Er efri millistéttin hluti af vandamálinu?

Umræðan um vaxandi ójöfnuð í Bandaríkjunum hefur gjarnan beinst að miklum tekjuhækkunum millljarðamæringa. Samkvæmt tveimur fræðimönnum er einangrun efri millistéttarinnar hins vegar aðalvandamálið.

Frá fjármálahverfinu Wall Street í New York.
Frá fjármálahverfinu Wall Street í New York.
Auglýsing

Á undanförnum árum hefur athygli almennings á þeim vandamálum sem tengjast ójöfnuði aukist til muna. Alþjóðlegar stofnanir benda á hættulega þróun á Vesturlöndum auk þess sem stjórnmálamenn hafa beint sjónum að gríðarlegri tekjusöfnun efsta prósentsins í tekjudreifingunni eða jafnvel efsta 0,01 prósentsins. Hins vegar er annar tekjuhópur, sem gjarnan er kölluð efri millistéttin, einnig hluti af vandamálinu að mati tveggja fræðimanna.

9,9 prósentin

Hagfræðingurinn Matthew Stewart gerir ójöfnuð í Bandaríkjunum að umfjöllunarefni sínu í júníhefti tímaritsins The Atlantic. Þar beinir hann augum að þeim þjóðfélagshópi sem vill kenna sig við efri millistétt, eða efstu tekjutíundinni að undanskildu hinu ríkasta 0,1 prósenti þjóðarinnar. 

Samkvæmt Stewart hefur þessi hópur, sem hann kallar 9,9 prósentin,  fest sig í sessi sem ný yfirstétt í Bandaríkjunum. Hann fari í bestu skólana, búi við betri heilsu og fjarlægist stöðugt hin 90 prósentin sem eru fyrir neðan hann í tekjum.

Auglýsing

Draumafangarar

Pælingar Stewarts eru ekki nýjar af nálinni, en breski rithöfundurinn Richard Reeves skrifaði einnig um sama mál í bók sinni “Dream Hoarders,“ sem kom út í fyrra. Hér má nálgast umjöllun The Economist um bókina. Þar talar Reeves um þróun efri millistéttarinnar sem hluti af vandamáli ójöfnuðar, skýr lína sé á milli eignasöfnunar efsta tekjufimmtungsins og hinna. Á tímabilinu 1979-2013 jukust rauntekjur neðstu 80 prósentanna í Bandaríkjunum um 42% á meðan rauntekjur efsta fimmtungsins jókst um 70% og ríkasta eina prósentsins um 192%. 

Glergólfið

Samkvæmt Reeves og Stewart liggur meginvandamál þessarar þróunar í sjálfsmynd efri millistéttarinnar Bandaríkjanna sem telur sig hafa komist þangað á eigin verðleikum. Auðug börn sem komast í bestu skólana kjósi oft að líta fram hjá því að möguleikar þeirra til menntunar hafi alltaf verið meiri en hjá öðrum. Sömu sögu má segja um starfsmöguleika, sem ræðst af menntun og viðskiptatengslum, og makaleit. 

Myndband úr umfjöllun The Atlantic.

Afleiðingar þessarar sjálfsmyndar er sú að aðgreiningin milli efri millistéttarinnar og allra hinna eykst, þrátt fyrir ímynd margra af Bandaríkjunum sem landi möguleikanna. Hreyfanleiki milli stétta hefur minnkað til muna þar í landi á síðustu áratugum og því eru börn líklegri til að enda í sömu þjóðfélagsstöðu og foreldrar sínir. Með því einangrast efri millistéttin í síauknum mæli þar sem allir meðlimir hennar sækjast í að viðhalda þeirra stöðu.

Báðir höfundarnir telja breytingu á skattkerfinu nauðsynlega til að stemma stigu við þessari þróun. Skattbyrði lágtekjuhópa þurfi að létta, en samkvæmt þeim er hún sérstaklega þung vestanhafs. Meirihluti skattaívilnana fer til hátekjuhópa og viðheldur svokölluðu „glergólfi“ milli auðugra og annarra. 

Hver er þróunin á Íslandi?

Besti mælikvarði á styrk glergólfsins er stéttarhreyfanleiki milli kynslóða, þ.e. hversu mikið framtíð íbúa ræðst af þjóðfélagsstöðu foreldra þeirra. Þessi mælikvarði breytist hægt milli ára og er því einangrun millistéttarinnar í Bandaríkjunum afleiðing þróunar sem átt hefur sér stað í marga áratugi. Ólíklegt er að svipuð staða muni koma upp á Íslandi á næstunni, en hér er tekjujöfnuður hærri auk þess sem hreyfanleiki milli stétta er mun meiri

Hins vegar var útlit fyrir því að Ísland stefndi í sömu átt og Bandaríkin fyrir hrun, en í kjölfar fjármálavæðingarinnar sem átti sér stað fyrir rúmum áratug síðan jókst ójöfnuður á Íslandi á ógnarhraða. Þetta eru niðurstöður nýútgefinnar bókar Stefáns Ólafssonar og Arnaldar Sölva Kristjánssonar um ójöfnuð á Íslandi. Samhliða fjármálavæðingunni jókst hlutdeild efstu tekjutíundarinnar af heildartekjum þjóðarinnar, en árið 2007 náði hún hámarki og var þá orðin mjög lík stöðunni í Bandaríkjunum. Á sama tíma drógust lægri tekjuhópar aftur úr hátekjuhópunum og tóku jafnframt á sig verulega aukna skattbyrði. 

Þessi þróun tók hins vegar u-beygju eftir fjármálahrunið árið 2008 og ójöfnuður meðal Íslendinga minnkaði jafnhratt og hann jókst fyrir hrun. Hlutdeild efstu tekjutíundarinnar af þjóðartekjum lækkaði sömuleiðis hratt og er nú töluvert frábrugðinn þeirri í Bandaríkjunum. 

Einangrun efri millistéttarinnar er afleiðing langtímavandamáls vestanhafs þar sem ójöfnuður hefur vaxið hratt. Með meiri ójöfnuði minnkar hreyfanleiki milli stétta og erfiðara verður fyrir efnaminni að komast í efri tekjuþrep samfélagsins. Að mati Stewart og Reeves er nauðsynlegt fyrir Bandaríkin að brjóta upp það glergólf sem myndast hefur milli auðugra og annarra, vilji þau raunverulega vera „land tækifæranna.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til að bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar