Mönnunin 60 prósent miðað við lágmarksmönnun

Ljósmæður vantar á allar vaktir á Landspítalanum og segir framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs ástandið mjög erfitt. Auk þeirra tólf ljósmæðra sem hættu um mánaðamótin hafa átján til viðbótar sagt upp.

landspitalinn_16034614341_o.jpg
Auglýsing

Fjöl­margir áhyggju­fullir verð­andi for­eldrar hafa haft sam­band við Land­spít­ala til að fá upp­lýs­ingar um stöðu mála á fæð­ing­ar­deild og kvíðir fram­kvæmda­stjóri kvenna- og barna­sviðs því þegar deildin fyllist af verð­andi mæðr­um. Þetta kem­ur fram í Frétta­blað­inu í dag. 

Linda Krist­munds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri kvenna- og barna­sviðs Land­spít­ala, ­segir í sam­tali við Frétta­blaðið að mönn­unin nú sé 60 pró­sent miðað við lág­marks­mönn­un. „Það vantar ljós­mæður á allar vakt­ir. Þetta er mjög erfitt.“ Auk þeirra tólf ljós­mæðra sem hættu um mán­aða­mótin hafa átján til við­bótar sagt upp. Linda segir að tæp­lega 150 ljós­mæður starfi á svið­inu í tæp­lega 100 stöðu­gild­um. Hér sé því um að ræða veru­lega stórt hlut­fall vinnu­aflsins.

„Við reynum að taka því sem að höndum ber. Þetta er í raun­inni krísu­stjórn­un,“ segir hún um þá stöðu sem upp er komin vegna upp­sagna tólf ljós­mæðra sem tóku gildi síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Auglýsing

Sér­stök aðgerða­á­ætlun hefur verið sett upp á spít­al­anum og segir Linda að þegar hafi reynt á hana. Staðan hafi verið þokka­leg á sunnu­dag og mánu­dag en ástandið sé metið frá vakt til vakt­ar.

Ein­hverjar konur hafi verið útskrif­aðar fyrr í heima­þjón­ustu og aðrar sendar ann­að. Linda segir sam­starf við aðrar heil­brigð­is­stofn­anir hafa gengið ágæt­lega. Þannig hafi val­keis­ara­skurðum verið beint ann­að.

„Það er heil­mikið af áhyggju­fullum verð­andi for­eldrum sem hafa sam­band. Okkur finnst það mjög erfitt en við reynum að útskýra stöð­una og aðgerða­á­ætl­un­ina fyrir fólki. Fyrstu tveir dag­arnir hafa verið þokka­lega rólegir en við ótt­umst það þegar við fáum hol­skeflu, hvað gerum við þá? Það mun fyrst veru­lega reyna á þegar deildin fyllist. Það er til­viljun að það hafi verið rólegt fram að þessu,“ segir Linda við Frétta­blað­ið.  

Vel­ferð­ar­nefnd fundar í dag

Í frétt­inni kemur enn fremur fram að Hall­dóra Mog­en­sen, þing­maður Pírata og for­maður vel­ferð­ar­nefndar Alþing­is, vilji að heil­brigð­is­ráð­herra og full­trúar Land­spít­ala komi á fund nefnd­ar­innar til að ræða stöð­una. „Þetta er mjög alvar­leg staða. Okkur finnst mjög mik­il­vægt að fá upp­lýs­ingar frá þessum aðilum til að gera okkur betur grein fyrir stöð­unni. Ábyrgðin á að finna lausn á þessu máli er mest hjá fjár­mála­ráð­herra og for­sæt­is­ráð­herra. Þetta eru ekki launa­hækk­anir sem ljós­mæður eru að biðja um heldur launa­leið­rétt­ing.“ 

Boðað er til fundar í vel­ferð­ar­nefnd klukkan 14.30 í dag og hefur rík­is­sátta­semj­ari boðað til næsta samn­inga­fundar á fimmtu­dag.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hjördís Björk Hákonardóttir
Málsvörn dómskerfis – sjálfstæði dómstóla og traust til þeirra
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent