Kaupþing upplýsir ekki um hvort milljarðabónusar hafi verið greiddir út

Um 20 starfsmenn Kaupþings gátu fengið allt að 1,5 milljarð króna í bónusgreiðslur ef tækist að hámarka virði óseldra eigna félagsins. Greiða átti bónusanna út í apríl síðastliðnum. Félagið vill ekki staðfesta hvort það hafi verið gert.

Þrátt fyrir að Kaupþing banki hafi farið á hausinn fyrir tæpum áratug þá er enn verið að vinna úr eignum hans.
Þrátt fyrir að Kaupþing banki hafi farið á hausinn fyrir tæpum áratug þá er enn verið að vinna úr eignum hans.
Auglýsing

Kaup­þing ehf., félag utan um eft­ir­stand­andi eignir hins fallna banka sem bar sama nafn, vill ekki upp­lýsa um hvort að bón­us­greiðsl­ur, sem gátu numið allt að 1,5 millj­örðum króna, hafi verið greiddar út til um 20 starfs­manna félags­ins.

Greint var frá því fyrir tveimur árum síðan að hóp­ur­inn gæti fengið umrædda upp­hæð til að skipta á milli sín ef hámörkum á virði óseldra eigna Kaup­þings myndi nást. Næð­ust mark­miðin átti að greiða út bón­us­greiðsl­urnar eigi síðar en í apríl 2018.

Langstærsta óselda eign Kaup­þings á þeim tíma var 87 pró­sent hlutur félags­ins í Arion banka, sem nú hefur verið að stórum hluta seld og það sem eftir stendur gert selj­an­legt með skrán­ingu á mark­að. Umræddar bón­us­greiðslur ná ein­ungis til starfs­manna Kaup­þings, ekki stjórn­ar­manna og ráð­gjafa sem unnið hafa fyrir félag­ið. Greiðslur til þeirra koma til við­bótar því sem greið­ist til starfs­manna.

Auglýsing

Búið að selja meg­in­þorra eigna

Síðan þá hafa átt sér stað tölu­verð við­skipti með hluti í Arion banka. Í fyrra keyptu fjórir af stærstu eig­endum Kaup­­þings, Taconic Capital, Och-ZiffCapi­­tal Mana­­gement Group, sjóðir í stýr­ingu Attestor Capi­­tal og Gold­man Sachs, sam­tals 29,6 pró­­sent hlut í Arion banka af sjálfum sér í fyrra. Tveir þeirra, Attestor og Gold­man Sachs, bættu við sig 2,8 pró­­sent hlut 13. febr­­úar síð­­ast­lið­inn. Þá keyptu rúm­­lega 20 sjóðir í stýr­ingu fjög­­urra af stærstu sjóðs­­stýr­ing­­ar­­fyr­ir­tækjum Íslands: Stefn­is, Íslands­­­sjóða, Lands­bréfa og Júpít­­er, sam­tals 2,54 pró­­sent hlut. Sam­an­lagt kaup­verð var um 9,5 millj­­arðar króna.

Sama dag var kaup­­réttur Kaup­­þings á 13 pró­­sent hlut rík­­is­ins í Arion banka virkj­að­­ur. Sá kaup­­réttur var for­m­­gerður í samn­ingi frá árinu 2009, var for­taks­­laus og ein­hliða. Ríkið mátti því ekki hafna til­­­boð­inu án þess að ger­­ast brot­­legt við gerða samn­inga.

Gengið var for­m­­lega frá sölu hlut­­ar­ins 26. febr­­úar síð­­ast­lið­inn. Kaup­verðið var 23,4 millj­­arðar króna og ekk­ert opið né gagn­­sætt sölu­­ferli fór fram. Um eina stærstu eigna­­sölu rík­­is­ins frá upp­­hafi er að ræða.

Ætla ekki að tjá sig frekar um bón­us­greiðslur

Í vor var svo haldið útboð á bréfum í Arion banka í aðdrag­anda þess að bank­inn var skráður á markað á Íslandi og í Sví­þjóð. Þar seldi Kaup­þing sig enn niður í bank­anum og á nú tæp­lega 33 pró­sent hlut. Því hefur það mark­mið, að koma þorra óseldra eigna í verð, náðst.

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn að nýju til Kaup­þings og spurði hvort búið væri að greiða út bónus­anna sem til stóð að greiða út fyrir lok apr­íl­mán­að­ar, og ef svo væri, hver áætluð heild­ar­greiðsla starfs­mann­anna væri. Í svari sem upp­lýs­inga­full­trúi á vegum Kaup­þings sendi sagði: Veittar voru ítar­legar upp­lýs­ingar á sínum tíma. Kaup­þing hyggst ekki tjá sig frekar um mál­ið.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kveikur
Kveikur sendir frá sér yfirlýsingu
Ritstjóri Kveiks segir að vinnubrögð RÚV og sá tími sem Samherja gafst til andsvara sé fyllilega í samræmi við lögbundar skyldur samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið og reglum sem hvíla á blaða- og fréttamönnum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Verkalýðsforystunni ekki skemmt
Ekki stendur á viðbrögðum í samfélaginu eftir afhjúpanir fréttaskýringaþáttarins Kveiks og Stundarinnar í gærkvöldi. Forysta stærstu verkalýðsfélaganna lætur ekki sitt eftir liggja í umræðunni.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Svandís: Mynd af græðgi sem fór úr böndunum
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að þær ávirðingar sem fram komu í umfjöllun Kveiks um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu séu stórmál. Hún segir að sú mynd sem dregin var upp í þættinum sé mynd af græðgi sem fór úr böndunum.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri.
Skattrannsóknarstjóri fékk nýlega gögn frá namibískum yfirvöldum
Embætti skattrannsóknarstjóra hefur bæst í hóp fjölmargra annarra rannsóknaraðila, hérlendis og erlendis, sem eru að skoða gögn um möguleg íslensk lögbrot í Namibíu. Opinberað var í gær að Samherji liggi undir grun um að hafa framið lögbrot.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Nýi Seðlabankastormurinn hófst eftir að Kveikur nálgaðist Þorstein Má
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur frá því í lok síðasta mánaðar ítrekað ásakað RÚV og Helga Seljan um hafa verið gerendur í rannsókn á Samherja sem hófst 2012. Þegar ásakanirnar hófust hafði Þorsteini þegar verið greint frá umfjöllunarefni Kveiks.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Segir Kristján Þór Júlíusson hafa hitt „hákarlana“ frá Namibíu
Í Stundinni segir að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafi kynnt Kristján Þór Júlíusson sem „sinn mann“ í ríkisstjórninni.
Kjarninn 13. nóvember 2019
Samherji kennir Jóhannesi um allt – Segjast ekkert hafa að fela
Þorsteinn Már Baldvinsson segir það mikil vonbrigði að fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins hafi „hugsanlega flækt Samherja í viðskipti sem kunni að vera ólögmæt.“
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji hefur hagnast um 112 milljarða á átta árum
Samherji hefur hagnast gríðarlega á síðustu árum. Eigið fé samstæðunnar var 111 milljarðar króna um síðustu áramót. Fjárfestingar Samherja eru mun víðar en bara í sjávarútvegi.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar