Styttur bæjarins

Í þekktu lagi söng Spilverk Þjóðanna um stytturnar „sem enginn nennir að horfa á“. Í dag yrði kannski frekar sungið um styttur og götunöfn sem enginn vill vita af og helst af öllu fjarlægja. Þar á meðal í Danmörku.

Christian-V-statue-Kongens-Nytorv-Copenhagen.jpg
Auglýsing

Dauði George Floyd í Minn­ea­polis, 25. maí síð­ast­lið­inn, hratt af stað bylgju mót­mæla víða um heim. George Floyd er ekki fyrsti þeldökki mað­ur­inn sem lög­regla í Banda­ríkj­unum hefur orðið að bana en mynd­band af atvik­inu vakti eflaust meiri athygli á fram­ferði lög­regl­unnar en ella hefði orð­ið. Mynd­bandið fór eins og eldur í sinu um víða ver­öld og fólk sem fylgist með fréttum hefur séð það margoft. Banda­rískir lög­reglu­menn hafa iðu­lega komið með alls kyns skýr­ingar á fram­ferði sínu, til dæmis að lífi þeirra hafi verið ógn­að,en í til­viki George Floyd var slíku ekki til að dreifa, það sýndi og sann­aði mynd­bands­upp­tak­an.  

Mót­mæli vegna þessa atviks breidd­ust hratt út og ein­skorð­uð­ust ekki við George Floyd og dauða hans. Þau sner­ust upp í mót­mæli gegn kyn­þátta­mis­rétti og ekki síður þræla­haldi og þræla­sölu, sem margar þjóðir stund­uðu og græddu með því stór­fé. Þar á meðal okkar gamla herra­þjóð, Dan­ir. Í Dan­mörku hafa verið haldnir úti­fundir til að mót­mæla með­ferð­inni á George Floyd og jafn­framt vekja athygli á flekk­aðri for­tíð Dana.

Millj­ónir þræla yfir hafið

Á ára­bil­inu 1525 – 1866 er talið að Evr­ópu­búar hafi sam­tals flutt um það bil tólf og hálfa milljón þræla yfir Atl­ants­haf­ið. Á árunum 1670 -1803 fluttu Danir um það bil 111 þús­und Afr­íku­búa nauð­uga yfir hafið en Krist­ján VII bann­aði flutn­ing­ana árið 1802. Þræla­hald á vegum Dana hélt þó áfram fram til árs­ins 1848. Þess má geta að danski rit­höf­und­ur­inn Thorkild Han­sen (1927 – 1989) hlaut árið 1971 bók­mennta­verð­laun Norð­ur­landa­ráðs fyrir bækur sín­ar, Þræla­strönd­in, Þræla­skipin og Þræla­eyj­arn­ar, sem fjalla um þennan þátt í sögu Dan­merk­ur.

Auglýsing
Þrælasalan í Afr­íku var ekki upp­finn­ing Evr­ópu­búa, hún á sér mun lengri sögu.

Þrí­hyrn­ings­leiðin og við­skiptin

Danska þræla­versl­unin fylgdi hinni svo­nefndu þrí­hyrn­ings­leið. Þá var siglt frá höfnum í Evr­ópu, til hafna á vest­ur­strönd Afr­íku og nýlendna í Amer­íku. Með þessu móti nýtt­ust straumar og vindar best og flutn­ingur á öllum leið­um. Allar sigl­ingar Dana byrj­uðu og end­uðu í Kaup­manna­höfn, í Afr­íku réðu Danir yfir versl­un­ar­stöðum á Gull­strönd­inni (nú­ver­andi Gana) og í Amer­íku réðu Danir þremur eyj­um, hinum svo­nefndu Dönsku Vest­ur­-Ind­í­um. Þessar eyjar seldu Danir Banda­ríkja­mönnum árið 1917, nú nefndar Jóm­frúr­eyj­ar. 

Frá Kaup­manna­höfn sigldu skipin hlaðin vopn­um, skot­færum og brenni­víni. Þessi varn­ingur var seldur á Gull­strönd­inni en þar voru þræl­arn­ir, sem Dan­irnir „keyptu“ af höfð­ingjum á svæð­inu, teknir um borð, ásamt ýmsum varn­ingi. Þar á meðal fíla­beini sem flutt var til Dan­merk­ur. Þræl­arnir (margir dóu á leið­inni yfir haf­ið) voru seldir í þræl­dóm á kar­ab­ísku eyj­un­um, Dönsku Vest­ur­-Ind­í­um. Eftir að skipin höfðu verið lestuð syk­ur­reyrs­sírópi, tóbaki og eðal­viði, einkum mahoní var haldið heim til Dan­merk­ur. Ferðir skip­anna, frá því að lagt var af stað frá Kaup­manna­höfn og komið til baka, tóku að jafn­aði um 18 mán­uð­i. 

Í Dan­mörku voru nokkur fyr­ir­tæki sem högn­uð­ust mikið á þess­ari starf­semi og danska ríkið hafði af henni miklar tekj­ur. 

Götu­nöfn og bygg­ingar

Dauði George Floyd hefur komið af stað mik­illi umræðu um kyn­þátta­mis­rétti, og fram­ferði gagn­vart þeldökk­um. Sú umræða hefur ekki farið fram hjá Dön­um, en danskir fjöl­miðlar hafa að und­an­förnu fjallað mikið um dönsku þræla­versl­un­ina. Margir hafa, í við­tölum og fjöl­miðla­skrifum látið í ljós þá skoðun að Danir eigi að fjar­lægja styttur og breyta nöfnum gatna sem tengj­ast þræla­tíma­bil­inu í sögu lands­ins.

Í Hol­te, norðan við Kaup­manna­höfn er lítil og huggu­leg gata, De Con­incks vej. Undir götu­heit­is­skilt­inu stendur „hand­elsm­and“ versl­un­ar­mað­ur. Gatan er skírð eftir Hol­lend­ingnum Frederic de Con­inck (1740 – 1811) sem bjó í Dan­mörku mestan hluta ævinnar og hafði náin tengsl við dönsku hirð­ina. Hann átti á tíma­bili 64 skip og nokkur þeirra fluttu afríska þræla til Vest­ur­-Ind­ía.  Frederic de Con­inck var um tíma eig­andi einnar hall­ar­innar á Amali­en­borg, sú er kennd við Moltke greifa. Adam Gott­lob Moltke (1710 – 1792) eins og hann hét fullu nafni lét byggja höll­ina á árunum 1750 – 1754. Moltke kom mjög við sögu í þræla­versl­un­inni, var meðal ann­ars stjórn­ar­for­maður í tveimur félögum sem stund­uðu þessi við­skipti. Moltke veitti ekki af sæmi­lega rúm­góðu húsi, hann eign­að­ist 22 börn.

Í Gentofte er gata kennd við Hein­rich Carl Schimmel­mann (1724 -1782). Sá þén­aði vel á þræla­við­skipt­unum og átti meðal ann­ars nokkur þræla­skip og verk­smiðju í Kaup­manna­höfn þar sem unn­inn var sykur úr hrá­efni frá Vestur – Ind­í­um. Schimmel­mann var á sinni tíð einn rík­asti maður Dan­merkur og bjó frá 1762 og til ævi­loka í stór­hýsi við Breið­götu í Kaup­manna­höfn, síðar þekkt sem Odd­fell­owhöll­in. Hér hafa aðeins verið nefnd tvö dæmi um götur og hús sem tengj­ast mönnum sem létu mjög að sér kveða í þræla­sölu Dana á 18. Öld, en mörg fleiri væri hægt að nefna. Engar raddir hafa heyrst sem vilja ganga svo langt að rífa bygg­ingar sem byggðar voru fyrir „þræla­gróða“.  

Stytt­urnar

Í Dan­mörku eru til­tölu­lega fáar styttur af þeim körlum (aldrei minnst á konur í þessu sam­bandi) sem komu við sögu danskrar þræla­versl­un­ar. Vel að merkja með und­an­tekn­ing­um. Og þær und­an­tekn­ingar eru ekki síst kóng­arn­ir. Af þeim eru margar styttur víðs­vegar um land. Sumar þeirra á mjög áber­andi stöð­um. Á miðju torg­inu við Amali­en­borg er stytta af Frið­riki V (1723 -1766) fyrir framan Krist­jáns­borg­ar­höll trónir stytta af Frið­riki VII. Á miðju Kóngs­ins Nýja­torgi situr Krist­ján V á hesti sín­um, óneit­an­lega lík­ari róm­verskum ridd­ara en nor­rænum þjóð­höfð­ingja. Þessir kóngar tóku beinan eða óbeinan þátt í þræla­söl­unni sem danski rík­is­kass­inn naut góðs af. Fyrir framan Kon­ung­lega leik­húsið við Kóngs­ins Nýja­torg situr svo leik­rita­skáldið Ludvig Hol­berg, hann átti víst lít­inn hlut í ein­hverju þeirra fyr­ir­tækja sem stund­uðu þræla­sölu. Fleiri dæmi mætti nefna um menn sem telj­ast stór­menni í sögu Dan­merkur en tengjast jafn­framt þræla­söl­unni með einum eða öðrum hætt­i. 

Stjórn­mála­menn og sagn­fræð­ingar sem danskir fjöl­miðlar hafa rætt við að und­an­förnu telja vart koma til greina að fjar­lægja styttur sem margar hverjar hafa trónað á stalli sínum um ára­tuga skeið eða jafn­vel leng­ur. En á að láta sem ekk­ert sé? Nei, ekki gengur það. Nokkrir stjórn­mála­menn hafa nefnt að rétt væri að setja upp­lýs­inga­skilti við umræddar stytt­ur. Þar kæmu fram upp­lýs­ingar um fyr­ir­mynd stytt­unn­ar, bæði það sem við­kom­andi hefði gert landi og þjóð til gagns og líka það sem miður gott mætti telj­ast.

Vest­ur­-Indía pakk­húsið

Á bryggju­kant­inum skammt frá Amali­en­borg stendur háreist pakk­hús úr rauðum múr­steini, Vestur – Indía pakk­hús­ið. Húsið var byggt árið 1783 og þar var geymt kaffi og te sem kom frá eyjum í kar­ab­íska haf­inu. Sú starf­semi er löngu fyrir bí en í hús­inu var síðar komið fyrir hinu Kon­ung­lega afsteypusafni, sem geymir gifs­af­steypur margra frægra lista­verka víða að úr heim­in­um. Safnið er í umsjón Danska rík­is­lista­safns­ins en afsteypusafn­inu var lokað fyrir nokkrum árum vegna fjár­skorts. Fyrir nokkru var greint frá því að hug­myndir væru uppi um að flytja afsteyp­urnar úr hús­inu og jafn­vel selja það. Margir urðu til að gagn­rýna þá hug­mynd og í ljósi atburða síð­ustu vikna hafa margir þing­menn lýst sig fylgj­andi því að afsteypusafnið verði áfram í hús­inu og þar verði jafn­framt opnað safn um sögu þræla­söl­unnar fyrr á tím­um. Engin ákvörðun hefur verið tekin í þessum efn­um. Listakonurnar Jeanette Ehlers og La Vaughn Belle gerðu styttuna til að heiðra minningu Mary Thomas.

Árið 2018 var reist stytta fyrir framan Vestur – Indía pakk­hús­ið. Lista­kon­urnar Jea­nette Ehlers og La Vaughn Belle gerðu stytt­una til að heiðra minn­ingu Mary Thom­as, hún var í for­ystu­sveit þræla sem árið 1878 gerðu upp­reisn (nefnd Fireburn) á eyj­unni St. Croix. Eftir margra daga átök var upp­reisnin bæld nið­ur. Mary Thom­as, kölluð Queen Mary, var dæmd til dauða, en þeim dómi var síðar breytt í lífs­tíð­ar­fang­elsi. Hún var send til Kaup­manna­hafnar árið 1882 og vistuð í kvenna­fang­els­inu á Krist­jáns­höfn. Fimm árum síðar var hún send til baka til Christ­i­an­sted á St. Croix þar sem hún lést árið 1905. 

Styttan fyrir framan Vestur -Indía pakk­húsið heitir „I am Queen Mary“ og er sögð fyrsta stytta af þeldökkri konu sem reist hefur verið í Dan­mörku.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar