Lágvaxtaumhverfi áskorun fyrir lífeyrissjóði - Um 26 prósent eigna erlendis

Heildareignir íslenskra lífeyrissjóða nema nú rúmlega 4 þúsund milljörðum króna. Neikvæð tryggingarfræðileg staða nemur yfir 700 milljörðum.

peningar
Auglýsing

„Veruleg lækkun vaxta er ný áskorun sem lífeyrissjóðir standa frammi fyrir. Uppgjörsreglur í tryggingafræðilegu mati geta leitt til þess að þeir sæki í meira mæli í áhættusamari eignir.“

Þetta segir í lokorðum ítarlegrar greinar Jóns Ævars Pálmasonar, sérfræðings í áhættugreiningu Fjármálaeftirlitsins (FME), sem birtist í Fjármálum, riti FME. Er þar vitnað til þess að vextir á Íslandi hafa verið með lægsta móti undanfarin ár, miðað við sögulega þróun í gegnum tíðina.

Í greininni fer hann ítarlega yfir stöðu íslenska lífeyriskerfisins, sem stendur frammi fyrir mörgum áskorunum. Raunávöxtun íslenskra lífeyrissjóða í fyrra var um 5,5 prósent.

Auglýsing

Heildareignir lífeyrissjóða og vörsluaðila lífeyrissparnaðar námu samtals jafnvirði 4.115 milljarða króna í lok síðasta árs en það jafngildir 161% af vergri landsframleiðslu. Þorri sparnaðarins eða 3.550 milljarðar króna tilheyrir samtryggingadeildum lífeyrissjóða, 383 milljarðar króna tilheyra séreignadeildum lífeyrissjóða og 182 milljarðar eru hjá séreignadeildum annarra vörsluaðila lífeyrissparnaðar.

Eftir að fjármagnshöftum var aflétt hafa lífeyrissjóðir aukið hlutdeild erlendra eigna í safni sínu, að því er fram kemur í greininni. Eignir samtryggingadeilda tengdar erlendum gjaldmiðlum námu 26,2% við síðustu áramót og hlutfallið hækkaði um þrjú prósentustig frá fyrra ári. Þriðjung þeirrar aukningar má rekja til þess að hlutabréf í Össuri hf. eru ekki lengur skráð í íslenskum krónum, en félagið er nú eingöngu skráð í kauphöllina í Danmörku. Tvo þriðju má rekja til nýrra fjárfestinga og ávöxtunar erlendra eigna. Í fjórum lífeyrisdeildum er hlutfall erlendra fjárfestinga innan við 10% heildareigna en í fimm deildum er hlutfall erlendra eigna hærra en 30% af heildareignum.

Tryggingafræðileg staða lífeyrissjóða.Í greininni kemur fram að íslenskir lífeyrissjóðir séu fyrirferðamiklir á skráðum markaði Íslandi sem fjárfestar, eins og von er. „Lífeyrissjóðir hafa mikilvægu hlutverki að gegna sem ein af stoðum almannatryggingakerfis. Nú þegar sjá lífeyrissjóðir fyrir meiri hluta þess ellilífeyris sem greiddur er og hlutdeildin fer vaxandi. Sem fjárfestar eru lífeyrissjóðir fyrirferðamiklir á innlendum verðbréfamarkaði og eiga beint eða óbeint rúmlega helming skráðs hlutafjár félaga í kauphöll og um tvo þriðju hluta hluta skráðra skuldabréfa. Sjóðirnir koma einnig að öðrum fjárfestingaverkefnum og hafa sótt í sig veðrið á fasteignalánamarkaði til einstaklinga undanfarin ár,“ segir í greininni. 

Heildarstaða samtryggingadeilda lífeyrissjóða í tryggingafræðilegu mati var neikvæð um 756 milljarða króna í lok síðasta árs. „Hallinn stafar aðallega af halla á skuldbindingum deilda með ábyrgð launagreiðanda, sem nemur 755 mö. kr. Fjórir fimmtu hlutar þess er vegna stöðu B deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins en fimmtungur vegna skuldbindinga lífeyrissjóða sveitarfélaga. Tæplega tveggja milljarða halli var á heildarstöðu sjóða án ábyrgðar launagreiðanda,“ segir í greininni. 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tibor starfar á Kaffibrennslunni á Laugavegi í Reykjavík.
„Ég get ekki grátið fyrir innan afgreiðsluborðið“
„Ég upplifi þessar bætur sem áverka ofan á áfallið sem við, þau sem lifðum af, vorum þegar að ganga í gegnum,“ segir Vasile Tibor Andor sem lifði eldsvoðann á Bræðraborgarstíg af. „Flest okkar misstu allt sem við eigum og heilsu okkar, von og framtíð.“
Kjarninn 19. júní 2021
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin
Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.
Kjarninn 19. júní 2021
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli
Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.
Kjarninn 18. júní 2021
Frá Akureyri.
Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri
Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.
Kjarninn 18. júní 2021
Kona gengur fram hjá minningarvegg um fórnarlömb COVID-19 í London.
Delta-afbrigðið á fleygiferð á Bretlandseyjum
Tilfellum af COVID-19 fjölgaði um 50 prósent í Bretlandi á einum mánuði frá 5. maí til 7. júní. Smitum af völdum Delta-afbrigðisins svokallaða fjölgaði um tæp 80 prósent milli vikna. Ný bylgja segja sumir en aðrir benda á að hún verði aldrei skæð.
Kjarninn 18. júní 2021
Komum erlendra ferðamanna til landsins fækkaði um 81 prósent milli 2019 og 2020.
Íslendingar eyddu minna á ferðalögum innanlands í fyrra heldur en árið 2019
Heildarútgjöld íslenskra ferðamanna innanlands námu 122 milljörðum króna í fyrra og drógust saman um 14 prósent frá 2019. Hlutfall ferðaþjónustu í landsframleiðslu dróst saman um rúmlega helming á tímabilinu, fór úr átta prósentum niður í 3,9 prósent.
Kjarninn 18. júní 2021
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiInnlent