logo_auglysingar.png

Framlag Kjarnans á árinu 2013

Kjarninn er fimm ára í vikunni. Af því tilefni verður rifjað upp það helsta sem hann hafði til málanna að leggja á hverju því starfsári sem hann hefur verið til, á hverjum degi í þessari viku. Í dag er farið yfir árið 2013.

Á fyrsta starfsári sínu lét Kjarninn mjög til sín finna. Í fyrstu útgáfu hans 22. ágúst 2013, sem þá var vikurit fyrir snjalltæki, var meðal annars greint innihaldi úttektar sem PwC hafði unnið á tilteknum þáttum í starfsemi Sparisjóðsins í Keflavík. Sjóðurinn hafði verið yfirtekinn af Fjármálaeftirlitinu.

Skýrslan sem PwC skilaði var kolsvört og sýndi að ekki stóð steinn yfir steini í rekstri sjóðsins, en það kostaði á endanum ríkissjóð, og þar með almenning, á þriðja tug milljarða króna.

Sam­hliða umfjöll­un­inni birti Kjarn­inn skýrslu PwC um spari­sjóð­inn í heild sinni, en hún er hátt í fimm hund­ruð blað­síður að lengd. Í skýrsl­unni var að finna fjár­hags­upp­lýs­ingar um helstu lán­tak­endur og við­skipta­vini sjóðs­ins sem og upp­lýs­ingar um útlána­stöðu starfs­manna hans.

Eftir birt­ingu leyni­skýrsl­unn­ar ­fór Fjár­mála­eft­ir­litið fram á að hún yrði fjar­lægð af vef­síðu Kjarn­ans, vegna fjár­hags­upp­lýs­inga sem þar væri að finna um nafn­greinda við­skipta­vini og starfs­menn sjóðs­ins. Gefið var í skyn í bréfi eftirlitsins að birting skýrslunnar fæli í sér brot á hegningarlögum sem við lægi fangelsisvist.

Kjarn­inn hafn­aði beiðni Fjár­mála­eft­ir­lits­ins um að fjar­lægja skýrsl­una, þar sem hún ætti erindi við almenn­ing enda hafi gjald­þrot Spari­sjóðs­ins í Kefla­vík kostað almenn­ing tugi millj­arða króna.

Í þessari fyrstu útgáfu Kjarnans var líka ítarlegt forsíðuviðtal við þá nýjan forsætisráðherra þjóðarinnar, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, sem hafði setið í stjórnarráðinu í tæpa þrjá mánuði. Þar fór hann yfir skuldaniðurfellingaráform sín, baráttuna við kröfuhafa föllnu bankanna, ræddi boðaða þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið um aðild Ísland og lækkun veiðigjalda, svo fátt eitt sé nefnt. Þar fór Sigmundur Davíð líka yfir skoðanir sínar um íslenska fjölmiðla og hélt því fram að réttrúnaður stýrði í sífellt auknum mæli umræðunni, sem gerði stjórnmálamönnum með frumlegar hugmyndir erfitt fyrir.

Spáðum bólu á fasteignamarkaði

Í lok ágúst birtist úttekt í Kjarnanum að að forsætisráðuneytið ætlaði ekki að fara fram á að þrír sérfræðingar, sem voru forstöðumenn og framkvæmdastjórar eignastýringa eða einkabankaþjónustu, víki úr störfum sínum á meðan að þeir sátu í sérfræðingahópum um skuldaniðurfellingar og afnám verðtryggingar sem ráðuneytið hafði þá nýverið skipað í. Meðlimir hópsins voru þess í stað látnir undirrita drengskaparheit um þagnarskyldu.

Margir leikendur á fjármálamarkaði, og starfsmenn annarra fjármálafyrirtækja, voru mjög hissa, jafnvel reiðir, yfir þessari stöðu. Þeim fannst augljóst að fjárfestar myndu ekki sitja við sama borð né hafa sama aðgengi að upplýsingum þegar fulltrúar ákveðinna fjármálafyrirtækja sætu í hópunum. Þeir fulltrúar myndu hafa innherjaupplýsingar er varða skuldabréfamarkað. Jafnvel þótt að ekki þætti tilefni til að ætla að umræddir aðilar myndu misnota aðstöðu sína til að hjálpa fyrirtækjum sínum væri augljóst að aðstæðurnar sköpuðu vantraust á markaði sem myndi leiða til þess að viðskipti yrðu tortryggð.

Forsíða Kjarnans 12. september 2013.
Mynd: Kjarninn

Kjarninn hóf nær samstundis að fjalla mjög ítarlega um húsnæðismarkaðinn og birti ítarlega fréttaskýringu í september. Þar kom fram að allt benti til þess að þúsundir Íslendinga sem væru að koma inn á fasteignamarkað á næstu árum myndu eiga í miklum vandræðum með að koma þaki yfir höfuðið. Fyrirsögnin á forsíðu var „Ný bóla skrifuð í skýin“. Síðan þá hefur fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 64 prósent.

Hættulegasti stjórnmálamaður Íslands

Árið 2013 var Jón Gnarr enn borgarstjóri í Reykjavík. Framundan voru sveitarstjórnarkosningar og hann hafði ekki gefið það út enn hvort hann myndi bjóða sig fram að nýju eða ekki. Kannanir bentu til þess á þessum tíma að flokkur Jóns, Besti flokkurinn, ynni stórsigur ef hann byði sig aftur fram og að Jón gæti einfaldlega valið hvort hann yrði borgarstjóri áfram eða ekki. Í viðtalinu sagði Jón frá því hvar og hvenær hann ætlaði að tilkynna um ákvörðun sína. Þar sagðist hann líka vera hættulegasti stjórnmálamaður landsins.

Jón Gnarr tilkynnti haustið 2013 að hann langaði ekki lengur að vera borgarstjóri, og að hann myndi ekki bjóða sig aftur fram til að vera það.
Mynd: Anton Brink

Í við­talinu sagði Jón líka að Sel­tjarn­ar­nes væri fyrir Reykja­vík „eins og þú eigir íbúð og ríki frændi þinn eigi íbúð við hliðiná þér þar sem er inn­an­gengt í þína. Hann hefur engar skyldur gagn­vart þinni íbúð en getur gengið inn í hana á skítugum skónum og étið úr ísskápnum þegar hann vill vegna þess að hann keypti íbúð­ina með þessum rétt­ind­um. Að sama skapi keyptir þú íbúð­ina þína með þessum van­kanti. Þetta setur þig og frænda þinn í sér­kenni­lega stöðu. Það er ekk­ert úti­gangs­fólk á Sel­tjarn­ar­nesi. Þar er mjög lít­ill félags­legur vandi, lág glæpa­tíðni og mikil nálægð við nátt­úru. Þetta eru lífs­gæði sem allir eiga að fá að njóta, ekki bara þeir sem hafa efni á að kaupa sér þau. Það er líka ekk­ert leik­hús á Sel­tjarn­ar­nesi. Það er engin Sin­fón­íu­hljóm­sveit Sel­tjarn­ar­ness. Það er hins vegar til staðar í Reykja­vík og er, ásamt alls konar annarri þjón­ustu, niðurgreitt af borg­inni. Það er því mjög ósann­gjarnt að ríkt fólk nýti sér þjón­ust­una án þess að borga fyrir hana.“ Þessi ummæli vöktu mikla athygli.

Kjarninn birti líka í fyrsta skipti sviðsmyndir sem komu til greina við uppgjör á krónueignum erlendra aðila hér á landi, þar á meðal kröfuhafa í bú föllnu bankanna.

Mokgræddu á falli krónu

Kjarninn hélt áfram að birta úttektir sem byggðu á trúnaðargögnum. Í lok október voru frumgögn frá PwC birt sem sýndu umfangsmiklar stöðutökur stjórnenda hjá Kaupþingi gegn íslensku krónunni. Þeir mokgræddu á falli krónunnar, eins og sagði á forsíðu Kjarnans. Birting gagnanna olli miklum titringi og efni þeirra var helsta frétt flestra fjölmiðla landsins daganna á eftir. Slitastjórn Kaupþings hótaði að krefjast lögbanns en gerði síðan ekki alvöru úr þeirri hótun þegar á hólminn var komið.

Í nóvember birti Kjarninn enn og aftur leynileg gögn. Í þetta sinn um ótrúlega atburðarás efir að íslensku bankarnir hrundu, þar sem stjórnvöld í Lúxemborg freistuðu þess að fá fjárfestingasjóði frá Líbíu til að kaupa starfsemi bankans í Lúxemborg. Líbía var á þessum tíma enn undir stjórn Gaddafi.

Brynjar og Vigdís

Undir lok árs voru tekin tvö merkileg viðtöl við umdeilda íslenska stjórnmálamenn. Það fyrra var við Brynjar Níelsson sem þá var tiltölulega nýr á þingi. Í viðtalinu tjáði hann sig meðal annars skuldaniðurfellingaráform ríkisstjórnarinnar, sem hann hafði verið gagnrýnin á í aðdraganda kosninganna 2013. Þar sagði Brynjar m.a.: „Ég held að það myndi nýtast fólki betur að losna við sameiginlegar skuldir okkar, skuldir ríkissjóðs, sem kosta okkur tugi milljarða króna í vexti á ári. Ég tel mikilvægara að auka ráðstöfunartekjur allra en að fara í niðurfellingu á skuldum sumra. [...]Eignin mín hefur til dæmis hækkað þrefalt meira heldur en hún var þegar ég keypti 1999. Lánið hefur hækkað um einhverjar milljónir, en eignin hefur margfaldast. Á ég síðan að fá niðurgreitt af þessum milljónum sem ég skulda úr sameiginlegum sjóðum landsmanna? Fyrir mér er þetta auðvitað galið.“

Þegar kosið var um lögin sem gerðu leiðréttinguna að veruleika nokkrum mánuðum síðar var Brynjar einn tveggja þingmanna sem voru með bókaða fjarvist og greiddu ekki atkvæði.

Vigdís Hauksdóttir kom einnig í viðtal við Kjarnann. Fyrirsögnin var: „Elskar að vera hötuð.“

Brynjar Níelsson var opinskár og hvass í eftirtektarverðu viðtali við Kjarnann 2013.
Mynd: Anton Brink

Ég tel mikilvægara að auka ráðstöfunartekjur allra en að fara í niðurfellingu á skuldum sumra. [...]Eignin mín hefur til dæmis hækkað þrefalt meira heldur en hún var þegar ég keypti 1999. Lánið hefur hækkað um einhverjar milljónir, en eignin hefur margfaldast. Á ég síðan að fá niðurgreitt af þessum milljónum sem ég skulda úr sameiginlegum sjóðum landsmanna? Fyrir mér er þetta auðvitað galið.“

Þegar kosið var um lögin sem gerðu leiðréttinguna að veruleika nokkrum mánuðum síðar var Brynjar einn tveggja þingmanna sem voru með bókaða fjarvist og greiddu ekki atkvæði.

Vigdís Hauksdóttir kom einnig í viðtal við Kjarnann. Fyrirsögnin var: „Elskar að vera hötuð.“

Vigdís Hauksdóttir skóf ekki utan af hlutunum í viðtali í jólamánuðinum 2013.
Mynd: Anton Brink

Þegar árið var gert upp kom í ljós að Kjarninn var mest ívitnaði fjölmiðill landsins á því tímabili ársins 2013 sem hann starfaði. Þ.e. fréttir og fréttaskýringar hans voru teknar upp af öðrum miðlum í mun meira mæli en fréttir nokkurra annarra íslenskra fjölmiðla, sem gaf sterkt til kynna hversu mikið erindi efni miðilsins átti við almenning.

Í upphafi árs 2014 var Ægir Þór Eysteinsson, einn stofnanda Kjarnans, tilnefndur til Blaðamannaverðlauna Íslands fyrir umfjöllun sína um Sparisjóðinn í Keflavík. Það reyndist fyrsta af mörgum slíkum tilnefningum sem starfsmenn Kjarnans hafa fengið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar