Lágvaxtaumhverfi áskorun fyrir lífeyrissjóði - Um 26 prósent eigna erlendis

Heildareignir íslenskra lífeyrissjóða nema nú rúmlega 4 þúsund milljörðum króna. Neikvæð tryggingarfræðileg staða nemur yfir 700 milljörðum.

peningar
Auglýsing

„Veru­leg lækkun vaxta er ný áskorun sem líf­eyr­is­sjóð­ir standa frammi fyr­ir. Upp­gjörs­reglur í trygg­inga­fræði­leg­u mati geta leitt til þess að þeir sæki í meira mæli í á­hættu­sam­ari eign­ir.“

Þetta segir í lokorðum ítar­legrar greinar Jóns Ævars Pálma­son­ar, sér­fræð­ings í áhættu­grein­ingu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins (FME), sem birt­ist í Fjár­málum, riti FME. Er þar vitnað til þess að vextir á Íslandi hafa verið með lægsta móti und­an­farin ár, miðað við sögu­lega þróun í gegnum tíð­ina.

Í grein­inni fer hann ítar­lega yfir stöðu íslenska líf­eyr­is­kerf­is­ins, sem stendur frammi fyrir mörgum áskor­un­um. Raun­á­vöxtun íslenskra líf­eyr­is­sjóða í fyrra var um 5,5 pró­sent.

Auglýsing

Heild­ar­eignir líf­eyr­is­sjóða og vörslu­að­ila líf­eyr­is­sparn­að­ar­ ­námu sam­tals jafn­virði 4.115 millj­arða króna í lok síð­asta árs en það jafn­gildir 161% af vergri lands­fram­leiðslu. Þorri sparn­að­ar­ins eða 3.550 millj­arðar króna til­heyrir sam­trygg­inga­deildum líf­eyr­is­sjóða, 383 millj­arðar króna til­heyra sér­eigna­deildum líf­eyr­is­sjóða og 182 millj­arðar eru hjá sér­eigna­deildum ann­arra vörslu­að­ila líf­eyr­is­sparn­að­ar.

Eftir að fjár­magns­höftum var aflétt hafa líf­eyr­is­sjóð­ir ­aukið hlut­deild erlendra eigna í safni sínu, að því er fram kemur í grein­inni. Eign­ir ­sam­trygg­inga­deilda tengdar erlendum gjald­miðlum námu 26,2% við síð­ustu ára­mót og hlut­fallið hækk­aði um þrjú ­pró­sentu­stig frá fyrra ári. Þriðj­ung þeirrar aukn­ingar má rekja til þess að hluta­bréf í Öss­uri hf. eru ekki lengur skráð í íslenskum krón­um, en félagið er nú ein­göngu skráð í kaup­höll­ina í Dan­mörku. Tvo þriðju má rekja til nýrra fjár­fest­inga og ávöxt­unar erlendra eigna. Í fjórum líf­eyr­is­deildum er hlut­fall erlendra fjár­fest­inga innan við 10% heild­ar­eigna en í fimm deildum er hlut­fall erlendra eigna hærra en 30% af heild­ar­eign­um.

Tryggingafræðileg staða lífeyrissjóða.Í grein­inni kemur fram að íslenskir líf­eyr­is­sjóðir séu fyr­ir­ferða­miklir á skráðum mark­aði Íslandi sem fjár­fest­ar, eins og von er. „Líf­eyr­is­sjóðir hafa mik­il­vægu hlut­verki að gegna sem ein af ­stoðum almanna­trygg­inga­kerf­is. Nú þegar sjá líf­eyr­is­sjóð­ir ­fyrir meiri hluta þess elli­líf­eyris sem greiddur er og hlut­deildin fer vax­andi. Sem fjár­festar eru líf­eyr­is­sjóð­ir ­fyr­ir­ferða­miklir á inn­lendum verð­bréfa­mark­aði og eiga beint eða óbeint rúm­lega helm­ing skráðs hluta­fjár félaga í kaup­höll og um tvo þriðju hluta hluta skráðra skulda­bréfa. ­Sjóð­irnir koma einnig að öðrum fjár­fest­inga­verk­efnum og hafa sótt í sig veðrið á fast­eigna­lána­mark­aði til ein­stak­linga und­an­farin ár,“ segir í grein­inn­i. 

Heild­ar­staða sam­trygg­inga­deilda líf­eyr­is­sjóða í trygg­inga­fræði­legu mati var nei­kvæð um 756 millj­arða króna í lok síð­asta árs. „Hall­inn stafar aðal­lega af halla á skuld­bind­ingum deilda með ábyrgð launa­greið­anda, sem ­nemur 755 mö. kr. Fjórir fimmtu hlutar þess er vegna stöð­u B deildar Líf­eyr­is­sjóðs starfs­manna rík­is­ins en fimmt­ung­ur ­vegna skuld­bind­inga líf­eyr­is­sjóða sveit­ar­fé­laga. Tæp­lega t­veggja millj­arða halli var á heild­ar­stöðu sjóða án ábyrgð­ar­ ­launa­greið­anda,“ segir í grein­inn­i. Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Landris hefur orðið vestan við fjallið Þorbjörn.
„Óvenju hratt“ landris vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn
Land á Reykjanesi hefur risið um allt að tvo sentímetra á nokkrum dögum, jarðskjálftar hafa orðið og hefur óvissustigi nú verið lýst yfir. Síðast gaus á svæðinu á þrettándu öld. Íbúafundir verða haldnir á morgun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Norrænir bankar í vandræðum með reksturinn
Neikvæðir vextir á Norðurlöndunum eru nú farnir að skapa vandamála fyrir banka á svæðinu. Stjórnandi hjá fjármálaeftirliti Danmerkur segir að framundan séu erfið rekstrarskilyrði fyrir banka.
Kjarninn 26. janúar 2020
Svíður óréttlætið sem mætir flestum þolendum alvarlegra atvika
Auðbjörg Reynisdóttir safnar nú fyrir bókinni Stærri en banvæn mistök á Karolinafund en hún gekk sjálf í gegnum erfiða tíma í kjölfar afleiðinga læknamistaka. Hún segir frá því í bókinni hvernig henni tókst að vinna úr áfallinu.
Kjarninn 26. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Samþykkt að fara í verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg
Mikill meirihluti þeirra sem þátt tóku í atkvæðagreiðslu Eflingar um verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg eða 95,5% samþykkti verkfallsboðun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Guðrún Svanhvít sagði Bláskógabyggð hafa hugsað vel um hálendið og staðið þar fyrir uppbyggingu og verndun.
„Ég treysti ekki ríkinu fyrir hálendinu okkar“
Hálendisþjóðgarður mynda taka skipulagsvald af sveitarstjórnum, segir bóndi og sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð. Tómas Guðbjartsson segir svæðið „gullmola“ sem beri að varðveita og til þess að svo megi verða þurfi allir að gefa eitthvað eftir.
Kjarninn 26. janúar 2020
Ófullburða arfur – ljúf, fyndin og frábær leiklist
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Engilinn eftir Þorvald Þorsteinsson.
Kjarninn 26. janúar 2020
Mohammed Doyo, starfsmaður Ol Pejeta-garðsins í Kenía, ásamt Najin og Fatu, tveimur síðustu norðlægu hvítu nashyrningunum.
Vonin kveikt með tæknifrjóvgun og staðgöngumæðrun
Norðlægi hvíti nashyrningurinn er í raun útdauður. Síðasta karldýrið er fallið. En nú hefur tekist með fordæmalausri aðgerð að búa til lífvænlega fósturvísa sem setja á upp í annarri deilitegund þessara einstöku risa.
Kjarninn 26. janúar 2020
Kirkja í Holte í Danmörku.
Tækifæriskirkjur
Hvað á að gera við gamla kirkju sem ekkert er notuð vegna þess að íbúarnir á svæðinu eru fluttir burt? Í Danmörku eru tugir slíkra guðshúsa, flest mjög gömul. Nú eru uppi hugmyndir um að breyta sumum slíkum kirkjum í svokallaðar tækifæriskirkjur.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiInnlent