Mönnunin 60 prósent miðað við lágmarksmönnun

Ljósmæður vantar á allar vaktir á Landspítalanum og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs ástandið mjög erfitt. Auk þeirra tólf ljósmæðra sem hættu um mánaðamótin hafa átján til viðbótar sagt upp.

landspitalinn_16034614341_o.jpg
Auglýsing

Fjöl­margir áhyggju­fullir verð­andi for­eldrar hafa haft sam­band við Land­spít­ala til að fá upp­lýs­ingar um stöðu mála á fæð­ing­ar­deild og kvíðir fram­kvæmda­stjóri kvenna- og barna­sviðs því þegar deildin fyllist af verð­andi mæðr­um. Þetta kem­ur fram í Frétta­blað­inu í dag. 

Linda Krist­munds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri kvenna- og barna­sviðs Land­spít­ala, ­segir í sam­tali við Frétta­blaðið að mönn­unin nú sé 60 pró­sent miðað við lág­marks­mönn­un. „Það vantar ljós­mæður á allar vakt­ir. Þetta er mjög erfitt.“ Auk þeirra tólf ljós­mæðra sem hættu um mán­aða­mótin hafa átján til við­bótar sagt upp. Linda segir að tæp­lega 150 ljós­mæður starfi á svið­inu í tæp­lega 100 stöðu­gild­um. Hér sé því um að ræða veru­lega stórt hlut­fall vinnu­aflsins.

„Við reynum að taka því sem að höndum ber. Þetta er í raun­inni krísu­stjórn­un,“ segir hún um þá stöðu sem upp er komin vegna upp­sagna tólf ljós­mæðra sem tóku gildi síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Auglýsing

Sér­stök aðgerða­á­ætlun hefur verið sett upp á spít­al­anum og segir Linda að þegar hafi reynt á hana. Staðan hafi verið þokka­leg á sunnu­dag og mánu­dag en ástandið sé metið frá vakt til vakt­ar.

Ein­hverjar konur hafi verið útskrif­aðar fyrr í heima­þjón­ustu og aðrar sendar ann­að. Linda segir sam­starf við aðrar heil­brigð­is­stofn­anir hafa gengið ágæt­lega. Þannig hafi val­keis­ara­skurðum verið beint ann­að.

„Það er heil­mikið af áhyggju­fullum verð­andi for­eldrum sem hafa sam­band. Okkur finnst það mjög erfitt en við reynum að útskýra stöð­una og aðgerða­á­ætl­un­ina fyrir fólki. Fyrstu tveir dag­arnir hafa verið þokka­lega rólegir en við ótt­umst það þegar við fáum hol­skeflu, hvað gerum við þá? Það mun fyrst veru­lega reyna á þegar deildin fyllist. Það er til­viljun að það hafi verið rólegt fram að þessu,“ segir Linda við Frétta­blað­ið.  

Vel­ferð­ar­nefnd fundar í dag

Í frétt­inni kemur enn fremur fram að Hall­dóra Mog­en­sen, þing­maður Pírata og for­maður vel­ferð­ar­nefndar Alþing­is, vilji að heil­brigð­is­ráð­herra og full­trúar Land­spít­ala komi á fund nefnd­ar­innar til að ræða stöð­una. „Þetta er mjög alvar­leg staða. Okkur finnst mjög mik­il­vægt að fá upp­lýs­ingar frá þessum aðilum til að gera okkur betur grein fyrir stöð­unni. Ábyrgðin á að finna lausn á þessu máli er mest hjá fjár­mála­ráð­herra og for­sæt­is­ráð­herra. Þetta eru ekki launa­hækk­anir sem ljós­mæður eru að biðja um heldur launa­leið­rétt­ing.“ 

Boðað er til fundar í vel­ferð­ar­nefnd klukkan 14.30 í dag og hefur rík­is­sátta­semj­ari boðað til næsta samn­inga­fundar á fimmtu­dag.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent