Mynd: Anton Brink

Olíuverð hækkar og hefur áhrif á nánast allt á Íslandi

Efnahagur Íslands er hluti af alþjóðavæddum heimi viðskipta, þar sem olía er áhrifamesta hrávaran. Eftir mikið góðæri undanfarin ár gæti hröð verðhækkun á olíu vakið verðbólgudrauginn. Hræring í stjórnmálum – ekki síst stefnubreyting Donald Trump – hefur áhrif hér á landi.

Maður er nefndur John Bolton. Hann er 69 ára gam­all og starfar nú sem þjóðar­ör­ygg­is­ráð­gjafi Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta. 

Hann hefur lengi til­heyrt þeim armi Repúblikana­flokks­ins sem sér ekki ávinn­ing í því fyrir Banda­ríkin að til­heyra Sam­ein­uðu þjóð­unum og vill heldur ekki að Banda­ríkin taki þátt í alþjóð­legum samn­ing­um, sem með ein­hverjum hætti fela í sér að mögu­lega fái Banda­ríkin ekki nákvæm­lega það sem þau vilja út úr þeim. 

Meðal helstu stefnu­mála hans í gegnum tíð­ina - sem nú er orðið að mik­il­vægu atriði í utan­rík­is­stefnu Don­alds Trump - er að ein­angra Íran og í versta falli beita landið her­valdi til að tryggja betur banda­ríska hags­mun­i. 

Þetta kann að hljóma frekar ber­ort, og kannski ein­falt, fyrir ein­hverj­um, en þetta hefur verið hinn opin­beri boð­skapur Bolton lengi. Hann vill að Banda­ríkin beiti sér beint, til að tryggja póli­tíska og efna­hags­lega hags­muni, og þar er olían í mið­aust­ur­löndum í for­grunni.

Eftir að Trump beitti sér fyrir því að sam­komu­lagið sem gert var í tíð Baracks Obama, sem aflétti við­skipta­þving­unum af Íran í skiptum fyrir það að stjórn­völd þar í landi létu af þróun kjarn­orku­vopna, yrði gert að engu, þá hefur staðan í olíu­hag­kerfi heims­ins breyst mik­ið. 

Olía frá Íran kemst lítið sem ekk­ert á heims­markað sem dregur úr fram­boði.

Þving­anir breyta stöð­unni

Ein afleið­ing við­skipta­þving­ana Banda­ríkj­anna - og fleiri ríkja - gagn­vart Íran er því hækkun olíu­verðs­ins á heims­mark­aðs­verði. Þrátt fyrir það er Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti æfur yfir stöð­unni og greindi AFP frétta­stofan frá því í vik­unni að hann hefði rætt við Salman kón­ung í Sádí-­Ar­abíu um að OPEC olíu­fram­leiðslu­ríkin þyrftu að auka fram­leiðslu til að vinna gegn verð­hækk­unum á olíu. Verð­hækk­anir á olíu eru óvin­sælar í Banda­ríkj­unum enda koma þær beint við rekstur hins dæmi­gerða heim­il­is. 

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og þjóðaröryggisráðgjafinn hans, John Bolton, hafa mikil áhrif á hvernig heimsmarkaðsverð á olíu þróast.
Mynd: EPA

Eftir að Trump beitti sér fyrir því að sam­komu­lagið sem gert var í tíð Baracks Obama, sem aflétti við­skipta­þving­unum af Íran í skiptum fyrir það að stjórn­völd þar í landi létu af þróun kjarn­orku­vopna, yrði gert að engu, þá hefur staðan í olíu­hag­kerfi heims­ins breyst mik­ið. 

Olía frá Íran kemst lítið sem ekk­ert á heims­markað sem dregur úr fram­boði.

Þving­anir breyta stöð­unni

Ein afleið­ing við­skipta­þving­ana Banda­ríkj­anna - og fleiri ríkja - gagn­vart Íran er því hækkun olíu­verðs­ins á heims­mark­aðs­verði. Þrátt fyrir það er Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti æfur yfir stöð­unni og greindi AFP frétta­stofan frá því í vik­unni að hann hefði rætt við Salman kón­ung í Sádí-­Ar­abíu um að OPEC olíu­fram­leiðslu­ríkin þyrftu að auka fram­leiðslu til að vinna gegn verð­hækk­unum á olíu. Verð­hækk­anir á olíu eru óvin­sælar í Banda­ríkj­unum enda koma þær beint við rekstur hins dæmi­gerða heim­il­is. 

Þá ýta þær einnig undir verð­bólgu­þrýst­ing, sem svo hraðar vaxta­hækk­unum Seðla­banka Banda­ríkj­anna, en Trump hefur einnig gagn­rýnt þær harð­lega. Póli­tískt eru því miklar og hraðar verð­hækk­anir olíu ekki góðar fyrir Trump, sér­stak­lega núna þegar hann er með vind­inn í fangið á mörgum víg­stöðv­um, og kosn­ingar (Midterm Elect­ion) framundan í nóv­em­ber, þegar kjör­tíma­bil hans er tæp­lega hálfn­að. 

Olíu­sveiflan kemur til Íslands

Á und­an­förnum fjórum mán­uðum hefur verð á heims­mark­aðs­verð á hrá­olíu hækkað um 45 pró­sent og er nú komið í um 86 Banda­ríkja­dali á tunn­una. 

Það er mikil breyt­ing á skömmum tíma. Þró­unin hefur mikil áhrif á marga geira hér­lend­is, eins og sjáv­ar­út­veg og flutn­inga­fyr­ir­tæki, sem þurfa að kaupa mikið magn af elds­neyti til að halda starf­semi sinni gang­andi. Og aukin kostn­aður við flutn­inga á vöru leiðir eðli­lega til hærra vöru­verðs fyrir neyt­end­ur. Áhrif hækk­unar á verði olíu eru því víð­tæk. 

Utanaðkomandi þættir – og aðallega olía – toguðu á móti

Verðbólga hefur verið sögulega lág í ótrúlega langan tíma hérlendis árum saman og verið meira og minna undir 2,5 prósent verðbólgumarkmiði Seðlabankans frá því í febrúar 2014. Síðustu mánuði hefur verðbólgan þó skriðið aðeins yfir markmiðið og mælist nú 2,7 prósent. Til að setja þetta ástand í samhengi þá má minna á að mesta verðbólga á fullveldistímanum, sem mældist árið 1983, var 85,7 prósent. Fyrir tíu árum, í kjölfar bankahrunsins, fór hún yfir 18 prósent.

Það hefur því óneitanlega vakið athygli, víðar en á Íslandi, að verðbólgan hafi haldist svona lág á undanförnum árum þrátt fyrir gríðarlegan hagvöxt árlega frá 2011, miklar launahækkanir vegna kjarasamninga sem gerðir voru árið 2015 og útgreiðslu 72,2 milljarða króna til hluta heimila landsins vegna „Leiðréttingarinnar“. Allir þessi þættir eru enda þess eðlis að þeir ættu að geta verið verðbólguvaldandi.

Það má segja að allir utanaðkomandi þættir, sem við höfum lítil eða engin áhrif á hvernig þróast, hafi fallið með Íslendingum á sama tíma og þessi þróun átti sér stað. Þættir sem toga á móti verðbólguvaldandi ákvörðunum. Þar ber að nefna lága alþjóðlega verðbólgu, mikla styrkingu krónunnar og síðast, en sannarlega ekki síst, lágt olíuverð á heimsmarkaðsverði. Þessi staða var teiknuð ansi skýrt upp af Þórarni G. Péturssyni, aðalhagfræðingi Seðlabanka Íslands, á opnum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd í desember 2015. Þar sagði Þórarinn óttaðist að það myndi draga úr þeirri miklu verðlækkun sem orðið hafði á olíu mánuðina á undan og „þótt ekki væri annað en að þetta fari að hætta að lækka, þá drag­ist tjöldin frá og við sitjum uppi með þennan vax­and­i inn­lenda verð­bólgu­þrýst­ing. Fari þetta í fyrra horf þá myndi það ger­ast ennþá hrað­ar. Þetta er í mínum huga nokkur áhættu­þátt­ur.“

Sú hækkun kom ekki og um mitt ár 2017 var heimsmarkaðsverð á olíu enn á svipuðum stað og það var í desember 2015. Íslendingar höfðu sloppið með skrekkinn og verðbólgudraugurinn steinsvaf af sér mesta uppgangstíma eftirhrunsáranna, þökk sé því lága olíuverði.

En nú er það tímabil liðið og heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað um tæp 53 prósent á einu ári. Líkt og rakið er annars staðar í þessari umfjöllun eru engar blikur á lofti þess efnis að draga muni úr þessari hækkun. Íslendingar geta því ekki búist við hjálp úr þeirri átt við að toga á móti verðbólguþrýstingi næstu misserin.

Þetta er að gerast á sama tíma og flestir kjarasamningar eru við það að renna út og boðuð hefur verið hörð kjarabarátta og yfirlýsingar verkalýðsforystunnar benda til þess að farið verði fram á umtalsverðar launahækkanir. Á sama tíma segja hagsmunasamtök atvinnurekenda ekkert eða lítið svigrúm til launahækkana, og ýmsir hagfræðingar hafa tekið undir það sjónarmið.

Þá er ljóst að Seðlabanki Íslands er að boða að hann muni beita stýrivaxtahækkunum ef verðbólguvæntingar aukist, og er þar fyrst og síðast verið að vísa í niðurstöðu kjarasamninga.

Í yfirlýsingu peningastefnunefndar hans sem birt var 3. október síðastliðinn sagði nefndin að hún ítreki að „hún hefur bæði vilja og þau tæki sem þarf til að halda verðbólgu við markmið til lengri tíma litið. Haldi verðbólguvæntingar áfram að hækka og festist í sessi umfram markmið mun það kalla á harðara taumhald peningastefnunnar. Aðrar ákvarðanir, einkum á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum, hafa þá áhrif á hversu mikill fórnarkostnaður verður í lægra atvinnustigi. Peningastefnan mun á næstunni ráðast af samspili minni spennu í þjóðarbúskapnum, launaákvarðana og þróunar verðbólgu og verðbólguvæntinga.

Sá iðn­aður á Íslandi sem finnur hvað mest fyrir þess­ari breyt­ingu er þó flug­ið. Íslensku flug­fé­lög­in, WOW air og Icelanda­ir, hafa bæði átt í vand­ræðum upp á síðkastið og það sér ekki fyrir end­ann á því enn­þá, þrátt fyrir að WOW air hafi bjargað sér fyrir horn á dög­unum með því að útvega 60 millj­ónir evra, eða um 7,7 millj­arða króna, í skulda­bréfa­út­boði. Þá fór Pri­mera Air, sem er í íslenskri eigu, í greiðslu­stöðvun í vik­unni, nokkrum vikum eftir að eig­andi þess, Andri Már Ing­ólfs­son sagði við Morg­un­blaðið að Pri­mera Air væri við það að loka skulda­bréfa­út­boði upp á 40 millj­ónir evra, um 5,2 millj­arða króna, með þátt­töku alþjóð­lega fjár­festa. 

WOW air vinnur nú að því að afla meira fjár og verða skráð á markað eins fljótt og hægt er, og eru Arct­ica Fin­ance og Arion banki að vinna að því ferli með fyr­ir­tæk­in­u. 

Rekstr­ar­um­hverfi flug­fé­laga er fjand­sam­legt í augna­blik­inu og við­kvæm fjár­hags­staða WOW air má ekki við því að sú staða hald­ist lengi. Flest evr­ópsk flug­fé­lög verja sig fyrir hækk­unum á elds­neyt­is­verði, með fram­virkum samn­ingum um að kaupa elds­neyti á ákveðnu verði til að tryggja sig fyrir miklum sveifl­um. Eðli­legt er að 30 til 80 pró­sent af elds­neyt­is­birgðum þeirra séu tryggðar með þessum hætti. Þau hafa því meira and­rými til að takast á við heims­mark­aðs­verðs­hækk­an­irnar en þeir sem gera ekki svona samn­inga. Icelandair er eitt þeirra fyr­ir­tækja sem gerir þetta.

Skúli Mogensen og WOW air eru enn að berjast fyrir tilveru fyrirtækisins.
Mynd: WOW air

WOW air ver sig hins vegar ekki fyrir verð­hækk­unum á elds­neyt­is­verði með neinum hætti heldur kaupir allt elds­neyti á vélar sínar á spotmark­aði. Fyr­ir­tækið greiðir því mark­aðs­verð hverju sinni fyr­ir, og það hefur hækkað gríð­ar­lega á mjög skömmum tíma. Til að setja umfang elds­neytis­kaupa í sam­hengi þá eyddi WOW air, sam­kvæmt fjár­festa­kynn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins, um 25 pró­sent af tekjum sínum í að kaupa flug­véla­elds­neyti.

Upp­sveiflan magn­ast upp innan hafta

Ísland hefur um margt notið góðs af rús­sí­ban­areið olíu­verðs­ins á heims­mark­aði á und­an­förnum árum. Verðið var í 130 Banda­ríkja­dölum á tunn­una árið 2011 og hélst hátt alveg fram til árs­ins 2014.  Þá hrundi það á skömmum tíma og var komið niður í 25 Banda­ríkja­dali í byrjun árs 2016. 

Á sama tíma var ferða­þjón­ustan að vaxa hratt, fjár­magns­höft voru enn fyrir hendi og staða þjóð­ar­búss­ins batn­aði veru­lega. Þá batn­aði fjár­hags­staða heim­ila í land­inu umtals­vert þegar 72,2 millj­arða leið­rétt­ing stjórn­valda á skuldum heim­il­anna kom til fram­kvæmda, síðla árs 2014 og á árinu 2015. Við það batn­aði eig­in­fjár­staða margra heim­ila og aukin kaup­geta mynd­að­ist á fast­eigna­mark­aðn­um, sem þá var nokkuð spenntur vegna hús­næð­is­skorts. 

Aðstæður til mik­illar og kröft­ugrar upp­sveiflu voru því allar fyrir hendi og það er óhætt að segja að hún hafi orðið að veru­leika. Til marks um það er að árs­hækkun fast­eigna­verðs mæld­ist í fyrra­vor 23 pró­sent og frá árinu 2011 hefur fast­eigna­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu tvö­fald­ast í verði. Þetta hafði áhrif á hag­töl­urnar og skulda­staða heim­ila lag­ast mikið við þetta, svo dæmi sé tek­ið. Eigið fé í hús­næði, sam­kvæmt fast­eigna­mati, sem tekur mið af þing­lýstum kaup­samn­ingum á mark­aði, hefur því auk­ist hratt og raunar með for­dæma­lausum hætti, á und­an­förnum árum.

Breyt­ingar í far­vatn­inu

Allt annað er upp á ten­ingnum núna. Raunar bendir margt til þess að fast­eigna­verð gæti lækkað á næst­unni, sé litið til þeirra aðstæðna sem hafa skap­ast að und­an­förnu. Gengi krón­unnar hefur fallið nokkuð upp á síðkast­ið, gagn­vart helstu alþjóð­legu mynt­um, verð­bólgu­þrýst­ingur hefur auk­ist og þús­undir íbúða eru að koma inn á mark­að, sem getur þá skapað nýjan jafn­vægis­p­unkt í verði milli fram­boðs og eft­ir­spurn­ar. Evra kostar nú um 132 krónur og Banda­ríkja­dalur tæp­lega 115 krón­ur. Fyrir innan við hálfu ári kosta evra hins vegar 120 krónur og Banda­ríkja­dalur 99 krón­ur.

Gríðarleg uppbygging á sér stað á íbúðahúsnæði um þessar mundir. Hún gæti leitt til þess að verð fari að lækka.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Um 5 þús­und íbúðir eru nú í bygg­ingu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og munu koma inn á markað á næstu 18 mán­uð­um. Erfitt er að segja til hvernig verðið mun þróast, en spár gera ráð fyrir á bil­inu eitt til þrjú pró­sent verð­hækk­unum á þessu tíma­bili. Eitt af því sem gæti skipt máli fyrir þró­un­ina eru verð­breyt­ingar á olí­unni, þar sem hún hefur afger­andi áhrif á verð­bólg­una.

Gott fyrir Ísland að vera með lágt olíu­verð

Lágt olíu­verð hentar Íslandi vel þar sem þá fer minni gjald­eyrir úr hag­kerf­inu í að kaupa olíu og þá hefur lágt verð einnig jákvæð áhrif á verð­bólgu. Hún helst frekar í skefjum með lágu olíu­verði, þar sem það smitar út í verð á vörum og þjón­ustu, ekki síst þegar kemur að inn­flutn­ingi.

Óhætt er að segja að verð­fallið á fyrr­nefndu tíma­bili, frá 2014 og fram á 2016, hafi verið dramat­ískt, og hafi verkað fyrir okkar örsmáa 200 þús­und manna vinnu­markað sem vítamín­sprauta. Útgerðin eyðir þá minna í olíu, flug­fé­lögin eyddu minna í olíu og heim­ilin sömu­leið­is, á tímum þar sem hag­kerfið allt var að rétta úr kútn­um, ekki síst vegna hag­felldrar nið­ur­stöðu þegar kom að upp­gjöri slita­búa föllnu bank­anna. 

Straumar og stefnur erlendis hafa áhrif

Ísland er ekki eyland þegar kemur að efna­hags­málum heims­ins, eins og dæmin sanna. Olíu­verðið er mik­ill áhrifa­valdur fyrir gang efna­hags­mála og er líka stórt og mikið við­fangs­efni í stjórn­mál­um. Einn óvissu­þátt­ur­inn sem Ísland, eins og önnur lönd, þarf að glíma við eru stefnu­mark­andi ákvarð­anir stjórn­valda þegar kemur að olíu­fram­leiðslu. Í Banda­ríkj­unum hafa ákvarð­anir nú þegar haft mikil áhrif á olíu­verð - þá til hækk­unar - og ef það verður farið eftir helstu áherslu­málum fyrr­nefnds Johns Bolton, og félaga hans í starfs­liði Don­alds Trump for­seta, þá eru ýmsir óvissu­þættir uppi um hvernig olíu­verðið mun þró­ast. Til dæmis gætu hern­að­ar­að­gerðir gagn­vart Íran haft mikil áhrif. Annað eins hefur gerst eins og að Banda­ríkin grípi til hern­að­ar­að­gerða í mið­aust­ur­lönd­um, sem síðan hafa áhrif á olíu­iðn­að­inn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar