Uppgefnar eignir Íslendinga erlendis jukust um 20 prósent á tveimur árum

Bein fjármunaeign innlendra aðila erlendis jókst um 58 milljarða króna í fyrra og var 666 milljarðar króna í lok þess árs. Tölur Seðlabanka Íslands segja að Íslendingar eigi einungis 21 milljónir króna á Tortóla.

endurskoðun
Auglýsing

Bein fjár­muna­eign Íslend­inga erlendis jókst um tæp­lega 58 millj­arða króna á árinu 2019 og var 666 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót. Frá lokum árs 2017 hefur hún auk­ist um 116 millj­arða króna. Þetta kemur fram í nýlegum hag­­tölum frá Seðla­­banka Íslands.

Mestar eru upp­­­gefnar fjár­muna­eignir Íslend­inga í Hollandi, en þar eiga inn­­­lendir aðilar alls 357 millj­­arða króna. Upp­­­gefnar eignir lands­­manna á þekktum aflandseyjum hafa dreg­ist mikið saman á und­an­­förnum árum. Þannig er fjár­­muna­­eign inn­­­lendra aðila á Bresku Jóm­frú­­areyj­un­um, sem inn­i­heldur með ann­­ars Tortóla, sögð vera 21 millj­­ónir króna í tölum Seðla­­banka Íslands, sem er svipað og síð­ast­liðin ár. Í árs­­lok 2015 voru 32 millj­­arðar króna í eigu Íslend­inga sagðir vera vistaðir í eyja­kla­s­an­­um.

Sá hluti fjár­­muna Íslend­inga erlendis sem eru óflokk­aðir hefur nán­ast þre­fald­ast á nokkrum árum. Í lok árs 2017 var hann met­inn á tæpa 25 millj­arða króna en um síð­ustu ára­mót var sú upp­hæð komin upp í rúm­lega 72 millj­arða króna.

Gengi krónu spillar stóra rullu

Eignir Íslend­ingar í krónum talið lækk­uðu skarpt á  í útlöndum frá árunum 2016 og 2017. Þar spil­aði mikil styrk­ing íslensku krón­unnar stóra rullu. Í lok árs 2017 hafði fjár­muna­eign inn­lendra aðila í krónum talið ekki verið lægri frá árinu 2004. 

Síð­ustu ára hefur þetta breyst og á tveggja ára tíma­bili, frá lokum árs 2017 og fram að síð­ustu ára­mót­um, juk­ust eign­irnar í krónum talið um 116 millj­arða króna, eða um 21 pró­sent. Það gerð­ist á sama tíma og íslenska krónan veikt­ist umtals­vert, og jók þannig krónu­virði helstu við­skipta­gjald­miðla. Krónan hefur haldið áfram að veikj­ast skarpt það sem af er árinu 2020, eða um 16,3 pró­sent gagn­vart evru.

Auglýsing
Skrán­ingu á erlendri fjár­­­­muna­­­­eign Íslend­inga var breytt fyr­ir­ nokkrum árum síð­­­­­­­an. Nú eru gefnar upp­­­­lýs­ingar um eign í færri löndum en áður en ­flokk­­­­ur­inn „óflokk­að“ hefur stækk­­­­að. Áður var hægt að sjá til að mynda hver bein fjár­­­­muna­­­­eign Íslend­inga er á Cayman-eyj­um, Mön, Jersey, Guernsey og Má­ri­­­­tí­us. Það er ekki hægt leng­­­­ur. 

Líkt og áður sagði var „óflokk­uð“ bein fjár­muna­eign Íslend­inga rúm­lega 72 millj­arðar króna í lok árs 2019.

Íslend­ingar stórnot­endur skatta­skjóla

Erlend fjár­­­muna­­­eign Íslend­inga var mjög í kast­­­ljósi heims­ins vorið 2016  í kjöl­far frétta úr gagna­­­leka frá panömsku lög­­­fræð­i­­­stof­unni Mossack Fon­seca sem gerður var opin­ber í apríl 2016. Í þeim kom fram að um 600 Íslend­ingar teng­d­ust um 800 aflands­­­fé­lögum sem koma fram í skjöl­un­­­um. Fyrir liggur að mestu er um að ræða við­­­skipta­vini Lands­­­banka Íslands sem stund­uðu aflands­við­­­skipti. Ekki liggur fyrir hvaða milli­­­­­göng­u­liði Kaup­­­þing og Glitnir not­uðu, en sam­­­kvæmt við­­­mæl­endum Kjarn­ans sem þekktu vel til í starf­­­semi íslensku bank­anna fyrir hrun er ljóst að fjöldi aflands­­­fé­laga sem stofnuð voru fyrir íslenska við­­­skipta­vini eru mörg þús­und tals­ins. Því sýndi lek­inn frá Mossack Fon­seca ekki nema brot af þeim aflands­fé­lögum sem þeir áttu, og eiga mögu­lega enn.

Lík­legt verður að teljast, að hluti þeirra eigna sem íslenskir rík­­is­­borg­­arar hafa komið fyrir í þekktum skatta­­skjól­um, séu ekki inni í þeim tölum yfir erlendar fjár­muna­eignir inn­­­lendra aðila sem Seðla­­bank­inn birt­­ir. Til­­­gangur þess að stofna félag í skatta­­skjóli er enda fyrst og síð­­­ast tal­inn annar af tveim­­ur: að kom­­ast undan skatt­greiðslum eða til að leyna til­­vist eignar frá ein­hverj­­um.

Fyrir ári síðan hafði emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra lokið rann­sókn í alls 96 málum sem eiga upp­runa sinn í Panama­skjöl­un­um. Af þeim höfðu alls 64 málum verið vísað til refsi­með­ferðar hjá hér­aðs­sak­sókn­ara, farið hafði verið fram á sekt­ar­kröfu fyrir yfir­skatta­nefnd í 17 mál­um, refsi­með­ferð í tveimur málum var lokið með sekt­ar­gerð hjá skatt­rann­sókn­ar­stjóra og ekki var hlut­ast til um refsi­með­ferð í 13 mál­u­m. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 47. þáttur: Myrk hliðarveröld
Kjarninn 22. janúar 2021
Yfirlitsmynd af fyrirhuguðu framkvæmdasvæði.
Vegagerðin setur göng í gegnum Reynisfjall og veg á bökkum Dyrhólaósa á dagskrá
Óstöðug fjaran við Vík kallar á byggingu varnargarðs ef af áformum Vegagerðarinnar um færslu hringvegarins verður. Hinn nýi láglendisvegur myndi liggja í næsta nágrenni svæða sem njóta verndar vegna jarðminja og lífríkis.
Kjarninn 22. janúar 2021
Mynd frá Hiroshima í Japan, tekin nokkrum mánuðum eftir að kjarnorkusprengju var varpað á borgina árið 1945.
Áttatíu og sex prósent vilja að Ísland fullgildi samning um bann við kjarnorkuvopnum
Samkvæmt nýrri könnun frá YouGov eru einungis þrjú prósent Íslendinga fylgjandi þeirri stefnu íslenskra stjórnvalda að fylgja stefnu NATÓ um að skrifa ekki undir samning Sameinuðu þjóðanna um bann gegn kjarnorkuvopnum. Samningurinn tekur gildi í dag.
Kjarninn 22. janúar 2021
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
Kjarninn 21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar