki á staðn­um, að svara öllum spurn­ingum frá fjöl­miðl­um. Dældi því út. Fólk tók því greini­lega vel. Í fram­hald­inu ákváðum við að fara heim, konan mín kláraði sitt dokt­ors­nám og son­ur­inn var að byrja í grunn­skóla. Og það var búið að grípa mig að ná að koma þessari hug­mynda­fræði á fram­færi. Svona end­aði ég í þess­ari gerð­veik­i.“Bára Huld Beck

Hver eru mark­mið þessa spurn­ingaglaða þing­manns í starfi sínu?

„Að kynna gagn­sæið og lýð­ræð­is­mögu­leik­ana betur en líka að ein­hvern veg­inn að sýna hvernig stjórn­mál geta ver­ið. Af því að mér hefur alltaf fund­ist eins og fólk segi eitt og geri síðan annað þegar það er komið á þing. Ég skil ekki af hverju og ég skil það ekki enn­þá. En ég er far­inn að fatta betur kerfið á bak við sem að leiðir til þess. Fólk er þarna af heil­ind­um, lang­flest­ir, og í raun­inni all­ir, að minnsta kosti af sínum eigin heil­ind­um. En það kemur sér í aðstæður þar sem að þeirra sann­fær­ingar fær ekki að verða ofan á og það er flokksag­inn sem að verður ofan á. Kjarna­vanda­málið í íslenskum stjórn­mál­u­m.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiFólk