EPA

Fimmti hver Bandaríkjamaður þarf að vera heima

„Við erum að sjá hörmungar á skala sem við höfum ekki séð af völdum smitsjúkdóms frá árinu 1918,“ segir Jeffrey Shaman, prófessor í lýðheilsu. „Og þetta krefst fórna sem við höfum ekki séð síðan í síðari heimsstyrjöldinni.“

Nýja kór­ónu­veiran hefur sýkt mun fleira fólk í Banda­ríkj­un­um en sýna­tökur sýna fram á. Nauð­syn­legt er að grípa til rót­tækra aðgerða í ríkj­u­m þar sem veiran hefur ekki stungið sér niður að ráði til að hefta útbreiðsl­una, koma í veg fyrir veik­indi og dauðs­föll.

Þetta eru nið­ur­stöður vís­inda­manna við Col­umbi­a-há­skóla sem studd­ust í rann­sókn sinni við gagna­banka New York Times um þekkt til­felli veirunnar sem og opin­ber gögn smit­sjúk­dóma­varna í land­inu. Mjög mikil óvissa er í öllum spálík­önum um þróun far­ald­urs­ins vest­an­hafs og breyt­ast spárnar mjög hratt.

Engu að síður eru miklar blikur á lofti; jafn­vel þó að það tak­ist að fækka smitum veru­lega á næst­unni er mögu­legt að um 650 þús­und ­Banda­ríkja­menn sýk­ist á næstu tveimur mán­uð­u­m. 

Aukn­ing til­fella er aðal­lega rakin til smit­aðra sem eru með­ engin eða lítil ein­kenni og vita því ekki að þeir eru smit­ber­ar. Vís­inda­menn Col­umbi­a-há­skóla telja að miðað við fyr­ir­liggj­andi gögn megi gera ráð fyrir því að fjöldi smit­aðra sé ell­efu sinnum meiri en nið­ur­stöður sýna­taka benda til­. Þetta segja þeir til marks um hversu yfir­völd í Banda­ríkj­unum hafa dreg­ist aftur úr mörgum öðrum þjóðum í því að skima fyrir veirunni.

Nokkur svæði í Banda­ríkj­unum eiga á meiri hættu en önnur að ­sjá gríð­ar­lega aukn­ingu til­fella jafn­vel þótt að gripið hafi verið til rót­tækra að­gerða, m.a. New York-­borg, Seatt­le, Boston og Kali­forn­íu­ríki. Í gær höfð­u 4.000 stað­fest smit greinst í New York og vís­inda­menn gera ráð fyrir að sú tala eigi eftir að marg­fald­ast. 

Brooklyn-brúin er yfirleitt yfirfull af ferðamönnum. Í dag er hún nánast tóm.
EPA

Vís­inda­menn­irnir benda hins vegar á að svæði þar sem veiran hefur ekki stungið sér niður að ráði geti enn varist mik­illi útbreiðslu ef hörðum aðgerðum verður beitt nú þeg­ar. Nauð­syn­legt sé að banna fjölda­sam­komur og fram­kvæma mun fleiri sýna­tökur en nú er gert. Verði það gert gæti hægt á út­breiðsl­unni á lands­vísu.

„Við erum að sjá hörm­ungar á skala sem við höfum ekki séð af völdum smit­sjúk­dóms frá árinu 1918,“ hefur New York Times eftir Jef­frey Sham­an, ­pró­fessor í lýð­heilsu við Col­umbi­a-há­skóla. „Og þetta krefst fórna sem við höfum ekki séð síðan í síð­ari heims­styrj­öld­inni. Það verða gríð­ar­leg­ar ­trufl­an­ir. Það er engin ein­föld leið út úr þessu.“

Víðs vegar um Banda­ríkin hefur þegar verið gripið til ýmissa ráð­staf­ana. Skólum hefur verið lok­að, böru mog veit­inga­húsum sömu­leiðis og ­ferða­lög eru fátíð. Í Kali­forn­íu, New York og Ill­in­ois hafa yfir­völd sett á sam­komu­bann og beita öðrum rót­tækum aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunn­ar.

Miðað við þær aðgerðir þarf að minnsta kosti fimmti hver ­Banda­ríkja­maður að vera heima hjá sér næstu dag­ana. Um 75 millj­ónir manna eiga að halda sig heima. Von er á því að yfir­völd fleiri borga og ríkja gripi til sam­bæri­legra ráð­staf­ana á næst­unni.

Don­ald Trump sagði í gær, föstu­dag, að hann ætti ekki von á því að gefa út fyr­ir­mæli til þjóð­ar­innar allrar að halda sig heima. Nokkrum ­dögum fyrr hafði rík­is­stjórn hans gefið út leið­bein­ingar um „fimmtán daga pásu“ þar sem Banda­ríkja­menn voru hvattir til að forð­ast fjöl­menna mann­fagn­aði.

Ljóst þykir að „fimmtán daga pásan“ mun lík­lega vara leng­ur.

Í dag er stað­fest að yfir 11.800 manns um allan heim hafa lát­ist úr COVID-19 sjúk­dómnum sem nýja kór­ónu­veiran veld­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiErlent