Frá fjármálavæðingu til ójafnaðar og hruns

Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands skrifar um rótina að efnahagshruninu árið 2008 og lærdómana sem verður að draga af því til að varast megi endurtekningu.

Auglýsing

Hrunið 2008 var klass­ísk fjár­málakreppa sem kom í kjöl­far óvenju viða­mik­ils bólu­hag­kerfis (sjá umfjöllun um það hér - htt­p://www.irpa.is/­art­icle/vi­ew/a.2016.12.1.6/pdf). Bólan sprakk vegna þess að fjár­mála­kerfið hafði safnað svo miklum erlendum skuldum að ekki var við ráð­ið.

En hvers vegna gerð­ist það?

Rótin að til­urð bólu­hag­kerf­is­ins og því gríð­ar­lega óhófi sem þá tíðk­að­ist liggur í fjár­mála­væð­ing­unni (fin­anci­alization).

Auglýsing

Fjár­mála­væð­ing sprettur af auknu frelsi á fjár­mála­mörk­uðum og ónógu aðhaldi eft­ir­lits­að­ila (Seðla­banka og Fjár­mála­eft­ir­lits) og stjórn­valda.

Fjár­mála­væð­ing felst í auknu vægi fjár­mála­geirans, hann fær stærra hlut­verk og tekur til sín stærri hluta af umsvifum efna­hags­lífs­ins. Því fylgir aukið vægi hluta­bréfa- og verð­bréfa­mark­aða og veru­lega aukin spá­kaup­mennska með láns­fé.

Fjár­mála­væð­ing gefur af sér mik­inn vöxt fjár­magnstekna eða eigna­tekna (fin­anci­al/capi­tal incomes), en þær koma að lang­mestu leyti í hlut hátekju­hópanna. Þannig var það alls staðar á Vest­ur­lönd­um.

Ein­stakur vöxtur fjár­magnstekna

Myndin hér að neðan sýnir vöxt fjár­magnstekna í íslenska þjóð­ar­bú­inu frá 1992 til 2015, sem var gríð­ar­leg­ur.

Mynd: RSK

Fjár­magnstekjur voru alls um 2% allra fram­taldra tekna árin 1994-1995 og hækk­uðu upp í nærri 25% á toppi bólu­hag­kerf­is­ins árið 2007.

Þetta var mikil aukn­ing og mun meiri en sást í öðrum vest­rænum löndum á þessum tíma – enda var stærð íslenska bólu­hag­kerf­is­ins ein­stök.

Stærstu hlutar fjár­magnstekna voru sölu­hagn­aður hluta­bréfa og ann­arra eigna, sem tengd­ist spá­kaup­mennsk­unni (brask­in­u), en síðan komu arð­greiðslur úr fyr­ir­tækj­um, vaxta­tekjur og leigu­tekj­ur.

Fjár­magnstekjur báru ein­ungis um 10% tekju­skatt fram að hruni á meðan atvinnu­tekjur vinn­andi fólks og líf­eyr­is­tekjur báru mun hærri tekju­skatt. Fjár­magnstekjur nutu sem sagt mik­illa skatt­fríð­inda (sam­an­ber umfjöllun í bók­inni Ójöfn­uður á Íslandi).

Fjár­mála­væð­ing­in: Einka­mál hátekju­hópanna

Fjár­magnstekj­urnar komu fyrst og fremst í hlut tekju­hæstu tíu pró­sent­anna, eigna­mesta fólks­ins í land­inu. Vöxtur þeirra snerti nær ein­göngu hátekju­hópana, eins og sýnt er á mynd 2 hér að neð­an.

Mynd: Bókin Ójöfnuður á Íslandi

Hjá tekju­hæsta eina pró­sent­inu voru fjár­magnstekjur tæp 10% árið 1995 en fóru upp í tæp 80% árin 2005 til 2007. Lækk­uðu síðan eftir hrun (niður í um 30% árið 2011), en eru að nálg­ast helm­ing á síð­ustu árum.

Hjá tekju­hæstu tíu pró­sent­unum fóru fjár­magnstekjur frá um 3% árið 1995 upp í tæp 50% árið 2007.

Hjá öllum þorra almenn­ings, öðrum en tekju­hæstu tíu pró­sent­un­um,  voru fjár­magnstekjur yfir­leitt á bil­inu 2-8% af heild­ar­tekjum til skatts á öllu tíma­bil­inu.

Fjár­mála­væð­ingin og vöxtur fjár­magnstekna var því sem næst einka­mál hátekju­hópanna. Og þær tekjur nutu mik­illa skatt­fríð­inda að auki, umfram atvinnu­tekjur venju­legs vinn­andi fólks.

Þannig jók fjár­mála­væð­ingin ójöfnuð tekna stór­lega á ára­tugnum fram að hruni.

Mat okkar Arn­aldar Sölva Krist­jáns­son­ar, í bók­inni Ójöfn­uður á Íslandi, er að fjár­mála­væð­ingin skýri um tvo þriðju af ójafn­að­ar­aukn­ing­unni til 2008, en breytt skatta- og vel­ferð­ar­stefna skýri um þriðj­ung af aukn­ingu ójafn­að­ar­ins.

Frá fjár­mála­væð­ingu til hruns­ins

Fjár­mála­væð­ingin var drifin áfram af skulda­söfn­un, einkum erlendum skuldum en einnig skuldum við líf­eyr­is­sjóði almenn­ings.

Það var þessi skulda­söfnun sem á end­anum felldi banka­kerfið og skildi stóran hluta atvinnu­lífs­ins eftir tækni­lega gjald­þrota. Fyr­ir­tækjum og fjár­mála­stofn­unum var drekkt í skuld­um.

Til stærsta hluta þeirra skulda var stofnað vegna eigna­brasks yfir­stétt­ar­innar í land­inu, tekju­hæstu tíu pró­sent­anna.

Almenn­ingur bar svo mestu byrð­arnar af krepp­unni sem kom í kjöl­far hruns­ins.

Braskið eða spá­kaup­mennskan snérist um að kom­ast yfir veru­legar eignir (hluta­bréf o.fl.) er gáfu af sér veru­legar fjár­magnstekjur á stuttum tíma, þegar hluta­bréfa­vísi­talan blés út, sem og önnur eigna­verð.

Þannig var sam­bandið milli fjár­mála­væð­ing­ar­inn­ar, auk­ins ójafn­aðar og hruns­ins á Íslandi.

Þetta þurfa allir að skilja, svo var­ast megi end­ur­tekn­ingu.

Höf­undur er pró­fessor við Háskóla Íslands og höf­undur bók­ar­innar Ójöfn­uður á Íslandi – Skipt­ing tekna og eigna í fjöl­þjóð­legu sam­hengi, ásamt Arn­aldi Sölva Krist­jáns­syni hag­fræð­ingi.Þórarinn Snorri Sigurgeirsson
22. júlí
Kjarninn 22. júlí 2018
Birgir Hermannsson
Klúður Steingríms J. Sigfússonar
Kjarninn 22. júlí 2018
Bás hjá frambjóðanda Danska þjóðarflokksins
10 staðreyndir um Dansk Folkeparti
Danski þingflokksforsetinn Pia Kjærsgaard hefur verið áberandi í umræðunni í síðustu viku vegna hlutverks hennar á fullveldishátíðinni. Pia er þekktust fyrir tengingu sína við flokkinn Dansk Folkeparti, en Kjarninn tók saman tíu staðreyndir um hann.
Kjarninn 22. júlí 2018
Sá mikli uppgangur sem á sér stað á Íslandi útheimtir mikið af nýju vinnuafli. Það vinnuafl þarf að sækja erlendis.
Erlendir ríkisborgarar orðnir 23 prósent íbúa í Reykjanesbæ
Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga á Íslandi. Án komu þeirra myndi íbúum landsins fækka. Mjög mismunandi hvar þeir setjast að. Í Reykjanesbæ voru erlendir ríkisborgarar 8,6 prósent íbúa í lok árs 2011. Nú eru þeir 23 prósent þeirra.
Kjarninn 22. júlí 2018
Klámið í kjallarageymslunum
Í geymslum danska útvarpsins, DR, leynast margar útvarps- og sjónvarpsperlur. Danir þekkja margar þeirra en í geymslunum er einnig að finna efni sem fæstir hafa nokkurn tíma heyrt minnst á, hvað þá heyrt eða séð.
Kjarninn 22. júlí 2018
Ljósmæðrafélagið hefur aflýst yfirvinnubanninu sínu.
Verkfalli ljósmæðra aflýst
Ljósmæðrafélag Íslands hefur samþykkt að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni í ljósi þess að ríkissáttarsemjari hefur lagt fram miðlunartillögu.
Kjarninn 21. júlí 2018
Björn Leví Gunnarsson
Réttar skoðanir?
Kjarninn 21. júlí 2018
Guðmundur Andri Thorsson
Um kurteisi
Kjarninn 21. júlí 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar