Myrkraverk eða aðlögun

Skömmu eftir miðnætti aðfaranótt sl. föstudags kynnti danski menningarmálaráðherrann fjölmiðlasamkomulag stjórnarinnar og Danska Þjóðarflokksins. „Sannkallað myrkraverk,“ segir stjórnarandstaðan, „aðlögun í breyttu fjölmiðlalandslagi,“ segir ráðherrann.

Mette Bock, menningarmálaráðherra Danmerkur.
Mette Bock, menningarmálaráðherra Danmerkur.
Auglýsing

Nýr rekstr­ar­rammi dönsku fjöl­miðl­anna á að taka gildi í árs­byrjun 2019. Hann verður mjög breyttur frá núver­andi samn­ingi, sem var gerður árið 2014, í stjórn­ar­tíð Helle Thorn­ing-Schmidt. Það sam­komu­lag var gert með svo­nefndu „breiðu sam­komu­lagi“ sem þýddi að meiri­hluti stjórn­ar­and­stöð­unnar studdi hann og því var ekki hróflað við sam­komu­lag­inu á því fjög­urra ára tíma­bili sem það tók til. 

Nú er komið að því að ganga frá nýjum „ramma“ en nú náð­ist ekki „breitt sam­komu­lag“ sem þýðir að stjórn­ar­and­staðan er óbundin og gæti gert breyt­ingar kom­ist hún til valda eftir næstu kosn­ing­ar, sem verða vænt­an­lega á næsta ári.

Nef­skattur í stað afnota­gjalds

Nýi rekstr­ar­ramm­inn gerir ráð fyrir mjög miklum breyt­ingum varð­andi fjöl­miðl­ana. Mestar verða breyt­ing­arnar á DR, danska rík­is­út­varp­inu, en fjár­fram­lög til stofn­un­ar­innar verða skorin niður um sam­tals 20% (ca 700 millj­ónir danskra króna, tæpir 12 millj­arðar íslenskir) á næstu fimm árum. Afnota­gjaldið verður afnumið en þess í stað kemur nef­skatt­ur, með þess­ari breyt­ingu hverfur sölu­skatt­ur­inn. Árlegur nef­skattur verður kr. 1.285.- pr. ein­stak­ling (rúm­lega 21 þús­und íslenskar). Með þess­ari breyt­ingu úr afnota­gjaldi í nef­skatt borgar ein­stak­lingur sem býr einn, minna en áður, tveir í heim­ili borga svipað og áður en fyrir þriggja manna heim­ili verður gjaldið hærra en það var áður.

Auglýsing

Hefur lengi verið stefna að minnka umfang DR

Ekki er hægt að segja að þessi breyt­ing á rekstr­ar­ramm­anum komi á óvart. Hægri flokk­arn­ir, bláa blokkin svo­nefnda, í dönskum stjórn­málum hafa lengi talað fyrir því að minnka umfang DR, sem þeir segja alltof fyr­ir­ferð­ar­mikið á dönskum fjöl­miðla­mark­aði og skapa þurfi aukið svig­rúm fyrir aðra fjöl­miðla. Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn, sem segja má að stjórni rík­is­stjórn­inni, bak­við tjöld­in, hafði reyndar lýst því yfir að skera bæri starf­semi DR niður um 25%. ­Flokk­ur­inn hefur lengi haft horn í síðu DR og sakað stofn­un­ina um að vera flokknum andsnúið í frétta­flutn­ing­i. 

Á þessu ári hefur DR til umráða um það 3,8 millj­arða króna (ca 62 millj­arðar íslenskir) en sú upp­hæð lækkar í áföngum niður í 3,1 millj­arð árlega (tæpa 52 millj­arða íslenska) á næstu fimm árum. Fyrir þessa pen­inga rekur DR sex sjón­varps­rásir og átta útvarps­rás­ir. Tvær þess­ara sjón­varps­rása eru ætl­aðar börn­um, tólf ára og yngri, en Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn hafði sett það skil­yrði að ekki yrði hróflað við barna­efn­inu.

Litið til baka, til árs­ins 1925

Á frétta­manna­fund­inum fyrir utan Krist­jáns­borg­ar­höll, í myrkr­inu aðfara­nótt sl. föstu­dags (29. jún­í), sagði Mette Bock að hún sæi fyrir sér að horfið yrði til þeirra sjón­ar­miða og mark­miða sem sett voru þegar DR, sem þá hét Stats­radi­of­on­i­en, hóf starf­semi 1. apríl 1925. Semsé menn­ingar og fræðslu­hlut­verk. „Mér finnst við tala of mikið um magn þegar DR á í hlut, en ég vil gjarna að meira verði talað um gæð­i,“ sagði ráð­herr­ann. Það þýðir ekki fræðslu­þætti um járn- og stein­öld frá morgni til kvölds, eða þætti fyrir sér­vitr­inga, en það þýðir danskt gæða­efni, á hærri stalli en það sem aðrir bjóða. 

Að mati ráð­herr­ans rær DR um of á sömu mið og margir aðrir fjöl­miðl­ar. Þegar frétta­menn vildu nán­ari útskýr­ingar á því hvað DR ætti ekki að gera sagð­ist Mette Bock ekki blanda sér í þær ákvarð­an­ir. Benti hins­vegar á að í ágúst og sept­em­ber yrði unnið að gerð nýs almanna­þjón­ustu­samn­ings fjöl­miðl­anna. Þar yrði nánar kveðið á um hlut­verk DR. Í „ramm­an­um“ er gert ráð fyrir að DR starf­ræki fjórar sjón­varps­rás­ir, í stað sex nú og fækki útvar­prás­unum úr átta í sex. Maria Rør­bye Rønn útvarps­stjóri DR segir að sá mikli nið­ur­skurður sem DR er ætlað að sæta muni bitna á dag­skránni, slíkt sé óhjá­kvæmi­legt.

Höfuðstöðvar DR Mynd: Wiki Commons

Margt fleira í „ramm­an­um“

Nýi rekstr­ar­ramm­inn fjallar ekki bara um DR. Þar er kveðið á um að staf­rænir fjöl­miðlar skuli und­an­þegnir virð­is­auka­skatti , einsog prent­miðl­arnir eru í dag. Þetta er breyt­ing sem mælist vel fyr­ir. Styrkir til svæð­is­bund­inna frétta­miðla verður auk­inn, styrkur til kvik­mynda­fram­leiðslu hækkar um 120 millj­ónir á ári (ca. tvo millj­arða íslenska). Eng­inn hefur neitt við þessar ákvarð­anir að athuga.

Radi­o24­syv

Í „ramm­an­um“ er kveðið á um að útvarps­stöðin Radi­o24­syv skuli að hluta flytj­ast frá Kaup­manna­höfn vestur fyrir Stóra­belti, annað hvort til Fjóns eða Jót­lands. Radi­o24­syv fær hluta afnota­gjald­anna (og nef­skatts­ins þegar hann verður tek­inn upp). Útsend­ingar hófust árið 2011 og stöð­inni var ætlað að vera tal­máls­rás, þar sem fréttir og frétta­tengt efni, ásamt umfjöllun um menn­ing­ar­mál, væri í fyr­ir­rúmi, líkt og P1 rás DR. For­svars­menn Radi­o24­syv hafa lýst efa­semdum um þá ákvörðun að stöðin skuli flutt vestur fyrir Stóra­belti, segja að hvort sem mönnum líki það betur eða verr sé Kaup­manna­höfn mið­punktur lands­ins hvað fréttir og þjóð­mál áhræri. Krafan um flutn­ing stöðv­ar­innar er komin frá Danska þjóð­ar­flokkn­um.

TV2 verður ekki selt

Það hefur lengi verið stefna stjórn­ar­flokks­ins Ven­stre að selja sjón­varps­stöð­ina TV2. Útsend­ingar TV2 hófust haustið 1988, stöðin er, að nær öllu leyti, í eigu rík­is­ins og að mestu fjár­mögnuð með aug­lýs­ing­um, fær þó hluta afnota­gjalds­ins gegn því að reka frétta­stofu. Frétta­stofan er öflug og stenst full­kom­lega sam­an­burð við frétta­stofu DR en ann­ars er dag­skráin blanda af öllu mögu­legu. TV2 sendir út, ólíkt DR, morg­un­sjón­varp. Rík­is­stjórnin hafði ætlað sér að sala á TV2 yrði hluti nýja fjöl­miðla­sam­komu­lags­ins en þar spyrnti Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn við fótum og stjórnin hætti við allar fyr­ir­ætl­anir um söl­una. „Í bil­i,“ sagði Mette Bock menn­ing­ar­mála­ráð­herra.

Andúð­arfnykur

Eins og áður sagði standa stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir Sós­í­alde­mókratar og Radikale Ven­stre ekki að nýja fjöl­miðla­sam­komu­lag­inu „ramm­an­um“. Þeir eru þannig ekki bundnir af fjög­urra ára gild­is­tíma þess. Tals­menn beggja flokka segja „rammann“ aðför að DR, aðför sem beri öll merki andúðar á flagg­skipi danskra fjöl­miðla. Sú andúð lit­ist af við­horfum full­trúum stjórn­ar­flokk­anna, og ekki síst Danska þjóð­ar­flokks­ins á rík­is­fjöl­miðl­in­um. Tals­menn flokk­anna tveggja segja það verða sitt fyrsta verk, kom­ist þeir í stjórn eftir kosn­ingar að „rúlla ramm­an­um“ til baka. „DR á að vera, eins og það er í dag, fyrir alla,“ sagði tals­maður Radikale Ven­stre. „Það er andúð­arfnykur af þess­ari ákvörð­un.“

Hvort fjöl­miðla­sam­komu­lag­ið, og sér í lagi nið­ur­skurð­ur­inn á DR, verði kosn­inga­mál í næstu þing­kosn­ingum er engin leið að segja fyrir um. Árum saman hafa skoð­ana­kann­anir sýnt að Danir bera mikið traust til DR, þykir það gott eins og það er í dag. Ekki er gott að segja hvernig fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar á stofn­un­inni mæl­ast fyr­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiErlent