Lágvaxtaumhverfi áskorun fyrir lífeyrissjóði - Um 26 prósent eigna erlendis

Heildareignir íslenskra lífeyrissjóða nema nú rúmlega 4 þúsund milljörðum króna. Neikvæð tryggingarfræðileg staða nemur yfir 700 milljörðum.

peningar
Auglýsing

„Veru­leg lækkun vaxta er ný áskorun sem líf­eyr­is­sjóð­ir standa frammi fyr­ir. Upp­gjörs­reglur í trygg­inga­fræði­leg­u mati geta leitt til þess að þeir sæki í meira mæli í á­hættu­sam­ari eign­ir.“

Þetta segir í lokorðum ítar­legrar greinar Jóns Ævars Pálma­son­ar, sér­fræð­ings í áhættu­grein­ingu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins (FME), sem birt­ist í Fjár­málum, riti FME. Er þar vitnað til þess að vextir á Íslandi hafa verið með lægsta móti und­an­farin ár, miðað við sögu­lega þróun í gegnum tíð­ina.

Í grein­inni fer hann ítar­lega yfir stöðu íslenska líf­eyr­is­kerf­is­ins, sem stendur frammi fyrir mörgum áskor­un­um. Raun­á­vöxtun íslenskra líf­eyr­is­sjóða í fyrra var um 5,5 pró­sent.

Auglýsing

Heild­ar­eignir líf­eyr­is­sjóða og vörslu­að­ila líf­eyr­is­sparn­að­ar­ ­námu sam­tals jafn­virði 4.115 millj­arða króna í lok síð­asta árs en það jafn­gildir 161% af vergri lands­fram­leiðslu. Þorri sparn­að­ar­ins eða 3.550 millj­arðar króna til­heyrir sam­trygg­inga­deildum líf­eyr­is­sjóða, 383 millj­arðar króna til­heyra sér­eigna­deildum líf­eyr­is­sjóða og 182 millj­arðar eru hjá sér­eigna­deildum ann­arra vörslu­að­ila líf­eyr­is­sparn­að­ar.

Eftir að fjár­magns­höftum var aflétt hafa líf­eyr­is­sjóð­ir ­aukið hlut­deild erlendra eigna í safni sínu, að því er fram kemur í grein­inni. Eign­ir ­sam­trygg­inga­deilda tengdar erlendum gjald­miðlum námu 26,2% við síð­ustu ára­mót og hlut­fallið hækk­aði um þrjú ­pró­sentu­stig frá fyrra ári. Þriðj­ung þeirrar aukn­ingar má rekja til þess að hluta­bréf í Öss­uri hf. eru ekki lengur skráð í íslenskum krón­um, en félagið er nú ein­göngu skráð í kaup­höll­ina í Dan­mörku. Tvo þriðju má rekja til nýrra fjár­fest­inga og ávöxt­unar erlendra eigna. Í fjórum líf­eyr­is­deildum er hlut­fall erlendra fjár­fest­inga innan við 10% heild­ar­eigna en í fimm deildum er hlut­fall erlendra eigna hærra en 30% af heild­ar­eign­um.

Tryggingafræðileg staða lífeyrissjóða.Í grein­inni kemur fram að íslenskir líf­eyr­is­sjóðir séu fyr­ir­ferða­miklir á skráðum mark­aði Íslandi sem fjár­fest­ar, eins og von er. „Líf­eyr­is­sjóðir hafa mik­il­vægu hlut­verki að gegna sem ein af ­stoðum almanna­trygg­inga­kerf­is. Nú þegar sjá líf­eyr­is­sjóð­ir ­fyrir meiri hluta þess elli­líf­eyris sem greiddur er og hlut­deildin fer vax­andi. Sem fjár­festar eru líf­eyr­is­sjóð­ir ­fyr­ir­ferða­miklir á inn­lendum verð­bréfa­mark­aði og eiga beint eða óbeint rúm­lega helm­ing skráðs hluta­fjár félaga í kaup­höll og um tvo þriðju hluta hluta skráðra skulda­bréfa. ­Sjóð­irnir koma einnig að öðrum fjár­fest­inga­verk­efnum og hafa sótt í sig veðrið á fast­eigna­lána­mark­aði til ein­stak­linga und­an­farin ár,“ segir í grein­inn­i. 

Heild­ar­staða sam­trygg­inga­deilda líf­eyr­is­sjóða í trygg­inga­fræði­legu mati var nei­kvæð um 756 millj­arða króna í lok síð­asta árs. „Hall­inn stafar aðal­lega af halla á skuld­bind­ingum deilda með ábyrgð launa­greið­anda, sem ­nemur 755 mö. kr. Fjórir fimmtu hlutar þess er vegna stöð­u B deildar Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins en fimmt­ung­ur ­vegna skuld­bind­inga líf­eyr­is­sjóða sveit­ar­fé­laga. Tæp­lega t­veggja millj­arða halli var á heild­ar­stöðu sjóða án ábyrgð­ar­ ­launa­greið­anda,“ segir í grein­inn­i. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alþjóðleg áhrif og átök í íslenskri bókaútgáfu
Kaup streymisveitunnar Storytel á langstærstu bókaútgáfu á Íslandi hafa vakið undrun á meðal höfunda og í útgáfuheiminum. Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður skoðuðu málið frekar.
Kjarninn 3. júlí 2020
Páley Borgþórsdóttir
Páley skipuð lögreglustjóri á Norðurlandi eystra
Dómsmálaráðherra hefur skipað Páleyju Borgþórsdóttur í embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Páley hefur frá 2015 verið lögreglustjóri í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 3. júlí 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Hver gætir þeirra sem gæta vopnanna?
Kjarninn 3. júlí 2020
Alls 306 atvinnuhúsnæði nýtt sem mannabústaðir á höfuðborgarsvæðinu
Fjöldi atvinnuhúsnæðis sem nýtt er sem íbúðarhúsnæði án leyfis er nánast sá sami í dag og hann var fyrir þremur árum. Áætlað er að um fjögur þúsund manns búi í atvinnuhúsnæði í Reykjavík og nágrenni.
Kjarninn 3. júlí 2020
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð: Góð staða getur hratt breyst til hins verra
Formaður Miðflokksins segir að Íslendingar gangi nú í gegnum mjög krítíska tíma. „Ákvarðanir skipta alltaf máli en þær skipta óvenjulega miklu máli núna.“
Kjarninn 2. júlí 2020
Úlfar Þormóðsson
Sálumessa
Kjarninn 2. júlí 2020
Hæfileg fjarlægð breytist í 1 metra samkvæmt nýju reglunum.
„Þú þarft ekki að kynnast nýju fólki í sumar“
Nýjar reglur og leiðbeiningar fyrir veitingastaði og kaffihús hafa verið gefnar út í Svíþjóð. Samkvæmt þeim skal halda 1 metra bili milli hópa. Yfir 5.400 manns hafa dáið vegna COVID-19 í landinu, þar af var tilkynnt um 41 í gær.
Kjarninn 2. júlí 2020
Ríki og borg hækka framlög til Bíó Paradísar um 26 milljónir
Framlag ríkis og borgar hækkar samtals um 26 milljónir á ári í uppfærðum samstarfssamningi við Heimili kvikmyndanna, rekstraraðila Bíós Paradísar. Stefnt er að því að opna bíóið um miðjan september en þá fagnar Bíó Paradís tíu ára afmæli.
Kjarninn 2. júlí 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiInnlent