Hvers vegna hefur kjarabaráttan harðnað?

Harka er komin í kjarabaráttu ljósmæðra í kjölfar hópuppsagna og birtingu fjármálaráðuneytisins á launaþróun stéttarinnar. Hvers vegna munar enn svo miklu milli sjónarmiða ríkisstjórnarinnar og ljósmæðra?

Auglýsing
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.

Upp er komin alvar­leg staða innan heil­brigð­is­kerf­is­ins eftir hóp­upp­sögn fjölda ljós­mæðra og yfir­vof­andi yfir­vinnu­bann þar sem engin lausn er fundin á kjara­deilu þeirra. Þrýst­ingi er beytt á rík­is­stjórn­ina til að binda enda á deil­una, en sam­kvæmt henni er staða ljós­mæðra­launa og þróun hennar síð­ustu ár nokkuð góð miðað við sam­an­burð­ar­hæfar stétt­ir. Hvers vegna hefur kjara­bar­átta ljós­mæðra leitt til þess­ara upp­sagna ef laun þeirra eru svona há? 

Staðan alvar­leg

Í gær birtu stétt­ar­fé­lögin VR og Efl­ing yfir­lýs­ingu til stuðn­ings ljós­mæðra eftir fund með með­limum samn­inga­nefndar Ljós­mæðra­fé­lags­ins. Yfir­lýs­ingin kom út í kjöl­far upp­sagna tólf ljós­mæðra og kom­andi yfir­vinnu­bann sem tekur gildi um miðjan júlí ef ekki hefur verið samið fyrir þann tíma. Í morgun birt­ist svo til­kynn­ing frá fæð­inga-og kven­sjúk­dóma­læknum á Land­spít­al­an­um, en þeir hafa miklar áhyggjur af því hvað taki við þegar veru­lega sé byrjað að kvarn­ast úr hópi þeirra helstu sam­starfs­manna. 

Í ljósi upp­sagn­anna fund­aði Vel­ferð­ar­nefnd Alþingis einnig í dag með Land­lækni, heil­brigð­is­ráð­herra og full­trúum Land­spít­al­ans. Í sam­tali við Björn Leví Gunn­ars­son, þing­mann Pírata og nefnd­ar­mann, segir hann stöð­una alvar­lega. Júlí sé erf­iður mán­uður þar sem margir aðrir starfs­menn eru einnig í fríi og því sé sér­stak­lega sárt að missa starfs­menn í heil­brigð­is­þjón­ust­unni núna. Sömu­leiðis lagði þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar Guð­jón S. Brjáns­son fram bókun á fund­inum þar sem kraf­ist var þess að rík­is­stjórnin beitti öllum til­tækum ráðum til að leiða deilu sinni við ljós­mæður til lykta.

Auglýsing

Óljósar kröfur

Ekki hefur legið fyrir hverjar kröfur ljós­mæðra eru,en Katrín Sif Sig­ur­geirs­dótt­ir, for­maður samn­inga­nefndar Ljós­mæðra­fé­lags Íslands, hefur ekki gefið upp hversu mikla launa­hækkun félagið færi fram á í kjara­deil­unni. Þó hefur hún sagt að aðal­á­hersl­urnar liggi í grunn­launum ljós­mæðra og að þær lækki ekki í launum við það að fara úr starfi hjúkr­un­ar­fræð­inga í ljós­mæðra­starf­ið. 

Í við­tali Katrínar við Vísi í apríl síð­ast­liðnum sagði hún borð­leggj­andi að ljós­mæður hafi orðið á eftir í launa­þró­un. Enn fremur segir hún ljós­mæður hvergi nærri öðrum stéttum með svip­aða menntun og ábyrgð og eru á almenna mark­aðn­um. 

Hærri laun og meiri hækkun

Stað­hæf­ing Katrínar í apríl eru þó ólíkar nýjum upp­lýs­ingum fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins, sem birtar voru í dag vegna fjöl­miðlaum­fjöll­unar um kjara­bar­átt­una. Sam­kvæmt töl­unum hafa launa­hækk­anir ljós­mæðra síð­ustu tíu ára verið umfram hækk­anir heild­ar­launa sam­bæri­legra stétta.

­Töl­urnar sýndu einnig fjölda stöðu­gilda ljós­mæðra hjá rík­inu, en þeim fjölg­aði um 33% á meðan fæð­ingum fækk­aði um rúm 8% á tíma­bil­inu 2007-2017. Á sama tíma­bili hafa ljós­mæður fengið sömu hækk­anir og önnur BHM-­fé­lög, að und­an­skil­inni leið­rétt­ingu sem þær fengu árið 2008 vegna við­ur­kenn­ingar á auk­inni mennt­un.  

Þar að auki sýnir ráðu­neytið launa­þróun dag­vinn­u-og heild­ar­launa með­lima Ljós­mæðra­fé­lags Íslands til sam­an­burðar við með­limi BHM og Félags íslenskra hjúkr­un­ar­fræð­inga. Í þeim sam­an­burði hafa dag­vinnu­laun ljós­mæðra hækkað hlut­falls­lega mest auk þess sem krónu­tölu­hækkun heild­ar­launa ljós­mæðra hefur einnig hækkað umfram launa­breyt­inga hinna tveggja stétt­anna. 

Í fyrra stóðu dag­vinnu­laun með­lima Ljós­mæðra­fé­lags Íslands í 573 þús­und krón­um, en heild­ar­laun þeirra námu 848 þús­und­um. Bilið milli dag­vinnu­launa og heild­ar­launa er nokkuð breitt miðað við önnur félög innan BHM, en þar stendur með­al­tal dag­vinnu­launa í 608 þús­undum og heild­ar­launa í 718 þús­und­um. 

Ósann­gjarn sam­an­burður

Eftir birt­ingu fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins fyrr í dag birtu ljós­mæður launa­seðla sína á face­book-hópnum „Mæður og feður standa með ljós­mæðrum,“ og gagn­rýna þar fram­setn­ingu á heild­ar­launum ljós­mæðra harð­lega. Heild­ar­launin geri ráð fyrir 100 pró­sent vinnu, sem sé sjald­gæf meðal ljós­mæðra og í raun erfitt að fram­kvæma án þess að brjóta lög um hvíld­ar­tíma. Frá þessu var greint í Frétta­blað­inu.  Áslaug Vals­dóttir for­maður Ljós­mæðra­fé­lags­ins gagn­rýndi fram­setn­ingu fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins í sam­tali við Kjarn­ann fyrr í dag. Hún sagði ljós­mæður vera eina vakta­vinnu­stétt­ina innan BHM, en þær tækju á sig mikla yfir­vinnu og ynnu við mikið álag. Því væri ekki sann­gjarnt að bera saman heild­ar­laun dag­vinnu­stétta og vakta­vinnu­stétta. Ekki náð­ist í Katrínu Sif Sig­ur­geirs­dótt­ur, for­mann samn­inga­nefndar Ljós­mæðra­fé­lags­ins, við vinnslu frétt­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar