Lögregla fór gegn lögum er upplýsingum um Aldísi Schram var miðlað til Jóns Baldvins

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu braut gegn persónuverndarlögum árið 2012 þegar Jón Baldvin Hannibalsson fékk afhentar upplýsingar um Aldísi Schram. Efni bréfsins sem hann fékk afhent stangast á við lögreglugögn sem Aldís hefur undir höndum.

Lög­reglu­stjór­inn á höf­uð­borg­ar­svæð­inu braut gegn þágild­andi lögum og reglu­gerð um vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga þegar emb­ættið gaf út skjal með per­sónu­upp­lýs­ingum um Aldísi Schram þann 5. jan­úar 2012 og miðl­aði því til Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar, föður hennar og fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra, sendi­herra og for­manns Alþýðu­flokks­ins. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar.

Aldís sendi inn kvörtun vegna máls­ins til Per­sónu­verndar í maí árið 2019, en nokkrum mán­uðum fyrr hafði Jón Bald­vin vísað til þessa bréfs í sjón­varps­við­tali og birt það í heild sinni í blaða­grein. Úrskurður var kveð­inn upp 27. ágúst 2020 og hefur verið birtur á vef Per­sónu­vernd­ar. Kjarn­inn hefur fengið stað­fest­ingu á því um hvaða til­vik málið snýst, frá Aldísi sjálfri, sem fékk úrskurð­inn í hendur um miðjan sept­em­ber.

Auglýsing

Í bréf­inu, sem und­ir­ritað var af Herði Jóhann­essyni þáver­andi aðstoð­ar­lög­reglu­stjóra hjá emb­ætt­inu, kom fram að lög­regla hefði „haft afskipti“ af Aldísi eða „sinnt verk­efnum vegna henn­ar“ nokkrum sinnum á und­an­förnum árum. Einnig sagði þar að Bryn­dís Schram og Jón Bald­vin Hanni­bals­son hefðu „aldrei kallað á lög­reglu eða beðið lög­reglu um aðstoð af neinu tagi“ vegna Aldís­ar.

Efn­is­at­riði bréfs­ins stang­ast á við gögn sem Aldís hefur látið Kjarn­anum í té. Sam­kvæmt mála­skrá lög­reglu hafði lög­regla afskipti af Aldísi 9. apríl árið 1998 og var það mál flokkað sem „að­stoð við erlend sendi­ráð“ í bókum lög­reglu, en Jón Bald­vin var á þeim tíma sendi­herra Íslands í Banda­ríkj­un­um.

Heimsókn lögreglu á heimili Aldísar 9. apríl 1998 er skráð sem aðstoð við erlend sendiráð í bókum lögreglu.

Einnig segir í færslu úr dag­bók lög­reglu, 13. apríl árið 2002, að Bryn­dís Schram hafi hringt í lög­reglu og sagst ætla að senda fax með ósk að eft­ir­grennslan eða leit að dóttur sinni. Þann sama dag sætti Aldís hand­töku, í kjöl­far þess að hún til­kynnti meint kyn­ferð­is­brot Jóns Bald­vins til lög­reglu.

Í dagbók lögreglu frá 13. apríl 2002 segir að Bryndís Schram hafi hringt og sagst ætla að senda fax til lögreglu með beiðni um eftirgrennslan eða leit að Aldísi.

Eftir hand­tök­una sætti hún nauð­ung­ar­vistun að beiðni Jóns Bald­vins, sem skrifuð var á bréfs­efni sendi­ráðs Íslands í Was­hington.

Beiðni Jóns Baldvins Hannibalssonar um nauðungarvistun dóttur sinnar, dagsett 12. apríl 2002.

Engin heim­ild til að miðla þessum upp­lýs­ingum

Sam­kvæmt úrskurði Per­sónu­verndar er ekki hægt að líta svo á að lög­regla hafi haft heim­ild til þess að fara með per­sónu­upp­lýs­ingar Aldísar með þeim hætti sem gert var í umrætt sinn. Einnig segir að að vinnslan hafi ekki farið fram með sann­gjörn­um, mál­efna­legum og lög­mætum hætti, sam­kvæmt skiln­ingi þágild­andi laga um per­sónu­vernd. 

Í úrskurð­inum segir að leggja verði til grund­vallar að ein­stak­lingar megi almennt treysta því að upp­lýs­ingum sem lög­regla skráir um þau verk­efni sem hún sinnir verði ekki miðlað til óvið­kom­andi aðila, eins og gert var gert í þessu til­viki.

Lög­regla gat ekk­ert svarað fyrir málið

Við með­ferð máls­ins óskaði Per­sónu­vernd eftir sjón­ar­miðum frá emb­ætti lög­reglu­stjór­ans á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, en þaðan var fátt um svör. Emb­ættið sagði í svar­bréfi sínu til Per­sónu­verndar að umrætt bréf og þau gögn sem útgáfa þess byggði á hefðu ekki verið varð­veitt í skjala­vörslu­kerfi emb­ætt­is­ins. 

Aldís Schram flytur hér ræðu á Druslugöngunni árið 2019.
Bára Huld Beck

Því hefði emb­ættið ekki til­tækar upp­lýs­ingar um for­sendur afgreiðsl­unnar og gæti af þeim sökum ekki tekið afstöðu til beiðni Per­sónu­verndar um upp­lýs­ingar um mál­ið. 

Með öðrum orð­um, emb­ættið hefur engar skrá­settar upp­lýs­ingar um það af hverju aðstoð­ar­lög­reglu­stjóri gaf út skrif­legt vott­orð um Aldísi og miðl­aði til Jóns Bald­vins í upp­hafi árs 2012.

Ekki til­efni til að bregð­ast sér­stak­lega við núna 8 árum seinna

Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn á Höllu Berg­þóru Björns­dótt­ur, lög­reglu­stjóra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, vegna nið­ur­stöðu Per­sónu­vernd­ar. Í svari sem barst frá emb­ætt­inu segir meðal ann­ars að „[þ]egar málið var afgreitt árið 2012 hefði, í sam­ræmi við lög og ferla emb­ætt­is­ins, átt að vista umrædd bréfa­skipti í mála­skrá emb­ætt­is­ins.“ 

Auglýsing

Í svari emb­ætt­is­ins segir einnig að búið sé að fara yfir umræddan úrskurð Per­sónu­vernd­ar. Tekið er fram að á þeim 8 árum sem liðin eru síðan atvik máls áttu sér stað hafi átt sér stað „mikil vinna við breyt­ingar er varðar afgreiðslu á málum af þessu tagi“ og að emb­ættið hafi það mark­mið að farið sé með per­sónu­upp­lýs­ingar í sam­ræmi við þau grund­vall­ar­sjón­ar­mið sem koma fram í úrskurði Per­sónu­vernd­ar, sem og reglur um per­sónu­vernd og frið­helgi einka­lífs.

Emb­ættið seg­ist einnig hafa farið yfir málið á sínum tíma og að það hafi einnig verið til með­ferðar hjá emb­ætti Hér­aðs­sak­sókn­ara, en þangað kærði Aldís málið áður en hún beindi kvörtun til Per­sónu­vernd­ar. „Í því ljósi og þess að margt hefur breyst á þeim 8 árum síðan atvik áttu sér stað, m.a. í afgreiðslu mála af þessu tagi, telur emb­ættið ekki til­efni til að bregð­ast frekar við, umfram það að hafa alla ferla emb­ætt­is­ins í sífelldri end­ur­skoð­un,“ segir í svari emb­ætt­is­ins, sem má lesa í heild sinni hér að neð­an.

Spurningar blaðamanns til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu

1) Hver eru viðbrögð embættisins við þessari niðurstöðu Persónuverndar?

2) Verður gerð einhver athugun hjá embættinu á því hvernig á því stendur að persónuupplýsingum var miðlað með þessum hætti?

3) Er ekki undarlegt að slík miðlun persónuupplýsinga sé hvergi varðveitt í skjalavörslukerfi embættisins?

Svar lögreglustjóraembættisins við fyrirspurn Kjarnans

Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefur farið yfir umræddan úrskurð Persónuverndar og niðurstöðu. Rétt er að taka fram að á þeim 8 árum síðan atvik máls áttu sér stað, hefur átt sér stað mikil vinna við breytingar er varðar afgreiðslu á málum af þessu tagi. Er það markmið embættisins að iðka vandaða stjórnsýslu sem er lögum samkvæm. Þá er það markmið að farið sé með persónuupplýsingar í samræmi við þau grundvallarsjónarmið sem koma fram í úrskurði Persónuverndar, sem og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Eftir þessum sjónarmiðum hefur verið unnið síðustu ár.

Embættið fór yfir málið á sínum tíma og hafði embætti Héraðssaksóknara það einnig til meðferðar. Í því ljósi og þess að margt hefur breyst á þeim 8 árum síðan atvik áttu sér stað, m.a. í afgreiðslu mála af þessu tagi, telur embættið ekki tilefni til að bregðast frekar við, umfram það að hafa alla ferla embættisins í sífelldri endurskoðun.

Þegar málið var afgreitt árið 2012, hefði í samræmi við lög og ferla embættisins, átt að vista umrædd bréfaskipti í málaskrá embættisins. Hjá embættinu er unnið eftir fyrirfram ákveðnum aðferðum og skipulagi með það að markmiði að tryggja að varsla og meðferð skjala sé í samræmi við góða stjórnsýslu og lög.

Jón Bald­vin teflir vott­orð­inu fram

Sem áður segir snýst þetta mál um bréf sem Hörður Jóhann­es­son þáver­andi aðstoð­ar­lög­reglu­stjóri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu skrif­aði undir í upp­hafi árs 2012 og Jón Bald­vin hefur undir hönd­um. Er bréfið var gefið út var Stefán Eiríks­son, núver­andi útvarps­stjóri, lög­reglu­stjóri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Jón Bald­vin hefur teflt þessu bréfi fram sem vott­orði þegar hann hefur verið að verj­ast ásök­unum Aldísar og fleiri kvenna í sinn garð á opin­berum vett­vangi. Hann vís­aði bæði til þess í við­tali í Silfr­inu 3. febr­úar 2019 og í grein í Morg­un­blað­inu fjórum dögum síð­ar. Í grein sinni í Mogg­anum rit­aði Jón Bald­vin bréfið orð­rétt upp.

Þetta bréf frá lög­reglu er vænt­an­lega á meðal gagna í meið­yrða­máli sem Jón Bald­vin rekur nú gegn Aldísi dóttir sinni og Sig­mari Guð­munds­syni dag­skrár­gerð­ar­manni á RÚV, en meið­yrða­málið var höfðað vegna við­tals sem Sig­mar og Helgi Seljan tóku við Aldísi Schram í Morg­un­út­varp­inu á Rás 2 í jan­úar árið 2019.

Jón Baldvin Hannibalsson hefur teflt vottorðinu sem hann fékk frá lögreglu árið 2012 fram er hann hefur verið að verjast ásökunum í sinni garð.

Í við­tal­inu sak­aði Aldís Jón Bald­vin meðal ann­ars um að hafa beitt áhrifum sínum sem sendi­herra gagn­vart yfir­völdum og lög­reglu til þess að þrýsta á um að hún yrði vistuð á geð­deild gegn vilja sín­um.

Jón Bald­vin og Bryn­dís vís­uðu ítrekað til þessa lög­reglu­vott­orðs í grein sem birt­ist í Morg­un­blað­inu 13. febr­úar 2019, þar sem þau röktu 14 meintar rang­færslur sem hefðu komið fram í við­tal­inu og fóru fram á afsök­un­ar­beiðni frá útvarps­stjóra, dag­skrár­gerð­ar­mönnum og Aldísi sjálfri, ann­ars yrði mál höfð­að.

Aldís Schram segir í skrif­legri yfir­lýs­ingu til Kjarn­ans vegna máls­ins að henni þyki skondið að Jón Bald­vin hafi sjálfur fært sér í hendur þetta „sönn­un­ar­gagn um ólög­mæt vinnu­brögð Stef­áns Eiríks­son­ar, fyrr­ver­andi lög­reglu­stjóra og Harðar Jóhann­es­son­ar, aðstoð­ar­lög­reglu­stjóra hans,“ í hend­ur, er hann birti það í heild sinni í Morg­un­blað­inu 7. febr­úar í fyrra.

Viðbrögð Aldísar Schram við niðurstöðu Persónuverndar:

„Það skondna er að Jón Baldvin Hannibalsson færði mér sjálfur í hendur þetta sönnunargagn um ólögmæt vinnubrögð Stefáns Eiríkssonar, fyrrverandi lögreglustjóra og Harðar Jóhannessonar, aðstoðarlögreglustjóra hans, þá hann kom upp þá kauða með því að birta þetta skjal þeirra í Morgunblaðinu þann 7. febrúar árið 2019, en því er við að bæta að þessi sami lögreglustjóri, sem með vinnslu og miðlun þessa skjals árið 2012 sem afhent var JBH í heimildarleysi, hefur gerst sekur um lögbrot, byggði þá ákvörðun sína að vísa frá kæru minni á hendur Jóni Baldvini fyrir meiðyrða- og mannréttindabrot árið 2013, á röngum upplýsingum og þar með meinaði mér um rannsókn kærunnar sem m.a. hefði leitt í ljós að þetta tilgreinda skjal hans bygggir á röngum upplýsingum, eins og sannast á málaskrá lögreglunnar, dags. 9. apríl 1998, þar sem tilraun Kolfinnu Baldvinsdóttur ásamt lögreglunni til handtöku minnar kallast „aðstoð við erlend sendiráð“ og dagbók lögreglunnar, dags. 13. apríl 2002 þar sem fram kemur að sendiherrafrúin Bryndís Schram bað um lögregluleit að mér, með þeim lyktum að ég, 10 mínútum eftir að ég tilkynnti kynferðisbrot Jóns Baldvins til lögreglu, sætti handtöku v/ meintra ranghugmynda um þau og nauðungarvistun fyrir beiðni hans, merktri Sendiráði Íslands.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiInnlent