Bára Huld Beck Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Bára Huld Beck

Breyttar ferðavenjur eitt lykilatriðið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda

Aukin grænmetisframleiðsla, breyttar ferðavenjur, vistvænir bílaleigubílar og aðgerðir til að draga úr ropi búfénaðar eru meðal þeirra aðgerða sem munu verða til þess að Ísland nái alþjóðlegum markmiðum í losun gróðurhúsalofttegunda – og gott betur.

Fram­leiðsla á íslensku græn­meti verður aukin um 25 pró­sent á þremur árum, urð­un­ar­skattur settur á og tíu millj­örðum króna veitt í hjóla- og göngu­stíga á fimmtán ára tíma­bili. Breyttar ferða­venj­ur, vist­vænni land­bún­að­ur, úrgangs­mál og sóun hvers konar eru meðal þeirra þátta sem fá aukið vægi í nýrri útgáfu aðgerða­á­ætl­unar í lofts­lags­málum sem rík­is­stjórnin kynnti í dag. Í henni er að finna 48 aðgerðir – þar af fimmtán nýj­ar. Með þeim á Ísland að ná að draga saman losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á beinni ábyrgð lands­ins um ríf­lega eina milljón tonna CO2-í­gilda árið 2030 miðað við árið 2005. Sam­drátt­ur­inn yrði þá 35 pró­sent sem er tölu­vert meiri en alþjóð­legar skuld­bind­ingar segja til um.

Aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum snýst um mót­væg­is­að­gerðir Íslands gegn lofts­lags­vánni. Par­ís­ar­samn­ing­ur­inn gengur út á að halda hnatt­rænni hlýnun innan 2°C og eins nálægt 1,5°C og hægt er. Til að það geti gerst þarf að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda eins hratt og mögu­legt er og ná hnatt­rænu kolefn­is­hlut­leysi upp úr 2050. Íslensk stjórn­völd setja hins vegar markið enn hærra og ætla sér að ná kolefn­is­hlut­hleysi tíu árum fyrr. Kolefn­is­hlut­leysi lýsir ástandi þar sem jafn­vægi hefur náðst milli los­unar og bind­ingar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og er lyk­il­mark­mið í Par­ís­ar­samn­ingn­um.



Auglýsing

Að reikna út losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og sömu­leiðis að reikna út ávinn­ing af aðgerðum til sam­dráttar er nokkuð flókið en þó mis­jafn­lega eftir því hvaðan los­unin kem­ur.

Í áætl­un­inni sem kynnt var í dag er aðgerð­unum 48 skipt niður í þrjá hluta eftir því hver­ing þær tengj­ast skuld­bind­ingum Íslands: Bein ábyrgð Íslands, við­skipta­kerfi með los­un­ar­heim­ildir og land­notk­un.

Árið 2005 var losun á beinni ábyrgð Íslands tæp­lega 3,2 millj­ónir tonna CO2-í­gilda en miðað við sett mark­mið þarf hún að vera komin niður í 1,9 millj­ónir tonna árið 2030.

Losun sem teng­ist við­skipta­kerf­inu var 1,3 millj­ónir tonna af CO2-í­gildum árið 2005 en árið 2018 var hún komin yfir þrjár millj­ón­ir. Ekki er innan kerf­is­ins til­greint ein­stakt mark­mið fyrir hvert ríki heldur mun heim­ildum innan þess fækka um 43 pró­sent milli áranna 2005 og 2030. Umrætt við­skipta­kerfi með los­un­ar­heim­ildir (ETS-­kerf­ið) er helsta stjórn­tæki Evr­ópu­sam­bands­ins til að ná fram sam­drætti í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Þessu til við­bótar er unnið að því að koma upp nýju kerfi til að draga úr losun frá alþjóða­flugi og ber það heitið CORSIA. Í upp­hafi er um að ræða sjálf­vilj­uga þátt­töku ríkja og tekur Ísland þátt í kerf­inu frá byrj­un. Kerfið verður inn­leitt í Evr­ópu með breyt­ingum á reglu­verki ETS-­kerf­is­ins.

Dæmi um nýjar aðgerðir sem röt­uðu inn í áætl­un­ina í kjöl­far sam­ráðs eru aðgerðir til þess að auka inn­lenda græn­met­is­fram­leiðslu, fjölga vist­vænum bíla­leigu­bíl­um, styðja við orku­skipti í þunga­flutn­ing­um, fanga kolefni frá stór­iðju, bæta fóðrun búfjár til að draga úr iðra­gerjun og draga úr losun frá bygg­ing­ar­iðn­aði.



Um 2 prósent losunar kemur frá alþjóðaflugi.
EPA

Vega­sam­göng­ur: Úr 979 þús­und tonnum í 615

Losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá vega­sam­göngum stafar af bruna jarð­efna­elds­neytis í öku­tækjum á landi og telur stærstan ein­staka hluta þeirrar los­unar sem til­heyrir beinni ábyrgð Íslands. Los­unin var 776 þús­und tonn árið 2005 en var komin upp í 979 þús­und tonn 2018, fyrst og fremst vegna stór­felldrar fjölg­unar bíla­leigu­bíla. Með aðgerðum í aðgerða­á­ætlun og þróun sam­kvæmt grunn­s­viðs­mynd er áætlað að losun árið 2030 verði komin niður í 615 þús­und tonn. Það er 21 pró­sent sam­dráttur miðað við 2005 og 37 pró­sent miðað við árið 2018.

Í skýrsl­unni kemur fram að losun frá vega­sam­göngum jókst frá 1990 til 2007 og dróst svo saman í hrun­inu og árin þar á eft­ir. Los­unin í þessum flokki var árið 2018 alls 33 pró­sent af heild­ar­losun á ábyrgð Íslands. Frá 2014 hefur hún auk­ist veru­lega og raunar aldrei verið meiri.

Þótt hrein­orku­bílar og aðrar vist­vænar bif­reiðar hafi verið 46 pró­sent af nýskráðum bif­reiðum fyrstu fimm mán­uði árs­ins 2020 þá eru hins vegar þegar í umferð á Íslandi um 200 þús­und bens­ín- og dísil­fólks­bílar auk fjölda flutn­inga­bif­reiða, hóp­bif­reiða og ýmissa stærri öku­tækja, sem skýrir af hverju sam­dráttur verður ekki sam­stundis í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá vega­sam­göng­um.

Til að draga úr losun frá vega­sam­göngum eru þegar komnar til sög­unnar ýmsar aðgerðir og enn aðrar eru í vinnslu. Má þar nefna skattaí­viln­anir á öku­tækjum sem nýta vist­væna orku­gjafa sem og á reið­hjólum og upp­setn­ingu hrað­hleðlu­stöðva.

Ein stærsta aðgerðin er svo efl­ing inn­viða fyrir „virka ferða­máta“ (hjól­reiðar og göng­ur) sem og almenn­ings­sam­gangna, m.a. með Borg­ar­línu. Fram­lag rík­is­ins til upp­bygg­ingar Borg­ar­línu, stofn­vega og hjóla- og göngu­stíga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er að lág­marki 45 millj­arðar króna frá 2020-2033.



Til að draga úr losun frá vegasamgöngum eru þegar komnar til sögunnar ýmsar aðgerðir og enn aðrar eru í vinnslu. Má þar nefna skattaívilnanir á ökutækjum sem nýta vistvæna orkugjafa sem og á reiðhjólum og uppsetningu hraðhleðlustöðva.

Skip og hafn­ir: Úr 769 þús­und tonnum í 449

Langstærstur hluti los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá skipum og höfnum er frá fiski­skipum og á sér stað vegna bruna jarð­efna­elds­neyt­is. Los­unin í þessum flokki var 769 þús­und tonn árið 2005 og 596 þús­und tonn árið 2018. Með er aðgerð­unum er áætlað að losun árið 2030 verði komin niður í 449 þús­und tonn CO2-í­gilda. Það er 42 pró­sent sam­drátt­ur.

Í skýrsl­unni kemur fram að losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá fiski­skipum og strand­sigl­ingum hafi dreg­ist veru­lega saman frá því að hún náði hámarki árið 1996, eða um 40 pró­sent. Þessi sam­dráttur er sagður skýr­ast af ýmsum þáttum – ekki síst betri sókn­ar­stýr­ingu og að dregið hefur úr veiðum á fjar­lægum mið­u­m.  Umrædd losun er enda tæp­lega fimmt­ungur af þeirri losun sem er á beinni ábyrgð Íslands.

Land­bún­að­ur: Úr 605 þús­und tonnum í 575

Losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá land­bún­aði kemur einkum frá búfé og notkun áburð­ar. Mest er hún í formi met­ans (CH4) og hlát­urgass (N2O) fremur en CO2. Los­unin hefur verið nær óbreytt síð­ast­liðna ára­tugi, var 605 þús­und tonn árið 2005 og 635 þús­und tonn árið 2018. Verk­efnið fram undan er að því er fram kemur í skýrsl­unni að hreyfa við þess­ari kyrr­stöðu. Með aðgerðum er áætlað að los­unin verði árið 2030 komin niður í 575 þús­und tonn CO2-í­gilda. Sam­kvæmt los­un­ar­bók­haldi Íslands verður stærsti hluti los­un­ar­innar við iðra­gerjun búfjár, og teng­ist þá sér í lagi sauð­fjár- og naut­gripa­rækt.

Meg­in­þorra þeirrar los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda sem kemur frá búfjár­rækt má rekja til gerj­un­ar­innar sem á sér stað í iðrum búfjár. Þegar skepn­urnar jórtra ropa þær upp met­ani sem er öflug gróð­ur­húsa­loft­teg­und, raunar meira en tutt­ugu sinnum öfl­ugri en CO2.

Rann­sóknir erlendis benda til að hægt sé að draga úr fram­leiðslu met­ans í melt­ing­ar­vegi búfjár með ýmsum leið­um, svo sem með því að nota efni úr þör­ung­um. Kannað verður hvort hægt sé að draga úr slíkri losun hér á landi og stuðla að rann­sóknum og þróun inn­an­lands.

Aukin inn­lend græn­met­is­fram­leiðsla er sömu­leiðis ný aðgerð sem kynnt er til sög­unnar í upp­færðri aðgerða­á­ætl­un. Hún miðar að því að auka fram­leiðslu á íslensku græn­meti um 25 pró­sent á næstu þremur árum, styðja við líf­ræna græn­met­is­fram­leiðslu og stefna að því mark­miði að íslensk garð­yrkja verði kolefn­is­hlut­laus eigi síðar en árið 2040.



Auka á innlenda grænmetisræktun.

Úrgangur og sóun

Að urða úrgang er versti kost­ur­inn í úrgangs­málum fyrir lofts­lag­ið. Við urð­un­ina mynd­ast gróð­ur­húsa­loft­teg­und­ir, þar á meðal met­an, sem losnar út í and­rúms­loft­ið. Bein losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá með­höndlun úrgangs stafar fyrst og fremst frá urðun hans.

Losun frá með­höndlun úrgangs jókst frá 1990 til árs­ins 2007 þegar hún náði hámarki. Magn úrgangs hefur svo aftur auk­ist síð­ustu ár með auknum efna­hags­vexti. Lofts­lags­á­hrif neyslu og sóunar birt­ast meðal ann­ars í úrgangs­málum – í einnota hlutum sem hent er eftir notk­un, mat­vælum sem fleygt er í ruslið og á urð­un­ar­stöð­um.

Aðgerðir í þessum flokki eru ýmist komnar vel af stað eða í und­ir­bún­ingi. Unnið er að útfærslu urð­un­ar­skatts og stefnt er að því að umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra mæli á haust­þingi 2020 fyrir frum­varpi á Alþingi sem gerir meðal ann­ars ráð fyrir banni við urðun líf­ræns úrgangs, í sam­ræmi við aðgerða­á­ætlun í drögum að nýrri stefnu um með­höndlun úrgangs.  Skatt­inum er ætlað að virka sem hvati til að draga úr því mikla magni af úrgangi sem dag­lega er urðað hér á landi.

Kröfur til fram­leið­enda munu aukast

Þá hefur verið ráð­ist í verk­efni til að draga úr mat­ar­sóun og starfs­hópur sem umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra skip­aði vinnur auk þess að til­lögum um aðgerðir sem geta dregið úr mat­ar­só­un.

„Fram undan er ærið verk­efni þar sem ríki heims verða að hætta að henda hrá­efni og fleygja hlutum – en hugsa hag­kerfið heldur í hring,“ segir í skýrsl­unni. Til­kynnt var árið 2019 um hálfan millj­arð króna auka­lega í fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar til að efla hringrás­ar­hag­kerfið hér á landi. „Bú­ast má við að kröfur til fram­leið­enda muni aukast, svo sem um nýt­ingu á end­urunnu hrá­efni til fram­leiðslu og að fram­leiða end­ing­ar­góðar vörur með orku­nýtni að leið­ar­ljósi.“

Í fyrstu útgáfu aðgerða­á­ætl­unar í lofts­lags­málum var boðað að urð­un­ar­skatti yrði komið á. Unnið hefur verið að útfærslu skatts­ins og lagt til að upp­hæð hans verði 15 krónur á hvert kíló­gramm af urð­uðum almennum úrgangi, að und­an­skildum óvirkum úrgangi, og 0,5 krónur á hvert kíló­gramm af urð­uðum óvirkum úrgangi. Óvirkur úrgangur er til dæmis jarð­efni, steypa, flís­ar, ker­amik og gler.

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið vinnur nú í sam­vinnu við umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neytið að frum­varpi til breyt­ingar á lögum um umhverf­is- og auð­linda­skatta þar sem inn­heimta urð­un­ar­skatts verður lög­fest. Haft verður sam­ráð við Sam­band íslenskra sveit­ar­fé­laga.

Tveir millj­arðar í urð­un­ar­skatt

Að teknu til­liti til þess magns sem hefur verið urðað und­an­farin ár er áætlað að tekjur rík­is­sjóðs af urð­un­ar­skatti gætu numið um 2.000 millj­ónum króna á ári fyrst í stað. Þess er vænst að tekjur af skatt­inum drag­ist síðan sam­an, enda er honum ætlað að leiða til minni urð­un­ar.

Ráð­ist verður í fjölda verk­efna sem miða að því að minnka mat­ar­sóun hér á landi. Ann­ars vegar er um að ræða verk­efni til skemmri tíma og hins vegar aðgerðir til næstu ára. Talið er að um þriðj­ungi mat­væla í heim­inum sé sóað og gróð­ur­húsa­loft- teg­undir mynd­ast við með­höndlun þeirra.



Auglýsing

Losun frá stór­iðju hér á landi og flugi fellur sam­kvæmt skil­grein­ingu ekki undir beina ábyrgð Íslands heldur undir við­skipta­kerfi með los­un­ar­heim­il­id, ETS-­kerf­ið. Kerfið er helsta stjórn­tæki Evr­ópu­sam­bands­ins til að ná fram sam­drætti í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og á að skila 43 pró­sent sam­drætti í losun á Evr­ópu­vísu til 2030 miðað við 2005. Innan kerf­is­ins er ábyrgðin á sam­drætt­inum færð á um 11.000 fyr­ir­tæki og um 4.000 flug­rekst­ar­að­ila sem þurfa að eiga heim­ildir fyrir allri sinni los­un. Hluta þeirra er úthlutað end­ur­gjalds­laust en ef fyr­ir­tækin losa meira af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum en sem því nemur þurfa þau að kaupa heim­ildir vegna þess.

Álverin þrjú sem starfa á Íslandi falla undir ETS-­kerf­ið, sömu­leiðis járn­blendi­verk­smiðja Elkem á Grund­ar­tanga og kís­il­málm­verk­smiðja PCC á Bakka. Losun frá stór­iðju var um 39 pró­sent af heild­ar­losnun Íslands árið 2018.

Í annarri útgáfu aðgerða­á­ætl­un­ar­innar er nýjum aðgerðum sem snúa að losun stór­iðju bætt við, m.a.að­gerð sem felur í sér að kanna hvort stór­iðju­fyr­ir­tæki geti dregið úr losun CO2 frá starf­semi sinni með því að dæla því niður í berg eða nýta það til dæmis til elds­neyt­is­fram­leiðslu. Þar sem nið­ur­dæl­ingin er til­rauna­verk­efni er ekki hægt að segja til um hver mögu­legur sam­dráttur í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda gæti orð­ið. „Þó er ljóst að gangi verk­efnið vel mun það marka vatna­skil við að draga úr losun frá stór­iðju hér á land­i,“ segir í skýrsl­unni.

Fjár­mögnun áætl­un­ar­innar

Þegar fyrsta útgáfa aðgerða­á­ætl­unar í lofts­lags­málum var kynnt kom fram að henni fylgdu 6,8 millj­arðar króna og var þar miðað við fjár­mála­á­ætlun 2019-2023. Með fjár­mála­á­ætlun 2020-2024 juk­ust enn fram­lög til mála­flokks­ins og í sér­stöku fjár­fest­ing­ar­átaki rík­is­stjórn­ar­innar árið 2020 vegna efna­hags­á­hrifa COVID-19 var síðan gert ráð fyrir 600 millj­ónum króna auka­lega til orku­skipta og grænna lausna. Útfærsla þeirra verk­efna stendur yfir en gert er ráð fyrir 550 millj­ónum króna vegna orku­skipta og kolefn­is­bind­ingar á árinu 2020 og 50 millj­ónum króna auka­lega í nýsköpun í gegnum Lofts­lags­sjóð.



Álverin þrjú sem starfa á Íslandi falla undir ETS-kerfið, sömuleiðis járnblendiverksmiðja Elkem á Grundartanga og kísilmálmverksmiðja PCC á Bakka. Losun frá stóriðju var um 39 prósent af heildarlosnun Íslands árið 2018.

Fjár­magn sem sér­stak­lega er eyrna­merkt lofts­lags­málum rennur til dæmis til upp­bygg­ingar hrað­hleðslu­stöðva vítt og breitt um land­ið, kolefn­is­bind­ing­ar, end­ur­heimt vot­lendis og rann­sókna og vökt­unar vegna lofts­lags­breyt­inga. Það fer einnig í aðgerðir gegn mat­ar­só­un, ýmiss konar úttektir og grein­ing­ar, fræðslu og efl­ingu stjórn­sýslu til að takast á við auknar skuld­bind­ingar í lofts­lags­mál­um, svo dæmi séu tek­in.

Kostn­aður rík­is­sjóðs vegna lofts­lags­mála er einnig í formi skatta­styrkja. Síð­ast­liðin ár hefur rík­is­sjóður gefið eftir hluta af virð­is­auka­skatti vegna kaupa á raf­magns-, vetn­is- og tengilt­vinn­bif­reið­um. Bara á árinu 2019 námu slíkir skatta­styrkir tæp­lega 2,7 millj­örðum króna. Íviln­an­irnar hafa nú verið fram­lengdar og útvíkk­aðar og ýmsir skatta­styrkir bæst við, meðal ann­ars vegna vist­vænna hóp­bif­reiða í almenn­ings­akstri, raf­magns­hjóla og reið­hjóla. Áætlað er að með þessu verði skatta­styrkirnir ríf­lega 3,4 millj­arðar króna á árinu 2020.

Gild­andi fjár­mála­á­ætlun tekur til áranna 2020-2024. Þegar ein­ungis er miðað við þau ár sést að á fimm ára tíma­bili renna að lág­marki 46 millj­arðar króna til stærstu verk­efna í lofts­lags­mál­um.

Aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum verður til kynn­ingar í Sam­ráðs­gátt stjórn­valda í þrjá mán­uði frá birt­ingu henn­ar. Öllum sem vilja gefst kostur á að veita umsögn og koma með ábend­ing­ar. Frestur til að skila þeim er til 20. sept­em­ber 2020.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiInnlent