Flótti lántakenda frá lífeyrissjóðunum og verðtryggðum lánum heldur áfram

Íslendingar eru farnir að sýna það í verki að þeir eru afar meðvitaðir um kjör húsnæðislána. Lægri stýrivextir og aukin verðbólga hafa leitt til þess að þúsundir hafa fært sig úr verðtryggðum lánum í óverðtryggð, og frá lífeyrissjóðum til banka.

fólk
Auglýsing

Sjóðs­fé­lagar líf­eyr­is­sjóða hafa greitt upp lán hjá þeim fyrir tíu millj­arða króna umfram það sem sjóð­irnir lán­uðu út á tveimur mán­uð­um. Í júlí námu upp­greiðslur líf­eyr­is­sjóðs­lána 5,1 millj­arði króna umfram ný lán og í ágúst var sú upp­hæð tæp­lega 4,9 millj­arðar króna. 

Flótt­inn er mestur úr verð­tryggðum lánum sjóð­anna. Alls voru greidd upp 3,8 millj­arðar króna af slíkum umfram ný útlán í júlí og tæp­lega fimm millj­arðar króna í ágúst. Heild­ar­fjöldi útlána líf­eyr­is­sjóða til sjóðs­fé­laga hefur dreg­ist saman um 2.225 tals­ins frá því í lok maí, þegar hann náði hámarki í 41.276 útlán­um. 

Þetta má lesa út úr nýjum hag­tölum frá Seðla­banka Íslands um ný útlán líf­eyr­is­sjóða til heim­ila lands­ins, sem birtar voru í gær­morg­un.

Síð­ustu tveir mán­uð­irnir sem töl­urnar ná yfir, júlí og ágúst 2020, eru einu mán­uð­irnir síðan í byrjun árs 2009 þar sem upp­greiðslur líf­eyr­is­sjóðs­lána eru meiri en nýjar lán­tök­ur. Sam­an­tektir Seðla­banka Íslands ná ekki lengur aftur en til þess tíma, þ.e. jan­úar 2009.

Frá sjóðum til banka

Þessir við­skipta­vinir eru í unn­vörpum að færa sig í við­skipti til inn­láns­stofn­ana, að uppi­stöðu við­skipta­bank­anna þriggja: Lands­bank­ans, Íslands­banka og Arion banka. Þær hafa bætt við sig 144,1 millj­arði króna í nýjum útlánum til heim­ila með veði í fast­eign á breyti­legum vöxtum að frá­dregnum upp­greiðslum og umfram­greiðslum á fjög­urra mán­aða tíma­bili, frá byrjun maí og út ágúst. 

Auglýsing
Ástæðan blasir við. Bank­arnir hafa hríð­lækkað husnæð­is­lána­vexti sína á síð­ustu mán­uðum sam­hliða því að stýri­vextir voru lækk­aðir niður í eitt pró­sent og ýmsar álögur á þá, eins og banka­skatt­ur, var lækk­að­ur. 

Sam­hliða hefur verð­bólga hækkað nokkuð skarpt, með til­heyr­andi áhrifum á verð­tryggð lán. Í lok apríl var hún 2,2 pró­sent og undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­miði Seðla­bank­ans. Nú er hún 3,5 pró­sent og einu pró­sentu­stigi yfir því. 

Úr verð­tryggðu í óverð­tryggt

Í slíku árferði eru óverð­tryggð lán mun vin­sælli en verð­tryggð, sér­stak­lega þegar vextir eru skap­leg­ir. Og það hafa þeir verið und­an­far­ið. Lands­bank­inn og Íslands­banki bjóða nú báðir 3,5 pró­sent breyti­lega óverð­tryggða vexti á hús­næð­is­lánum upp að 70 pró­sent veð­setn­ingu og á sam­bæri­legum lánum hjá Arion banka eru vext­irnir 3,54 pró­sent. 

Líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa hins vegar tekið þann pól í hæð­ina að keppa ekki við bank­ana um kjör á óverð­tryggðum lán­um, heldur að ein­blína á að bjóða upp á bestu kjörin á verð­tryggðum lán­um. Þar sker líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Birta sig úr, en hann býður 1,07 pró­sent breyti­lega verð­tryggða vexti upp að 65 pró­sent veð­setn­ingu. Fimm aðrir líf­eyr­is­sjóðir bjóða upp á slíka verð­tryggða vexti undir tveimur pró­sent­u­m. 

Vara­seðla­banka­stjóri lýsti yfir áhyggjum

Rann­veig Sig­­­urð­­­ar­dótt­ir, vara­­­seðla­­­banka­­­stjóri pen­inga­­­mála í Seðla­­­banka Íslands, lýsti yfir áhyggjur af þess­­ari þróun á blaða­­­manna­fundi sem hald­inn var í lok ágúst. „Það sem maður hefur áhyggjur af, bæði út frá pen­inga­­­stefn­unni og fjár­­­­­mála­­­stöð­ug­­­leika, er að heim­ilin séu að skuld­­­setja sig of mikið á breyt­i­­­legum vöxt­­­um. Von­andi verðum við ekki með svona lága vexti til fram­­­tíð­­­ar. Það er kannski það sem maður hefur mestar áhyggjur af í dag varð­andi mið­l­un­ina til heim­ila,“ sagði Rann­veig þar.

Ásgeir Jóns­­­son seðla­­­banka­­­stjóri sagði á sama fundi að það hefði gengið mjög vel að miðla vaxta­­­lækk­­­unum bank­ans til heim­ila. Við­brögð þeirra við hvata til frek­­­ari lán­­­töku á skap­­­legri kjörum hefði verið meiri en bank­inn átti von á. Það ýti undir einka­­­neyslu. „Það hefur verið framar von­­­um.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Framleiðslugreinar ná sér aftur á strik
Minni framleiðslutakmarkanir og meiri einkaneysla í Kína virðist hafa leitt til þess að framleiðslufyrirtæki í Evrópu eru á svipuðu róli og í fyrra. Einnig má sjá viðspyrnu á Íslandi, ef horft er á vöruútflutning iðnaðarvara.
Kjarninn 22. október 2020
Sara Stef. Hildardóttir
Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi
Kjarninn 22. október 2020
Ólga er innan bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði vegna málsins.
Vilja að Hafnfirðingar fái að segja hug sinn um fyrirhugaða sölu á HS Veitum
Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar áformar sölu á 15,42 prósenta hlut í HS Veitum til HSV eignarhaldsfélags á um það bil 3,5 milljarða króna. Samtök í bænum eru tilbúin að reyna aftur að knýja fram íbúakosningu um málið.
Kjarninn 22. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Kolefnisgjaldið þyrfti að vera mun hærra til þess að bíta betur
Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Miðflokksins tókust á um kolefnisgjöld á þingi í dag.
Kjarninn 22. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kúrfan áfram á niðurleið en „sigurinn er hvergi nærri í höfn“
„Allar tölur benda til þess að við séum raunverulega að sjá fækkun á tilfellum eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega er hægt að hefja afléttingu aðgerða eftir 1-2 vikur.
Kjarninn 22. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna: „Haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar“
Dómsmálaráðherra segir „alveg skýrt“ að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, hvorki nú né framvegis.
Kjarninn 22. október 2020
Ellefu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra á skrifstofu bankastjóra Seðlabankans
Seðlabankinn auglýsti nýverið lausar til umsóknar tvær nýjar stöður við bankann. Alls sóttu 22 um stöðurnar.
Kjarninn 22. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 24. þáttur: Murasaki Shikibu
Kjarninn 22. október 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar