Uppgefnar eignir Íslendinga erlendis jukust um 20 prósent á tveimur árum

Bein fjármunaeign innlendra aðila erlendis jókst um 58 milljarða króna í fyrra og var 666 milljarðar króna í lok þess árs. Tölur Seðlabanka Íslands segja að Íslendingar eigi einungis 21 milljónir króna á Tortóla.

endurskoðun
Auglýsing

Bein fjár­muna­eign Íslend­inga erlendis jókst um tæp­lega 58 millj­arða króna á árinu 2019 og var 666 millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót. Frá lokum árs 2017 hefur hún auk­ist um 116 millj­arða króna. Þetta kemur fram í nýlegum hag­­tölum frá Seðla­­banka Íslands.

Mestar eru upp­­­gefnar fjár­muna­eignir Íslend­inga í Hollandi, en þar eiga inn­­­lendir aðilar alls 357 millj­­arða króna. Upp­­­gefnar eignir lands­­manna á þekktum aflandseyjum hafa dreg­ist mikið saman á und­an­­förnum árum. Þannig er fjár­­muna­­eign inn­­­lendra aðila á Bresku Jóm­frú­­areyj­un­um, sem inn­i­heldur með ann­­ars Tortóla, sögð vera 21 millj­­ónir króna í tölum Seðla­­banka Íslands, sem er svipað og síð­ast­liðin ár. Í árs­­lok 2015 voru 32 millj­­arðar króna í eigu Íslend­inga sagðir vera vistaðir í eyja­kla­s­an­­um.

Sá hluti fjár­­muna Íslend­inga erlendis sem eru óflokk­aðir hefur nán­ast þre­fald­ast á nokkrum árum. Í lok árs 2017 var hann met­inn á tæpa 25 millj­arða króna en um síð­ustu ára­mót var sú upp­hæð komin upp í rúm­lega 72 millj­arða króna.

Gengi krónu spillar stóra rullu

Eignir Íslend­ingar í krónum talið lækk­uðu skarpt á  í útlöndum frá árunum 2016 og 2017. Þar spil­aði mikil styrk­ing íslensku krón­unnar stóra rullu. Í lok árs 2017 hafði fjár­muna­eign inn­lendra aðila í krónum talið ekki verið lægri frá árinu 2004. 

Síð­ustu ára hefur þetta breyst og á tveggja ára tíma­bili, frá lokum árs 2017 og fram að síð­ustu ára­mót­um, juk­ust eign­irnar í krónum talið um 116 millj­arða króna, eða um 21 pró­sent. Það gerð­ist á sama tíma og íslenska krónan veikt­ist umtals­vert, og jók þannig krónu­virði helstu við­skipta­gjald­miðla. Krónan hefur haldið áfram að veikj­ast skarpt það sem af er árinu 2020, eða um 16,3 pró­sent gagn­vart evru.

Auglýsing
Skrán­ingu á erlendri fjár­­­­muna­­­­eign Íslend­inga var breytt fyr­ir­ nokkrum árum síð­­­­­­­an. Nú eru gefnar upp­­­­lýs­ingar um eign í færri löndum en áður en ­flokk­­­­ur­inn „óflokk­að“ hefur stækk­­­­að. Áður var hægt að sjá til að mynda hver bein fjár­­­­muna­­­­eign Íslend­inga er á Cayman-eyj­um, Mön, Jersey, Guernsey og Má­ri­­­­tí­us. Það er ekki hægt leng­­­­ur. 

Líkt og áður sagði var „óflokk­uð“ bein fjár­muna­eign Íslend­inga rúm­lega 72 millj­arðar króna í lok árs 2019.

Íslend­ingar stórnot­endur skatta­skjóla

Erlend fjár­­­muna­­­eign Íslend­inga var mjög í kast­­­ljósi heims­ins vorið 2016  í kjöl­far frétta úr gagna­­­leka frá panömsku lög­­­fræð­i­­­stof­unni Mossack Fon­seca sem gerður var opin­ber í apríl 2016. Í þeim kom fram að um 600 Íslend­ingar teng­d­ust um 800 aflands­­­fé­lögum sem koma fram í skjöl­un­­­um. Fyrir liggur að mestu er um að ræða við­­­skipta­vini Lands­­­banka Íslands sem stund­uðu aflands­við­­­skipti. Ekki liggur fyrir hvaða milli­­­­­göng­u­liði Kaup­­­þing og Glitnir not­uðu, en sam­­­kvæmt við­­­mæl­endum Kjarn­ans sem þekktu vel til í starf­­­semi íslensku bank­anna fyrir hrun er ljóst að fjöldi aflands­­­fé­laga sem stofnuð voru fyrir íslenska við­­­skipta­vini eru mörg þús­und tals­ins. Því sýndi lek­inn frá Mossack Fon­seca ekki nema brot af þeim aflands­fé­lögum sem þeir áttu, og eiga mögu­lega enn.

Lík­legt verður að teljast, að hluti þeirra eigna sem íslenskir rík­­is­­borg­­arar hafa komið fyrir í þekktum skatta­­skjól­um, séu ekki inni í þeim tölum yfir erlendar fjár­muna­eignir inn­­­lendra aðila sem Seðla­­bank­inn birt­­ir. Til­­­gangur þess að stofna félag í skatta­­skjóli er enda fyrst og síð­­­ast tal­inn annar af tveim­­ur: að kom­­ast undan skatt­greiðslum eða til að leyna til­­vist eignar frá ein­hverj­­um.

Fyrir ári síðan hafði emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra lokið rann­sókn í alls 96 málum sem eiga upp­runa sinn í Panama­skjöl­un­um. Af þeim höfðu alls 64 málum verið vísað til refsi­með­ferðar hjá hér­aðs­sak­sókn­ara, farið hafði verið fram á sekt­ar­kröfu fyrir yfir­skatta­nefnd í 17 mál­um, refsi­með­ferð í tveimur málum var lokið með sekt­ar­gerð hjá skatt­rann­sókn­ar­stjóra og ekki var hlut­ast til um refsi­með­ferð í 13 mál­u­m. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar