Þrír miðjuflokkar hafa tekið til sín alla fylgisaukninguna frá kosningum

Píratar, Samfylkingin og Viðreisn hafa samanlagt bætt við sig miklu fylgi frá því að kosið var síðast á Íslandi. Aðrir stjórnarandstöðuflokkar tapa fylgi og stjórnarflokkarnir gætu ekki myndað ríkisstjórn ef kosið yrði í dag.

ÞKG, Sunna og Logi
Auglýsing

Nú stytt­ist í að rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur leggi fram sitt fyrsta alvöru fjár­laga­frum­varp sem er að fullu mótað af áherslum henn­ar. Í fyrra var það lagt 14. sept­em­ber og þáver­andi rík­is­stjórn náði að sitja í rétt rúman sól­ar­hring eftir þann gjörn­ing þar til að hún sprakk vegna upp­reist æru-­máls­ins og boðað var til kosn­inga. Þær fóru fram 28. októ­ber 2017.

Miklar svipt­ingar hafa orðið á fylgi stjórn­mála­flokka sem sæti eiga á Alþingi frá því að þær fóru fram. Nú mæl­ast stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arn­ir, sam­kvæmt nýj­ustu könnun Gallup, með mun meira fylgi en stjórn­ar­flokk­arnir og frjáls­lyndir miðju­flokkar bæta mestu fylgi við sig. Þrír slíkir hafa aukið fylgi sitt 11,9 pró­sentu­stig á tæpum tíu mán­uð­um, eða um 40 pró­sent.

Á sama tíma hefur fylgi hinna fimm flokk­anna sem sitja á þingi dal­að, þó mis­mun­andi mik­ið. Mesta fylgið hafa Vinstri græn mis­st, en þriðj­ungur þess hefur horfið frá því í fyrra­haust.

Auglýsing

And­staðan gæti myndað stjórn en rík­is­stjórnin ekki

Stjórn­ar­and­staðan mælist nú með 53,9 pró­sent fylgi en stjórn­ar­flokk­arnir með 44,5 pró­sent. Um 1,6 pró­sent myndu kjósa aðra flokka en þá sem eiga sæti á þingi í dag.

Það er mik­ill við­snún­ingur frá því sem var í síð­ustu kosn­ing­um, þegar stjórn­ar­flokk­arnir fengu 52,9 pró­sent fylgi og 35 þing­menn en stjórn­ar­and­staðan 28. Ef kosið yrði í dag myndi stjórn­ar­and­staðan lík­ast til fá 34-35 þing­menn en stjórn­ar­flokk­arnir þrír 28-29, sem myndi ekki duga til að mynda meiri­hluta­stjórn.Katrín Jakobsdóttir myndi ekki geta myndað ríkisstjórn á borð við þá sem hún leiðir ef kosið yrði í dag. MYND: Bára Huld Beck

Rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur væri því kol­fallin ef kosið yrði í dag. Auk þess nýtur hún nú stuðn­ings undir helm­ings þjóð­ar­inn­ar, en 49,7 pró­sent lands­manna sögð­ust styðja hana í síð­ustu könnun Gallup.

Þrír and­stöðu­flokkar styrkja sig mik­ið...

Þeir stjórn­ar­and­stöðu­flokkar sem hafa styrkt stöðu sína mest sam­kvæmt mæl­ingum eru Pírat­ar, sem myndu bæta við sig 4,7 pró­sentu­stigum og fá 13,9 pró­sent, og Sam­fylk­ing­in, sem myndi bæta við sig 4,6 pró­sentu­stigum og fá 16,7 pró­sent. Píratar myndu fara úr því að vera þriðji minnsti flokk­ur­inn á þingi í að vera þriðji stærsti og Sam­fylk­ingin yrði sá næst stærsti. Hafa verður þó þann fyr­ir­vara að báðir þessir flokk­ar, og sér­stak­lega Pírat­ar, hafa haft til­hneig­ingu til, í kosn­ingum und­an­far­inna ára, að fá minna upp úr kjör­köss­unum en þeir mæl­ast með í könn­un­um. Sam­fylk­ingin fékk til að mynda þremur pró­sentu­stigum minna í kosn­ing­unum í októ­ber 2017 en flokk­ur­inn hafði mælst með í könnun sem var birt dag­inn áður.

Þriðji flokk­ur­inn á þingi sem er með frjáls­lyndar og alþjóð­legar áhersl­ur, Við­reisn, hefur líka bætt við sig og mælist nú með 8,7 pró­sent fylgi. Það er tveimur pró­sentu­stigum meira en flokk­ur­inn fékk í kosn­ing­unum í fyrra­vor. Frjáls­lyndu miðju­flokk­arnir þrír eru því með 39,3 pró­sent fylgi í dag sam­kvæmt nýj­ustu mæl­ing­um, eða 11,3 pró­sentu­stigum meira en þeir fengu upp úr kjör­köss­unum í októ­ber 2017.

...En tveir tapa fylgi

Aðrir stjórn­ar­and­stöðu­flokk­ar, Flokkur fólks­ins og Mið­flokk­ur­inn, hafa tapað fylgi frá því í kosn­ing­un­um. Báðir eru þjóð­ern­is­legir flokkar með óskýra stefnu­skrá sem hverf­ist að miklu leyti um skoð­anir leið­toga þeirra og risa­stór kosn­inga­lof­orð.Miðflokki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar gekk vel í síðustu kosningum og Bjarna Benediktssyni tókst að halda Sjálfstæðisflokki í ríkisstjórn. Mynd: Birgir Þór Harðarson

Mið­flokk­ur­inn, sem var stofn­aður skömmu fyrir síð­ustu kosn­ingar og náði besta árangri sem nokkur flokkur hefur náð í fyrstu fram­boðstil­raun til Alþing­is, myndi fara úr 10,9 pró­sent fylgi í 8,6 pró­sent. Flokkur fólks­ins myndi tapa 0,9 pró­sentu­stigum og fá sex pró­sent ef kosið yrði í dag. Þessir tveir flokkar yrðu minnstir af þeim átta sem eiga sæti á þingi.

Tveir stjórn­ar­flokkar standa næstum í stað...

Þá standa eftir stjórn­ar­flokk­arnir þrír. Hlut­skipti þeirra það sem af er kjör­tíma­bili hefur verið nokkuð ólíkt. Fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefur nán­ast staðið í stað. Hann myndi fá 24,6 pró­sent atkvæða ef kosið yrði nú í stað þeirra 25,3 pró­senta sem hann fékk fyrir tæpum tíu mán­uðum síð­an. Sú breyt­ing er vel innan skekkju­marka og flokk­ur­inn yrði áfram sem áður stærsti flokkur lands­ins. Núver­andi fylgi myndi þó þýða næst verstu nið­ur­stöðu kosn­inga í sögu flokks­ins.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn myndi tapa 1,5 pró­sentu­stigi af fylgi sínu og fá 9,2 pró­sent. Það yrði lang­versta nið­ur­staða hans nokkru sinni og lág­marks­metið frá því í fyrra því lík­ast til bætt. Þessir tveir flokk­ar, Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokk­ur, hafa þó oftar en ekki náð að fá meira fylgi í kosn­ingum en kann­anir hafa bent til. Þarna er enda um tvo elstu flokka lands­ins að ræða sem hafa oft­ast nær stjórnað land­inu, saman eða í sitt­hvoru lagi. Flokks­menn þeirra kunna því betur en flestir aðrir að ná árangri í kosn­ing­um.

...En Vinstri græn tapa þriðj­ungi fylgis

Vinstri græn eru sá flokkur sem tapað hefur mestu fylgi frá kosn­ing­um, en rúm­lega þriðj­ungur þess hefur þurrkast út frá því í októ­ber í fyrra. Flokk­ur­inn fékk 16,9 pró­sent fylgi í kosn­ing­unum 2017 sem þýddi að hann var næst stærsti flokkur lands­ins og gat farið fram á for­sæt­is­ráðu­neytið í rík­is­stjórn­inni sem á end­anum var mynd­uð.

Ef kosið yrði í dag myndu Vinstri græn fá 10,7 pró­sent fylgi, sem er lægsta fylgi sem flokk­ur­inn hefur mælst með frá því í árs­lok 2015, og þar af leið­andi fjórði stærsti flokkur lands­ins.

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar