„Við læknarnir getum ekki unnið vinnuna okkar án ljósmæðra“

Sérfræðilæknar Kvennadeildar Landspítalans hafa gefið út yfirlýsingu þar sem þeir segja að það verði að semja og það verði að gerast strax.

Barn
Auglýsing

Fæð­inga- og kven­sjúk­dóma­læknar á Land­spít­al­anum hafa af því miklar áhyggjur hvað taki við nú þegar veru­lega er byrjað að kvarn­ast úr hópi þeirra helstu sam­starfs­manna, ljós­mæðra. Engin lausn virð­ist í sjón­máli í deilu þeirra við fjár­mála­ráðu­neytið um kaup og kjör. Næstu vikur verða erf­iðar og fækk­unin mun segja strax til sín í minni þjón­ustu við sæng­ur­kon­ur. 

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu sem sér­fræði­læknar Kvenna­deildar Land­spít­al­ans sendu frá sér í dag. 

„Við lækn­arnir getum nefni­lega ekki unnið vinn­una okkar án ljós­mæðra, svo ein­falt er það. ­Sam­starf okkar er mjög mikið og náið og við treystum á þær og þær á okk­ur. Þó að við reynum að láta öryggi fæð­andi kvenna ganga fyrir með þeim mann­afla sem við höfum vitum við að störf ljós­mæðra snú­ast um svo miklu meira en að taka á móti börn­um. Umönnun þung­aðra kvenna og sæng­ur­kvenna, að sinna brjósta­gjöf og fylgj­ast með nýburum er fyrst og fremst í þeirra hönd­um. Þessi störf geta stundum beðið en alls ekki alltaf. Við verðum að geta treyst á að þessir mik­il­vægu sam­starfs­menn okkar séu til stað­ar. Ann­ars mun starf­semin smám saman lamast,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Auglýsing

Enn fremur kemur fram að ljós­mæður séu lang­elsta kvenna­stétt lands­ins og hafi þurft að vinna erfið störf af fórn­fýsi og hug­sjón öldum sam­an. Laun þeirra hafi oft ekki verið mikil á ver­ald­legan mæli­kvarða en þær eigi sér­stakt sæti í hjörtum flestra kvenna sem fætt hafa barn og þakk­læti maka þeirra og fjöl­skyldn­anna allra. Þekk­ing á með­göngu og fæð­ingu hafi auk­ist á und­an­geng­inni öld og nú lifi miklu fleiri börn en áður og eigi ljós­mæður sinn hlut í því að mæðra- og ung­barna­dauði er hér með því lægsta sem ger­ist í heim­in­um. 

„Við sættum okkur ekki við annað en að halda áfram á þeirri braut. Til þess að stuðla að þess­ari góðu útkomu hafa mennt­un­ar­kröfur ljós­mæðra auk­ist og það er ekki nema sann­gjarnt að mennt­unin og ábyrgðin sem þær bera end­ur­speglist í laun­un­um. Við getum líka öll spurt okkur hvort þær hefðu fengið sömu laun á öldum áður ef þær hefðu verið karl­ar. Menntun þeirra var heil­mikil á þeirra tíma mæli­kvarða og þær þurftu oft að yfir­gefa börn og bú vikum saman vegna þess ábyrgð­ar­hlut­verks sem þær gegnd­u. 

Nú er kom­inn tími til að meta störf þeirra og sér­þekk­ingu að verð­leik­um. Við sem þekkjum til fæð­inga og starfa ljós­mæðra efumst ekki um að þær standi við orð sín. Það er nefni­lega ekki nóg að sýna mildi og kær­leik til að hjálpa konu að fæða barn. Til þess þarf líka oft mikla þraut­seigju og ákveðni og upp­gjöf er ekki til í þeirra orða­bók. Því segjum við: það verður að semja og það verður að ger­ast strax,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Yfirlýsing frá sérfræðilæknum Kvennadeildar Landspítalans

Fæð­inga- og kven­sjúk­dóma­læknar á Land­spít­al­anum hafa af því miklar áhyggjur hvað taki við nú þegar veru­lega er byrjað að kvarn­ast úr hópi þeirra helstu sam­starfs­manna, ljós­mæðra. Engin lausn virð­ist í sjón­máli í deilu þeirra við fjár­mála­ráðu­neytið um kaup og kjör. Næstu vikur verða erf­iðar og fækk­unin mun segja strax til sín í minni þjón­ustu við sæng­ur­kon­ur. Við lækn­arnir getum nefni­lega ekki unnið vinn­una okkar án ljós­mæðra, svo ein­falt er það. Sam­starf okkar er mjög mikið og náið og við treystum á þær og þær á okk­ur. Þó að við reynum að láta öryggi fæð­andi kvenna ganga fyrir með þeim mann­afla sem við höfum vitum við að störf ljós­mæðra snú­ast um svo miklu meira en að taka á móti börn­um. Umönnun þung­aðra kvenna og sæng­ur­kvenna, að sinna brjósta­gjöf og fylgj­ast með nýburum er fyrst og fremst í þeirra hönd­um. Þessi störf geta stundum beðið en alls ekki alltaf. Við verðum að geta treyst á að þessir mik­il­vægu sam­starfs­menn okkar séu til stað­ar. Ann­ars mun starf­semin smám saman lam­ast. 

Ljós­mæður eru lang­elsta kvenna­stétt lands­ins og hafa þurft að vinna erfið störf af fórn­fýsi og hug­sjón öldum sam­an. Laun þeirra hafa oft ekki verið mikil á ver­ald­legan mæli­kvarða en þær eiga sér­stakt sæti í hjörtum flestra kvenna sem fætt hafa barn og þakk­læti maka þeirra og fjöl­skyldn­anna allra. Þekk­ing á með­göngu og fæð­ingu hefur auk­ist á und­an­geng­inni öld og nú lifa miklu fleiri börn en áður og eiga ljós­mæður sinn hlut í því að mæðra- og ung­barna­dauði er hér með því lægsta sem ger­ist í heim­in­um. Við sættum okkur ekki við annað en að halda áfram á þeirri braut. Til þess að stuðla að þess­ari góðu útkomu hafa mennt­un­ar­kröfur ljós­mæðra auk­ist og það er ekki nema sann­gjarnt að mennt­unin og ábyrgðin sem þær bera end­ur­speglist í laun­un­um. Við getum líka öll spurt okkur hvort þær hefðu fengið sömu laun á öldum áður ef þær hefðu verið karl­ar. Menntun þeirra var heil­mikil á þeirra tíma mæli­kvarða og þær þurftu oft að yfir­gefa börn og bú vikum saman vegna þess ábyrgð­ar­hlut­verks sem þær gegndu. Nú er kom­inn tími til að meta störf þeirra og sér­þekk­ingu að verð­leik­um. Við sem þekkjum til fæð­inga og starfa ljós­mæðra efumst ekki um að þær standi við orð sín. Það er nefni­lega ekki nóg að sýna mildi og kær­leik til að hjálpa konu að fæða barn. Til þess þarf líka oft mikla þraut­seigju og ákveðni og upp­gjöf er ekki til í þeirra orða­bók. Því segjum við: það verður að semja og það verður að ger­ast strax.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent