„Við læknarnir getum ekki unnið vinnuna okkar án ljósmæðra“

Sérfræðilæknar Kvennadeildar Landspítalans hafa gefið út yfirlýsingu þar sem þeir segja að það verði að semja og það verði að gerast strax.

Barn
Auglýsing

Fæð­inga- og kven­sjúk­dóma­læknar á Land­spít­al­anum hafa af því miklar áhyggjur hvað taki við nú þegar veru­lega er byrjað að kvarn­ast úr hópi þeirra helstu sam­starfs­manna, ljós­mæðra. Engin lausn virð­ist í sjón­máli í deilu þeirra við fjár­mála­ráðu­neytið um kaup og kjör. Næstu vikur verða erf­iðar og fækk­unin mun segja strax til sín í minni þjón­ustu við sæng­ur­kon­ur. 

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu sem sér­fræði­læknar Kvenna­deildar Land­spít­al­ans sendu frá sér í dag. 

„Við lækn­arnir getum nefni­lega ekki unnið vinn­una okkar án ljós­mæðra, svo ein­falt er það. ­Sam­starf okkar er mjög mikið og náið og við treystum á þær og þær á okk­ur. Þó að við reynum að láta öryggi fæð­andi kvenna ganga fyrir með þeim mann­afla sem við höfum vitum við að störf ljós­mæðra snú­ast um svo miklu meira en að taka á móti börn­um. Umönnun þung­aðra kvenna og sæng­ur­kvenna, að sinna brjósta­gjöf og fylgj­ast með nýburum er fyrst og fremst í þeirra hönd­um. Þessi störf geta stundum beðið en alls ekki alltaf. Við verðum að geta treyst á að þessir mik­il­vægu sam­starfs­menn okkar séu til stað­ar. Ann­ars mun starf­semin smám saman lamast,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Auglýsing

Enn fremur kemur fram að ljós­mæður séu lang­elsta kvenna­stétt lands­ins og hafi þurft að vinna erfið störf af fórn­fýsi og hug­sjón öldum sam­an. Laun þeirra hafi oft ekki verið mikil á ver­ald­legan mæli­kvarða en þær eigi sér­stakt sæti í hjörtum flestra kvenna sem fætt hafa barn og þakk­læti maka þeirra og fjöl­skyldn­anna allra. Þekk­ing á með­göngu og fæð­ingu hafi auk­ist á und­an­geng­inni öld og nú lifi miklu fleiri börn en áður og eigi ljós­mæður sinn hlut í því að mæðra- og ung­barna­dauði er hér með því lægsta sem ger­ist í heim­in­um. 

„Við sættum okkur ekki við annað en að halda áfram á þeirri braut. Til þess að stuðla að þess­ari góðu útkomu hafa mennt­un­ar­kröfur ljós­mæðra auk­ist og það er ekki nema sann­gjarnt að mennt­unin og ábyrgðin sem þær bera end­ur­speglist í laun­un­um. Við getum líka öll spurt okkur hvort þær hefðu fengið sömu laun á öldum áður ef þær hefðu verið karl­ar. Menntun þeirra var heil­mikil á þeirra tíma mæli­kvarða og þær þurftu oft að yfir­gefa börn og bú vikum saman vegna þess ábyrgð­ar­hlut­verks sem þær gegnd­u. 

Nú er kom­inn tími til að meta störf þeirra og sér­þekk­ingu að verð­leik­um. Við sem þekkjum til fæð­inga og starfa ljós­mæðra efumst ekki um að þær standi við orð sín. Það er nefni­lega ekki nóg að sýna mildi og kær­leik til að hjálpa konu að fæða barn. Til þess þarf líka oft mikla þraut­seigju og ákveðni og upp­gjöf er ekki til í þeirra orða­bók. Því segjum við: það verður að semja og það verður að ger­ast strax,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Yfirlýsing frá sérfræðilæknum Kvennadeildar Landspítalans

Fæð­inga- og kven­sjúk­dóma­læknar á Land­spít­al­anum hafa af því miklar áhyggjur hvað taki við nú þegar veru­lega er byrjað að kvarn­ast úr hópi þeirra helstu sam­starfs­manna, ljós­mæðra. Engin lausn virð­ist í sjón­máli í deilu þeirra við fjár­mála­ráðu­neytið um kaup og kjör. Næstu vikur verða erf­iðar og fækk­unin mun segja strax til sín í minni þjón­ustu við sæng­ur­kon­ur. Við lækn­arnir getum nefni­lega ekki unnið vinn­una okkar án ljós­mæðra, svo ein­falt er það. Sam­starf okkar er mjög mikið og náið og við treystum á þær og þær á okk­ur. Þó að við reynum að láta öryggi fæð­andi kvenna ganga fyrir með þeim mann­afla sem við höfum vitum við að störf ljós­mæðra snú­ast um svo miklu meira en að taka á móti börn­um. Umönnun þung­aðra kvenna og sæng­ur­kvenna, að sinna brjósta­gjöf og fylgj­ast með nýburum er fyrst og fremst í þeirra hönd­um. Þessi störf geta stundum beðið en alls ekki alltaf. Við verðum að geta treyst á að þessir mik­il­vægu sam­starfs­menn okkar séu til stað­ar. Ann­ars mun starf­semin smám saman lam­ast. 

Ljós­mæður eru lang­elsta kvenna­stétt lands­ins og hafa þurft að vinna erfið störf af fórn­fýsi og hug­sjón öldum sam­an. Laun þeirra hafa oft ekki verið mikil á ver­ald­legan mæli­kvarða en þær eiga sér­stakt sæti í hjörtum flestra kvenna sem fætt hafa barn og þakk­læti maka þeirra og fjöl­skyldn­anna allra. Þekk­ing á með­göngu og fæð­ingu hefur auk­ist á und­an­geng­inni öld og nú lifa miklu fleiri börn en áður og eiga ljós­mæður sinn hlut í því að mæðra- og ung­barna­dauði er hér með því lægsta sem ger­ist í heim­in­um. Við sættum okkur ekki við annað en að halda áfram á þeirri braut. Til þess að stuðla að þess­ari góðu útkomu hafa mennt­un­ar­kröfur ljós­mæðra auk­ist og það er ekki nema sann­gjarnt að mennt­unin og ábyrgðin sem þær bera end­ur­speglist í laun­un­um. Við getum líka öll spurt okkur hvort þær hefðu fengið sömu laun á öldum áður ef þær hefðu verið karl­ar. Menntun þeirra var heil­mikil á þeirra tíma mæli­kvarða og þær þurftu oft að yfir­gefa börn og bú vikum saman vegna þess ábyrgð­ar­hlut­verks sem þær gegndu. Nú er kom­inn tími til að meta störf þeirra og sér­þekk­ingu að verð­leik­um. Við sem þekkjum til fæð­inga og starfa ljós­mæðra efumst ekki um að þær standi við orð sín. Það er nefni­lega ekki nóg að sýna mildi og kær­leik til að hjálpa konu að fæða barn. Til þess þarf líka oft mikla þraut­seigju og ákveðni og upp­gjöf er ekki til í þeirra orða­bók. Því segjum við: það verður að semja og það verður að ger­ast strax.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sacky Shanghala var dómsmálaráðherra Namibíu þar til á miðvikudag, þegar hann sagði af sér vegna Samherjamálsins.
Bankareikningar mútuþega í Samherjamálinu í Namibíu frystir
Yfirvöld í Namibíu eru búin að frysta bankareikninga í eigu tveggja lykilmanna í Samherja-málinu. Annar þeirra var dómsmálaráðherra landsins og hinn er tengdasonur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Mikið velti á áhættudreifingu lífeyrissjóðanna
Breytt aldurssamsetning þjóða og áhrif hennar á lífeyrissjóðakerfið eru á meðal þess sem fjallað er um í nýrri skýrslu framtíðarnefndar forsætisráðherra. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að íslenskum lífeyrissjóðum takist vel til í áhættudreifingu.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Gefa út bókina „Ekkert að fela“ um Samherjamálið á morgun
Teymið sem vann Kveiks-þáttinn um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku hefur skrifað bók um málið. Hún kemur út á morgun.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Talnastuð
Safnað fyrir jólaspilaverkefninu í ár á Karolína fund.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent