EPA

Lúxusfrí á lystiskipi breyttist í margra vikna martröð

„Því miður þá eru fjórir farþegar okkar látnir,“ heyrist skipstjórinn segja í hátalarakerfi skipsins. „Einn í nótt, tveir í gær og einn fyrir nokkrum dögum.“ Farþegar sitja hljóðir, lokaðir inni í klefum sínum. Það er farsótt um borð.

Þegar skemmti­ferða­skip­ið Za­andam lagði úr höfn frá Buenos Aires í Argent­ínu þann 7. mars vor­u far­þeg­arnir 1.200 fullir eft­ir­vænt­ing­ar. Fyrir höndum var tveggja vikna ferð ­með­fram strand­lengju Suð­ur­-Am­er­íku – alla leið til syðsta odda álf­unn­ar. Ein­hverjir kunna þó að hafa verið óró­leg­ir. Á þessum tíma­punkti hafð­i kór­ónu­veiran breiðst út til margra landa og Kína, þar sem hún átti upp­tök sín, grip­ið til harðra aðgerða til að reyna að stöðva útbreiðsl­una. Það virt­ist þó ekki hafa stöðvað veiruna.

Sumir höfð­u ætlað að hætta við ferð­ina, fá end­ur­greitt. En það hafði reynst þrautin þyngri. Annað skipa­fé­lag hafði reyndar sagt sínum far­þegum að núna væri einmitt rétt­i ­tím­inn til að ferð­ast um á skemmti­ferða­skipi á suð­lægum slóð­um; veiran þyld­i ­nefni­lega illa hita.

Auglýsing

En lík­lega viku áhyggj­urnar úr hugum far­þeg­anna um borð í Zaandam þegar siglt var af stað og þeir kynntu sér þæg­indin og þjón­ust­una um borð: Margir veit­inga­staðir og bar­ir. Sól­stólar á hverju þil­fari. Brosmilt fólk úr rúm­lega 580 manna áhöfn á þönum um allt skip til að gera ferð­ina sem þægi­leg­asta. Þar var lík­a ­sjúkra­stofur að finna, lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Allt var eins og best var á kos­ið.

En frí­ið átti fljótt eftir að breyt­ast í hreina martröð. Far­aldur COVID-19 braust út  um borð, margir veikt­ust og fjórir far­þeg­ar lét­ust. Ferðin varð tæpar fjórar vikur af hel­víti; skipið fékk hvergi að kom­a til hafnar og þurfti að taka á móti vistum og sjúkra­gögnum í skjóli næt­ur. Stór­an hluta tím­ans voru far­þegar í sótt­kví í klefum sínum og fengu sjald­an ­upp­lýs­ingar um stöð­una hverju sinni.

„Hversu margir til við­bótar þurfa að deyja um borð í þessu skipi á meðan það bíð­ur­ eftir aðstoð?“ sagði Andrea And­er­son, 62 ára far­þegi, er rík­is­stjóri Flór­ída dró það að svara því hvort að skipið mætti koma þang­að. And­er­son dvaldi í tíu daga inni í litlum klefa ásamt eig­in­manni sín­um. Hún segir það hafa tekið veru­lega á. 

Zaandam er í eigu skipafélagsins Holland America. Það var tæpar fjórar vikur á sjó og fékk hvergi að leggja að bryggju.
EPA

Ferða­lag Za­andam, sem er í eigu skipa­fé­lags­ins Hol­land Amer­ica, átti eftir að leiða í ljós að þegar heims­far­aldur geisar og líf eru í hættu þá hugsar hver um sig.

Aðeins fjórum dögum eftir að Zaandam lagði úr höfn lýsti Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­in ­yfir heims­far­aldri kór­ónu­veirunn­ar. Skipa­fé­lagið Hol­land Amer­ica ákvað að kom­a öllum sínum skipum í höfn. En um leið og heims­far­aldri hafði verið lýst yfir tóku ­mörg ríki við sér, settu á ferða­bönn og lok­uðu landa­mærum sín­um. Það gerð­u ­ríkin í Suð­ur­-Am­er­íku hvert af öðru, m.a. Chile. Svo er skipið nálg­að­ist höfn­ina í Valparaíso barst til­kynn­ing: Þangað mátti það ekki koma.

Ákveðið var að sigla norður með strönd­inni og reyna að kom­ast að landi í öðrum ríkj­um. En allt kom fyrir ekki. Alls staðar var skip­stjór­anum neit­að.

Farið var að bera á veik­indum meðal bæði far­þega og áhafn­ar­inn­ar. Og þörfin á frekari ­sjúkra­gögnum jókst sífellt. Er skipið var fyrir utan Ekvador var farið í leyni­lega aðgerð að nóttu til og vistir og bún­aður fluttur um borð í skipið með­ ­þyrlu frá landi.

Stefnan var ­tekin á Flór­ída en til að kom­ast þangað þurfti að fara í gegnum Panama­skurð­inn. 

Auglýsing

Far­þegum var ­fyr­ir­skipað að halda til í klefum sínum til að reyna að draga úr útbreiðsl­unn­i um borð. Klef­arnir voru margir hverjir litlir, glugga­lausir og loft­ræst­ing og ­nátt­úru­leg birta því lítil sem eng­in. Enda dvelja far­þegar skemmti­ferða­skipa alla jafna lítið í klefum sínum nema yfir blánótt­ina.

Ein­hverj­ir úr áhöfn­inni náðu bata en fleiri far­þeg­ar, aðal­lega þeir sem eldri voru, fóru að finna fyrir flensu­líkum ein­kenn­um.

Einn dag­inn, er skipið var statt utan Pana­ma, flutti skip­stjór­inn til­kynn­ingu í hátal­ara­kerf­in­u. „Því miður þá eru fjórir far­þegar okkar látn­ir,“ sagði hann. „Einn í nótt, t­veir í gær og einn fyrir nokkrum dög­um. Við erum að gera allt sem í okk­ar ­valdi stendur til að sýna ást­vinum þeirra stuðn­ing á þessum erf­iðu tím­um.“

Hann sagði í sömu til­kynn­ingu að tekin hefðu verið sýni af nokkrum far­þegum og að tveir hefðu greinst með COVID-19. 

Ótti greip um ­sig meðal margra far­þeg­anna og ekki síður ást­vina þeirra í landi sem fylgdust ­með fréttum af mál­inu í fjöl­miðl­um.

Annað skip til aðstoðar

Skipa­fé­lag­ið á­kvað þegar þarna var komið sögu að stefna öðru skipi sínu, Rott­er­dam, til móts við Zaandam. Það hafði legið við bryggju í Mexíkó og eftir þriggja daga ­sigl­ingu var það, með rúm­lega 600 manna áhöfn, komið að hlið Zaandam. Þá kom önnur til­kynn­ing frá skip­stjór­an­um, ekki minna ógn­vekj­andi fyrir marga en sú ­fyrri: „Við byrjum á því í dag að færa lít­inn hóp gesta yfir í Rott­er­dam,“ ­sagði hann. Fyrst áttu allir að gang­ast undir heilsu­fars­skoðun því það átt­i að­eins að leyfa heil­brigðum far­þegum að yfir­gefa hið sýkta skip. Um 800 manns voru að end­ingu flutt um borð í Rott­er­dam. 

Strandgæslan í Panama fylgdist með Zaandam úti fyrir ströndum landsins.
EPA

Eftir að ­ljóst var að skipið fengi hvergi að koma í höfn í Suð­ur­-Am­er­íku, og efa­semd­ir höfðu vaknað um að rík­is­stjóri Flór­ída myndi heim­ila því að koma, gerðust far­þeg­arnir óró­leg­ir.  Og þeg­ar ­stjórn­völd í Panama bönn­uðu skip­inu að sigla í gegnum Panama­skurð­inn greip ótt­i um sig.

 Einn far­þeg­anna sendi breska blað­inu Guar­di­an skila­boð um að hann hefði verið inni í klefa sínum í marga daga. Mat­ar­bakk­ar væru settir fyrir utan dyrnar þrisvar á dag. Í fyrstu var boðið upp á eina heita mál­tíð dag­lega en það átti eftir að breyt­ast.

Laura Ga­bar­oni Huergo, sem einnig var far­þegi í skip­inu, greindi frá því á Face­book að eng­inn vissi hvað nú tæki við. „Við erum að bíða og vona að yfir­völd ger­i hið rétta, bæði fyrir þá sem eru veikir og okkur hin.“

Skiptu um skoðun

Yfir­völd í Panama sögðu í yfir­lýs­ingu að þau gætu ekki heim­ilað ferðir skipa þar sem grunur væri um COVID-smit um Panama­skurð­inn því senda þyrfti full­trúa yfir­valda um borð. Í land­inu höfðu þá greinst tæp­lega 800 smit og fjórtán höfðu lát­ist.

Fyrir rúmri viku skiptu þau þó um skoðun og gerðu und­an­þágu frá bann­inu af „mann­úð­ar­á­stæð­u­m“. Za­andam sigldi um skurð­inn og hélt för sinni til Fort Lauder­dale í Flór­ída á­fram. 

Auglýsing

Yfir­völd þar voru hins vegar langt í frá spennt fyrir því að taka á móti skip­inu. Þau ­sögð­ust eiga nóg með sitt, margir væru veikir og sjúkra­hús að fyll­ast af ­sjúk­ling­um.

Rík­is­stjór­inn Ron DeS­antis var mót­fall­inn því að fá skipið að landi í Flór­ída. Hann tald­i á­hætt­una of mikla. Það þurfti for­seta lands­ins, Don­ald Trump, til að fá hann til að skipta um skoð­un. Og þá stað­reynd að hann frétti að margir sem voru um ­borð voru Banda­ríkja­menn og um fimm­tíu voru frá hans ríki.

Á laug­ar­dag­inn komu svo bæði Zaandam og Rott­er­dam til hafnar í Fort Lauder­dale. Þeir ­sem ekki voru sýktir og höfðu engin ein­kenni sýnt fengu að fara frá borði og til síns heima þar sem þeir dvelja nú í sótt­kví. Aðrir verða í sótt­kví í skip­inu þar til þeim batn­ar. 

Rúm­lega tíu far­þegar voru fluttir veikir á sjúkra­hús.

Farþegar um borð í Zaandam að bíða eftir að komast í land í Flórída.
EPA

En fleiri skemmti­ferða­skip, ­með sam­tals um tíu þús­und far­þega inn­an­borðs, eru í sömu stöðu víðs vegar um heim­inn. Af þessu hefur Dean Tran­talis, borg­ar­stjóri í Fort Lauder­da­le, áhyggj­ur. „Við höfum engar upp­lýs­ingar um ástand far­þeg­anna [í hinum skip­un­um]. Þetta eru ekki síð­ustu skipin [sem vilja koma til hafnar í borg­inn­i]. Það eru fleiri skip þarna úti, svo að við erum enn í þess­ari klemmu.“

Í þess­ari viku höfn­uðu yfir­völd í Fort Lauder­dale beiðni skemmti­ferða­skips­ins Coral Princess að koma þar til hafn­ar. Skipið end­aði á því að fara til Miami. Einn hafði þá dáið um borð og margir veikst.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar