„Við læknarnir getum ekki unnið vinnuna okkar án ljósmæðra“

Sérfræðilæknar Kvennadeildar Landspítalans hafa gefið út yfirlýsingu þar sem þeir segja að það verði að semja og það verði að gerast strax.

Barn
Auglýsing

Fæð­inga- og kven­sjúk­dóma­læknar á Land­spít­al­anum hafa af því miklar áhyggjur hvað taki við nú þegar veru­lega er byrjað að kvarn­ast úr hópi þeirra helstu sam­starfs­manna, ljós­mæðra. Engin lausn virð­ist í sjón­máli í deilu þeirra við fjár­mála­ráðu­neytið um kaup og kjör. Næstu vikur verða erf­iðar og fækk­unin mun segja strax til sín í minni þjón­ustu við sæng­ur­kon­ur. 

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu sem sér­fræði­læknar Kvenna­deildar Land­spít­al­ans sendu frá sér í dag. 

„Við lækn­arnir getum nefni­lega ekki unnið vinn­una okkar án ljós­mæðra, svo ein­falt er það. ­Sam­starf okkar er mjög mikið og náið og við treystum á þær og þær á okk­ur. Þó að við reynum að láta öryggi fæð­andi kvenna ganga fyrir með þeim mann­afla sem við höfum vitum við að störf ljós­mæðra snú­ast um svo miklu meira en að taka á móti börn­um. Umönnun þung­aðra kvenna og sæng­ur­kvenna, að sinna brjósta­gjöf og fylgj­ast með nýburum er fyrst og fremst í þeirra hönd­um. Þessi störf geta stundum beðið en alls ekki alltaf. Við verðum að geta treyst á að þessir mik­il­vægu sam­starfs­menn okkar séu til stað­ar. Ann­ars mun starf­semin smám saman lamast,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Auglýsing

Enn fremur kemur fram að ljós­mæður séu lang­elsta kvenna­stétt lands­ins og hafi þurft að vinna erfið störf af fórn­fýsi og hug­sjón öldum sam­an. Laun þeirra hafi oft ekki verið mikil á ver­ald­legan mæli­kvarða en þær eigi sér­stakt sæti í hjörtum flestra kvenna sem fætt hafa barn og þakk­læti maka þeirra og fjöl­skyldn­anna allra. Þekk­ing á með­göngu og fæð­ingu hafi auk­ist á und­an­geng­inni öld og nú lifi miklu fleiri börn en áður og eigi ljós­mæður sinn hlut í því að mæðra- og ung­barna­dauði er hér með því lægsta sem ger­ist í heim­in­um. 

„Við sættum okkur ekki við annað en að halda áfram á þeirri braut. Til þess að stuðla að þess­ari góðu útkomu hafa mennt­un­ar­kröfur ljós­mæðra auk­ist og það er ekki nema sann­gjarnt að mennt­unin og ábyrgðin sem þær bera end­ur­speglist í laun­un­um. Við getum líka öll spurt okkur hvort þær hefðu fengið sömu laun á öldum áður ef þær hefðu verið karl­ar. Menntun þeirra var heil­mikil á þeirra tíma mæli­kvarða og þær þurftu oft að yfir­gefa börn og bú vikum saman vegna þess ábyrgð­ar­hlut­verks sem þær gegnd­u. 

Nú er kom­inn tími til að meta störf þeirra og sér­þekk­ingu að verð­leik­um. Við sem þekkjum til fæð­inga og starfa ljós­mæðra efumst ekki um að þær standi við orð sín. Það er nefni­lega ekki nóg að sýna mildi og kær­leik til að hjálpa konu að fæða barn. Til þess þarf líka oft mikla þraut­seigju og ákveðni og upp­gjöf er ekki til í þeirra orða­bók. Því segjum við: það verður að semja og það verður að ger­ast strax,“ segir í yfir­lýs­ing­unn­i. 

Yfirlýsing frá sérfræðilæknum Kvennadeildar Landspítalans

Fæð­inga- og kven­sjúk­dóma­læknar á Land­spít­al­anum hafa af því miklar áhyggjur hvað taki við nú þegar veru­lega er byrjað að kvarn­ast úr hópi þeirra helstu sam­starfs­manna, ljós­mæðra. Engin lausn virð­ist í sjón­máli í deilu þeirra við fjár­mála­ráðu­neytið um kaup og kjör. Næstu vikur verða erf­iðar og fækk­unin mun segja strax til sín í minni þjón­ustu við sæng­ur­kon­ur. Við lækn­arnir getum nefni­lega ekki unnið vinn­una okkar án ljós­mæðra, svo ein­falt er það. Sam­starf okkar er mjög mikið og náið og við treystum á þær og þær á okk­ur. Þó að við reynum að láta öryggi fæð­andi kvenna ganga fyrir með þeim mann­afla sem við höfum vitum við að störf ljós­mæðra snú­ast um svo miklu meira en að taka á móti börn­um. Umönnun þung­aðra kvenna og sæng­ur­kvenna, að sinna brjósta­gjöf og fylgj­ast með nýburum er fyrst og fremst í þeirra hönd­um. Þessi störf geta stundum beðið en alls ekki alltaf. Við verðum að geta treyst á að þessir mik­il­vægu sam­starfs­menn okkar séu til stað­ar. Ann­ars mun starf­semin smám saman lam­ast. 

Ljós­mæður eru lang­elsta kvenna­stétt lands­ins og hafa þurft að vinna erfið störf af fórn­fýsi og hug­sjón öldum sam­an. Laun þeirra hafa oft ekki verið mikil á ver­ald­legan mæli­kvarða en þær eiga sér­stakt sæti í hjörtum flestra kvenna sem fætt hafa barn og þakk­læti maka þeirra og fjöl­skyldn­anna allra. Þekk­ing á með­göngu og fæð­ingu hefur auk­ist á und­an­geng­inni öld og nú lifa miklu fleiri börn en áður og eiga ljós­mæður sinn hlut í því að mæðra- og ung­barna­dauði er hér með því lægsta sem ger­ist í heim­in­um. Við sættum okkur ekki við annað en að halda áfram á þeirri braut. Til þess að stuðla að þess­ari góðu útkomu hafa mennt­un­ar­kröfur ljós­mæðra auk­ist og það er ekki nema sann­gjarnt að mennt­unin og ábyrgðin sem þær bera end­ur­speglist í laun­un­um. Við getum líka öll spurt okkur hvort þær hefðu fengið sömu laun á öldum áður ef þær hefðu verið karl­ar. Menntun þeirra var heil­mikil á þeirra tíma mæli­kvarða og þær þurftu oft að yfir­gefa börn og bú vikum saman vegna þess ábyrgð­ar­hlut­verks sem þær gegndu. Nú er kom­inn tími til að meta störf þeirra og sér­þekk­ingu að verð­leik­um. Við sem þekkjum til fæð­inga og starfa ljós­mæðra efumst ekki um að þær standi við orð sín. Það er nefni­lega ekki nóg að sýna mildi og kær­leik til að hjálpa konu að fæða barn. Til þess þarf líka oft mikla þraut­seigju og ákveðni og upp­gjöf er ekki til í þeirra orða­bók. Því segjum við: það verður að semja og það verður að ger­ast strax.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins framkvæmdu ólögmæta breytingu á útreikningum á vöxtum á breytilegum verðtryggðum lánum í fyrra.
Sumir lántakar hjá sjóði verzlunarmanna að greiða vexti sem hafa ekki sést áður
Hópur lántakenda hjá næst stærsta lífeyrissjóði landsins, sem varð fyrir vaxtabreytingu, sem reyndist síðar óheimili fær brátt ofgreiddar greiðslur endurgreiddar. Vextir á lánum þeirra munu reiknast eftir fyrri reglu, og eru undir tveimur prósentum.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Erfitt getur verið fyrir eldri innflytjendur að finna upplýsingar um réttindi aldraðra og þjónustu við þá.
Eldri konur af erlendum uppruna „ósýnilegar“ í umræðunni og oft einangraðar
Eldri konur af erlendum uppruna hér á landi eru oft einangraðar og því lítið vitað um ofbeldi eða áreitni sem þær gætu hafa orðið fyrir. Sjaldgæft er að þær leiti sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Þurfa að afhenda minnisblöð skattayfirvalda um Samherja
Fjármála- og efnagagsráðuneytið mátti ekki synja fréttamanni um aðgang að gögnum sem það fékk frá skattayfirvöldum vegna rannsóknar á Samherjamálinu.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent