EPA

Fyrsta plastbarkaígræðslan – Tilraunaaðgerð á fölskum forsendum

Tómas Guðbjartsson vísar úrskurði Karolinska-stofnunarinnar um vísindalegt misferli á bug en þar kemur m.a. fram að ástand Andemariams Beyene hafi ekki réttlætt tilraunaaðgerðina. Háskóli Íslands og Landspítali munu fara yfir skýrslu Karolinska-stofnunarinnar og Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis taka málið upp að nýju.

Karol­inska-­stofn­unin hefur nú brugð­ist við nið­ur­stöðum sænsku Siða­nefnd­ar­innar um að vís­inda­legt mis­ferli hafi átt sér stað í greinum um plast­barka­málið svo­kall­aða. Engin ný gögn hafa þó komið fram í mál­inu.

Rektor Karol­inska-­stofn­un­ar­inn­ar, Ole Petter Ott­er­sen, sendi frá sér 25. júní úrskurð um plast­barka­málið þar sem Tómas Guð­bjarts­son, pró­fessor við HÍ og yfir­læknir á Land­spít­ala, er einn af sjö ein­stak­lingum sem úrskurð­aðir voru um vís­inda­legt mis­ferli í grein­un­um. Í ljósi þessa munu Land­spít­ali og HÍ fara yfir skýrsl­una og önnur gögn í mál­inu þrátt fyrir að hafa ályktað um málið áður í kjöl­far íslensku rann­sókn­ar­innar sem þessar sömu stofn­anir létu gera.

Tómas Guð­bjarts­son og Óskar Ein­ars­son lungna­lækn­ir, voru meðal höf­unda Lancet-­vís­inda­grein­ar­innar þar sem plast­barka­ígræðsl­unni í Andemariam T. Beyene, Eretr­íu­manni sem stund­aði meist­ara­nám í jarð­vís­indum við HÍ, var lýst sem sönnun á gildi (proof-of-concept) þess­arar braut­ryðj­andi skurð­að­gerð­ar. Aðgerðin var gerði í júní 2011, Beyene lést árið 2014.

Til grund­vallar úrskurðar Karol­inska-­stofn­un­ar­innar liggja nokkrir þætt­ir:

  1. Ástand fyrir aðgerð­ina á sjúk­lingnum var ekki rétt lýst og til­vísun breytt til að rétt­læta til­rauna­að­gerð­ina á sjúk­lingn­um. Engin for­senda var fyrir til­rauna­að­gerð­inni í lífs­bjarg­andi til­gangi og ekk­ert sem lá fyrir um að hún gæti heppn­ast.

  2. Ástandi sjúk­lings­ins í vís­inda­grein í Lancet, mán­uð­ina eftir aðgerð­ina þegar hann fékk með­ferð hér á landi, var ekki rétt lýst og sagt mun betra en það var í raun og sann­leik­anum þannig hag­rætt.

  3. Báðir íslensku lækn­arnir eru sagðir hafa van­rækt skyldu sína til að gera athuga­semdir við rang­færslur grein­ar­innar en Tómas var í for­svari fyrir með­ferð Beyene og Óskar fram­kvæmdi berkju­spegl­anir á honum fyrir og eftir til­rauna­að­gerð­ina.

Greinin í Lancet birt­ist 24. nóv­em­ber 2011 þar sem lýst var skurð­að­gerð sem mark­aði tíma­mót í lækn­is­fræði. Um var að ræða plast­barka sem bað­aður hafði verið í stofn­frumum sjúk­lings­ins í 36 klst. og græddur síðan í hann. Vonir stóðu til að þessi aðferð gæti skapað nýja mögu­leika til að mæta skorti á líf­fær­um. Lancet-­greinin birt­ist um fimm mán­uðum eftir til­rauna­að­gerð­ina á Beyene á Karol­inska-há­skóla­sjúkra­hús­inu sem gerð var af teymi skurð­lækna sem Paolo Macchi­ar­ini leiddi.

Paolo Macchiarini.

Sjúk­ling­ur­inn, Andemariam Beyene, hafði hæg­vax­andi æxli í barka, eins og fram kemur í skýrslu Rann­sókn­ar­nefndar HÍ og Land­spít­ala. Hluti þess var fjar­lægur 2009 og tók það um 19 mán­uði að verða til veru­legra óþæg­inda þannig að það þrengdi að önd­un­ar­vegi hans. Tím­inn hefði því verið nægur til að taka ígrund­aða ákvörðun eftir því sem fram kemur í Rann­sókn­ar­skýrsl­unni. Rann­sókn­ar­nefndin komst að þeirri nið­ur­stöðu að rétt­ast hefði verið í ljósi þessa að gera leisi-að­gerð á Beyene eins og ráð­lagt var á Massachu­setts Gener­al-­spít­al­anum í Boston, einu virtasta háskóla­sjúkra­húsi í heimi.

Enn fremur segir í Rann­sókn­ar­skýrsl­unni: „Í sjúkra­skrá Andemari­ams er ekk­ert skráð um að honum hafi verið leið­beint um fyr­ir­hug­aða með­ferð á Karol­inska-háskólasjúkra­hús­inu og um önnur þau atriði sem skylt er að veita leið­bein­ingar um, þrátt fyrir skýr fyr­ir­mæli 5. gr. laga nr. 74/1997 um rétt­indi sjúklinga.“

Ákveðið snemma í ferl­inu að skrifa vís­inda­grein í virt tíma­rit

Andemariam BeyeneEftir til­rauna­að­gerð­ina og mjög snemma í ferl­inu var haf­ist handa við að vinna að vís­inda­grein og voru þá tekin blóð­sýni, loft­vegur Beyene spegl­aður og haft sam­band við eitt virtasta tíma­rit í lækna­vís­ind­um, New Eng­land Journal of Med­icine (NEJM). Macchi­ar­ini tjáði Tómasi að hann myndi gera ráð fyrir einum með­höf­undi fyrir utan Tómas frá Íslandi á grein­inni og stakk upp á Ósk­ari Ein­ars­syni lungna­lækni sem hefði gert berkju­spegl­anir á Beyene.

Tíð bréfa­skipti milli Tómasar og ann­arra með­höf­unda voru um efn­is­tök að grein sem ætl­unin var að birta í NEJM. Í októ­ber skrif­aði Macchi­ar­ini Tómasi og öðrum sem að til­rauna­að­gerð­inni komu bréf þess efnis að NEJM hefði hafnað grein­inni. Athug­semdir voru gerðar við að engin leyfi voru fyrir hendi til að nota gervi­bark­ann í aðgerð­inni og leyfi vant­aði frá vís­inda­siða­nefnd.

Þá var ákveðið að senda grein­ina til Lancet sem sam­þykkti hana og virð­ist hafa gert ráð fyrir að öll til­skilin leyfi væru fyrir hendi. Vís­inda­grein um fyrstu plast­barka­að­gerð­ina sem gerð var á lif­andi mann­eskju var birt í Lancet-­vís­inda­tíma­rit­inu.

Mik­il­vægum upp­lýs­ingum ekki komið til með­höf­unda

Lýs­ing á ástandi sjúk­lings­ins við útskrift af Karol­inska-há­skóla­sjúkra­hús­inu mán­uði eftir aðgerð­ina hélst óbreytt fram að loka­út­gáfu Lancet-­grein­ar­inn­ar.

Nið­ur­stöður síð­ustu spegl­unar á Beyene frá októ­ber 2011 sýndu hins vegar að plast­bark­inn var harður eins og plast og að eng­inn þekju­vefur klæddi hann eins og til stóð og voru þessar upp­lýs­ingar hvorki hafðar með í Lancet-­grein­inni né séð til þess að þær bár­ust með­höf­und­um, sem höfðu því ekki réttar upp­lýs­ingar þegar greinin var send til Lancet. Tómas kveðst hafa komið upp­lýs­ing­unum á fram­færi við Macchi­ar­ini og Jung­bluth, hans nán­asta sam­starfs­manns, en plast­barki Beyene var langt frá því að hafa þró­ast eins og vonir stóðu til.

Í Rann­sókn­ar­skýrsl­unni segir enn frem­ur: „Hið sama gildir um þá full­yrð­ingu sem fram kemur í grein­inni um að Beyene hafi verið ein­kenna­laus hvort sem litið er til heilsu­fars hans fjórum eða fimm mán­uðum eftir aðgerð. Lýs­ingar á barka Andemariam Beyene í Lancet-­grein­inni þar sem segir að sjúk­ling­ur­inn hafi „nán­ast eðli­legan önd­un­ar­veg“ getur varla stað­ist og er ekki í sam­ræmi við nið­ur­stöður rannsókna sem Tómas Guð­bjarts­son og Óskar Ein­ars­son höfðu um heilsu­far Beyene þegar vís­inda­grein­inni var skilað til Lancet.“

Karl-Henrik Grinnemo.Í við­tali við Karl-Hen­rik Grinnemo, einum af svoköll­uðum upp­ljóstr­urum í plast­barka­mál­inu, segir hann að Macchi­ar­ini hafi blásið á gagn­rýni rit­rýna NEJM um að leyfi hafi skort og segir jafn­framt að íslensku lækn­arnir hefðu átt að koma áleiðis upp­lýs­ingum um ófull­nægj­andi ástand barka Beyene til með­höf­unda til að réttar upp­lýs­ingar færu í vís­inda­grein­ina en það hafi þeir ekki gert og lítur hann það mjög alvar­legum aug­um. „Þegar barki Beyene var spegl­aður í októ­ber, um mán­uði fyrir birt­ingu Lancet-­grein­ar­inn­ar, var hann þak­inn slími, harður við­komu eins og plast og eng­inn þekju­vefur fyrir hendi eins og hefði átt að vera. Þessum upp­lýs­ingum var ekki komið til ann­arra með­höf­unda sem urðu að treysta upp­lýs­ingum frá Íslandi. Báðir íslensku lækn­arnir fylgdu Beyene eft­ir, sáu um eft­ir­með­ferð­ina og hefðu átt að koma réttum upp­lýs­ingum áleiðis til allra með­höf­unda og að hafa áhrif á það sem stóð í Lancet-grein­inni sem var allt annað en var í raun­inni og í grein­inni eru margar stað­reynd­ar­vill­ur,“ segir Grinnemo sem er einn sjö höf­unda sem hafa verið úrskurð­aðir sekir um vís­inda­legt mis­ferli. 

Þetta er þáttur sem báðir íslensku lækn­arnir eru ásak­aðir um í úrskurði Karol­inska-­stofn­un­ar­inn­ar. „Sjúk­ling­ur­inn kom síðan á Karol­inska-há­skóla­sjúkra­húsið og hafði þá meiri háttar bráð vanda­mál varð­andi plast­bark­ann sem íslensku lækn­arnir hefðu líka átt að bregð­ast við og koma á fram­færi.“

Hér vísar Grinnemo til þess að Beyene hafi þurft að fá stoð­net í bark­ann til að loft­veg­ur­inn félli ekki sam­an. Hann telur þetta mjög alvar­leg mis­tök hjá íslensku lækn­un­um. Vegna þess að upp­lýs­ingum um slæmt ástand eftir til­rauna­að­gerð­ina á Beyene hafi ekki verið komið áleiðis hafi Macchi­ar­ini getað gert fleiri plast­barka­að­gerðir á Karol­inska-há­skóla­sjúkra­hús­inu.

Gerðu ekki grein­ar­mun á með­ferð og rann­sókn

Ástríður Stef­áns­dótt­ir, læknir og dós­ent í sið­fræði við Háskóla Íslands, segir að þegar verið var að safna sýnum og berkju­spegla fyrir vís­inda­grein­ina sé ljóst að íslensku lækn­arnir hafi ekki verið með það nógu skýrt í sínum huga hvað sé með­ferð og hvað rann­sókn. „Þar var ákveðin laus­ung varð­andi verk­ferla og þá sér­stak­lega er snúa að hinum sið­ferði­lega þætti eins og að afla til­skil­inna leyfa frá sjúk­lingi og jafn­vel einnig varð­andi með­höndlun sjúkra­gagna. Það verður að gera þá kröfu til starfs­manna sem eru pró­fess­orar og með dokt­or­snema undir sinni hand­leiðslu að þeir hafi þessa þekk­ingu og virði þessar regl­ur.

Þegar tölvu­póstar og sam­tíma­heim­ildir eru skoð­aðar í þessu máli má einnig víða lesa á milli lín­anna að siða­reglur og kröfur sem gerðar eru virð­ast ekki teknar alvar­lega, það er eins og það sé á ein­hvern hátt afsak­an­legt að fara á bak við þær eða „beygja“ þær til að „æðri“ mark­miðum sé náð. Það að fá umsögn siða­nefnd­ar, bera sig rétt að við að fá leyfi hjá sjúk­lingi, með­höndlun und­ir­skrifta og sjúkra­gagna verður allt auka­at­riði en ekki hluti af hinu raun­veru­lega ferli. Þetta er hættu­leg hugs­un. Að fá leyfi sjúk­lings og siða­nefndar er ekki til að hindra eða tefja rann­sókn heldur mik­il­vægur hluti af gæða­ferli rann­sókn­ar­inn­ar. Mér finnst ekki hægt að láta það óátalið þegar menn sýna af sér svona ógætni. Það er örugg­lega ekki ásetn­ingur að gera slæman hlut en það er að minnsta kosti gáleysi – og kannski víta­vert gáleysi – þarna þurfa stjórn­endur stofn­ana að greina á milli, það er að segja, er þetta að ein­hverju leyti afsak­an­legt gáleysi eða víta­vert gáleysi?“ spyr Ástríð­ur.

Þar var ákveðin lausung varðandi verkferla og þá sérstaklega er snúa að hinum siðferðilega þætti eins og að afla tilskilinna leyfa frá sjúklingi og jafnvel einnig varðandi meðhöndlun sjúkragagna.
Ástríður Stefánsdóttir, læknir og dósent í siðfræði.
Aðsend mynd.

Plast­barka­málið varðar alþjóð­legt vís­inda­sam­fé­lag

„Ef við horfum á önnur mál af líkum toga þá er þetta mál á heims­vís­u,“ segir Ástríð­ur. „Málið er í far­vegi stofn­ana, í höndum yfir­manna stofn­ana, bæði hvort og þá hvernig verður tekið á þessu. Hvort það hefur ein­hverjar afleið­ingar fyrir ein­stak­linga eða ekki, hvort það verður frá vina­legu til­tali eða upp í það að menn missi ein­hverjar veg­tyll­ur.“

Ástríður bendir á að hér á landi séu engin lög til að styðj­ast við þegar svona mál komi upp, þau hvíli á stjórn­endum stofn­ana að skoða.

Læknar sem hafa tjáð sig hafa mætt and­stöðu

Ástríður segir að fjöl­margir læknar séu ugg­andi yfir að ekk­ert hafi verið gert út af þessu. „Þetta særir sjálfs­mynd þeirra en þeir eru ekki til­búnir til að stíga fram og tjá sig nema örfáir sem hafa jafn­vel fengið að finna fyrir því. Per­sónu­lega myndi fólk hugs­an­lega tapa og jafn­vel fjár­hags­lega líka eins og Karl-Hen­rik Grinnemo en hann missti stöðu sína hjá Karol­inska-há­skóla­sjúkra­hús­inu sem lengi hefur neitað að biðja hann og fjór­menn­ing­ana, upp­ljóstr­ar­ana, sem fyrstir kærðu Macchi­ar­ini fyrir vís­inda­mis­ferli, afsök­un­ar. Læknar sem hafa tjáð sig opin­ber­lega um málið hér hafa mætt and­stöðu og þess eru dæmi að haft hafi verið í hót­unum við þá.“ Blaða­maður hefur undir höndum tölvu­póst sem við­tak­andi upp­lifði sem hótun vegna þess að hann hafði tjáð sig um málið á opin­berum vett­vangi.

Lög og reglur til að vernda sjúk­ling­inn

Kell Asplund, fyrr­ver­andi land­læknir í Sví­þjóð, hélt fyr­ir­lestur um plast­barka­málið á vegum Sið­fræði­stofn­unar 2017 og sagði m.a.: „Lækn­arnir sem tóku þátt í þessu verk­efni voru drifnir áfram af við­leitni til að hjálpa sjúk­lingi sínum en það rétt­lætir ekki að farið sé fram hjá lögum og regl­um. Þau eru til að vernda sjúk­ling­inn.“ Hann sagði að læknar mættu aldrei taka áhættu gagn­vart sjúk­lingi, það gæti e.t.v. átt við aðra þætti þegar verið væri að gera nýja hluti, en mætti aldrei snerta sjúk­linga. „Svo virt­ist sem að margar ákvarð­anir í plast­barka­mál­inu hafi verið teknar í flýt­i.“ Um vernd upp­ljóstr­ara segir Asplund: „Gagn­rýnin hugsun er grund­vall­ar­at­riði í vís­inda­rann­sóknum og upp­ljóstr­arnir voru ekki með­höndl­aðir með sann­gjörnum hætti. Það á ekki að refsa fólki fyrir slíkt. Það ætti að huga að því alls staðar hvernig upp­ljóstr­arar eru með­höndl­að­ir.“

Læknarnir sem tóku þátt í þessu verkefni voru drifnir áfram af viðleitni til að hjálpa sjúklingi sínum en það réttlætir ekki að farið sé fram hjá lögum og reglum. Þau eru til að vernda sjúklinginn.

Að loknum fyr­ir­lestr­inum var athuga­semd varpað fram um að 6 vikum eftir plast­barka­að­gerð­ina hefðu íslensku lækn­arnir séð að hún hefði mis­tek­ist þar sem engin ný slím­húð hafði mynd­ast í plast­stoð­grind­inni. Þetta hafi ekki ratað í Lancet-­grein­ina. Ákveðnir höf­undar fengu loka­út­gáf­una þar sem Macchi­ar­ini hafi spurt hvort það væru ein­hverjar athuga­semd­ir, þ. á m. Tómas Guð­bjarts­son en hann hafi ekki gert neinar athuga­semd­ir. Eftir hafi staðið að sjúk­lingi vegn­aði vel og að „bark­inn væri næstum eðli­leg­ur.“

Þá kom fram að Aned­mariam Beyene hafi sagt í nóv­em­ber sama ár í sjón­varps­við­tali um mál­ið: „How can they write it, if it is not truth? I am going down and they still write this ...!“

Hlut­verk Vís­inda­siða­nefndar að verja hags­muni þátt­tak­enda

Meg­in­hlut­verk Vís­inda­siða­nefndar er að fara yfir rann­sókn­ar­á­ætl­anir vís­inda­manna, bæði vís­inda­lega þátt­inn og þann sið­fræði­lega, en einnig hags­muni þátt­tak­enda. Þá hefur nefndin heim­ild til að draga til baka leyfi fyrir rann­sóknum sem hún telur að upp­fylli ekki kröfur nefnd­ar­innar eða ef reglur eða lög hafi verið brotin en nefndin getur einnig vísað slíkum málum til Emb­ættis land­lækn­is. Þung við­ur­lög geta legið við ef rann­sak­endur ger­ast brot­legir í með­ferð líf­sýna og gagn­vart rétt­indum sjúk­linga.

Grein Andrew Wakefi­eld um tengsl bólu­setn­inga og ein­hverfu sem birt­ist 1998 er eitt þekktasta dæmið um vís­inda­legt mis­ferli síð­ustu ára. Rann­sókn hans náði ein­ungis til tólf barna. Seinna kom í ljós að Wakefi­eld hafði falsað nið­ur­stöður rann­sókn­ar­inn­ar. Lancet dró grein­ina til baka og Wakefi­eld missti lækn­inga­leyf­ið. Hinar meintu nið­ur­stöður höfðu hins vegar veiga­mikil áhrif því því komið hefur í ljós að for­eldrar barna með ein­hverfu láta síður bólu­setja börn sín.

Dr. Vil­hjálmur Ari Ara­son heim­il­is­læknir er einn sára­fárra lækna sem hafa tjáð sig opin­ber­lega um plast­barka­mál­ið. Hann bendir á að vís­inda­mis­ferli séu tekin mjög alvar­lega í vís­inda­heim­inum og þeir sem verði upp­vísir að slíku missi stöðu og jafn­vel æru.

Í Rann­sókn­ar­skýrsl­unni kom fram að lög nr. 44/2014 um vís­inda­rannsóknir á heil­brigð­is­sviði væru haldin þeim ágalla að Vís­inda­siða­nefnd hefði of litlar vald­heim­ildir til afskipta af vís­inda­rannsóknum sem van­rækt hefði verið að sækja um leyfi fyr­ir, sbr. 29. gr. lag­anna.

Tveir nefndarmenn rannsóknarnefndarinnar – María Sigurjónsdóttir og formaður nefndarinnar Páll Hreinsson.
Bára Huld Beck

Í íslensku Rann­sókn­ar­skýrsl­unni seg­ir: „Það er mat nefnd­ar­innar að for­svars­menn Land­spítala og Háskóla Ís­lands þurfi að vekja athygli hlut­að­eig­andi ráð­herra á þessum alvar­lega ann­marka fram­an­greindra laga.“ Í svari frá Páli Matth­í­assyni, for­stjóra Land­spít­ala, segir að athygli ráðu­neyta hafi verið vakin á þessum ágalla.

Vikið er að því að leyfi hefði þurft frá Vís­inda­siða­nefnd fyrir rann­sókn­unum sem gerðar voru á Andemariam Beyene á Land­spít­al­anum vegna skrifa vís­inda­grein­ar­innar í Lancet. Spyrja má hvort Vís­inda­siða­nefnd hefði ekki átt að stíga inn málið árið 2015 þegar alvar­legar ásak­anir komu fram fram um vís­inda­mis­ferli í Lancet-­grein­inni og að ástandi Beyene hafi ekki verið rétt lýst þar. Í lögum um vís­inda­rann­sóknir á heil­brigð­is­sviði nr. 44 frá 2014 seg­ir: 29. gr. Eft­ir­lit með vís­inda­rann­sókn­um. ­Vís­inda­siða­nefnd og siða­nefndir heil­brigð­is­rann­sókna hafa eft­ir­lit með vís­inda­rann­sóknum á heil­brigð­is­sviði.

Svar Eiríks Bald­urs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Vís­inda­siða­nefnd­ar, við spurn­ingu um hvort nefndin hefði ekki átt að vekja athygli á að hér hafi farið fram vinna við vís­inda­rann­sókn án leyfis árið 2015 og ekki hefði verið fyr­ir­liggj­andi leyfi frá vís­inda­siða­nefnd í Sví­þjóð (Skýrsla Bengts Gerdins) fyrir rann­sóknum á Andemariam Beyene, var eft­ir­far­andi: „Þau lög sem þú vísar til tóku gildi 1. jan­úar 2015. Atvikin sem þú fjallar um áttu sér hins vegar stað nokkrum árum fyrr.

Eft­ir­lit Vís­inda­siða­nefndar (og siða­nefnda heil­brigð­is­rann­sókna) tak­markast við þær vís­inda­rann­sóknir á heil­brigð­is­sviði sem eru leyf­is­skyldar hjá nefnd­inni og hafa hlotið heim­ild henn­ar. Leiki vafi á hvort um er að ræða vís­inda­rann­sókn á heil­brigð­is­sviði sker Vís­inda­siða­nefnd úr um það. Það er ekki í verka­hring nefnd­ar­innar að fjalla um úrræði sem gripið er til í með­ferð­ar­skyni …“.

Siða­reglum lækna mun ekki hafa verið fylgt í rann­sóknum á Andemariam Beyene sam­kvæmt því sem kemur fram í íslensku Rann­sókn­ar­skýrsl­unni, einkum í gr. 6 og 7.

Vildu fjar­lægja fjar­lægja nöfn sín af Lancet-­grein­inni um sex árum seinna

Bengt Gerdin sagði árið 2016 eftir að plast­barka­málið komst aftur í umræð­una það aug­ljós­lega rangt að fram­kvæma allar berkju­spegl­an­irnar og töku sýna frá bark­anum til rann­sóknar án þess að hafa til þess leyfi frá vís­inda­siða­nefnd. „Það gildir bæði um það sem var gert í Reykja­vík og Stokk­hólmi og ætti að leiða til laga­legrar ábyrgðar af ein­hverju tag­i,“ segir Gerdin. „Það er eft­ir­tekt­ar­vert að íslensku lækn­arnir hafa ekki óskað eftir að nöfn þeirra væru tekin af Lancet-­grein­inni. Að minnsta kosti fjórir með­höf­undar hafa gert það. Það hefði verið tákn um sak­leysi þeirra.“

Um sex árum eftir birt­ingu Lancet-­grein­ar­innar ósk­uðu íslensku höf­und­arnir eftir að nöfn þeirra yrðu fjar­lægð af grein­inni.

Mál­þingið í HÍ víða gagn­rýnt

Ári eftir til­rauna­að­gerð­ina á Beyene var haldið mál­þing er bar yfir­skrift­ina „Stofn­frumur á manna­máli“ í Háskóla Íslands á vegum Lækna­deild­ar. Mál­þingið hefur verið gagn­rýnt víða þar sem plast­barka­ígræðsl­unni var lýst sem vel heppn­aðri. Enn fremur var Beyene þátt­tak­andi í mál­þing­inu. Á þessum tíma hafði heilsu Beyene hrakað og hann kom­inn með stoð­net til að loft­veg­ur­inn félli ekki sam­an.

Karl-Hen­rik Grinnemo telur mál­þingið enn einn þátt­inn sem sé alvar­legur í aðkomu Íslend­inga í þessu máli. Þó að hlið­ar­verk­anir hafi verið kynntar sem komu upp eftir plast­barka­að­gerð­ina þá hafi jákvæðar nið­ur­stöður plast­barka­að­gerð­ar­innar verið meg­in­nið­ur­staða mál­þings­ins og skap­aði grund­völl fyrir Macchi­ar­ini til að fram­kvæma fleiri slíkar aðgerð­ir. Slíkt hefði mátt koma í veg fyrir með því að vekja athygli á að plast­barka­að­gerðin á Beyene var ekki að virka eins og til stóð.

Belgíski brjóst­hols­skurð­lækn­ir­inn Pierre Dela­ere, sem kom fram í sjón­varps­þátt­unum í sjón­varps­þátt­unum Experimenten, var fyrstur til að gera úttekt á plast­barka­ígræðslum Macchi­ar­in­is, segir mál­þingið hneyksli sem hefði aldrei átt að eiga sér stað. „Sjúk­lingnum var fagnað eins og stór­verk hafi verið unnið þrátt fyrir að hann hefði alvar­lega fylgi­kvilla, eins og má sjá í heim­ild­ar­mynd­inni Experiment­en.“

Sjúklingnum var fagnað eins og stórverk hafi verið unnið þrátt fyrir að hann hefði alvarlega fylgikvilla.
Ráðstefna í HÍ 2012. Anemarian Beyene spjallar við Paolo Macchiarini.
Háskóli Íslands

Kjell Asplund tekur í sama streng og segir mál­þingið í Háskóla Íslands lík­lega eitt það versta við plast­barka­mál­ið. „Vegna þess að það gaf tón­inn til að halda áfram,“ segir hann.

Íslenska rann­sókn­ar­nefndin fjall­aði ekki um mál­þingið sökum þess að hana skorti nákvæmar upp­lýs­ingar um efni fyr­ir­lestr­anna til að taka afstöðu til þess sem þar kom fram um auka­verk­anir og vanda­mál sem komu upp eftir aðgerð­ina. „Það er mat nefnd­ar­innar að óháð fram­an­greindum sjón­ar­miðum hafi veiga­mestu sjón­ar­miðin sem taka bar til­lit til, þegar tekin var ákvörðun um þátt­t­öku Andemari­ams í mál­þing­inu, verið þau hvernig heilsu Andemari­ams var þá háttað auk þeirra sið­ferði­legu sjón­ar­miða að forð­ast beri að draga sjúklinga fram í fjölmiðlum og standa beri vörð um frið­helgi þeirra, einkalíf og sjálfsákvörð­un­ar­rétt. Einnig kemur fram að Tómas hafi sett ámæl­is­verða pressu á Andemariam Beyene að aðstoða fyr­ir­tækið við að svara spurn­inga­list­un­um.“

Háskóli Íslands og Land­spít­ali fara yfir úrskurð Karol­inska-­stofn­un­ar­innar um að Tómas Guð­bjarts­son hafi gerst sekur um vís­inda­legt mis­ferli

Ábyrgð stofn­ana, Land­spít­ala og HÍ, virð­ist vera umtals­verð í plast­barka­mál­inu. Um hvaða þýð­ingu úrskurður nið­ur­staða Karol­inska-­stofn­un­ar­innar um vís­inda­legt mis­ferli Tómasar Guð­bjarts­son­ar, pró­fess­ors og yfir­læknis á Land­spít­ala, hefði fyrir Háskóla Íslands, svar­aði Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Háskóla Íslands: „Karol­inska Institu­tet hefur núna úrskurðað um vís­inda­þátt plast­barka­máls­ins. Háskóli Íslands hefur áður tekið þann þátt fyrir og svar­aði 5. apríl með hlið­sjón af nið­ur­stöðum í skýrslu óháðrar nefndar Háskól­ans og Land­spít­ala um málið. Land­spít­ali og Háskóli Íslands munu saman og í sitt hvoru lagi fara yfir þessa nýju skýrslu Karol­inska Institu­tet eins og önnur gögn sem fram hafa komið í þessu erf­iða og flókna máli.“ 

Þá mun Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd fjalla um málið að nýju.

Mann­rétt­indi fyrir borð borin

Til­rauna­að­gerðin á Andemariam Beyene hefði að öllum lík­indum ekki verið gerð nema vegna þess að röng lýs­ing á ástandi hans var sett fram og til­vísun breytt í maí 2011 sem fól í sér að ekki var lengur gert ráð fyrir mögu­leika á leysi­að­gerð á krabba­mein­inu

Í nið­ur­stöðum íslensku Rann­sókn­ar­skýrsl­unnar kom fram að lífi þriggja ein­stak­linga hafi verið kerf­is­bundið stofnað í hættu vegna plast­barka­ígræðslna á Karol­inska-há­skóla­sjúkra­hús­inu og að allir hafi þeir átt undir högg að sækja í sam­fé­lag­inu. Þetta hafi verið gert á grund­velli áforma stofn­un­ar­innar um upp­bygg­ingu mið­stöðvar fyrir háþró­aðar aðgerðir á önd­un­ar­vegi og er að mati nefnd­ar­innar ekki hægt að úti­loka að með þessu hafi 2. gr. mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu verið brot­in. Páll Matth­í­as­son, for­stjóri Land­spít­ala, hefur sagt að þetta sé alvar­leg­asti þátt­ur­inn við plast­barka­mál­ið, að það kunni að varða mann­rétt­inda­brot, allir verði að læra af þessu hörmu­lega máli.

Tómas Guð­bjarts­son hefur ekki viljað tjá sig í fjöl­miðlum um úrskurð­inn en sendi frá sér yfir­lýs­ingu á Face­book-­síðu sinni.

Kæru face­book vin­ir Enn á ný er ég til umfjöll­unar í fjöl­miðlum vegna plast­barka­máls­ins - nú síð­ast í gær þegar rekt­or...

Posted by Tomas Gudbjarts­son on Tues­day, June 26, 2018


Ljóst má vera að umfjöllun um plast­barka­málið hefur ein­kennst af því að vernda hags­muni stofn­ana og starfs­manna þeirra, en að sama skapi hefur lítið verið skeytt um mann­rétt­indi Andemariam Beyene og ann­arra sjúk­linga sem áttu í hlut.

Höf­undur er nemi í blaða- og frétta­mennsku við Háskóla Íslands og er frétta­skýr­ingin hluti af meist­ara­prófs­verk­efni henn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar