Flótti lántakenda frá lífeyrissjóðunum og verðtryggðum lánum heldur áfram

Íslendingar eru farnir að sýna það í verki að þeir eru afar meðvitaðir um kjör húsnæðislána. Lægri stýrivextir og aukin verðbólga hafa leitt til þess að þúsundir hafa fært sig úr verðtryggðum lánum í óverðtryggð, og frá lífeyrissjóðum til banka.

fólk
Auglýsing

Sjóðs­fé­lagar líf­eyr­is­sjóða hafa greitt upp lán hjá þeim fyrir tíu millj­arða króna umfram það sem sjóð­irnir lán­uðu út á tveimur mán­uð­um. Í júlí námu upp­greiðslur líf­eyr­is­sjóðs­lána 5,1 millj­arði króna umfram ný lán og í ágúst var sú upp­hæð tæp­lega 4,9 millj­arðar króna. 

Flótt­inn er mestur úr verð­tryggðum lánum sjóð­anna. Alls voru greidd upp 3,8 millj­arðar króna af slíkum umfram ný útlán í júlí og tæp­lega fimm millj­arðar króna í ágúst. Heild­ar­fjöldi útlána líf­eyr­is­sjóða til sjóðs­fé­laga hefur dreg­ist saman um 2.225 tals­ins frá því í lok maí, þegar hann náði hámarki í 41.276 útlán­um. 

Þetta má lesa út úr nýjum hag­tölum frá Seðla­banka Íslands um ný útlán líf­eyr­is­sjóða til heim­ila lands­ins, sem birtar voru í gær­morg­un.

Síð­ustu tveir mán­uð­irnir sem töl­urnar ná yfir, júlí og ágúst 2020, eru einu mán­uð­irnir síðan í byrjun árs 2009 þar sem upp­greiðslur líf­eyr­is­sjóðs­lána eru meiri en nýjar lán­tök­ur. Sam­an­tektir Seðla­banka Íslands ná ekki lengur aftur en til þess tíma, þ.e. jan­úar 2009.

Frá sjóðum til banka

Þessir við­skipta­vinir eru í unn­vörpum að færa sig í við­skipti til inn­láns­stofn­ana, að uppi­stöðu við­skipta­bank­anna þriggja: Lands­bank­ans, Íslands­banka og Arion banka. Þær hafa bætt við sig 144,1 millj­arði króna í nýjum útlánum til heim­ila með veði í fast­eign á breyti­legum vöxtum að frá­dregnum upp­greiðslum og umfram­greiðslum á fjög­urra mán­aða tíma­bili, frá byrjun maí og út ágúst. 

Auglýsing
Ástæðan blasir við. Bank­arnir hafa hríð­lækkað husnæð­is­lána­vexti sína á síð­ustu mán­uðum sam­hliða því að stýri­vextir voru lækk­aðir niður í eitt pró­sent og ýmsar álögur á þá, eins og banka­skatt­ur, var lækk­að­ur. 

Sam­hliða hefur verð­bólga hækkað nokkuð skarpt, með til­heyr­andi áhrifum á verð­tryggð lán. Í lok apríl var hún 2,2 pró­sent og undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­miði Seðla­bank­ans. Nú er hún 3,5 pró­sent og einu pró­sentu­stigi yfir því. 

Úr verð­tryggðu í óverð­tryggt

Í slíku árferði eru óverð­tryggð lán mun vin­sælli en verð­tryggð, sér­stak­lega þegar vextir eru skap­leg­ir. Og það hafa þeir verið und­an­far­ið. Lands­bank­inn og Íslands­banki bjóða nú báðir 3,5 pró­sent breyti­lega óverð­tryggða vexti á hús­næð­is­lánum upp að 70 pró­sent veð­setn­ingu og á sam­bæri­legum lánum hjá Arion banka eru vext­irnir 3,54 pró­sent. 

Líf­eyr­is­sjóð­irnir hafa hins vegar tekið þann pól í hæð­ina að keppa ekki við bank­ana um kjör á óverð­tryggðum lán­um, heldur að ein­blína á að bjóða upp á bestu kjörin á verð­tryggðum lán­um. Þar sker líf­eyr­is­sjóð­ur­inn Birta sig úr, en hann býður 1,07 pró­sent breyti­lega verð­tryggða vexti upp að 65 pró­sent veð­setn­ingu. Fimm aðrir líf­eyr­is­sjóðir bjóða upp á slíka verð­tryggða vexti undir tveimur pró­sent­u­m. 

Vara­seðla­banka­stjóri lýsti yfir áhyggjum

Rann­veig Sig­­­urð­­­ar­dótt­ir, vara­­­seðla­­­banka­­­stjóri pen­inga­­­mála í Seðla­­­banka Íslands, lýsti yfir áhyggjur af þess­­ari þróun á blaða­­­manna­fundi sem hald­inn var í lok ágúst. „Það sem maður hefur áhyggjur af, bæði út frá pen­inga­­­stefn­unni og fjár­­­­­mála­­­stöð­ug­­­leika, er að heim­ilin séu að skuld­­­setja sig of mikið á breyt­i­­­legum vöxt­­­um. Von­andi verðum við ekki með svona lága vexti til fram­­­tíð­­­ar. Það er kannski það sem maður hefur mestar áhyggjur af í dag varð­andi mið­l­un­ina til heim­ila,“ sagði Rann­veig þar.

Ásgeir Jóns­­­son seðla­­­banka­­­stjóri sagði á sama fundi að það hefði gengið mjög vel að miðla vaxta­­­lækk­­­unum bank­ans til heim­ila. Við­brögð þeirra við hvata til frek­­­ari lán­­­töku á skap­­­legri kjörum hefði verið meiri en bank­inn átti von á. Það ýti undir einka­­­neyslu. „Það hefur verið framar von­­­um.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti N'drangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar