logo_auglysingar.png

Framlag Kjarnans á árinu 2013

Kjarninn er fimm ára í vikunni. Af því tilefni verður rifjað upp það helsta sem hann hafði til málanna að leggja á hverju því starfsári sem hann hefur verið til, á hverjum degi í þessari viku. Í dag er farið yfir árið 2013.

Á fyrsta starfs­ári sínu lét Kjarn­inn mjög til sín finna. Í fyrstu útgáfu hans 22. ágúst 2013, sem þá var viku­rit fyrir snjall­tæki, var meðal ann­ars greint inni­haldi úttektar sem PwC hafði unnið á til­teknum þáttum í starf­semi Spari­sjóðs­ins í Kefla­vík. Sjóð­ur­inn hafði verið yfir­tek­inn af Fjár­mála­eft­ir­lit­inu.

Skýrslan sem PwC skil­aði var kolsvört og sýndi að ekki stóð steinn yfir steini í rekstri sjóðs­ins, en það kost­aði á end­anum rík­is­sjóð, og þar með almenn­ing, á þriðja tug millj­arða króna.

Sam­hliða umfjöll­un­inni birti Kjarn­inn skýrslu PwC um spari­­­sjóð­inn í heild sinni, en hún er hátt í fimm hund­ruð blað­­síður að lengd. Í skýrsl­unni var að finna fjár­­hags­­upp­­lýs­ingar um helstu lán­tak­endur og við­­skipta­vini sjóðs­ins sem og upp­­lýs­ingar um útlána­­stöðu starfs­­manna hans.

Eftir birt­ingu leyn­i­­skýrsl­unn­ar ­fór Fjár­­­mála­eft­ir­litið fram á að hún yrði fjar­lægð af vef­­síðu Kjarn­ans, vegna fjár­­hags­­upp­­lýs­inga sem þar væri að finna um nafn­­greinda við­­skipta­vini og starfs­­menn sjóðs­ins. Gefið var í skyn í bréfi eft­ir­lits­ins að birt­ing skýrsl­unnar fæli í sér brot á hegn­ing­ar­lögum sem við lægi fang­els­is­vist.

Kjarn­inn hafn­aði beiðni Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins um að fjar­lægja skýrsl­una, þar sem hún ætti erindi við almenn­ing enda hafi gjald­­þrot Spari­­­sjóðs­ins í Kefla­vík kostað almenn­ing tugi millj­­arða króna.

Í þess­ari fyrstu útgáfu Kjarn­ans var líka ítar­legt for­síðu­við­tal við þá nýjan for­sæt­is­ráð­herra þjóð­ar­inn­ar, Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, sem hafði setið í stjórn­ar­ráð­inu í tæpa þrjá mán­uði. Þar fór hann yfir skulda­nið­ur­fell­ing­ar­á­form sín, bar­átt­una við kröfu­hafa föllnu bank­anna, ræddi boð­aða þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um áfram­hald­andi við­ræður við Evr­ópu­sam­bandið um aðild Ísland og lækkun veiði­gjalda, svo fátt eitt sé nefnt. Þar fór Sig­mundur Davíð líka yfir skoð­anir sínar um íslenska fjöl­miðla og hélt því fram að rét­trún­aður stýrði í sífellt auknum mæli umræð­unni, sem gerði stjórn­mála­mönnum með frum­legar hug­myndir erfitt fyr­ir.

Spáðum bólu á fast­eigna­mark­aði

Í lok ágúst birt­ist úttekt í Kjarn­anum að að for­sæt­is­ráðu­neytið ætl­aði ekki að fara fram á að þrír sér­fræð­ing­ar, sem voru for­stöðu­menn og fram­kvæmda­stjórar eigna­stýr­inga eða einka­banka­þjón­ustu, víki úr störfum sínum á meðan að þeir sátu í sér­fræð­inga­hópum um skulda­nið­ur­fell­ingar og afnám verð­trygg­ingar sem ráðu­neytið hafði þá nýverið skipað í. Með­limir hóps­ins voru þess í stað látnir und­ir­rita dreng­skap­ar­heit um þagn­ar­skyldu.

Margir leik­endur á fjár­mála­mark­aði, og starfs­menn ann­arra fjár­mála­fyr­ir­tækja, voru mjög hissa, jafn­vel reið­ir, yfir þess­ari stöðu. Þeim fannst aug­ljóst að fjár­festar myndu ekki sitja við sama borð né hafa sama aðgengi að upp­lýs­ingum þegar full­trúar ákveð­inna fjár­mála­fyr­ir­tækja sætu í hóp­un­um. Þeir full­trúar myndu hafa inn­herj­a­upp­lýs­ingar er varða skulda­bréfa­mark­að. Jafn­vel þótt að ekki þætti til­efni til að ætla að umræddir aðilar myndu mis­nota aðstöðu sína til að hjálpa fyr­ir­tækjum sínum væri aug­ljóst að aðstæð­urnar sköp­uðu van­traust á mark­aði sem myndi leiða til þess að við­skipti yrðu tor­tryggð.

Forsíða Kjarnans 12. september 2013.
Mynd: Kjarninn

Kjarn­inn hóf nær sam­stundis að fjalla mjög ítar­lega um hús­næð­is­mark­að­inn og birti ítar­lega frétta­skýr­ingu í sept­em­ber. Þar kom fram að allt benti til þess að þús­undir Íslend­inga sem væru að koma inn á fast­eigna­markað á næstu árum myndu eiga í miklum vand­ræðum með að koma þaki yfir höf­uð­ið. Fyr­ir­sögnin á for­síðu var „Ný bóla skrifuð í ský­in“. Síðan þá hefur fast­eigna­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækkað um 64 pró­sent.

Hættu­leg­asti stjórn­mála­maður Íslands

Árið 2013 var Jón Gnarr enn borg­ar­stjóri í Reykja­vík. Framundan voru sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar og hann hafði ekki gefið það út enn hvort hann myndi bjóða sig fram að nýju eða ekki. Kann­anir bentu til þess á þessum tíma að flokkur Jóns, Besti flokk­ur­inn, ynni stór­sigur ef hann byði sig aftur fram og að Jón gæti ein­fald­lega valið hvort hann yrði borg­ar­stjóri áfram eða ekki. Í við­tal­inu sagði Jón frá því hvar og hvenær hann ætl­aði að til­kynna um ákvörðun sína. Þar sagð­ist hann líka vera hættu­leg­asti stjórn­mála­maður lands­ins.

Jón Gnarr tilkynnti haustið 2013 að hann langaði ekki lengur að vera borgarstjóri, og að hann myndi ekki bjóða sig aftur fram til að vera það.
Mynd: Anton Brink

Í við­tal­inu sagði Jón líka að Sel­tjarn­­ar­­nes væri fyrir Reykja­vík „eins og þú eigir íbúð og ríki frændi þinn eigi íbúð við hliðiná þér þar sem er inn­­an­­gengt í þína. Hann hefur engar skyldur gagn­vart þinni íbúð en getur gengið inn í hana á skítugum skónum og étið úr ísskápnum þegar hann vill vegna þess að hann keypti íbúð­ina með þessum rétt­ind­­um. Að sama skapi keyptir þú íbúð­ina þína með þessum van­­kanti. Þetta setur þig og frænda þinn í sér­­­kenn­i­­lega stöðu. Það er ekk­ert úti­­­gangs­­fólk á Sel­tjarn­­ar­­nesi. Þar er mjög lít­ill félags­­­legur vandi, lág glæpa­­tíðni og mikil nálægð við nátt­úru. Þetta eru lífs­­gæði sem allir eiga að fá að njóta, ekki bara þeir sem hafa efni á að kaupa sér þau. Það er líka ekk­ert leik­hús á Sel­tjarn­­ar­­nesi. Það er engin Sin­­fón­­íu­hljóm­­­sveit Sel­tjarn­­ar­­ness. Það er hins vegar til staðar í Reykja­vík og er, ásamt alls konar annarri þjón­ustu, nið­ur­greitt af borg­inni. Það er því mjög ósann­­gjarnt að ríkt fólk nýti sér þjón­ust­una án þess að borga fyrir hana.“ Þessi ummæli vöktu mikla athygli.

Kjarn­inn birti líka í fyrsta skipti sviðs­myndir sem komu til greina við ­upp­gjör á krónu­eignum erlendra aðila hér á landi, þar á meðal kröfu­hafa í bú föllnu bank­anna.

Mok­græddu á falli krónu

Kjarn­inn hélt áfram að birta úttektir sem byggðu á trún­að­ar­gögn­um. Í lok októ­ber voru frum­gögn frá­ PwC birt sem sýndu umfangs­miklar stöðu­tökur stjórn­enda hjá Kaup­þingi gegn íslensku krón­unni. Þeir mok­græddu á falli krón­unn­ar, eins og sagði á for­síðu Kjarn­ans. Birt­ing gagn­anna olli miklum titr­ingi og efni þeirra var helsta frétt flestra fjöl­miðla lands­ins dag­anna á eft­ir. Slita­stjórn­ ­Kaup­þings hót­aði að krefj­ast lög­banns en gerði síðan ekki alvöru úr þeirri hótun þegar á hólm­inn var kom­ið.

Í nóv­em­ber birti Kjarn­inn enn og aftur leyni­leg gögn. Í þetta sinn um ótrú­lega atburða­rás efir að íslensku bank­arnir hrundu, þar sem stjórn­völd í Lúx­em­borg freist­uðu þess að fá fjár­fest­inga­sjóði frá Líbíu til að kaupa starf­semi bank­ans í Lúx­em­borg. Líbía var á þessum tíma enn undir stjórn Gaddafi.

Brynjar og Vig­dís

Undir lok árs voru tekin tvö merki­leg við­töl við umdeilda íslenska stjórn­mála­menn. Það fyrra var við Brynjar Níels­son sem þá var til­tölu­lega nýr á þingi. Í við­tal­inu tjáði hann sig meðal ann­ars skulda­nið­ur­fell­ing­ar­á­form rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem hann hafði verið gagn­rýnin á í aðdrag­anda kosn­ing­anna 2013. Þar sagði Brynjar m.a.: „Ég held að það myndi nýt­ast fólki betur að losna við sam­eig­in­legar skuldir okk­ar, skuldir rík­is­sjóðs, sem kosta okkur tugi millj­arða króna í vexti á ári. Ég tel mik­il­væg­ara að auka ráð­stöf­un­ar­tekjur allra en að fara í nið­ur­fell­ingu á skuldum sumra. [...]­Eignin mín hefur til dæmis hækkað þrefalt meira heldur en hún var þegar ég keypti 1999. Lánið hefur hækkað um ein­hverjar millj­ón­ir, en eignin hefur marg­fald­ast. Á ég síðan að fá nið­ur­greitt af þessum millj­ónum sem ég skulda úr sam­eig­in­legum sjóðum lands­manna? Fyrir mér er þetta auð­vitað galið.“

Þegar kosið var um lögin sem gerðu leið­rétt­ing­una að veru­leika nokkrum mán­uðum síðar var Brynjar einn tveggja þing­manna sem voru með bók­aða fjar­vist og greiddu ekki atkvæði.

Vig­dís Hauks­dóttir kom einnig í við­tal við Kjarn­ann. Fyr­ir­sögnin var: „Elskar að vera höt­uð.“

Brynjar Níelsson var opinskár og hvass í eftirtektarverðu viðtali við Kjarnann 2013.
Mynd: Anton Brink

Ég tel mik­il­væg­ara að auka ráð­stöf­un­ar­tekjur allra en að fara í nið­ur­fell­ingu á skuldum sumra. [...]­Eignin mín hefur til dæmis hækkað þrefalt meira heldur en hún var þegar ég keypti 1999. Lánið hefur hækkað um ein­hverjar millj­ón­ir, en eignin hefur marg­fald­ast. Á ég síðan að fá nið­ur­greitt af þessum millj­ónum sem ég skulda úr sam­eig­in­legum sjóðum lands­manna? Fyrir mér er þetta auð­vitað galið.“

Þegar kosið var um lögin sem gerðu leið­rétt­ing­una að veru­leika nokkrum mán­uðum síðar var Brynjar einn tveggja þing­manna sem voru með bók­aða fjar­vist og greiddu ekki atkvæði.

Vig­dís Hauks­dóttir kom einnig í við­tal við Kjarn­ann. Fyr­ir­sögnin var: „Elskar að vera höt­uð.“

Vigdís Hauksdóttir skóf ekki utan af hlutunum í viðtali í jólamánuðinum 2013.
Mynd: Anton Brink

Þegar árið var gert upp kom í ljós að Kjarn­inn var mest ívitn­aði fjöl­mið­ill lands­ins á því tíma­bili árs­ins 2013 sem hann starf­aði. Þ.e. fréttir og frétta­skýr­ingar hans voru teknar upp af öðrum miðlum í mun meira mæli en fréttir nokk­urra ann­arra íslenskra fjöl­miðla, sem gaf sterkt til kynna hversu mikið erindi efni mið­ils­ins átti við almenn­ing.

Í upp­hafi árs 2014 var Ægir Þór Eysteins­son, einn stofn­anda Kjarn­ans, til­nefndur til Blaða­manna­verð­launa Íslands fyrir umfjöllun sína um Spari­sjóð­inn í Kefla­vík. Það reynd­ist fyrsta af mörgum slíkum til­nefn­ingum sem starfs­menn Kjarn­ans hafa feng­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar