Kaupþing upplýsir ekki um hvort milljarðabónusar hafi verið greiddir út

Um 20 starfsmenn Kaupþings gátu fengið allt að 1,5 milljarð króna í bónusgreiðslur ef tækist að hámarka virði óseldra eigna félagsins. Greiða átti bónusanna út í apríl síðastliðnum. Félagið vill ekki staðfesta hvort það hafi verið gert.

Þrátt fyrir að Kaupþing banki hafi farið á hausinn fyrir tæpum áratug þá er enn verið að vinna úr eignum hans.
Þrátt fyrir að Kaupþing banki hafi farið á hausinn fyrir tæpum áratug þá er enn verið að vinna úr eignum hans.
Auglýsing

Kaup­þing ehf., félag utan um eft­ir­stand­andi eignir hins fallna banka sem bar sama nafn, vill ekki upp­lýsa um hvort að bón­us­greiðsl­ur, sem gátu numið allt að 1,5 millj­örðum króna, hafi verið greiddar út til um 20 starfs­manna félags­ins.

Greint var frá því fyrir tveimur árum síðan að hóp­ur­inn gæti fengið umrædda upp­hæð til að skipta á milli sín ef hámörkum á virði óseldra eigna Kaup­þings myndi nást. Næð­ust mark­miðin átti að greiða út bón­us­greiðsl­urnar eigi síðar en í apríl 2018.

Langstærsta óselda eign Kaup­þings á þeim tíma var 87 pró­sent hlutur félags­ins í Arion banka, sem nú hefur verið að stórum hluta seld og það sem eftir stendur gert selj­an­legt með skrán­ingu á mark­að. Umræddar bón­us­greiðslur ná ein­ungis til starfs­manna Kaup­þings, ekki stjórn­ar­manna og ráð­gjafa sem unnið hafa fyrir félag­ið. Greiðslur til þeirra koma til við­bótar því sem greið­ist til starfs­manna.

Auglýsing

Búið að selja meg­in­þorra eigna

Síðan þá hafa átt sér stað tölu­verð við­skipti með hluti í Arion banka. Í fyrra keyptu fjórir af stærstu eig­endum Kaup­­þings, Taconic Capital, Och-ZiffCapi­­tal Mana­­gement Group, sjóðir í stýr­ingu Attestor Capi­­tal og Gold­man Sachs, sam­tals 29,6 pró­­sent hlut í Arion banka af sjálfum sér í fyrra. Tveir þeirra, Attestor og Gold­man Sachs, bættu við sig 2,8 pró­­sent hlut 13. febr­­úar síð­­ast­lið­inn. Þá keyptu rúm­­lega 20 sjóðir í stýr­ingu fjög­­urra af stærstu sjóðs­­stýr­ing­­ar­­fyr­ir­tækjum Íslands: Stefn­is, Íslands­­­sjóða, Lands­bréfa og Júpít­­er, sam­tals 2,54 pró­­sent hlut. Sam­an­lagt kaup­verð var um 9,5 millj­­arðar króna.

Sama dag var kaup­­réttur Kaup­­þings á 13 pró­­sent hlut rík­­is­ins í Arion banka virkj­að­­ur. Sá kaup­­réttur var for­m­­gerður í samn­ingi frá árinu 2009, var for­taks­­laus og ein­hliða. Ríkið mátti því ekki hafna til­­­boð­inu án þess að ger­­ast brot­­legt við gerða samn­inga.

Gengið var for­m­­lega frá sölu hlut­­ar­ins 26. febr­­úar síð­­ast­lið­inn. Kaup­verðið var 23,4 millj­­arðar króna og ekk­ert opið né gagn­­sætt sölu­­ferli fór fram. Um eina stærstu eigna­­sölu rík­­is­ins frá upp­­hafi er að ræða.

Ætla ekki að tjá sig frekar um bón­us­greiðslur

Í vor var svo haldið útboð á bréfum í Arion banka í aðdrag­anda þess að bank­inn var skráður á markað á Íslandi og í Sví­þjóð. Þar seldi Kaup­þing sig enn niður í bank­anum og á nú tæp­lega 33 pró­sent hlut. Því hefur það mark­mið, að koma þorra óseldra eigna í verð, náðst.

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn að nýju til Kaup­þings og spurði hvort búið væri að greiða út bónus­anna sem til stóð að greiða út fyrir lok apr­íl­mán­að­ar, og ef svo væri, hver áætluð heild­ar­greiðsla starfs­mann­anna væri. Í svari sem upp­lýs­inga­full­trúi á vegum Kaup­þings sendi sagði: Veittar voru ítar­legar upp­lýs­ingar á sínum tíma. Kaup­þing hyggst ekki tjá sig frekar um mál­ið.Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmur hálfur milljarður í utanlandsferðir þingmanna og forseta þingsins á tíu árum
Rúmar 60 milljónir fóru í utanlandsferðir embættis forseta Alþingis og þingmanna árið 2018. Kostnaðurinn var minnstur árið 2009 – rétt eftir hrun.
Kjarninn 21. janúar 2020
Ólafur Örn Nielsen ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa
Nýir fjárfestar komu að Opnum kerfum í fyrra og hana nú ráðið bæði nýjan forstjóra og aðstoðarforstjóra.
Kjarninn 21. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Kvikan
Kvikan
#Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Mælt fyrir frumvarpi sem kúvendir fiskveiðistjórnunarkerfinu
Frumvarp þriggja stjórnarandstöðuflokka um eðlisbreytingu á því umhverfi sem sjávarútvegsfyrirtæki starfa í hérlendis, verður tekið til umræðu á þingi í dag samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Stuðningskonur leikskólanna
Kynjað verðmætamat og leikskólinn
Kjarninn 21. janúar 2020
Þröngar skorður í hálaunalandi
Á að fella gengið til að örva efnahagslífið? Er aukin sjálfvirkni að fara eyða störfum hraðar en almenningur átta sig á? Gylfi Zoega hagfræðiprófessor skrifaði ítarlega grein í Vísbendingu þar sem þessi mál eru til umræðu.
Kjarninn 20. janúar 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Segir kominn tíma á stjórn án Sjálfstæðisflokks
Formaður Samfylkingarinnar segir tími til komin að hætta að láta Sjálfstæðisflokkinn velja sér dansfélaga og stjórna á eigin forsendum.
Kjarninn 20. janúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar