Þegar verðbólgan fór mest upp í 85,7 prósent

Verðbólga hefur lengið plagað íslenskt samfélag og var árið 1983 einstaklega erfitt í því sambandi en þá voru ýmis Íslandsmet slegin. Kjarninn rifjar upp hvaðan orðið kemur og hvernig ástandið var árið 1983.

Í byrjun árs 1981 varð gjaldmiðilsbreyting á Íslandi og nýir peningaseðlar voru gefnir út, þar á meðal 10 krónu seðillinn.
Í byrjun árs 1981 varð gjaldmiðilsbreyting á Íslandi og nýir peningaseðlar voru gefnir út, þar á meðal 10 krónu seðillinn.
Auglýsing

Mesta verð­bólga sem mælst hefur á full­veld­is­tím­anum var árið 1983 þegar hún fór upp í 85,7 pró­sent. Verð­bólga – miðað við vísi­tölu neyslu­verðs án hús­næðis – mæld­ist 37,8 pró­sent full­veld­is­árið 1918 en árið 1922 var mesta verð­hjöðnun sem mælst hefur á Íslandi, eða 19,7 pró­sent. 

Þetta kemur fram í nýrri frétt Hag­stof­unnar sem birt­ist í til­efni ald­ar­af­mælis sjálf­stæðis og full­veldis Íslands.

Á Vís­inda­vef Háskóla Íslands segir að árið 1983 hafi ýmis Íslands­met í verð­bólgu verið slegin og hefðu Íslend­ingar þó ýmsu van­ist í verð­lags­málum áður. Ef miðað er við vísi­tölu neyslu­verðs, sem þá hét vísi­tala fram­færslu­kostn­að­ar, varð verð­bólgan mest frá febr­úar til mars það ár en vísi­talan hækk­aði um 10,3 pró­sent milli þess­ara tveggja mán­aða. Það sam­svarar 225 pró­sent verð­bólgu á ári. 

Auglýsing

Verð­bólgan fór alvar­lega úr bönd­unum síð­ari hluta árs­ins 1982. Í sept­em­ber það ár hækk­aði vísi­talan um 8,4 pró­sent. Verð­bólgan róað­ist ekki fyrr en ári síð­ar­. Í sept­em­ber 1983 hækk­aði vísi­talan um 0,5 pró­sent á milli mán­aða og var það í fyrsta sinn í rúm tvö ár sem hún hækk­aði um minna en 1 pró­sent á milli mán­aða. 

Í tólf mán­uði á und­an, það er frá ágúst 1982 til ágúst 1983, hækk­aði vísi­talan um 103 pró­sent, en það þýðir að verð­lag ríf­lega tvö­fald­að­ist á tólf mán­uð­um. Það þýðir þá auð­vitað líka að sá sem átti pen­inga­seðil í ágúst 1982 gat keypt helm­ingi minna fyrir hann í ágúst 1983. Verð­bólgan allt árið 1983, það er frá jan­úar 1983 til jan­úar 1984, mæld­ist rúm 70 pró­sent.

Verðbólga á Íslandi 1918-2017 Mynd: Hagstofan

Orðið verð­bólga ekki gam­alt í íslensku

Orðið verð­bólga hefur oft sett sterkan svip á umræðu um íslenskt efna­hags- og stjórn­mála­líf á und­an­förnum ára­tug­um, segir Jón Hilmar Jóns­son, ­rann­sókn­ar­pró­fessor á orð­fræðisviði við Stofnun Árna Magn­ús­sonar í íslenskum fræð­um, í grein sinni á Vís­inda­vefn­um. Hann bendir á að ein­föld orða­bók­ar­skýr­ing á hug­tak­inu sé „al­menn verð­hækkun sam­fara verð­falli á gjald­eyr­i“. 

„Meg­in­heiti hug­taks­ins í nálægum tungu­málum er inflation, orð af lat­neskri rót sem vísar upp­haf­lega til þess að eitt­hvað sé fyllt lofti eða blásið út. Hin hag­fræði­lega merk­ing orðs­ins kemur til sög­unnar í ensku um miðja 19. öld,“ segir hann. 

Orðið verð­bólga er ekki mjög gam­alt í íslensku, lík­lega frá þriðja ára­tug síð­ustu ald­ar, en orð­ið er í hópi þeirra fjöl­mörgu íslensku nýyrða þar sem orð­mynd­unin er lýsandi um merk­ing­una, jafn­framt því sem greina má end­uróm erlendrar fyr­ir­mynd­ar. Elsta dæmi um orðið í rit­máls­safni Orða­bók­ar­innar er úr þing­ræðu á Alþingi frá árinu 1927, þar sem Jónas Jóns­son frá Hriflu á í orða­skiptum við Jón Þor­láks­son for­sæt­is­ráð­herra, og gerir þar eft­ir­far­andi athuga­semd: 

En fjár­glæfra­menn er eins góð þýð­ing og sum þau orð, sem hæstv. ráðh. hefir auðgað tungu vora með, t.d. verð­bólga o.s.frv.

Á Vís­inda­vefnum er bent á að Héð­inn Valdi­mars­son hafi notað orðið verð­lags­bólga í grein­inni „Þróun auð­magns­ins“ sem hann ritar í Skírni árið 1925: 

Stríðs­gróð­inn lenti hjá stór­iðj­unni, og end­ur­reisn heilla lands­hluta gáfu henni aftur ágætan arð. Verð­lags­bólgan víðs­vegar um Norð­ur­álf­una flýtti fyrir þessu.

Tók nokkurn tíma fyrir orðið að festa sig í sessi

Jón Hilmar segir að svo sé að sjá sem nokkur tími hafi liðið þar til orðið verð­bólga hafi fest ­sig í sessi, að minnsta kosti í almennu máli. Elsta finn­an­legt dæmi um notkun þess í Morg­un­blað­inu er frá árinu 1931, þar sem sagt er frá falli sterl­ingspunds­ins: 

Með lækkun punds­ins ætla Eng­lend­ingar sjer að skapa hæg­fara verð­bólgu (in­flation) og örva atvinnu­lífið í England­i. 

Hann gerir ekki ráð fyrir að orðið sé orðið alkunn­ugt á þessum tíma, því erlenda jafn­heitið sé haft í svigum til glöggv­un­ar. 

„Af orð­inu verð­bólga hefur sprottið fjöl­skrúð­ugt orða­far sem á sinn hátt er lýsandi um þá mynd sem mál­not­endur gera sér af fyr­ir­bær­inu, eðli þess og áhrif­um. Eftir því sem verð­bólgan magn­ast og verður þrá­lát­ari mót­ast sú lík­ing sem fólgin er í orð­inu verð­bólgu­draug­ur,“ segir á Vís­inda­vefn­um.

Jafn­framt segir að orðið verð­bólgu­draugur end­ur­spegli vel þá afstöðu og reynslu að erfitt sé að ráða nið­ur­lögum verð­bólg­unnar og hún geri mönnum lífið leitt. En verð­bólgan hafi einnig þá ímynd að vera óvið­ráð­an­leg og stjórn­ast af sínu innra afli sem eng­inn fær við ráð­ið. Til marks um það séu orðin verð­bólgu­skrúfa og verð­bólgu­hjól, sem oft hafi verið gripið til í umræð­unni.

Verð­gildi krón­unnar hund­rað­faldað

Gamlir íslenskir peningarÍ byrjun árs 1981 varð gjald­mið­ils­breyt­ing á Íslandi; nýir pen­inga­seðlar voru gefnir út og verð­gildi krón­unnar var hund­rað­fald­að. ­Meðal ann­­ars voru sett­ir 10, 50, 100 og 500 króna seðlar í um­­ferð. Af þeim er nú aðeins 500 krónu seð­ill­inn enn í gildi en seinna bætt­ust við 1000, 2000, 5000 og 10000 króna seðl­ar. 

Þótt útgáfu 10, 50 og 100 krónu seðla hafi verið hætt á níunda og tíunda ára­tug síð­ustu aldar þá voru þeir enn í umferð lengi á eft­ir. Í nóv­em­ber 2005 var sett reglu­gerð um inn­köllun þess­ara seðla og var frestur til að skila þeim inn til 1. júní 2007. Eftir það var ekki hægt að nota seðl­ana. Í lok apríl árið 2006 voru enn í um­­ferð um 119 millj­­ón­ir króna af 10, 50 og 100 króna seðl­um, sam­kvæmt frétt Morg­un­blaðs­ins sama ár. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Lúalegt bragð“ að ala á samviskubiti foreldra
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent borgarráði opið bréf vegna fyrirhugaðrar styttingar opnunartíma leikskóla í Reykjavíkurborg.
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður spyr Katrínu um hverjar skaðabótakröfur stórútgerðarinnar séu
Búið er að leggja fram skriflega fyrirspurn til forsætisráðherra um hversu háa upphæð stórútgerðir eru að krefja íslenska ríkið vegna úthlutunar á makrílkvóta. Kjarninn óskaði fyrst eftir þeim upplýsingum í fyrrasumar en ríkið vill ekki afhenda þær.
Kjarninn 21. janúar 2020
Rúmur hálfur milljarður í utanlandsferðir þingmanna og forseta þingsins á tíu árum
Rúmar 60 milljónir fóru í utanlandsferðir embættis forseta Alþingis og þingmanna árið 2018. Kostnaðurinn var minnstur árið 2009 – rétt eftir hrun.
Kjarninn 21. janúar 2020
Ólafur Örn Nielsen ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa
Nýir fjárfestar komu að Opnum kerfum í fyrra og hana nú ráðið bæði nýjan forstjóra og aðstoðarforstjóra.
Kjarninn 21. janúar 2020
Auður ríkustu konu Afríku byggður á arðráni fátækrar þjóðar
Frá Angóla og víða um Afríku, Evrópu og Mið-Austurlönd, liggur flókið net fjárfestinga í bönkum, olíu, sementi, fjarskiptum, fjölmiðlum og demöntum. Ríkasta kona Afríku segist hafa byggt þetta ævintýralega viðskiptaveldi sitt upp á eigin verðleikum.
Kjarninn 21. janúar 2020
Kvikan
Kvikan
#Megxit, peningaþvætti, spilling og brot Seðlabankans
Kjarninn 21. janúar 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Mælt fyrir frumvarpi sem kúvendir fiskveiðistjórnunarkerfinu
Frumvarp þriggja stjórnarandstöðuflokka um eðlisbreytingu á því umhverfi sem sjávarútvegsfyrirtæki starfa í hérlendis, verður tekið til umræðu á þingi í dag samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá.
Kjarninn 21. janúar 2020
Stuðningskonur leikskólanna
Kynjað verðmætamat og leikskólinn
Kjarninn 21. janúar 2020
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar