Mynd: HS Orka ross beaty
Mynd: HS Orka

Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma

Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir á þeim áratug sem er liðinn frá því að Magma Energy varð fyrsti erlendi eigandinn að íslensku orkufyrirtæki.

„Emb­ætt­is­tíð mín hjá HS Orku hófst með meiri­hluta­kaupum Magma Energy 2009–2010 (sem breytti um nafn árið 2011 og varð að Alt­erra Power, en þegar Inn­ergex keypti Alt­erra 2018, varð það að Inn­ergex Renewa­ble Energy). Í fyrstu var leiðin nokkuð grýtt þar sem söng­konan Björk Guð­munds­dóttir and­mælti kaupum kanadísks fyr­ir­tækis á HS Orku skömmu eftir íslenska fjár­hags­hrunið 2008 og skar upp herör á óupp­lýstan hátt gegn Magma og sjálfum mér per­sónu­lega. Ég vona að mér hafi tek­ist að sýna fram á það með góðum verkum og réttu fyr­ir­komu­lagi að undir okkar stjórn hafi HS Orka þróað orku­lindir jarð­hita á ábyrgan hátt, ekki aðeins í hag hlut­hafa fyr­ir­tæk­is­ins, heldur einnig íslenska rík­is­ins og lands­manna allra.“

Þetta segir Ross Beaty, stjórn­ar­for­maður HS Orku og einn aðal­eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins síð­ast­lið­inn ára­tug, í ávarpi stjórn­ar­for­manns í nýj­ustu árs­skýrslu HS Orku.

Miklar vær­ingar hafa verið með eign­ar­hluti í HS Orku síð­ustu daga og nýtt fram­tíðar eign­ar­hald hefur litið dags­ins ljós. Jarð­varmi slhf, félag í eigu 14 íslenska líf­eyr­is­­sjóð, keypti í vik­unni hlut Inn­ergex í HS Orku á 299,9 millj­­ónir dali, eða 37,3 millj­­arða króna á núvirði.

Inn­ergex hefur þar með selt sænsku félagið Magma Sweden til Jarð­varma en Magma á 53,9 pró­­sent hlut í félag­inu. Með því varð Jarð­varmi eig­andi allra hluta í HS Orku, eina íslenska orku­­fyr­ir­tæk­inu sem er í einka­eigu eftir að hafa gengið inn í sölu á hlut fjár­­­fest­ing­­ar­­sjóðs­ins ORK fyrr á þessu ári. Sam­an­lagt greiddi Jarð­varmi 47 millj­­arða króna fyrir hlut­ina, en þeir nema 66,6 pró­­sent af útgefnu hlutafé í HS Orku. Jarð­varmi var að nýta kaup­rétt sinn á hlutum í HS Orku en félagið átti áður 33,4 pró­­sent hlut. Virði eign­ar­hlutar Magma hefur tvö­fald­ast á þeim tíma sem lið­inn er frá því að félagið eign­að­ist hann.

Í kjöl­farið seldi Jarð­varmi síðan helm­ing hluta­fjár í HS orku til breska sjóðs­­stýr­ing­­ar­­fyr­ir­tæk­is­ins Ancala Partners, sem sér­­hæfir sig í inn­­viða­fjár­­­fest­ingum í Evr­­ópu og er að stóru leyti fjár­­­magnað af breskum líf­eyr­is­­sjóð­­um. Áður en að það var gert tók Jarð­varmi þó 30 pró­­sent hlut HS Orku í Bláa lón­inu út úr orku­­fyr­ir­tæki og seldi til nýs félags í eigu íslenskra líf­eyr­is­­sjóða, Blá­varma slhf, á 15 millj­­arða króna. Miðað við það verð er heild­­ar­virði Bláa lóns­ins 50 millj­­arðar króna. 

Rekstr­ar­tekjur og -hagn­aður aukast

Í nýjasta árs­reikn­ingi HS Orku kemur fram að tap hafi verið á rekstri fyr­ir­tæk­is­ins í fyrra upp á 72,3 millj­ónir króna. Árið áður var hagn­aður upp á 4,6 millj­arða króna. Sú nið­ur­staða segir þó ekki alla sög­una því að rekstr­ar­tekjur juk­ust úr 7,5 millj­örðum króna í 8,9 millj­arða króna og rekstr­ar­hagn­aður marg­fald­að­ist, fór úr 492 millj­ónum króna í 1,4 millj­arða króna.

Tapið í fyrra, og raunar hinn mikli hagn­aður árið áður, er til­komið vegna sveiflna í heims­mark­aðs­verði á áli og veik­ingu íslensku krón­unn­ar. Samn­ingar HS Orku um sölu á raf­magni til stór­iðju eru bundnir við heims­mark­aðs­verð á áli. Árið 2017 skil­aði sú teng­ing 3,9 millj­arða króna hagn­aði en í fyrra leiddu gagn­virð­is­breyt­ingar á álverðsaf­leiðum til þess að afkoman varð nei­kvæð­ari um 2,2 millj­arða króna. Á árinu 2018 var geng­is­munur enn fremur nei­kvæður um 400 millj­ónir króna.

Björk Guðmundsdóttir mótmælti eignarhaldi Magma á HS Orku harðlega á sínum tima.
Mynd: Úr safni

Beaty segir í ávarpi sínu að staða HS Orku hafi aldrei verið sterk­ari. „Fyr­ir­tæki er ekki bara far­sælt vegna þess að það skilar góðum hagn­aði. Far­sæld fyr­ir­tækis felst einnig í fram­lagi til þjóð­fé­lags­ins, að gera umhverf­is­vernd eitt af helstu stefnu­miðum sín­um, að útvega starfs­mönnum sínum öruggan og heilsu­vænan vinnu­stað og stuðla að hag­sæld sam­fé­lags­ins sem umlykur það. [...]Ef svo fer að störfum mínum hjá HS Orku muni ljúka á árinu 2019 er ég mjög sáttur við að skilja við fyr­ir­tækið í þess­ari góðu stöðu. Ég hef notið þess að vera á Íslandi og sendi mínar bestu árn­að­ar­óskir um fram­tíð þar sem end­ur­nýj­an­legar orku­lindir og mannauður koma saman til að byggja enn sjálf­bær­ara og far­sælla fyr­ir­tæki í þágu hlut­hafa þess og íslensku þjóð­ar­inn­ar.“

Hann segir að afkasta­geta orku­vera HS Orku sé nú nýtt til fulls, að orku­salan hafi aldrei verið jafn mik­il, virkj­un­ar­verk­efni séu að fullu fjár­mögnuð og fram­kvæmdir hafnar og tæki­færi fyrir enn frek­ari vöxt eru í aug­sýn. „Hví­lík stund til að rétta nýjum stjórn­ar­for­manni og nýjum meiri­hluta­hópi stjórn­ar­taumana til þess að leiða fyr­ir­tækið inn í enn bjart­ari fram­tíð.“

Hrósar Bláa Lón­inu

Í kveðju­ávarpi sínu minn­ist Beaty sér­stak­lega þriggja atriða sem hann segir að standi upp úr á tíma sínum sem stjórn­ar­for­manns HS Orku. „Í fyrsta lagi voru það far­sæl mála­lok varð­andi Norð­urál eftir sam­tals þrenn mála­ferli. Þetta fól í sér mik­inn kostnað og mikla vinnu, alger­lega að óþörfu. En loka­sig­ur­inn gerði okkur kleift að byggja upp fram­tíð án þeirra hlekkja sem samn­ing­ur­inn fól í sér og skil­yrða sem ekki var hægt að upp­fylla.

Í öðru lagi var það borun dýpstu háhita­bor­holu heims á Reykja­nesi 2016–2017. Þessi borun leiddi í ljós jarð­hita­kerfi langt fyrir neðan það kerfi sem nú er verið að nýta og býður upp á stór­kost­lega fram­tíð­ar­mögu­leika til orku­fram­leiðslu á Reykja­nesi. Þetta verk­efni krafð­ist heil­mik­illar vinnu og ég þakka hér með öllum þeim sem lögðu sitt á vog­ar­skál­arnar til að ná þessum árangri.

Í þriðja og síð­asta lagi eru tvö verk­efni sem komið var á lagg­irnar 2017–2018 og ég kalla risa­stökk fram á við fyrir HS Orku, en það er þróun Brú­ar­virkj­unar og 4. áfanga Reykja­nes­virkj­un­ar. Mig langar að þakka öllum stjórn­endum hjá okkur fyrir eld­móð sinn í þessum verk­efnum og einnig Arion banka fyrir fjár­hags­legan stuðn­ing við þau.“

Hann ber einnig lof á Bláa Lónið og sér­stak­lega Grím Sæmund­sen, for­stjóra og einn aðal­eig­anda þess, sem Beaty segir að hafi tek­ist að skapa háklassa­heilsu­lind á heims­vísu sem sé vin­sæl­asti ferða­manna­staður Íslands. „Þetta er ótrú­leg saga og ég hef notið þeirrar ánægju að vera þátt­tak­andi á hlið­ar­lín­unn­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar